Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG 10. SEPTEMBER, 1930 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA Mrs. Aslaug Goodman Föstudaginn 29. ágúst andaðist að Hallook, Minn., Mrs. Áslaug Goodman, kona Guðmundar Goodmans, er um langt skeið hefir rekið þar gullsmíði og gimsteina- verzlun. Þau hjónin giftust hér í borg fyrir þriðjungi aldar síðan og fluttust þá jafnskjótt til Hailock, og hafa ætíð síðan haft þar gestrisið myndarheimili. — Áslaug Goodman var framúrskarandi myndar kona, mjög bók- hneigð, eðallynd og dugandi, að hverju sem hún lagði gerva hönd eða líknar ráð. Hún þjáðist um Jangt skeið af ólæknandi sjúkdómi, er loks dró hana til bana. Eg er einn í hópi margra eidri vina hér, sem votta Guðmundi Goodman hjartfólgna hluttekningu við fráfall Áslaugar sálugu, sem var honum hægri hönd meðan kraftar entust. M. PETERSON. á því, eins og því hveiti, er sölu- nefndinni barst fyrir 1. ágúst. Er auðsætt, að fylkin hljóta að tapa á því. Annars mundi bæði þeim, sem skifta við Samlagið, og öðrum þykja fróðlegt að heyra eitt'hvað ger um þenna samning. Hann er við södu- nefnd Samlagsins gerður, en ekki við samlög fylkjanna hvers um sig, eins og ætla hefði máfct. En hvað sem um það er, og hvað sem tryggingu fylkjanna líður fyrir þessari ábyrgð þeirra. virðist aðstoð þessi ekki hafa haft þann árangur, sem til var ætlast, og ekkert verið fram úr hveitisölunni með henná ráðið. Og það er eiginlega það versta af því öllu, því það var verkefn- ið, sem fyrir lá í fyrra, og það liggur fyrir höndum enn að gera og eigi síður nú en þá. T>egar menn líta á þetta, er það ofur skiljanlegt, að fram- hald gat ekki orðið á aðstoð fylkjanna. En til hverra ráða er þá að grípa? Vér höfum minst aðeins á eina 'leið, er oss að minsta kosti virðist, ef farin væri, líkleg til þess að koma hveitisölunni skjótara aftur á fæturna, en nokkuð annað. Og það er ieið, sem hér er einnig kunnug og hefir áður verið farin, með góðum árangrd, þó öðruvísi stæði þá að vísu á en nú. En hvað segja bændurnir sjálfir, er hnútunum eru kunn- ugastir? Oss virðist alltof Mt- ið um eins alvariegt mál og sala á þessari helztu framleáðsluvöru Vesturlandsins er, rætt opinber- lega; ekki sízt vegna þess, er svo sérstaklega stendur á með hana sem nú. S I N D U R. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson segir að það, að hann þurfti að fá skrif- legt vottorð frá liberal flokknum í kosningunum 1921, um að hann mætti fylgja sannfæringu sinni, bæri “svo fullkomið vitni um sannarlegt frjáls- lyndi, að lengra verði tæplegast kom- ist”. Sýni þetta, að hann hafi aldrei verið bundinn á klafa hjá flokknum. — Litlu verður Vöggur feginn. En hvemig stóð á því að Lögberg studdi þá ekki þenna dygga og trúa þjón flokksins? Var það hrætt við sannfæringarpassa Sigurðar, eða var það conservatív þann sprettinn?. I öllu falli sýnist það ekki hafa teygt svo langt úr vinstra ugganum, að það fengi hulið Sigurð I skjóli vængja sinna. * * » Þegar dr. Sig. Júl. Jóhannesson les Heimskringlu, einkum það sem honum finnast vera “skammir, stráksleg stóryrði og ósannindi”, þá dettur honum í hug Páll postuli. — Ekki kemur honum þá vel saman við þá, sem vilja gera Pál að hinu ást- rika ljúfmenni. Annars unir Heims- kringla ekkert illa samanburðinum, ef hið lakasta i henni er talið að minna á Pál postula, því að hvað sem um hann kann að mega segja, þá verður það þó aldrei af hon- um skafið, að hann er og verður jafnan talinn með hinum heimsfræg- ustu ritsnillingum. * * * I blekkingum sinum um hið svo- nefnda smyglunarmál, þar sem grun- ur lék á að skipið Vedas hefði affermt vínföng einhversstaðár á leið sinni til .Port Arthur á ólöglegum stöðum í óleyfi stjórnarinnar, kemst Lögberg meðal annars þannig að orði: “Myndi þjóðin hafa liðið það í tíð Kingstjómarinnar, að atferli sem þetta fengi að viðgangast átölulaust ” Nei, og aftur nei!” Heyra á endemi. í>að tók þjóðina og conservatíva flokkinn fjögur ár, að núa King til að koma á þessum lögum á síðasta þingi, sem Lögberg er nú að vanda um að brotin séu. Enda var Kingstjórnin áður búin að græða 80 miljónir dollaya á vínsölu suður yfir landamærin. • * * Oss hryllir við umhugsunina um það, hvar bindindisstarfinu væri kom ið, ef ritstjómargreinin í Lögb. síð- astliðna viku hefði ekki komið út! * • • “Sagan er þar til lesturs og álykt- ana,” segir dr. S. J. J. í Lögbergi s.l. viku, “hvort liberal eða conserva- tiv stjórn hafi reynst hér betur.” — Þjóðin hefir nýlega fellt dóm í þvi máli; hann er kosningaúrslitin. * * * “Uppástungur atvinnuráðsins minna flestar á smáskamtalækning- ar, og þar af leiðandi mun næsta varhugavert, að byggja á þeim bjart- ar framtiðarvonir,” segir ritstjóri Lögbergs síðastliðna viku. — Lög- berg virðist gera ráð fyrir að ekki dugd neinar “smáskamta lækningar”. heldur þurfi hrossalækningar við því ófremdar ástandi, sem landið var komið í á stjórnartíð Kings. Mörgu er þar meira logið. STILES & HUMPHRIES tiikyima Sína síðustu sölu áður en viðskiítarekstri þeirra iýkur Þér getið valið úr birgðunum fyrir Hálft verð og minna Kaupið Fatnað, Hatta, Skyrtur o. s. frv. nú. Stiles & Humphries 261 PORTAGE AVENUE (Næst Dingwall) Frá Islandi Norðfirðingar leggja fram fé til flugferða. Norðfirði 16. ágúst. Veiðibjallan kom hingað í gær. — Farþegar voru dr. Alexander Jóhann- esson og landssímastjóri. Veiðibjallan fór síðan hringflug yfir Norðfjörð og vom um 30 far- þegar með henni í öllum ferðunum. A bæjarstjórnarfundi i gærkvöldi var það samþykkt, að Norðfjörður keypti hlutabréf í “Flugfélagi Is- lands”. • * • Gróðurinn á Flóaáveitusvæðinu tek- inn til athugunar. I sumar hefir Búnaðarfélag Islands fengið stud. mag. Steindór Steindórs- son til þess að athuga gróðurinn á Flóaáveitusvæðinu og fylgja þvi eft- ir, hvaða breytingum hann tekur. Hann hefir nú fengist við gróður- athuganir þessar i tvo mánuði, og lagt grundvöllinn að áframhaldandi starfi í þessu efni. Mýrlendisgróður var upprunalegi gróðurinn á svo til öllu áveitusvæð- inu, og voru mýrarstör, vetrarkviði, krummastör og fífa aðal plönturnar Gulstarar hefir litið gætt í Flóanum, og viðasthvar, þar sem hún hefir ver- ið, hefir hún verið svo strjál, að hennar hefir ekki gætt í heymagn- inu. Valllendisgróður var ekki nema á einstöku stöðum í holtajöðrum. Hvergi kvarta menn undan því, að áveitan gefi ekki nægilegt vatn á á- veitusvæðið, þar sem garðar em hlaðnir, en framræsla er sama sem engin enn. Flóðgarðar em hlaðnir 60 centi- metrar á hæð, svo að meðaldýpi i hólfunum er nálega 30 cm. Gróðurbreytingin er í stuttu máli þessi: Allur vottur af valllendis- gróðri hverfur, svo og« krummastör- in, vetrarkvíða og fífu hnignar, en mýrastörin stendur eftir ,svo og gul- störin, þar sem hún er til. Nákvæmur samanburður á hey- magni hefir ekki verið gerður, en bændur segja heyaflann hafa aukist. Um sléttun þýfis hefir hvergi verið að ræða. En þýfið hefir víða orðið ljáþýðara. • • • Stórmerkileg nýjung um fiskigöngur Rvík 16. ágúst. Hafrannsóknamefndin danska lét fyrir 6 ámm fara að merkja lifandi þorska við vesturströnd Grænlands og sleppa þeim aftur. Síðan hafa þorskar verið merktir þar á hverju ári, og eitt árið voru einnig merktir þorskar á austurströndinni, i Loðnu- veiðahéraði (Angmasalik). Af þeim fiskum, er þar voru merktir, hefir enginn veiðst aftur, en af 1978 þorsk- um, er merktir voru við vesturströnd- ina, hafa 62 veiðst á ný. Fiskarnir fengust flestir aftur á líkum slóðum og þeim hafði verið sleppt á, og bar ekkert sérstakt til tíðinda fyr 23. marz 1927, að einn af þeim, sem slept hafði verið í ágústlok 1924 við Syk- urtoppinn á vesturströnd Grænlands, fékkst á skip hér í Faxaflóa. Syk- urtoppurinn er á líku breiddarstígi og Breiðifjörður,, og er styzta leiðin, sem fiskurinn getur hafa farið á þess um þremur ámm, um 2200 kílómetr- ar. Hann var 70 cm. þegar honurn var sleppt við Grænland, en hafði a þessum áram vaxið um 8 cm. Núna í vetur á vertíðinni fékkst annar grænlenzkur þorskur hér við land, en hann hafði verið merktur í byrjun október 1928, og var á 18 mánuðum búinn að fara nokkuð lengri leið en sá, sem fyr var nefnd- ur. Hann var 77 cm. þegar honum var sleppt, en íslenzku fiskimönnun- um, sem veiddu hann (þ. e. við Isa- fjarðardjúp (hafði ekki dottið í hug að mæla hann. I maímánuði fengust enn þrír grænlenzkir fiskar, og í júnímánuðí sá fjórði. Höfðu þrír þeirra verið merktir undan Eystribyggð syðst (á vesturströndinni. Fékkst hinn fyrsti þeirra út af Siglufirði 15. maí, en var merktur 24. ágúst í fyrra, og var þá á tæpum 9 mánuðum búinn að ferð- ast 1800 km., ef al-styzta leið er tal- in, eða viðleika leið og frá Austfjörð- um til Kaupmannahafnar. Hann var 82 cm. þegar hann var merktur, en hafði vaxið um 2 cm. á þessu tíma- bili. Hinir þrir fengust út af Vestfjörð- um. Þeir höfðu verið merktir í byrj- un október í fyrra, þ. e. fyrir um 8 mánuðum. Þeir vom 66—74 cm, er þeir vom merktir; einn þeirra hafði ekkert vaxið, en tvo hafði láðst að mæla, þegar þeir voru veiddir. Þessi stórmerka nýjung hefir af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki verið birt fyr en nú. (Alþ.bl.) * • • Tjón af skriðuhlaupi. Norðfirði 21. ágúst. óhemju rigningar hafa verið und- anfarið. 1 gær hlupu þrjár aurskrið- ur í sjó fram og ollu miklum skemmd um á túnum og vegum. Ein skriðan lenti á útgerðarhúsi og braut það og skemmdi stórkostlega mikið af fiski. Tveir menn, sem vom við vinnu í húsinu, björguðust með naumindu- um. 1 dag er hér fjöldi manns önnum kafinn að hreinsa vegina og moka upo fiskstakka af reitum. — Tjónið er talið mörg þúsund krónur. FYRIRSPURN. Jón Finnoogason föðurbróðir minn fór til Ameriku frá Neslöndum eða Geiteyjarströnd í Mývatnssveit í S,- Þingeyjarsýslu. Eigi get eg með vissu haft upp á því, hvenær hann hefir héðan farið vestur um haf, en eg held að það hafi verið um 1880. Eitt er víst, að þegar séra Páll Þorláksson var jarðaður, var Carl Alexander sonur þeirra Jóns Finnbogasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, skírður við kistu prestsins 12. apríl 1882, ásamt fleiri bömum. (Sbr. Saga Islendinga í Norður Dakota, bls. 59, Wpg. 1926, eftir Þórstfnu Jackson). Mig langar mjög til þess að kom- ast í bréfasamband við afkomendur Jóns, frændfólk mitt. Geta skal þess, að Jón mun hafa nefnt sig Finnsson (máske Fenson?) Utanáskrift min er Vald. V. Snæ- varr, Norðfirði, Suður-Múlasýslu, Iceland. n>-« Preniun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. < THE VIKMG PRESS LTD. i i 853 SARGENT Ave., WINNIPEG í iSísski 37 i 1879-Banfield’s-1930 Winniþeg’s oldest Furniture and House Furnishing Siore celebrates its 51 st Birthday. This sale will be your oþportunity to thriftily fumish your home - buy to-day - take time to þay - we will arrange convenient þayments - every article tn our store at generous reductions. Kroehler Chesteríield Suites Beautiful Mohair two piece suites, the acme of comfort and constmc- tion. Selection of color combina- tions. A wonderful value. Anniversary Sale ............. $98.75 Complete Bedroom Outfit An exceptional combined outfit is grouped at a very special price. It comprises a good sized Dresser, Panel Steel Bed, Walnut finish, choice of cocil or cable Spring, all-felt Mattress, Bedroom Chair, pair of Feather Pil- lows and two Bedside Rugs. Anniversary Sale ............... $49.85 Dining Room Suites 8 Pieces — Solid Oak Quantity purchase is the chief reason for this splendid value. A well constructed 8-piece suite. Comprises, a Pediment Back Buffett, oblong Extension Table and set of five small and one Arm chairs. This suite will give you years of service. í.n,f ~ry...$79.50 TRADE IN Your Old Furnl- ture to apply on New at Special Anniversary Prices. Now is the Time to make the change. PHONE 86 667 Xh* RoUablo Romo ÍUrms^ert _ 1492 Main Street Phone 86-6671 $49.75 Efficiency and Economy. See the new designs now on display at Anniversary Sale Prices Breakfast Room Suites VVe can recommend these beautiful six-piece Suites. They comprise a splendid Buffett, Drop Leaf Table, and four neat Windsor Chairs. Your choice og Walnut Grain, Jade Green, Shaded Blue and French Grey. Fully decorated. Anniversary Sale Ranges $ Heaters Banfield’s have always been Headquarters for the famous “Good Cheer” Standard Heat- ers. The stove that stands for

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.