Kirkjublaðið - 01.05.1897, Síða 3

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Síða 3
67 svo hefir ekki getað verið. Þrátt fyrir alla óáran og kúgun, hjátrú og ofsóknir hafði sú öld eins og hver önn- ur sína kosti, sína fegurð og gleði, sem ekkert ánauðar- farg og ekkert hjátrúarmyrkur hefir megnað að kefja. Sólin rann þá, eins og áður og siðar, sina braut dag ept- ir dag, fögur og ljómandi. Vorið kom þá, eins og áður og síðar, í sinni dýrð og hjúpaði landið í blómskrúði. Hlíðarnar brostu við, lindirnar niðuðu, fuglarnir sungu. Og mennirnir elskuðu og vonuðu, glöddust og ljeku sjer og hlógu, allt eins þá og áður og síðar. Það er raunar mjög líklegt, að menn hafi þá ekki haft jafnnæma til- finningu fyrir fegurð náttúrunnar sem á þessari öld. En þrátt fyrir öll hin mörgu ský, sem þá dró opt fyrir gleði lífsins og fegurð náttúrunnar, þarf enginn að fmynda sjer, að líf manna á þeim tímum hafi verið gjörsnautt af gleði og fegurðartilfinningu, og allt hafi verið eintómur »grát- ur og gnístran tanna«. Til þess að líta þannig á, gefur hinn háttvirti höfundur heldur ekkert beinlínis tilefni; og það er misskilningur, ef menn vilja draga slfkt út úr frá- sögn hans. Hann lætur og þessa öld njóta þess sann- mælis, að húu hafi verið fróðleiksöld mikil, þó að fróð- leikurinn væri raunar opt æði mikilli hjátrú blandinn. Og þar sem hann lýsir svartast, getur hann þess jafn- framt, þjóðinni til afbötunar, að ekki hafi ástandið hjá öðrum þjóðum verið betra um þær mundir. Það, sem hjer kann einkum að geta valdið misskiln- ingi, sjer í lagi hjá lftt menntuðum mönnum eða ósjálf- stæðum unglingum, er það, að höf. leggur töluvert meiri áherzlu á myrkari hliðina en hina bjartari, telur fremur brestina en kostina og minnist miklu rækilegar þeirra manna, er seyrðir voru af hjátrú aldarinnar en hinna, sem að miklu leyti gátu hafið sig yfir hana. En þetta stendur beinlinis í sambandi við tilgang ritsins, sem helzt lýtur að því, að skýra náttúruþekkingu manna á þessu tímabili. Hefði höfundinum komið í hug, að rit sitt yrði misskilið eða rangfært öldinni til ófrægðar eða til að niðra trúnni, hefði hann án efa, um leið og hann minnt- ist á hjátrúarofsann, einnig hafa minnzt nokkuð rækileg- ar á hina lifandi og sterku trú, sem hjálpaði þjóðinni til

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.