Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 1
XLIV. ÁRGANGUR WTNNIPEG MIÐVIKUDAGINN 10. SEPTEMBER, 1930 NCrMER DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Ladies’ Plain Silk Q4 aa Dresses Dry Cleaned ^ I aUU Rev. II. Pétuiisson x d 45 Hoiuo St. — CITY. an<l Carry Pricel -Jelivered, $1.25 Minor Repairs Free DYERS & CLEANERS. LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry * AA Cleaned & Pressed*P I aUU (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free SAMBANDSÞINGIÐ. Sambandsþingið kom saman sið- astliðinn mánudag. Forseti þingsins var kosinn Capt. Geo. Black, þing- maður frá Yukon. Eins og kunnugt er, var til þessa þings boðað með það aðailega fyrir augum, að ráða bætur á atvinnuleysinu og fleiri mál- um, er bráðrar úrlausnar þurfa við. I hásætisræðunni, sem er mjög stutt, er minnst á tvö mál, er aðallega verði íhuguð og afgreidd á þessu þingi, en þau eru atvinnumálið og tollmálin. Forsætisráðherra R. B. Bennett skýrði tilgang þingsins nokkuð frek- ar, og leiðtogi stjórnarandstæðinga, Mackenzie King, og Robert Gardin- er, leiðtogi Albertabændanna, sögðu nokkur hlýleg orð um hinn nýja þingforseta. Ætlast er til að þetta bráðabyrgð- arþing standi ekki lengur yfir en 2 vikur, en það fer auðvitað eftir því, hve langar umræður spinnast um málin. Það er 17. þingtímabil Can- ada, sem með þessu þingi hefst. • • • Síðustu þingfréttir. Á mánudaginn var ekki neitt far- ið út i hin eiginlegu mál þingsins. Tíminn fór mestur í þingsetninguna. 1 gær var aftur tekið til óspilltra mála. Frank Turnbull frá Regina (sá er sigraði Dunning), og Mr. Gagnon frá Dorcester, Quebec, gerðu tillöguna um samþykkt hásætisræð- unnar. Minntist Tumbull á ástand landsins og sérstaklega á atvinnu- leysið. Kvað hann gömlu sögima hafa endurtekið sig í nýafstöðnum kosningum, að þvi leyti, að þegar kreppti að hag þjóðarinnar, væri conservativunum falið að fara með völdin. Fögnuðu flokksmenn hans þvi. óskaði hann stjóminni til lukku, og með andstæðingum henn- ar kvaðst hann hafa samhyggð. — Heyrðist þá sagt í lágum róm frá liberal bekkjunum: “Thank you”. Mr. Gagnon talaði á frönsku mest af tímanum. Var máli hans vel tek- ið. En ekki komast nú Frakkar lengur af með að halda ræður á þingi án þess að ihugaðar séu. Frakkar hafa sem sé áður alltaf tilheyrt öðr- um flokkinum, s. s. iiberölum. En nú em á þingi nokkrir þeirra con- servatívar. Þess vegna eru þeir nú ekki á einu og sama máli í öllu. — Þetta er nýtt. Til ensku mælandi þingmannanna flestra mun þetta hvorki gera til né frá, þvi enskan er þeim nóg, eins og allir vita. Eftir þetta byrjuðu ræður stjóm- arandstæðinga. Mackenzie King talaði fullar tvær klukkustundir. Var ræða hans lítið annað en berg- mál af kosningaskömmum hans á conservatív flokkinn. Kvað hann Bennett hafa unnið kosningamar með blekkingum, svikið kjósendur og farið með öfgar í sambandi við at- vinnuieysismálið. Stjómin væri eins manns stjóm, Bennett væri nokkurs- konar Mussolini o. s. frv., o. s. frv. Krafðist King allra bréfa í sambandi við allt, sem stjómin hefði hafst að, síðan hún tók við völdum 7. ágúst. Var honum allt þetta veitt að ósk sinni. Gardiner, leiðtogi bænda í Alberta kvað Bennett skyldi kenna á Vest- urlandinu, ef hann hækkaði tolia. — Woodsworth kvað tollhækkun hækka verð vöm, og Bourassa deildi á hinn nýja akuryrkjuráðherra, fyrir að vera að senda mjólkurkýr út úr landinu, sem hér væm ekki of margar. Það lítur út fyrir að hann sé mjólkur- vinur! Forsætisráðherra R. B. Bennett svaraði kurteislega ádeilunum — at- riði fyrir atriði, og kvað stjóminni umhugað um að standa við öll sín kosningaloforð. Benti með hógvær- um orðum á að sanngjarnt væri, að meira en þrjár vikur liðu af stjóm- artíð sinni, áður en farið væri að brígsla um loforðasvik. Bennettstjómin leggur til að veita 20 miljónir doilara til þess að bæta úr atvinnuleysinu, á þann hátt sem heppilegast þætti. Fer þessl nýja stjórn eitthvað öðruvísi að ráði sínu en Kingstjómin gerði i þessu máli. Þetta er nú það helzta, sem í frétt- ir er færandi af þessu þingi, eftir að það hefir setið tvo daga. FRA EFRI MALSTOFUNNI. Um leið og sambandsþingið var sett s.l. mánudag, tóku fimm nýir efri málstofu þingmenn við embætt- um sinum. Voru þeir úr hópi þeirra 7 manna, er Mackenzie King valdi í þessi embætti í lok síðasta þings Tveir þingmennirnir voru ekki við- staddir, þeir Hon. L. A. Wilson og J. E. Prevost, báðir fyrrum liberal þingmenn frá Quebecfylki, en taka við embætti seinna. Þeir er við- staddir vom, heita: Hon. Rodolph? Lemieux, fyrrum forseti neðri deild- ar þings; Hon. J. H. King, fyrmm ellistyrks og heilbrigðisráðherra; Hon. E. W. Tobin, fyrrum liberal þingmaður frá Richmond-Wolfe; Hon. J. E. Sinclair, fyrrum liberal þingmaður frá Prince Edward Island, og Hon. Geo. Parent, fyrrum liberal þingmaður frá Quebec West. I efri málstofunni eru um 50 lib- eralar og 46 conservatívar. Eru þvi liberalar þar í meirihluta. tlr flokki conservatíva verður sentator Blondin þingforseti, sem auðvitað greiðir ekki atkvæði, nema ef eitthvað mik- ið er á seiði. Einn senatoranna, Pascal Poirier'að nafni, er búinn að vera þingmaður i efri málstofunni í 45 ár. KOSNINGA-ATKVÆÐIN TALIN. I sambandskosningunum, er fram fóm 28. júlí s.l., voru alls greidd 3,- 898,995 atkvæði. Skiftust þau þann- ig milli flokkanna, að conservatívar hlutu 1,909,995, libeéalar 1,714,860, prógressívar (í Sask. og Alta.) 30,993. liberal-prógressivar (í Manitoba) 59,155, verkamenn 45,303, óháðir 49,355, U. F. A. (Albertabændur) 60,924, bændur 22,766, kommúnistar 5,685. Þó undarlegt kunni að þykja hlutu báðir flokkarnir fleiri at- kvæði en i kosningunum 1926. Con servatívar græddu um 400,000 at- kvæði og liberalar um 300,000. Hafa víst aldrei verið svo mörg atkvæði greidd 1 sambandskosningum sem i þessum síðustu. NAMUMALAFUNDUR I THE PAS. John Bracken forsætisráðherra kom aftur til Winnipeg á föstudags- kvöldið frá The Pas, eftir að hafa verið á ferðalagi um fylkið í viku- tíma, og hafa setið námufundi þar nyrðra ásamt Hon. D. G. McKenzie námumálaráðherra, George E. Cole námustjóra fylkisins, og R. M. Fish- er, K.C., lögfræðiráðunaut. FELLIBYLUR I SANTO DOMINGO. Ægilegur fellibylur geysaði í Santo Domingo í Vestur-Indlandseyjum miðvikudaginn þann 3. sept s. 1., og lagði næstum þvi höfuðborg ríkisins í rústir, drap um 3000 manns og stór- meiddi og limlesti yfir 15 þúsundir. Hafði stinningsstormur af norðri blásið yfir eyjuna i 24 klukkutíma samfleytt, og ekkert borið til tíðinda, fyr en vindhraðinn óx skyndilega upp í ofsaveður á miðvikudaginn var og náði að lokum 180 mílna hraða á klst., og geysaði með þeim hraða hér um bil hálfa klukkustund. Urðu þá ýmsar skemmdir; þök fuku a? húsum og önnur gereyðilögðust. En skyndilega stilti til og var dauðalogn I 10 mínútur. Að þeim loknum skall fellibylurinn aftur á af suðri með .jafnmiklum ofsa, og geysaði nú í 2 klukkustundir og rak þá smiðshögg- ið á viðurstyggð eyðileggingarinnar. Létti honum eigi fyr en varla stóð steinn yfir steini og borgin var svo að segja öll í rústum. Aðeins 400 hús standa eftir af 10 þús., og þar með hefir þó varðveizt hin 400 ára gamla dómkirkja, sem fræg er að fögrum byggingarstíl og gröf Chris- tophers Columbusar. Alls er tjón- ið lauslega metið á 30 miljón doll- ara. Nærri má geta að hörmulegt er ástandið i borgarrústunum. Dauðir menn og særðir liggja innan um hrá- viðið og fá enga björg sér veitt, en um 30 þúsund manns eru húsvillt. Er ógreitt aðgöngu með alla björg. þvi að áin, sem borgin stendur við, er frámunalega ill uppsiglingar, og auk þess sukku í ármynninu botnsköfubátar og ýms flakatrúss önnur, er algerlega verja siglingu að höfninni. Þó var gerð tilraun til að flytja nokkra lækna og aðhjúkrun með flugvél frá Port Au Prince, Haitl. Roosevelt landstjóri í Porto Rico sendi og flugleiðis vistir, klæðn- aði og meðul og hét allri aðstoð, sem möguleg væri frá ibúum Porto Rico, og Rauði krossinn hefir gefið 15 þús. dali til bráðabyrgðar hjálpar. Aðkoman var voðaleg, eins og nærri má geta. Fullkomin óreiða rikti á öllum sviðum. Rafmagnsljós og vatnsból voru eyðilögð, og fólk- ið, það sem eftir lifði, náði hvorki i þurt né vott.'svo að hungursneyð tólc brátt að sækja það heim, en hver rændi og ruplaði þvi er hann náði í. Nú hefir borgin verið lýst i hemað- arlögum, liðsstyrkur fenginn til þess að hefja reglubundið hjálparstarf og skip verið send með matvæli og aðra aðhlynning. A laugardaginn var voru í einum kesti brennd lik 1200 manna. Hinir særðu og lemstruðu hafa ver- ið lagðir inn i þau fáu hús, sem eft- ir standa, jafnóðum og þeir hafa náðst undan rústunum. Leonidas Trujillo forseti hefir unnið ósleiti- lega að því að ráða bót á hörmung- unum. Vita menn ógerla um feril fellibylsins innar i landinu, og þær afleiðingar, sem hann kann þar að hafa haft i för með sér, því að öll simasambönd eru slitin. Santo Domingo er höfuðborgin i Dominican lýðveldinu, sem er um 19 þús. fermílur að stærð og nær yfir hér um bil tvo þriðju hluta Santo Domingo eyjarinnar, austanverða, sem er önnur stærsta eyjan af Ant- illeseyjunum og liggur á milli Cuba að vestan og Porto Rico að austan A vestanverðri eyjunni er Haiti lýð- veldið. Er landið allt mjög frjósamt og einkum ræktaður sykur, cacao og tókbak. Ibúar rúmlega 1 miljóa manna, aðallega kynblendingar. — Sjálf borgin Santo Domingo er á suð- urströnd eyjarinnar, 4 mílur upp með Ozama-ánni. Er hún stofnsett árið 1496 og þvi talin elzta borg hvítra manna í Ameríku. Dómkirkj- an, sem byggð er í spönskum endur- reisnarstíl, er talin að stafa frá ár- inu 1512, og hefir gröf Columbusar að geyma. X borgarvirkinu þykjasi. menn ennþá geta sýnt klefann, þar sem Columbus og bróðir hans voru hafðir í varðhaldi eftir skipun Boba- dilla. ÓEIRÐIR I ARGENTINU. Höfuðborg Argentínu hefir verið lýst i hernaðarástandi og búast menn við óeirðum. Irygoyen forseti hefir verið aðvaraður um, að nokkur hlut.i hersins sé ótryggur, og hefir dóms- málaráðherra La Campa lýst því yf- ir, að ýmsir kunnir stjórnmálamenn séu í flokki uppreisnarmanna. I sam- tali við blaðið La Critica hefir þó forsetinn látið í ljós, að hann óttað- ist hvergi uppreisn gegn ríkinu, en hitt P>nni að vera að einhver jir ó- eirðarreggir vildu klekkja á ser per- sónulega. • • • Stjórnarbylting. Seinustu fregnir frá Argentínu herma að forsetinn, Hipolito Irigoy- en, hafi flúið á föstudagskvöldið var frá heimili sínu í bíl, en verið tekinn höndum í La Plata af uppreisnar- mönnum. Var hann þá svo veikur, að hann varð að leggjast á sjúkra- hús og sagði af sér forsetatign. Gafst þá stjóm hans upp og dró friðarfána á stöng yfir stjómarbyggingunum, og afhenti uppreisnarhernum, undir forustu Jose Evaristo Uriburu hers- höfðingja og Storni sjóliðsforingja lyklavöldin. Samt hafa óeirðimar haldið áfram í Buenos Aires, og vita menn ekki glöggt ennþá hvernig á því stendur. Var Irigoyen forseta einkum bor- ið það á brýn, að hann notaði vald sitt með hlutdrægni út um landið, þar sem hann hefði lagt kapp á að steypa andstöðuflokkum af stóli. Hann er 80 ára gamall. FASTAR FLUGFERÐIR MILLI EVRÓPU OG AMERtKU. Getið er um það fyrir skömmu hér i blaðinu, að þýzkur flugmaður hafi flogið með þrem félögum sínum frá Evrópu yfir Island og Grænland til Ameríku. Voru þeir 7 daga á leið inni til New York, en ekki nema 47 klukkutíma alls uppi í loftinu. Nú er í orði að þýzka loftfarið DO-X, sem er stærsta loftfar í heimi, og flaug í fyrra með 170 farþega, eigi að leggja af stað vestur um haf í septembermánuði með 14 farþega og mikið af þungavöru. Er það tilætl- unin, ef ferð þessi gengur vel, að koma á fót föstum ferðum, en eigi mun sú leið eiga að liggja yfir Island, heldur sunnar. Loftfarið er þægi- lega útbúið fyrir farþega, með sex hreyfivélum. SENDIBRJEF STÓRFLÓÐ A INDLANDI. > Fregnir frá Indlandi herma, að stórflóð hafi hlaupið í fljótið Bram- haputra nálægt Bokoni og Laokhoa, svo að flætt hafi yfir hús og 100,000 manna hafi hrakist frá heimilum sínum, kornhlöður flotið burtu og gripir drukknað. Fregnir allar eru ógreinilegar frá þessum stöðvum, þyí að engin símasambönd eru þangað né nokkur járnbraut. FRA ENGLANDI. Frá London kemur sú fregn, að Cunard linan hafi nú í hyggju að byggja tvö ný stórskip, sem verða eigi 75 þúsund smálestir, og muni kosta um 30 miljónir dollara hvert. Fyrra skipið, sem byggja eigi, og bráðlega verði hafið að smlða, eigi að verða 1000 feta langt, meira en 300 fetum lengra en Mauritania og ganga 35 mílur á klukkustund. A það að taka 4000 farþega og 800 manna skipshöfn. Ekkert vátryggingarfélag hefir þorað að taka skip þetta í ábyrgð sína, og hefir því ríkið lofast til að ábyrgjast það með 22 miljón dollur- ujn. Mun þetta verða stærsta og hrað- skreiðasta skip, sem enn þekkjast dæmi um í viðri veröld. • • • Mikil hitabylgja hefir nýlega geng ið yfir England og drepið um 21 mann. Hefir fólkið víða orðið að vinna i baðfötum og allir baðstaðir í nánd við London eru yfirfullir. I Frakklandi hefir einnig verið mældur geysimikill hiti, í París 100 stig, sem er meira en menn vita dæmi um í 60 ár, og 120 stig í St. Etenne, sem er einft og i hitabeltinu. Er tal- ið, að hitabylgjan sé komin að sunn- an frá sandauðnum Afríku. Vert er rökin varast, þ\i voða sök mun þyngja! — Sumarvöku ofinn í eg vil stöku syngja. • Sorgin þaggast sérhver þá, sálstrið haggast lætur! — Þegar daggar dropum á draumar vagga nætur. Ef að baga bylgjur kífs, bióm í haga’ ei fárast; þar er saga sorgariífs, sem að fagurt tárast. Nú er engin NóTT i mér! Nú sízt geng á reiki — lífsþrá fengin anda er iðkar strengja leiki. Enda bind á alit i gær, alla synd og trega, ijúfar niyndir máiað fær myrkrið yndislega. kaldversku, sem stjórnmálamenn þeirra tíma notuðu mjög; sumersku, máli vísindamanna; máli Fönikíu- manna, sem algengt var meðal kaup- manna, og ókunnugri tungu. Enn voru þar töflur með egypskum áletr unum. Þar sem skólabækumar fund- ust, hefir verið, eftir því sem áletr- anirnar leiða í ljós, háskólabær er hét Zapuna, er virðist hafa verið mið- stöð grískrar, babylonskrar og egypzkrar menningar. Efnisviður alls er svaf að því miðar — batna. Næturfriður auðgast af óm frá niði vatna. Dýrra, veiztu’ er draumamál, dagsins leyst frá tötrum. Eins og neisti’ í sælli sál sé úr reistur fjötrum. Fegri draumar drifu hér dagsins glaum i klipur; hreyfast straumar alrúms, er andinn tauma gripur. Æðra bruggast sálarsvið, sálin huggast Iætur. Andans gluggar opnast við ástarskugga nætur. AHra mætast hlyti hrós ___ af heimasætum iiðinn ___ ef eg gæti ofið ljós inn f næturfriðinn. Ungur pólskur söngvari, sem nú um stundir vekur mikla athygli í London, var svo óheppinn að glopra þvi út úr sér við einn blaðamanninn þar, að hann vildi gjama kvænast ungri enskri konu, því hann héldi að enskar konur væm einhverjir hinir beztu lífsförunautar einum manni, sem hægt væri að hugsa sér. Ekki stóð á ungu stúlkunum að taka að sér þenna efnilega söngvara. Hefir hann þegar fengið 17 þúsund gifting- artilboð. Ofar trjáuum bjarmar brún! Brjóst mitt hiánar, logar _ þegar máni í hæsta hún himins fána togar. O. T. JOHNSON. HINN SÍÐARI BROTT- REKSTUR UR PARADIS. Nokkrir sauðmeinlausir íbúar Lund- únaborgar, sem mikið héldu af sið- venjum forfeðra sinna, þeirra Adams og Evu, í klæðaburði, mynduðu félag með sér í því skyni, að taka sér sól- bað þannig búin, eins og guð hafði látið sér sæma að gera þau úr garði í öndverðu, og höfðu fengið sér stað nokkurn í Hendon í Norður-London, til þess að mega stríplast þar í friði. Yfirvöld þessa bæjarhluta ömuðust við þessum sólbaðendum, hneykslaðír I hjarta sínu, en fengu ekki að gert, því að þeir báru það fyrir sig, að þeir hefðu eignarhald á blettinum, og kæmi engum við um það, hvort þeir klæddu sig meira eða minna á sinni lóð. Safnaðist þá múgur manna þama saman öðru hvoru, og gerðu þessum "náttúrubörnum” ónæði, en þau sátu föst við sinn keip og hreyfðu sig hvergi. Það var ekki fyr en yfirvöldin komust að þeirri niður- stöðu, að þau ættu eitthvað yfir þess- um bletti að segja, að horfa tók ó- vænlega fyrir þessu fólki. Siðavönd kerling, að nafni Mrs. Grundy, gerð- ist þá mikill spámaður í sínu föður- landi og réðist á móti “spillingunni” með heilagri reiði og allri lögreglunni i eftirdragi. Hlutu þar þessi böm Adams og Evu sömu afdrif og for- feður þeirra, að vera rekin út úr þessari paradís nektarinnar. Reyndi þá félag þetta að fá til afnota land þar nálægt, er skurðafélag eitt hafði yfirráð yfir. Ekki var þó fólkið fyr búið að klæða sig úr hverri spjör, en að skurðamennirnir komu með lög- regluna á hælum sér og ráku það út. Varð það að halda í fáklæddara lagi heim til sin. A nú þetta vesalings fólk hvergi höfði sínu að að halla. Og i tilbót við allar þessar hrelling- ar, verður það standa reikningsskap ráðsmennsku sinnar fyrir dómstól- unum í London, núna þessa dagana. Við þann málarekstur sluppu þau þó Adam og Eva, enda var þá enginn tn að hneykslast á framferði þeirra nema kerúbamir. FORNMENJAGRÖFTUR. Nálægt Loadikies, gamalli grískri nýlendu, miðja vega milli Persalands og Egyptalands, hafa tveir franskir fomfræðingar að nafni F. A. Schaef- fer og Georges Chenet, nýlega fund- ið óvenjulegar skólabækur einhvers gleymds háskóla. Skólalærdómur þessi er ritaður á leirtöflur 4000 ára gamlar, og hafa þær að geyma lexí- ur á fjómm tungumálum: assyro- 1 skurði einum nálægt Mexico City hefir indverskur fomfræðingur, Pan- durang Khankloje, nýlega fundið likneski Chalchihuitlicue, vatna- gyðju. Er gyðja þessi ekkert nett- lega vaxin, 33 fet á hæð og 20 feta digur, gerð af steini, og því eitt hið langstærsta skurðgoð, sem fundist hefir I Ameríku. Er talið að leggja þurfi jámbraut að staðnum til að ná henni burt. Þykir seninlegt að tröll þetta sé eldra en Aztekamenningin. og sést þó greinilega alt hið kynlega tilhöggna sköpulag hennar ennþá. HVAÐANÆFA Ekki nægir auðurinn alstaðar til þess að gera mönnum lífið bærilegt. I Niðarósi í Noregi drap sig fyrir skömmu ungverskur auðkýfingur, að nafni dr. Julius von Jonkly Thege, af þeim ástæðum er nú skal greina. Hann hafði fyrir nokkm síðan gifst ungri og fallegri konu, að nafni Dor- othy Arens, dóttur amerísks miljóna- eiganda, og bjuggu þau í Budapest. Vissu menn eigi annað en að með þeim væru sæmilegar ástir. En einn góðan veðurdag tekur frúin inn eit- ur og varð það henni að bana. Ástæð- ur til þess vissu menn eigi aðrar en þær, að hún hafði verið sjúk lítils- háttar og bannaði læknirinn henni að fara á dansleik einn, er þeim hjón um hafði berið boðið á. Aftur hafði bóndinn bundið það fastmælum við nokkra vini sína að hitta þá þar, svo að hann varð að fara. Skildust þau með mikilli blíðu. Þegar hann kem- ur heim aftur, hafði frúin gengið til sængur og dmkkið eitur sér til ólífis. Varð dr. Thege nú eigi mönnum sinnandi af harmi, og fóm tengda- foreldrar hans með honum til Nor- egs, ef vera mætti að af honum bráði sorgin, en i Niðarósi, batt hinn harm þmngni eiginmaður enda á líf sitt og fylgdi konu sinni inn i eilífðina. • • • Ennþá finnast trúaðar og hlýðnar manneskjur á jörðinni, sem feta vilja l fótspor Abrahams hins réttláta. — Kona nokkur í Haag fékk vitmn um það núna um daginn, að hún ætti að fórna fósturdóttur sinni eins og Abraham hafði ætlað að fóma Isak syni sínum og dró hún stúlkuna þeg- ar undir hnífinn og réði henni bana Fósturfaðirinn var ekki heima, þeg ar þetta hroðaverk var unnið, og varð svo mikið um, þegar hann koni heim og sá þessar aðfarir, að hann hneig i ómegin og var fluttur á sjúkrahús. — Konan var haldin af trúarbrjálæði álika miklu og Abra- ham virðist hafa verið haldinn af. • • • Seattle á Kyrrahafsströnd er merkilegur bær að ýmsu leyti. Þar á heima hin furðulegasti hani, sem menn vita dæmi um í viðri veröld. A hverjum morgni fær hann sér dálít- inn sundsprett á tjörn nálægt bæn- um sem hann á heima á. Ekki vita menn hveraig haninn muni hafa lært íþrótt þessa, því að fágætt er að þeir leggi hana fyrir sig. En nú er I- þróttaöld mikil, svo að engin fjar- stæða er, þótt jafnvel hænsnin verði “interestuð í sporti”. * * * Ungur maður í Kaupmannahöfn var trúlofaður vinnukonu einni þar i borginni, og brá hún við hann heit- orði. Hét hann því, að þessa skyldi verða grimmilega hefnt. Stúlkan vann á gistihúsi einu og bjó á neðsta gólfi. Kvöld eitt læddist hinn ungi fyrverandi kærasti að glugganum til sinnar gömlu ástvinu, þegar hún var háttuð og búin að slökkva ljósið og sleppti lifandi rottu inn um glugg- ann. Rottan brá sér á leik í her- berginu og einhenti sér upp í rúmið til vinnukonunnar. Rak hún þá upp mikið angistarvein og hljóðaði unz menn komu inn til bjargar. Þessi hefnd hefir vafalaust verið sæt, en hún kostaði piltinn 100 krónur og al- varlegar ávítur hjá lögreglustjóra. Skyldu allar vinnukonur vara sig á því að svíkja elskhuga sína. • • • Eitt dæmi um sanntrúað fólk i Sviþjóð: Prestur nokkur í Norrtelje að nafni G. E. Ljugwe, hafði setið tvo mánuði í svartholinu fyrir fjárstuld. Þegar hann var leystur út úr fang- elsinu héma um daginn, kl. 8 a» morgni, skeiðaði hann út um dymar veifandi biSlíunni og hrópaði: “Góðir hálsar, hver sem segir of satt, skal hengdur verða! Safnaðist söfnuðurinn brátt í kringum hann og bar hann á gullstóli að bílnum, sem þar beið eftir honum. Alls fylgdu honum um 30 bílar heim á prests- setrið, og þar var sjálfur prófastur- inn til staðar og mælti fyrir minnt hans. Hefir séra Ljugwe áreiðan- lega gott vald yfir sinum sanntrúuðu sóknarböraum. • • » Einn hinn auðugasti maður i Ev- rópu að löndum og lausum aurum, er Vilhjálmur fyrverandi Þýzkalands- keisari. Er talið að hann eigi úm 100 þúsund ekrur af landi og skógi. Þar að auki skrautlegar hallir og listt- garða bæði í Berlín og Potsdam. — Höllin ein í Bellevue er metin 15 miljón dollara virði, og höllin í Bab- elsberg, sem hefir 1,400,000 fermetra stóran skemtigarð, er talin 12 miljón | dollara viröi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.