Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.09.1930, Blaðsíða 4
«. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 10. SEPTEMBER, 1930 H«ím akringla (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrlríram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚa HALLDÓRS Irá HöfnuTS Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRZSS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til riistf&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je„ Winnipeg. “Heimskringla” is published by tnd printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'vrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 10. SEPTEMBER, 1930 Stjórnvizka dr. Sigurðar i. “Fjöllin tóku jóðsótt, og fæddist hlægi - leg mús.” Seinni hluti þessa forna spak- mælis á við dr. Sig. Júl. Jóhannesson og afkvæmi hans í síðasta Lögbergi. Hann skrifar sitt “evangelíum” í því eina skyni að því er séð verður, að hreinþvo sig af því, að hann hafi nokkru sinni verið ann- að en liberal fiokksmaður, en hafi aðeins verið að daðra við verkamenn og aðra flokka sér til fylgisöflunar. Þetta má vel vera satt, og ætti hann sjálfur að vita bezt grein á sinni pólitísku heilsu og skrifleg- .um samningum við liberal flokkinn 1921. En hvemig sem því er farið, þá stendur hitt þó óhaggað, að sjálft Lögberg vildi ekki við hann kannast í þessum kosning- um og kallaði hann “verkamannafulltrúa, sócíalista og bolshevika", og virðist því eins og hann hafi þá, eins og nú, verið taliim jafnaðarmður frekar en nokkuð annað. Vér vorum alls ékki að segja það Sigurði til ámælis, þótt hann hafi verið og væri jafnaðarmaður, síður en svo. — Miklu fremur mætti virða honum það til vorkunnar, en hitt, að hann skuli vilja vera að rugla mannorði sínu með þeim flokki, sem hrakið hefir hann á hornum sér og skammast sín fyrir hann. / II. Til þess að fylla dálka Lögbergs með einhverju, sem kynni að geta líkst máls- vöm fyrir gaspur sitt um pólitíska óþjóð- rækni Heimskringlu, setur doktorinn dá- litla klausu um stjóramálaflokka, sem er líkust því að hún væri tekin upp úr barna- skólabók, en kemur vitanlega ekkert því máli við, sem Heimskringla var að ræða um, er hún fyrir skemmstu gerði ofurlitla tilraun til að siða doktorinn í rithætti. Hann raöar flokkunum öllum í eina fylk- ingu, og skipar þeim þar undir merki eft- ir þeim virðingum, er honum finnast þeir verðskulda, og hann heldur að ráða megi af flokksnöfnunum um afstöðu þeirra til þjóðþrifa og framfara. En auðvitað er þetta einn hinn mesti barnaskapur, og ein af þeim blekkingum, sem fákænir menn láta stundum flekast af. Það er eins með stjórnmálaflokkana og trúflokkana. Nöfnin á flokkunum em aðeins erfða- góss og gefa ekkert til kynna með sann- indum um rétta afstöðu þeirra til mann- félagsmálanna, eins og hún er nú. Nöfn- in eru sköpuð undir allt öðrum kringum- stæðum, og lúta að allt öðrum málum, en nú eru efst á baugi. Þannig var t. d. uni Lútherstrúarmenn. Enginn maður er Lútherstrúar nú í réttum skilningi þess orðs, þ. e. trúir eins og Lúther, af því að hann er löngu dáinn og menn eru búnir að gleyma honum, og hvernig hann hugs- aði. Það er er heldur ekki unnt að trúa eins og hann nú, því að viðhorf manna við heiminum hiýtur að vera annað, af því að hann lifði á annari öld. Samt sem áður er hópur manna, sem kallar sig Lútherstrúar. Og hvernig mundi nú þessi hópur standast próf doktorsins? Án efa var Lúther framsóknarmaður á sínum tíma í trúarefnum. Nú em Lútherstrúar- menn komnir í afturhalds- eða kyrstöðu- stefnuna. Nafnið eitt hefir haldist ó- breytt. Þó að nú “lúterskir” hefðu nefnt sig “liberal’’ í trúmálum eða “bylt- ingaflokk’’, eða eitthvað enn annað fyrir fjórum öldum síðan, þá hefðu þeir vafa- laust kallast það ennþá, en útkoman hefði orðið sú sama nú. Þeir hefðu verið íhalds- menn eða “conservative’’ í raun og vem. Þetta er aðeins gert til að gera Sigurði lækni það ljóst, að það er pólitísk hjátrú, að hugsa að teikning hans af íhalds- og framsóknarflokkum standist í reyndinni, þótt hún standist á pappírnum eða í hug- lægum skilningi. Dagleg og söguleg reynsla skákar algerlega þeirri hugmjmd, að liberal flokkur eða framsóknarflokk- ur þurfi á nokkurn hátt að vera frjáls- lyndari eða framsæknari, en aðrir flokk- ar, aðeins fyrir þá sök, að þeir voru ein- hverntíma skírðir þessum nöfnum. Hún jafnvel mótmælir því, að mikil von sé til þess. í þessu falli, eins og öðmm, gildir sú regla, að það era ekki • flokkanöfnin, sem ráða giftu lands og þjóða, heldur mennimir, sem flokkana mynda, án alls tillits til flokksheitisins. Vit þeirra og forsjá ræður sigri eða ósigri. III. Annars er Heimskringla ánægð með þau blessunarríku áhrif, sem áminning hennar hefir haft á rithátt dr. Sig. Júl. ^óhannessonar. Seinni hlutinn af grein hans er óvenjulega prúðmannlega og stillilega skrifaður, þrátt fyrir barnaskap- inn, sem í honum felst. Næst ætti dokt- orinn að íhuga, hvort hin pólitíska trú hans á flokksheiti standist rey'nsluna. í sannleika virgist hann hafa rekið sig á meira frjálslyndi hjá “liberal’’ flokknum, en hann bjóst við, er hann taldi sig þurfa að fá það skriflegt hjá homum, að mega fyigja sannfæringu sinni. Enda dáist hann að því frjálslyndi! En oss virðist slíkt frjálslyndi ekki vera meira en það, sem hver maður er rétt borinn til, og hvorki ætti að þurfa að fá skriflegt eða láta sér detta í hug að biðja um skriflegt frá nokkrum manni eða flokki. Hitt, að doktorinn lætur sér koma slíkt til hugar, sýnir merkilega frumstæðar hugmyndir hans um allt, sem frjálslyndi heitir. Það vekur þó ennþá meiri furðu, að svo komnu máli, að þessi sami maður neyðist til að vera á móti flokknum og með öðrum flokki í mikilsverðum málum. Gefur þetta ekki glæsilega hugmynd um sannarlegt frjálslyndi flokksins, og undrar oss, að doktorinn skuli því geta talið sig til hans. Enda væri það röksamlegast af honum, samkvæmt röðun hans á stjómmálaflokk unum, að telja gervalt hjálpræðið lengst til vinstri í jafnaðarmannastefnunni, þ. e. hjá kommúnistum, og ætti Sigurður þá sízt að vera að valhoppa nokkursstaðar í námunda við hin “kyrstæðu öfl” þjóð- félagsins, heldur að hafa djörfung og kjark til að skipa sér hreinlega í þann gerbylt- ingarflokk. En allir vita, að kommúnist- ar telja allt auðvaldsskipulag jafn illt og óhafandi, hvort sem það kallast conserva- tive, liberal eða progressive, og telja það allt kvisti af sama stjórnvizkumeiðinum, en aðferð þeirra og undirstöðuheimspeki er gerólík. Hrí er þá læknirinn ekki nógu mikið sjálfum sér samkvæmur, til að hylla þann flokk af alefli, fyrst hann telijr hann ganga lengst í umbótaáttina? Slíka sam- kvæmni í orðum og gerðum væri hægt að virða, meira en þenna pólitíska hringl- andahátt og vergang, sem læknirinn hef- ir nú skýrt oss frá, að hann hafi verið á, þar sem hann hefir í raun og veru alltaf svikið sína æðstu hugsjón, þ. e. vinstri flokkana í jafnaðarstefnunni, en þó ver- ið ótrúr þeim flokki, sem hann hefir lát- ist fylgja. Sjálfstæði Islendinga Háðulegt er að sjá þeirri flugu lostið upp í ísl. riti, að manndómur ísJendinga í þessari álfu sé nú óðum að dvína og fjölgi þeim stöðugt, sem þiggi þurfamannafé. Ef íslendingar hafa nokkurntíma orðið að þiggja þurfamannafé, var það einmitt á frumbýlingsárum þeirra hér, þegar þeár komu allslausir að ónumdu landi, og er sannast að segja torséð, að það land væri á nokkurn hátt ofgott, að styrkja frum- býlingana lítið eitt á fyrstu árum þeirra hér, sem ginnti þá til sín í gróðaskyni frá óðulum þeirra og ættjörð, til þess að fara hingað og byggja landið og leggja með því grandvöllinn að velmegun þess. Mun sá lítilfjörlegi fjárstyrkur, sem íslending- um var greiddur í fyrstu til að setja sig hér á laggirnar, fyrir löngu vera goldinn með þeim óteljandi svitadropum og erfiðu handtökum, er þeir hafa unnið þessu landi til viðreisnar og framfara. Að elli- styTkur sá, sem íslendingum er greiddur hér í landi, geti heitið ölmusa til þeirra, frekar en annara, nær auðvitað engri átt. Því aðeins eru samþykkt lög um ellistyrk, að hann þykir ekkert annað en makleg viðurkenning til gamalla manna og slit- inna, fyrir vel unnið starf í þágu lands og þjóðar. Engum kemur til hugar, nema nánasarlegustu smásálum, að sjá eftir ellistyrk til gamalla og vinnulúimia manna — enda væri það blóðugasta ranglæti og svíðingsháttur af hverju ríki, að telja þenna styrk til ölmiusu, því að sá maður. sem unnið hefir í einhverju þjóðfélagi störf sín til gamals aldurs, án þess að bera svo mikið úr býtum, að það nægi hon um til framfærslu í ellinni, hann á sann - arlega hjá ríkinu, en ríkið ekki hjá hon- um. Hverjir þessir styrkir era þá, sem “Sam- einingin” er að fjargviðrast út af í síðasta tölublaði, að íslendingar þiggi sér til vanza, er oss ekki vel ljóst. Að fyrirtæki þeirra ýms eru styrkt af ensku fé, ledðir beint af félagslegri að- stöðu þeirra í landinu. Þó að íslendingar hafi verið að reyna að viðhalda tungu sinni og þjóðemi í þessu landi, og vér telj- um þá viðleitni þeirra ekki nema holla og ved viðeigandi, þá liggur og hitt í augum uppi, að þeir geta ekki skoðað sig sem neitt sérstakt ríki í ríkinu. Um öll mál önnur en hin ser-fslenzku, eru þeir því bundnir hérlendri þjóð félagsböndum, og af þessu leiðir það, að engin vanvirða er að því, né neitt athugavert við það, þótt enskt fé sé lagt í fyrirtæki íslendinga hér í landi, því að mllli enskra og íslendinga getur ekki verið að ræða um neina að- greiningu í öllum þeim málum, er lúta að framför og velferð þessa lands. Enda er eiginlega aJlt starf íslendinga hér í álfu unnið beint eða óbeint í þágu ensks þjóð- lífs. • Jafn hlægilegt er það, að nokkur skömm sé að því fyrir íslendinga hér, þótt enskir kaupahéðnar fái að auglýsa varning sinn meðal þeirra, harka og skjaldaskrifli, er þeir reyna að pranga í þá, og sjáum vér ekki að íslendingum veitist nein sérstök náð með því. Er því allt raus “Sameining- arinnar’’ um þessi efni algerlega ótíma- bært og úti á þekju. Jafn fátækleg sál- arfræði er það, að hugsunarháttur lítiJ- magnans (inferiority complex) þróist af því, ef borið sé fé í menn. Inferíority complex kemur af kúgun og þrælatökum, sem stjórnarvöld eða mannfélag beitir ein- staklinginn. Ef íslendingar hér í Canada reynast svo nýtir þegnar, að land eða fylk- isstjórnir sjá sóma sinn og gleði í því, að taka höndum saman við þá um að efla fyrirtæki þeirra og framkvæmdir, þá er það sannarlega ekki vottur um annað en vaxandi manndóm þeirra og áhrif, og ættu allir almennilegir íslendingar að gleðjast af því. Það er litið á þá sem menn, sem sæma beri viðurkenningu fyrir dugna,ð sinn og atorku. En í hinnsta skilningi er þó allur sá styrkur, sem stjórnarvöld veita, gefinn í hagnaðarskyni, og því aðeins lát- inn í té þeim mönnum eða félögum, sem talin eru að verða muni þjóðinni til gagns eða sóma á einhvern hátt. Væri því sízt ástæða fyrir íslendinga, þótt þessi nýja fósturjörð þeirra rétti þeim stöku sinnum örvandi hönd, að finnast sér sneypa í því ger, heldur hið gagnstæða. Hugsunar- háttur lítilmagnans þróast hjá þeim smá- sálum einum, sem öfunda náunga sína og samlanda, þegar þeir er.u sæmdir slfkri viðurkenningu, og blása fyrir þá sök út frá sér baneitruðum anda rógs og sundr- ungar. Það eru ekki líkindi til, að hér verði nein rokna uppskera í ár. í suðurhluta sléttu fylkjanni þriggja beið hún sumstað- ar hnekki af þurkum, og ryð var snemma hnusað upp í Mani- toba og austurhluta Saskatche- wan. En síðari fréttir draga úr því. Og á markaðsverðið virð- ist það ekki hafa haft mikil á- hrif. Þessi áætlun um uppskerana í ár, er 80 miljón mælum meiri en nppskeran reyndist 1929, og er hærri en hún hefir verið að J meðaltali s.l. 10 ár. 1 sjálfu sér I hefir þetta nú einhver áhrif á Iverð hveitis, en ekki að svo I miklu leyti, að verðið þurfi að I vera þess vegna eins lágt og það ! er. Annað kemur hér til greina. IÞrátt fyrir það, þótt uppskeran væri með minnsta móti síðast- jliðið haust (1929), var óselt af ihveiti hér 30 júlí 1930, 131,057,- . 519 mælar. í þessari upphæð era taldir um 20 miljónir ; mæla af bandarísku hveiti. - Hefir aldrei jafn mikið verið hér af óseldu hveiti um þetta leyti árs. Era tölur þessar teknar eft- ir skýrslum W. Sanford Evans StatsticaJ Service í Winnipeg, sem áreiðanlegar eru taldar. Þetta óselda hveiti og þessa árs uppskera er því um það eins mikil og uppskeran mikla 1928 var (en hún nam 566 miljónurn mæla). Að því er þessa árs uppskeru snertir, er hún því ekki svo mikil, að áhyggjur þurfi að gera sér út af henni, en upphæð hveitisins, sem á hverju ári er óselt, og alltaf eykst, er að verða alvarlegt umhugsun- arefni. Til frekari fróðleiks og þessu máli til sönnunar, skulu hér birtar skýrslur yfir 10 sJ. ár, er sýna greinilega að upphæð ó- selds hveitis hefir ávalt farið vaxandi . Ennfremur skal tekið fram, að hér er aðeins átt við canadiskt hveiti. óselt hveiti 31. ág. 1920, 9,290,425 mælar 31. ág. 1921, 13,727,088 — 31. ág. 1922, 19,462,664 — 31. ág. 1923, 11,749,995 — 31. júl. 1924 45,158,819 — 31. júl. 1925 26,482,696 — 31. júl. 1926 36,350,483 — 31. júl. 1927, 50,765,435 — 31. júl. 1928, 77,626,071 — 31. júl. 1929, 104,383,221 — 31. júl. 1930, 111692,519 — Hveitiverðið Það hefir um frtt verið meira talað og ritað á þessum síðustu og verstu tímum, en lágverðið, sem nú er á hveiti. En um það, hverjar orsakir séu til þess, virðist mönnum ekki að isama skapi ljóst. Væri það þó þess vert að gera sér grein fyrir þeim, ef einhverja bót skal á því ráða. — Lækninum, er iUa gengur að grafast fyr- ir upptök meinsins, gengur, eins og að lík- um lætur, illa að bæta það. Allt hlýtur þetta þó að vera þeim Ijóst, er mest hafa með sölu á hveiti að sýsla. En hvað sem til kemur, er á þeim upplýs- ingum legið. Bóndinn er engu nær en áð- ur um það, þó að hann hafi nú orðið fyrir stórhnekki af sölunni á framleiðslu sinni, hvað næst muni taka við. Honum er að- eins ráðlagt að framleiða og framleiða sem mest, hvð sem hag hans af því líður. Viðvíkjandi verði á hveiti hefir vana- lega mikið verið lagt upp úr því, hvernig uppskeruhorfurnar eru. Og nú, eins og að undanförnu, hefir ein spáin og ágizk* anin rekið aðra í því efni. í minnsta lagi hefir verið áætlað, að uppskeran í haust næmi 340 mlijónum mæla, en í mesta lagi 400 miljónum. Ef meðaltal yrði af þessu tekið, til að byggja skoðun sína á, yrði þá uppskeran um 370 miljónir mæla. Skýrsla þessi skýrir sig sjálf. Sölukreppan hefir smám sam- an aukist og einna mest seinni árin, þótt undarlegt megi heita. eftir að hveitisamlagið tók að starfa, sem á stefnuskrá sinni hafði að koma á sem mestu sam ræmi á milli eftirspurnar og sölu á hveiti, til þess að afstýra óeðlilegu verðfalli á því. Can- ada virðist hafa tapað hveiti- sölu í þeim löndum, er því reið mest á að halda henni. Astæð- an fyrir því er eflaust að miklu leyti viðskiftastefna Canada við þessi lönd, og stefna sú, er í sölu á hveiti hefir verið fylgt. , Og þar sem að hveitisamlagið ; hefir nú orðið umráð yfir 55^ eða meira en helmingi alls hveit- is í Canada, verður það að bera ábyrgðina á því, að sínu leyti, hvernig komið er. Á hitt ber einnig að líta, að hveitifram- leiðslan hefir aukist til nokk- urra muna í öðrum jlöndum. En úr því er þó fremur lítið gert, í þeim löndum, sem mest hafa keypt áður af canadisku hveiti. Þessi lönd hafa f þess stað keypt Argentínuhveiti, og öllu öðru fremur, hveiti frá Rússlandi. Hve mikið að Rússland flytur út úr landinu af hveiti, er ek’ki hægt að ná í neinar skýrslur um. En álit margra er, að það sé skæður keppinautur annara landa, er hveiti þurfa að selja út um heim. En hvort sem svo er nú eða ekki, er það ekki með öllu ólíklegt, að ennþá sé til markað-ur í öðrum löndum fyr ir canadiskt hveiti, og að hveiti- ræktinni hér sé ekki eins bráð hætta búin, af of mikilli fram- leiðslu, og ætla mætti, af á- standi hveitimarkaðarins nú að dæma . Hitt getur ekki dulist, að í þann útlenda markað verð- ur að ná aftur, og það hið bráð- asta. En þetta er hægra sagt en gert. Eins og nú stendur á, er ekki skýrt frá uppskerubresti í neinu landi, og við það ’hveiti, sem nú er óselt í öllum hveiti ræktarlöndum heim-sins, sem nemur 450 miljón-um mæla, bætist nú þessa árs uppskera. Að verð á hveiti ve-rði fyrst um sinn -lágt, og allmikið lægra en undanfarin ár, virðist því auð- sætt. Og í raun og veru er það 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og liinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. eitt af því undarlega, að Hveiti* samlag Canada skyldi ekki fyr- ir löngu hafa komið auga á, þetta, og skyldi fyrir aðeins hálfu ári síðan sitja af sér þá sölu á liveiti, sem sjáanlegt hefði átt að vera því, að ekki yrði fyrst um -sinn aftur kostur á. Að haga sölu á canadisku hveiti eftir ástæðum, sem fyrir henni eru út um heim, eða eft- irspuminni, verður hér eftir að vera athugað og meira til greina tekið en gert hefir verið. En sé það líka gert, er ekki ólíkJegt að ná m-egi aftur í þann mark- að, er Canada nú hefir tapað eða farið á mis við. Auðvitað fylgir því verðlækkun nokkur. en það er sprsmál hvort að hún hefði orðið eins tilfinnanleg og ' raun er nú á orðin, -ef í tíma hefði betur verið fyrir því séð. Hveitisalan hér er háaJvar- legt mál. Og sé nokkur sá maður hér tfl, sem bót getur ráðið á henni, ætti hann að vera til þess fenginn. Það gerir ef til vill minnst til, hvort að hveitisöJufélögin hér, eða Sam- lagið eða sambandsstjórnin gangast fyrir því, að útvega slíkan mann. En eins og tekið hefir áður verið fram í Heims- kringlu, væri ef til vill greiðara í fyrir sambandsstjómina, með millilandasamningum sínum, en nokkurntíma fyrir korn-sölufé- lögin, að afla nýs markaðar í útlöndum fyrir hveiti. En tiJ þess að þa-u viðskifti gætu orð- ið bindandi, yrði sambandsstjórn in að hafa umsjón og ráð á sölu hveitisins með höndum. Og hitt er víst, að sambandsstjórainni er eins vel treystandi til þess, að velja bezta manninn, sem völ er á til þessa, ein-s og nokkrum einstaklingi eða félagi. Korn- félögunum og Samlaginu finnst nú ef til vill nokkur fómfærsla fyrir þau í þessari hugmynd felast, en það sem mestu varð- ar í þessu máld, er að losa bónd- ainn við þá fórnfæ-rslu, sem hann hefir orðið fyrir í þessu sam- bandi, og sem er sú eina raun- verulega fórnfærsla, sem urn er að ræða. Þetta virðist oss langlíklegasta leiðin út úr ó- göngu-num, hvort sem nokkur samtök verða hafin til þess að hún verði farin eða ekki. Vesturfylkin þrjú hlupu und- ir bagga eins og kunnugt er með hveitisamlaginu, er í vörð- urnar rak með hveitibirgðirnar, sem óseldar voru af ársupp- skerunni í fyrra. Þótt ýmislegt mælti nú með því að þessi að- stoð væri veitt, er það nú Ijóst, að hún er ekki nein veruleg lækning meinsins, sem græða þurfti, því þörf á slíkri aðstoð er eins mikil nú og þá. En nú sjá fylbin -sér ekki fært að veita bana aftur. Liggur sú ástæða til þess, að það sem þau ábyrgð- ust af uppskeru ársins 1929, er enn óselt. Og hve langur tími líður áður en það er selt, er bágt að vita. Þess vegna eru fylkin nú hrædd að binda sér frekari byrðar á herðar. Lánsamning- ur þeirra var gerður við sölu- nefnd Samlagsins, og hveitið, sem um var að ræða, var aðeins það hveiti, ejr til sölunefndarinn- ar var komið fyrir 1. ágúst 1930. En nú hefir frézt, að 10 miljón- ir mæla hafi sölufélaginu bo-r- ist eftir það af þessa árs upp- skeru. Hvort fylkin taka það með í reikninginn, er ekki kunn - ugt. En vérði sú raunin á, að þau geri það, verða þau að greiða eins dollars niðurborgun

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.