Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 12
76 in 30. apr. 1824 dönsk lög, og var hún lögleidd hjer á landi með konungsbrjefi 7. desbr. 1827. Með brjefi kirkju- og kennslumálaráðgjafans 11. apríl 1851 voru gjörðar skýringar á lögunum, sem voru að því leyti þýðingar- meiri en aðrar lögskýringar, að þær sýndu, hvernig æðsta vald kirkjunnar teldi rjett að beita lögunum. Að mínu áliti er það ekkert »aðalatriði:< í brjefi ráðherrans, að prestar megi ekki láta verða messufall að óþörfu, því að á slíku hefir aldrei verið neinn vafi, heldur var hitt að- alatriðið, að, ef messufall yrði, af þvi að offátt fólk kæmi til kirkju, þá yrði það að teljast lögleg lýsing, »að lesa upp, til þess að framkvæma hina umbeðnu lýsingu, hið nauðsynlega í kirkjunni í viðurvist kirkjuþjónanna og forsöngvara og á þann hátt, er honum (o: prestinum) þykir sæmilegur«. Þessi skilningur á lögunum hefir siðan verið ráð- andi i Danmörku hjá klerkum, hjá kirkju- og kennslu- málaráðaneytinu og hjá lögfræðingunum. Árið 1891 kom út handbók í hinum danska kirkju- rjetti, sem sjálfsagt er til í Reykjavík. Bók þessi er mjög nákvæm (nær 1000 bls.) og einkum ætluð prestum og öðrum kirkjunnar þjónum til að fara eptir, enda er hún gefin út með styrk frá kirkju- og kennsluraálaráða- neytinu. I bók þessari er það blátt áfram sagt sem al- gild regla, og jafnframt skýrskotað til brjefsins 11. april 1851: »Ef ekki er messað einhvern sunnudag fyrir skort á kirkjufólki, má presturinn samt sem áður framkvæma lýsinguna« (bls. 509). Þeir, sem hafa samið bók þessa, eru landsþingsformaður Henning Matzen, sem lengi hefir verið kennari i lögum við háskólann í Kaupmannahöfn, og Jóhannes Timm, umboðsmaður í kirkju- og kennslu- málaráðaneytinu danska. Þegar jeg las lög við háskólann f Kaupmh., skýrði háskólakennari í lögum J. H. Deuntzer hjónabandstilskip- unina á sama hátt, og því visar hann í kennslubók sinni Den danske Familieret Kh. 1882, bls. 84, til brjefs kirkju- og kennslumálaráðgjafans 11. apr. 1851, að því er snert- ir aðferðinavið lýsingar, »þegar ekki er eða ekki getur orðið messað«.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.