Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 6
«. BLAÐliIÐA WINNIPEG 10. SEPTEMBER, 1930 Haraldur Guðinason Söguleg Skáld3aga ----eftir-- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK —-----------—-------------------------—» Allar þessar hugleiðingar hvöttu því jarl til að halda fast við áform sitt. En þó talaði aðvarandi rödd úr hugskoti hans, öflugri en allar hinar, og hana mögnuði bænir Gyðu og röksemdir Gyrðis. Það var því orð í tíma tal- að, er Gyrðir sagði, meðan Haraldur stóð þarna á báðum áttum: “Huga þú að því sem bezt, Haraldur, að ef þ/ér einum væri hætta búin, þá hefðir þú þann rétt, er hverjum hraustum dreng er gef- inn, til þess að andæfa okkur. En Játvarður talaði um mikla óhamingju Englandi til handa, og því hlýtur þú við nánari athugun að sjá, að þegar England er svo háskalega statt, sem það er nú, þá yrði hver sú hætta, sem þú rataðir í, Englandi til óhamingju — og að engan rétt hefir þú til þess, að stofna Englandi í voða.’’ “Kæra móðir, og þú, göfuglyndi Gyrðir,” sagði Haraldur og faðmaði þau bæði að sér; “þið hafið því nær sigrað. Gefir mér aðeins tveggja daga frest, til ítarlegri íhugunar, og verið þess vís, að eg mun edgi taka neina á* kvörðun svo að hlaupi eg á mig, að vanhugs- uðu ráði.’’ Frekar fengu þau eigi að sinni áorkað við jarlinn. En fagnaðarefni var það Gyrði, að sjá hann skömmu • síðar ríða til fundr við Edith, því ótti hennr og áhyggjur, hvaðan sem þær stöfuðu, vissi hann að mjög myndu styðja mál sitt. En því meir sem jarlinn nálgaðist hina fornglæstu höll hins löngu liðna rómverska höfðingja, og reið inn í rökkurskugga skóg- lendisins þétta, þess minna hugsaði hann um Edith, en meira um völvuna, er metorðagimdin hafði tengt sál hans æ traustari böndum. Hann þjáðist af efasemdum, og svo var sem skyn- semi hans myrkvaðist æ meir, svo að aldrsi hafði hann ráðalausari leitað einhverrar leið- sagnar, er skyggnst gæti inn í framtíðina, og vísað honum veginn, er hann skyldi þræða. f>að var eins og örlaganornin sjálf hefði heyrt bæn hans innsta hugtaks, því allt í einu fékk hann auga á Hildi, er tíndi lauf af álmi og eskitré þar inni í skóginum. Hann hljóp af hestinum og gekk til henn- ar. — “Hildur!’’ sagði hann með lágri en ákveð- inni röddu. “Þú hefir oft sagt mér að framliðn- ir geti ráð gefið lifandi mönnum. Vek þú upp drauginn — vofu hetjunnar fornu, er augu mín eða ímyndunarafl sáu eitt sinn áður hjá bautasteininum mikla, og skal eg þá standa þér við hlið. Vildi eg feginn vita hvort þú hefir hiig blekkt eða sjálfa þig, eða, satt að segja, hvort himinvöldin leyfa dauðlegum mönnum að þiggja sér til leiðbeiningar ráð og kenning- ar frá framliðnum á furðuströndum eilífðar- innar.” “Hinir framliðnu,’’ sagði Hildur, “sýna sig ekki óskyggnum augum, nema ef þeim sjálf um sýnist, ótilneyddir af töfrum og rúnum. Eg sé greinilega form þeirra gegnum hinn loft- kennda eld, er eg er hæfilega undirbúin, svo að andinn skírir augu mín og losar um viðjar líkamans. Eg fæ eigi sagt, að það sem eg sé, er sál mín hnígur í þann höfga, fáir þú einnig séð, því jafnvel er sýn sú, er mér hefir birzt. er frá mér vikin, og raddirnar frá eyrum mín- um, þá hefi eg aðeins endurminningar, óljósar og reikular, um það sem eg sá eða heyrði, til þess að leiðbeina í vöku daglegs lífs. En þú skalt standa mér við hlið, meðan eg særi fram vofuna, og heyra og túlka orð þau, er af vör- um mínum streyma, og rúnir þær, er myndast af gneistafluginu frá hinum vígða eldi. Eg vissi áður en þú komst, af því hve óróleg og hnýpin Edith var, að einhver skuggi frá ask- tré lífsins hafði á þinn fallið. Þá sagði Haraldur henni, hvað hent hafði og skýrði Hildi frá efasemdum þeim, er að honum hefðu sezt. Völvan hlustaði með mestu gaumgæfni. En hugur hennar var af meðfæddri kappgirni Og metorðagirnd eigi óvilhallur dómari, er hann eigi var undir dulrænum áhrifum. Sá hún því þegar þann hag, er Haraldi gæti af ferð þessari staðið í þá átt, að tryggja sér rík- iserfðir á Englandi, en fyrirleit aftur á móti Um of bæði veraldarhyggju og eigi síður dular- örauma múnkakonungsins, (því eðlilega var hún, sem á Óðinn trúði, vantrúuð á vitranir kristinna dýrlinga), til þess að taka verulega mark á illspám hans. Hið gagnorða svar hennar miðaði því eigi ti! þess, að hræða Harald frá för þessari, en hún lét bíða næstu nætur, og dýpri vísdóms Og doilarfyllri en henni sjálfri var gefinn, að gefa honum nokkur ráð, er áhrif mættu hafa & ákvörðun hans. HEIMSKRINGLA sooooocoeoooocoooosososcciscooeoscosocosoooooosccososos Robinf Hood FI/dlJR Gerir betri Brauð, Kökur og Smákökur 5CCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCÍ Einkennilega ánægður yfir þeirri hugsun, að nú fengi hann að minnsta kosti sjálfur að reyna, hvað hæft væri í þessum staðhæfing- um um yfirnáttúrleg öfl, sem undanfarið höfðu haft svo mikil áhrif á ákvarðanir hans og lagst svo þungt á hann, kvaddi Haraldur völvuna og sneri sér að sýslu sinni, og teymdi hest sinn fót fyrir fót í áttina til hússins á hæðinni og var þungt hugandi alla leið. En áður en hann næði hólnum, og áður en hann fengi litið upp frá hugsunum sínum, var tekið blíðlega í handlegg hans, svo að hann hálfsnerist við, og sá þá Edith fyrir framan sig, með ljómandi andlit af ósegjanlegri og áhyggjusamlegri ást. í þann ástarsvip blandaðist svo mikið hugarvíl og ótti, að Haraldur hrópaði: “Sál hjarta míns, hvað hefir hent þig? Hvað hefir gert þig svona?” “Hefir þú í engan háska ratað?” spurði Edith hálfhikandi og horfði á hann óttaslegn- um rannsóknaraugum. “Háska! Nei, mín yndishrædda dúfa,” sagði jarlinn og hliðraði sér hjá frekari úrlausn. Edith leit af andliti hans, tók í handlegg hans sér til stuðnings og dró hann með sér inn í skógarþykknið, án þess að segja nokkurt orð. Hún stanzaði ekki fyr en hinir voldugu skóg- arjöfrar byrgðu alla sýn til musterisrústanna gömlu, enda andaði hún sýnilega léttara, er hún leit í kringum sig og kom eigi auga á hin- ar tröllauknu gráu súlur, er ótrúlegt mátti virðast, að nokkur mann(eg hönd hefði nokkru sinni hlaðið. “Talaðu til mín,” sagði Haraldur og laut niður að henni; “hví ert þú svo þögul?” “Haraldur!” sagði unnusta hans. “Þú veizt að ætíð síðan ást hófst með okkur, hefir tilvera mín aðeins verið sem skuggi af þinni. Eitthvert örlagaþrungið dularafl, sem Hildur myndi eigna stjörnunum eða skapanornunum, er hafi skapað mig sem hluta af þér, gerir það að verkum, að eg veit, eftir því hvort mér er gleði eða hryggð í huga, hvenær eitthvað skal þig henda, gott eða illt. Hversu oft hefi eg eigi orðið ósegjanlega glöð í fjarveru þinni og fundið, af þeirri gleði, eins og af brosi vernd- arengils nokkurs, að þú hefir heill á húfi úr einhverri hættu komist, eða sigur unnið á ein- hverjum fjandmanni þínum! Og nú spyr þú mig, hvers vegna eg sé svo hrygg, — eg get því einu svarað, að sú hryggð er skuggi af ein- hverju ægilegu þrumuskýi örlaga þinna.” Haraldur hafði farið að sjá Edith til þess að tala við hana um fyrirhugaða ferð sína, en þorði það eigi, er hann sá hversu hrygg hún var; svo hann tók hana í faðm sinn og ávítaði hana í hughreystingarróm fyrir þann ástæðu- lausa geig. En Edith vildi eigi huggast láta. Eitthvað hvíldi þungt á henni, er vildi fram á varir hennar, og eigi stafaði eingöngu af sam- úðar hugboði. Og loks, er hann lagði fast að henni að segja sér allt, þá herti hún upp hug- ann og sagði: “Hæðst þú eigi að orðum mínum. En hvert leyndarmál ætti það að vera, hvort held- ur í ímyndan minni eða í lífi okkar, er eg vildi dylja fyrir þér. Allan þenna dag hefi eg bar- ist árangurslaust gegn hugboðsþunga mín- um. Hversu fegin varð eg eigi komu Gyrðis bróður þíns! Eg sárbændi hann að sjá þig, og þú munt hann séð hafa.” “Já,” sagði Haraldur. “En þú ætlaðir mér frá einhverju öðru að segja en hugboði þessu.” “Jæja,” sagði Edith, “þá er Gyrðir var frá mér farinn, varð mér eins og ósjálfrátt gengið til hólsins, þar sem við höfum svo oft mæzt. Eg settist niður hjá gröfinni gömlu, og seig þá á mig höfgi, og féll mér svefn á augu, sem þó var ekki svefn að fullu. Eg barðist á móti því, eins og einhverri yfirvofandi skelfingu. Og í þessum svefnrofum og áður en eg sofnaði, Har- aldur — já, áður en eg sofnaði — sá eg greini- lega föla og skínandi mynd rísa frá gröf Sax- ans. Eg sá — eg sé hana enn! Þessa draug- bleiku ásjónu, þessi brostnu augu!” “Var þetta sem hermaður væri?” spurði Haraldur, og varð hverft við. “Hermaður var það, vopnaður á forn- manna vísu, vopnaður eins og hermaður sá, er þernur Hildar vefa nú í merki þitt. Eg sá hann, og í annari hendi hélt hann á spjóti, en á kór- ónu í hinni.” “Kórónu!-----Haltu áfram.” “Eg sá eigi meira, því nú greip mig svefn, hvernig sem eg reyndi við að sporna, og bar mér ótal margt í drauma, er allt olli mér sárs- auka og kvíða, en svo skjótt, hvað af öðru, að eg man þar ekkert samhengi, fyr en að síðustu, að mig dreymdi þenna draum: Eg sá bjarta, glitrandi veru, er virtist sem andi, en bar þó þína mynd, er stóð á kletti einum, en klett þenna skildi ófær, stríður straumur frá landi. Straumiðurnar tótou nú að mola klettinn og andinn lyfti vængjum sínum eins og til flugs. Þá skriðu slepjuleg skriðkvikndi upp klettnn og svifu niður úr þokusúld stormskýjanna, er yfir höfði svifu, og læstu sig um vængina, svo að þeir náðu eigi fluginu. Og þá heyrði eg raust, er kallaði: ‘Sér þú eigi á háska- kletti þessum sál Haraldar hins frækna? Sér þú eigi að iðan mun gleypa hana, ef hún nær eigi fluginu? Upp, Sannleikur, hvers styrkur er hreinleiki, hvers ímynd er kona, og veit lið sálu hetj- unnar!’ Eg reyndi að stökkva yfir til þín, en var sem löm- uð; og sjá, rétt hjá mér birt- ust mér súlur musterisrúst- anna gegnum svefninn, eins og sæi eg þær gegnum slæðu. Og mér þótti eg sjá Hildi sitja eina lijá gröf Saxans og hella úr krystallskeri svörtum drop- um í mannshjarta, er hún hélt á hendi sér: og af hjartanu óx barn og úr barninu varð ungur- maður, dökkur yfirlitum og sorgbitinn. Og unglingurinn stóð þér við hlið og hvíslaði að þér; og af munni hans rauk sem reykjarmökk- ur, og í þeim mekki skrælnuðu vængirnir, sem af visnunardrepi, og eg heyrði röddina mæla: ‘Hildur, þú ert sú, er tortímt hefir verndar- englinum, og af eitruðu hjarta alið hinn fúla freistara.’ Og eg hljóðaði upp yfir mig; en það var um seinan; straumiðan luktist yfir þér, og á öldunium flaut járnhjálmur og á hjálm inum var gullin kóróna — kórónan, er eg sá í hendi vofunnar!” “En eigi er þetta illur draumur, Edith,” sagði Haraldur glaðlega. Edith hélt áfram sem hún heyrði eigi: “Eg hrökk nú upp af svefni þessum. Sól var enn hátt álofti —veður var kyrt og logn- hlýtt. Þá leið fram á milii súlnanna og ofan hólinn, í björtusólskininu, hryllileg vera, lík því er þernur okkar segja, að galdranornir þær, er í skóginum felast, breyti sér stundum í; og er þó sannast að segja, að ’hvorki líkist þetta manni né konu. Vera þessi leit einu sinni til mín, og á hinu viðbjóðslega andliti hennar lýsti sér djöfulleg gleði og hatur sigursæls fjanda. Ó, Haraldur, hvað getur allt þetta táknað?” “Hefir þú eigi spurt frændkonu þína, er drauma kann að ráða?” “Eg spurði Hildi, og hún muldraði, líkt og þú: ‘Saxneska kórónan’! En ef nokkuð má marka þessar næturfylgjur, þá boðar sýn þessi sannarlega háska, ástvinur minn, eigi líkam- anum, heldur sálunni; og orð þau, er eg heyrði, virtust þýða það, að í vængjunum lægi frækn- leikur þinn, og fylgjan, sem þú hafðir misst, var — nei, það gæti eigi átt sér stað —” “Að fylgja mín væri Sannleikurinn, og að ef eg missti hana, þá væri eg þér glataður um leið. Ráðlegast væri þér,” sagði Haraldur þóttalega, “að telja það eina lýgi ímyndunar þinnar. Öllu öðru kann eg að geta glatað, en aldrei sálu minni, sem óháð er öllum viðjum. Sjálfsþóttafullan kvað Hildur mig í æsku — og hvert sem örlögin hrekja mig — þá býð eg byrgin manni jafnt fjanda, af einlægni minni, ást minni og óttalausu hjarta.” Edith horfði eitt ugnablik með aðdáun á svip hetjunnar, er hún elskaði. Svo hjúfraði hún sig fastar og fastar að brjósti hans, og lét þar hughreystast í trú sinni. — V. Kapítuli. Þótt Hildur hefði fyrir löngu talið sér trú um mátt framsýnisgáfu sinnar, þá hafði hún þó aldrei leitað véfrétta um forlög Haraldar, án þess að vera sér meðvitandi á einhvern ó- ljósn og ægilegan hátt um tvíræði þeirra svara er hún fékk. örlög þessa manns, er samtvinn- uð voru örlagaþræði voldugs kynþáttar og samskeytt viðburðum, er. áhrif höfðu langt fram í aldir og í hin fjarlægustu lönd, flækt- ust svo fyrir spádómsgáfu hennar, að hún fékk þau eigi rakið meðal allra mótsagna þeirra fyrirboða, er henni birtust; fékk eigi fullgreint ljós- og skuggaskiftingar þeirra, né skilið hvern möskva í því torriðna neti. Hjartalag hennar. er beindist að jarlinum fyrir sakir ástar þeirr- ar, er hún bar til Edith — og stolt hennar, er þrálátlega einbendi sér á það, að tryggja þess- ari einu eftirlifandi dóttur sinnar konunglegu ættar það hásæti, er allar fyrirsagnir hennar, jafnvel þær er óhellavænlegastar virtust, fiull- vissaði hana um að fyrirhugað væri þeim manni, er ein forlög ætti með Edith — þetta hvorttveggja veittist að því að hneigja hana til þess, að leggja sem meðdrægasta merkingu í alla þá fyrirboða, er óhefflaþrungnastir virt- ust. En samkvæmt frumgreinum þeirrar teg- undar töfrafræðinnar, er Hildur lagði stund á, hlaut samúð, hvers kyns sem var, að deyfa allan skilning. Töfrar hennar voru af allt öðrum toga spunnir, en hin illkynjaða galdra- fræði, er oss eru kunnugri af munnmælum, og jafntíðkuð var á Norðurlöndum og Þýzkalandi meðal heiðinna manna. — Töfrar Hildar voru svipaðir þeim, er tíðk- aðir voru meðal hinna forn-kimbrisku Alíróna — helgu spákvenna — en til þess að mark væri á þeim takandi, varð hofgyðjan að vera öllum mannlegum böndum og tilfinningum ó- háð, andi hennar að vera sem óflekkuð skugg- sjá, er skírt gæti spegiað allar furðumyndir forlaganna. En þó að eðlisgáfur og meðfædd skaphöfn Hildar gætu farið hjá sér og villtar vegarins í vöiundarhúsi töfra þeirra, er hún tamdi sér, þá var þó einmitt í veikleika hennar næstum eitthvað stórfenglegt — jafnvel átakanlegt. f þeirir stöðu, er hún hafði tekið sér, milli him- ins og jarðar, ef svo mætti segja, stóð hún ein- mana í þeim sveljanda, er um sérstæðingana næðir; og allar efasemdir, sem að hennar stór- látu og hugdjörfu sál settust, tóku þá á sig tröllauknar myndir ógna og ægiskelfinga!. Á Ijóss- og skuggaskiftum hinnar voldugu heiðni, er nú hné óðum í aldanna nótt, gnæfði hún meðal skugganna — skuggi sjálf — og um- hverfis hana fylktu sér síðustu andar þeirra grimmúðugu trúarbragða, tU þess að veita viðnám sigurför síns ljóskrýnda óvinar, og reyna að bjarga úr frelsandi höndum hans síð- ustu leifum síns hremmilega heljarveldis. Alla nóttina næstu eftir, að fundum þeirra Haraldur hafði síðast borið saman, reikaði völvan um sikógarþykknina, í leit að huldum stöðum og lyfjurtum, er henni mættu að gagni koma við list sína. Bliknuðu síðustu stjörn- urnar á himni um það leyti er hún var komin aftur að Drúðamusterinu forna, og sá þar í hringnum hreyfingarlausa veru, er lá á jörð- inni rétt við hina tevtónsku gröf. Hún gekk nær, og virtist þá lík liggja þar fyrir fótum henni, svo stjarfur og kyr var líkaminn, og andlitið, er horfði til himins, svo tekið og dauðalagt. En sjálft var andlitið viðbjóðslegt á að líta. Hafði há elli rist djúpar rákir og rúnir á fölt og skorpið skinn, og þó bar svip- urinn vott um þau taumlausu illgirni og hatur, er fylgir því lífsafli, er óvenjulegt er með há- öldruðu fólki. Klæðin, er voru úrelt mjög að sniði, voru saurug og tötrug, og var eigi auð- velt á að gizka, af þeim eða andlitinu, hvort lík þetta væri karl eða kvenkyns. En á sérstök- um ókennilegum þef, er lagði af veru þessari, og af sérstökum gljáa á andlitinu og hinum mögru, saman hnepptu höndum, skynjaði Hild- ur að vera þessi var ein af galdranornum þeim, er almenningur óttaðist mest og hryllti við, og sem álitið var að aðskilið gætu sálina frá lík- amanum, með því að rjóða á sig sérstökum smyrslum, er þeirrar náttúru væru, að skilja sálina frá líkamanum, svo að hann lægi eftir sem dauður, meðan sálin færi til samneytis við liinn illa á djöflasabbat þeim, er hann bjó slík um nornum. Til þess að undirbúa og fremja slíkt sálnaflakk, voru helzt valin heiðin hof eða grafir fornmanna. Settist Hildur nú hjá norninni og beið þess að hún vaknaði. Nú gól haninn þrisvar; dalalæðan tók að lyfta sér yfir skógarþykknið, er hið ferlega andlit, er Hildur starái á, tók að sýna á sér lífsmerki! Nötraði líkaminn og teygðist undir klæðunum, sem í krampa — augun lukust upp, lokuðust og lukust aftur upp — og loks reis vera þessi, er fyrir fáeinum augnablikum hafði verið sem liðið lík, upp og leit í kringum sig. “Norn,” sagði hin danska spákona, og lýsti málrómurinn bæði forvitni og fyrirlitn- ingu; “hverjum manni eða skepnu hefir þú hér til miska þrætt hina dularfullu draumavegi ! næturinnar?” Nornin hvessti á hana blóðhlaupin og vog- rennandi augun og svaraði seint; “Heil, Hildur völva! Hví ert þú eigi ein af oss, hví kemur þú eigi í veizlur vorar? Gleð- skap mikinn höfum vér haft í nótt með þeim Faul og Zabulusi,*) en þó mun meiri gleðskap- ur oss veitast í veizluhöllum Senlacs, er sonar- dóttir þín gengur blysum leidd á brúðarbeð herra síns. Gervileg brúður er Edith hin fagra og fagurt var andlit hennar í svefni í gær um hádegi, er eg sat henni við hlið og andaði á ásjónu hennar, og mælti fram töfra þá, sem trufla drauma manna; en fegurri mun hún þó í svefni'verða við hlið herra síns.j Ha, ha! Hó! Að vísu munum vér verða þar með Zabúlusi og Faul; víst munum vér þar verða!” *) Faul Var illur andi, er Söxum stóð megn ótti af. Zabúlus og Diabolus (Djöfullinn) munu hafa ver- ið einn og hinn sami. — Höf.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.