Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 8
*. BLAÐSÍÐA heimskringla WINNIPEG 10. SEPTEMBER, 1930 Fjær og Nær s Frá Islandi komu hingað til bæj arins eftir þriggja mánaða ferð, fru t>órunn og séra Ragnar E. Kvaran, á mánudagskvöldið var. Mun séra Kvaran þjóna söfnuðunum í Nýja Islandi til bráðabyrgðar, og dvelja i Arborg vetrarlangt. * * * Spilafundur. Spilafund heldur ein Bazaarsdeild Kvenfélags Sambandssafnaðar í tundarsal kirkjunnár, þriðjudaginn 16. september n.k. Spilað verður bæði Bridge og Whist. Góðir prisar gefn- ir. Hefst kl. 8 e.h. * * * STEFNIR, II. árg. 4. hefti, er komið vestur. 1 þessu hefti er m.a, Frá Austur-Asíu (myndir); Alþing lshátíðin; Ráðsmaður og úlfur, eftir Guðm. Friðjónsson; Framhald af greinum Jónasar Kristjánssonar ura Ijóslækningar, Sögur og margt fleira. Stefni geta menn fengið með því að snúa sér til Benjamíns Kristjánsson- ar, 796 Banning St., Winnipeg. • • • Séra Rúnólfur Marteinsson ferðast norður til Mikleyjar í þessari viku Og flytur þar guðsþjónustu næsta sunnudag. Einnig gerir hann ráð fyr- Jónas Pálsson Pianist and Teacher 107 LENORE ST. PHONE 39 81 Pupils prepared for the Asso- ciated Board of the Royal Aca- demy and Royal College of Mu- sic, London, England. THOMAS JEWELRY CO. ■Or9miði er ekki lærð á einu eða tveimur árum. 25 ára reynsla sannar fullkomna þekkingu. Hrenslun $1.00 Fjöður $1.00 Waltham trr $12.00 Póstsendingar afgreiddar tafar- laust. CARL THORLAIÍSON úrsmiður. 627 Sargent Ave., Winnipeg MRS. THOR BRAND 726 VICTOR STREET WINNIPEG tekur á móti sjúklingum (con- valescent patientsjog annast um þá á heimili sinu. Talsími: 23130 ir að flytja þar erindi um Panama- ferð sína. • • • Héðan lagði af stað á laugardag- inn var alfarinn til lslands, Þórir Ja- kobsson fasteignasali, ættaður frá Hólum í Reykjadal í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hann kom hingað vestur um haf fyrir 11 árum síðan og hefir lengst af dvalið í Bandaríkjunum við húsabyggingar í San Francisco, en aðeins tvö síðustu árin hér í Win- nipeg. • • * Mr. P.agnar E. Eyjólfsson frá Prince Rupert, B. C., er nýfluttur til þessa bæjar. Sezt han nhér að sem Chiropractor og verður lækninga- stofa hans að 837 í Somerset bygg- ingunni. Hann hefir um 6 ár stund- að þessar lækningar vestur við haf og hefir reynst vel. Hann lærði á National College of Chiropractic í Chicago, og tók próf hjá læknum, er heyra til The American Medical As sociation. Hann er sonur Þorsteins Eyjólfssonar og konu hans Kristjönu er lengi bjuggu að Lundar og lslend- ingum voru að góðu kunn. Vonar Ragnar E. Eyjólfsson, að þeir lslend ingar, sem á slíkri lækningu þurfa að halda og hann veitir, leiti til sín * • • Björgvin Guðmundsson tónskáld hefir beðið Heimskringlu að geta þess, að hann taki á móti nemendum að heimili sínu 555 Arlington St. Sími 71 621. • • • Skúli þingmaður Sigfússon frá Lundar, Man., var staddur í bænum fyrir helgina. Kvað hann heyskap um það lokið í sinni byggð, og hefir allvel heyjast og nýting verið góð. Einnig hefði komuppskera, þar sem um hana væri að ræða þar nyrðra, verið með bezta móti. • • • Munið eftir Tombólu stúkunnar Heklu næsta mánudagskvöld. • • • Strætisvagnafélagið, sem fyrir 2 mánuðum síðan fékk bráðabyrgðar hækkun á fargjöldum, sem nam hér um bil 1 centi á hverju fari, fer nú enn fram á aliríflega hækkun. Vill félagið fá 10 cent í staðinn fyrir 7, ef aðeins eitt far er keypt; annars 3 miða fyrir 25 cent eða 6 fyrir 45c. Þykir mönnum þetta frekja allmikil og sjá ekki hverjar ástæður félagið Lillian Ruddlesden Teacher of Pianoforte and Theory 968 SHERBCRN ST. Phone 86 403 75c per Lesson Pálmi Pálmason Violinist & Teacher 654 Banning Street. Phone 37 843 hefir til svo óhóflegrar hækkunar, þar sem kunugt er, að það hefir um undanfarin ár verið að stórgræða á fólksflutningum sinum um borgina. • • • Dánarfregn. Mr. Guðmundur Bames (B'ama- son) lézt að heimili sínu, 942 N. Fairfield Ave., 6. ágúst. Banamein hans var krabbamein. Lifa hann kona Ragna og þrjú uppkomin böm, Sig- urður, Viola og Edmund; einnig tvær systur, önnur á Islandi, hin Mrs. Steinunn Bergmann búsett hér í borg. Guðumundur fæddist 22. nóvem- ber 1871- á Þormóðstungu í Húna- vatnssýslu. Hann útskrifaðist af latínuskólanum og stundaði síðan læknisfræði í eitt ár. Til Ameriku fluttist hann árið 1900 og kom rak- leiðis til Chicago og bjó þar til dauða- dags. Stundaði hann rafmagnsiðn. Vann um tíma í verksmiðju Hjartar Thordarsonar, en lengst af hjá Jef- ferson Electric Co. Guðmundur heitinn var eljumaður, frábærlega gestrisinn og félagslynd- ur. Hafði hann verið gjaldkeri fé- lagsins Islendingur hér, að heita mátti frá byrjun. Astríkur og eftir- látssamur faðir og eiginmaður og hinn hjálpsamasti nágranni. Hann var jarðsettur 9. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Talaði yfir honum Rev. Roseland, sonur prests þess er til Tslands fór í sumar. Guðmundar verður mikið og lengi saknað, og þykir oss löndum í Chi- cago stórt skarð hafa verið höggið. þar sem hann er horfinn. J. S. Bjömsson. • • • Herbergi til leigu að 762 Victor St., með eða án húsgagna. • • • Ragnar H. Ragnar píanókennari hefir opnað nýja kennslustofu að 558 Maryland St., milli Sargent Ave. og Ellice. Sími 36 492. BRJEF TIL HEIMSKRINGLU ” J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, B»tteries, Etc. ROSE THEATRE Phone 88 525 Sargent and Arlington Thur., Fri., Sat., This Week HARRY RICHMAN in “Putting on the Ritz” Mon., Tues., Wed., Next Week ALICE WHITE in Playing Around Tombóla og Dans verður haldin mndir umsión stúkunnar Heklu nr. 33 MÁNUDAGINN 15. SEPTEMBER, 1930 í GOODTEMPLARAHÚSINU Sargent og McOee Byrjar kl. 8 e. h. — Dansinn kl. 10 Inngangur með einum drætti 25 cent. n Gas er fljótt - - og ódýrt undir “Optional Gas Water Heater” taxta vorum. Símið 842 312 eða 842 314 eftir fullkomnum upplýs- ingum. Winnipeg Electric Company “Your Guarantee of Good Service” Four Storea; Appliance Dept., Power Bldg., Portage and Vaughan; 1841 Portage Avenue, St. James Marion and Tache, St. Boniface. 511 Selkirk Avenue. Minneapolis, 24. ág., ’30. Kæra ritstjóri! Stórskáldið að Bergi var að fara með íslenzka vísu, sem hann kunni ekki rétta. Um þýðingu Kirckon- nels, þó ef til vil lsé góðra gjalda verð, hafa sem fæst orð minnsta á- byrgð. Enda eru hinar angurblíðu drykkjuvisur Jóhanns heitins Sigur- jónssonar afar örðugar, er kemur til að þýða þær á ensku. Sízt má um þær fara höndum sá maður, sem líklega hefir ekki sezt á “sólskins- biett I heiði”! Ef Jóhann heitinn hefði verið Vest- ur-Islendingur, þá hefði hann ekki rist eins djúpt, og ef til vill komist að orði eitthvað á þessa leið: In listless lonely rapture, Thru lightless mid-night hours, I sit — each golden glassful A glimpse of ancient flowers. Ragnar E. Eyjólfson Chiropractor 837 Somerset Building Viðtalstími frá 10-12 f. h. og 2-5.30 e. h. og 7-8 að kvöldi. Telephone: Office 39 265 Res. 80 726 HaHHSIg!lSI!a®íail!aig!l!!aSl!3!sEl!HlllSIS!rí Komist hjá - - því af húsverkunum, sem mest þreyta og reyna á. Léttu af þér þvottadeginum með því að láta oss þvo og straua hann með voru SEMI FINISH SERVICE Við skulum þvo og straua borðdúka og línlök yðar ágæt- lega og færa þér afgangirm af þvottinum mátulega rakan til þess að þú getir strauað hann sjálf. Allt þetta gerum við fyrir að- eins fá cent á pundið. Látið oss sækja þvottinn. SEMI FINISH SERVICE 8 cents a pound MINIMUM $1.00 NEW METH0D LAUNDRY Ltd. 372 BURNELL STREET PHONE 37 222 The joys of days long-faded I dream in tearful gladness. When griefs I thought forgotten Again me fill with sadness. Behind tþe Death now dallies Who deáls in lost hope’s starkness, Who holds in hands of power A heavenful of darkness. Fari það grákollað — hélt mér hlyti að takast þetta mikið betur! Vinsamlegast O. T. Johnson. 4250 Fourth St. N. E. HJÓNABANDIÐ. (Framh. frá 7. síðu.) Arthur hafði ekki sezt niður síð- an hann kom inn; hann stóð nú al- vörugefinn gagnvart manni þeim, er allir sögðu að væri upphafsmaður að vandræðum þeim, er nú voru fyrir hendi. En sem betur fór, hafði hann ekki hugmynd um að Hartmann væri grunaður um hlutdeild í dauða föður hans; hann yrti á hann mjög stilli- lega. “Hartmann verkstjóri! Þér hafið í gær falið forstöðumaninum að flytja mér kröfur allra námumannanna, og hótun um að leggja niður vinnuna, verði kröfunum ekki sinnt.” “Svo er það, herra Berkow,” svar- aði Ulrich hvatlega. Arthur studdi hendinni á borðið og bar ekki á neinni geðshræringu hjá honum, er hann hélt áfram máli sínu: “Fyrst og fremst verð eg að fá að vita, hvað þið eiginlega ætlið ykk- ur með þessu framferði. Þetta eru engar kröfur heldur herboð! Þið hljótið að geta sagt ykkur sjálfir, að eg hvorki vil né get orðið við slík- um kröftum.” “Hvort þér getið það, veit eg ekki, herra Berkow,” sagði Ulrich kulda- lega; “en eg heíd að þér munið samt sem áður gera það, því við erum fast ákveðnir í að taka ekki til vinnu fyr en kröfum vorum hefir verið sinnt; og þér fáið ekki aðra vinnumenn í öllu fylkinu.” Þessu var ekki vel hægt að mót- mæla, en orðin voru töluð í svo hæði- legum tón, að Arthur hleypti brún- um. “Það er alls ekki ætlun mín, að neita ykkur um allt,” sagði hann ein- beittlega. “Sumar af kröfum ykkar eru á rökum byggðar. 'og þeim verð- ur óðara sinnt. Þið hafið heimtað, að námugöngin verði rannsökuð og endurbætt, og það verður gert. Eg hefi tæplega efni á því eins og nú stendur á; en eg geri það samt. En svo verðið þið að nema hin atriðin burtu, sem eingöngu miða að því, að draga stjórnina úr höndum yfir- boðara ykkar og eyðileggja alla verk- hlýðni og reglu, en án hennar getur fyrirtækið ekki staðizt.” Fyrirlitningin hvarf úr svip Ul- richs, en í staðinn kom undrun og tortryggni; hann leit fyrst á umsjón- armennina og siðan á húsbóndann, eins og hann hefði hann grunaðan um að hafa lært ræðuna utan að áð- ur. “Það er leitt, herra Berkow, en þessi atriði verða ekki felld í burtu,” sagði hann þrjózkulega. “Eg trúi því vel, að yður sé mest umhugað um þau atriði,” sagði Arth ur og hvessti augun á Ulrich. “En eg segi yður aftur, að þér verðið a3 fella þau í burtu. Eg vil hliðra til svo mikið sem mögulegt er, en ekki vitund frekar. Þeir sem leita sér ærlegrar vel launaðrar vinnu, hljóta að vera ánægðir með þá kosti, sem eg býð. Eg heiti því og legg við drengskap minn, að námugöngin skulu verða endurbætt og laun verka- mannanna hækk”ð; en svo heimta eg að menn trúi orðum mínum. En áður en við semjum nákvæmar um þetta, verðið þið að fella burtu hin- ar aðrar kröfur. Eg get ómögulega orðið við þeim, og eg tek aldrei í mál að gera það.” HUGSIÐ! Föt og Yfírhafnir Eftir máli Eftir máli eða tilbúin eða tilbúin Skólinn Byrjaður! b Móðirin veit að mjólk er nauðsynleg til að viðhalda v hjá bömunum árangri K sumarfrísins. Það er þess vegna að hún velur City Mjólk ÞURRAR RENGLUR Nú er tími til að panta viðar- renglur (Slabs) og vera viðbú- inn kvöldkulinu, þegar nauðsyn- legt er að koma upp skjótum hita. PANTIÐ CORD I DAG BLANDAÐAR PINE OG TAMARAC RENGLUR 1 Cord % Cord (4 Cord Langar $7.00 $4.00 $2.25 Sagaðar $8.00 $4.50 $2.50 The Arctic Ice $ Fuel Co., Ltd. PHONE 42 321 Látið ekki bregðast að framreiða það bezta — gerilsneydda City Mjóllc. Phone 87 647 ^soooðoocosoecososscoososc^ Nýjar birgðir — Nýjasta tízka Stærstu birgðir og lægsta verð, sem þessi búð hefir nokkru sinni boðið. Sérfræðingar við fatnaði karla. Scanlan & McComb | SIMI: 22 282 { 417*/2 PORTAGE AVENUE. j Móti Poower Bldg. j I*.NO rln.NÍS . for 13 yenrn .nll over ImmI y Affer . UMlnK Kleerex for 10 weekM PRICE3S ‘ 50c, $1.00, $2.60—Ib. $6.50 ConMiiltntlon Free KLEEREX MFG. CO. MRS. F. TKeGREtiOR, PROP. TELEPHONE: 86 136 263 Kennedy Street Residence Phone 51 050 Beds—Sprlngs & Mattresses To Those Back From Lake or - - Camp who have beds and beddings to replace, this store offers an unusual assortment at veru attractive prices — complete bed outfit at $1.00 per week. Wliæ not come in and choose yours NEW ! And Don’t Forget— BLANKETS, COMFORTERS and GENERAL BEDDING. on Easy Terms Gillies Furniture Co. Ltd. 956 MAIN ST. PHONE 53 533 Nýju Haust Litir í BRAEMORE Silk Hosiery (Ákaflega fínir — hver þráSur úr hreinu silki.) Sokkar fullkomleða eftir tízku — endingargóðir og líta svo vel út, að vera má í þeim hvar sem er. Prjónaðir sérstaklega fyrir Eaton’s. Braemore sokkar eru í miklu afhaldi, efnið í þeim er gott og liturinn ágætur, og endast von úr viti. . Hvert par er hámóðins og fer vel á fseti. Þeir eru svo langir, að vel koma iupp fyrir hnéð. Og hælarnir eru hinir bezt sniðnu, sem á sokkum hafa sést. . Og hér er sýnishorn litanna. Blondare, Muscadine, Mirage, Sunbrowfn, Rosador, Plage, Evenglow, Light Gunmetal. Sokkadeildin, neðsta gólfi—Portage. <*T. EATON CS LIMITED

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.