Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 146

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 146
152 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sjá en áðurnefndar einingar drótta, hornstykkin tvö og slagspónn- inn, séu skýrt mörkuð á teikningunum í Heynesbók og líkist stór- um skálauppdyrinu á Keldum (14. og 16. mynd). Eini munurinn er satt að segja lag bogans, hann er ekki eins krappur í húsi Heynes- bókar og á skálanum. Vert er að veita því athygli, að línurnar í bjórnum eru með svip- uðum hætti settar og í útbrotavegg kirkjunnar í innsigli Reynistað- arklausturs, tvær og tvær með stuttu bili á milli. Þess gætir ekki á standþilinu undir bita, þiljurnar virðast vera jafnbreiðar þar. Er ekki teiknarinn að gefa í skyn að þilið í bjór sé með öðru lagi gjört en neðra þil? Maður freistast auðvitað til þess að láta sér í hug koma að í bjór sé samskonar þilgerð og í dyraportinu á Reynistað með mjóum grópborðum en breiðum fleygborðum. Aftur á móti er ekkert sem mælir gegn því að neðra þil sé með líku lagi sniðið og á Keldum, þar sem gróp- og fleygborð eru nokkurnveginn jafnbreið. Rétt er í lokin að hugleiða ögn hvort strikin tvö, sem marka burst, séu vindskeiðar eða sperrur. Eftir landsvenju ná vindskeiðar yfirleitt út fyrir veggbrúnir. Ekki er að sjá að teiknari Heynesbókar gefi slíkt í skyn. Hann virðist einmitt nema staðar með strik sín við stafa- og bitahöfuð a.m.k. vinstra megin. Hægra megin er allt óljósara. Þar lokar hann hinni tvöföldu línu áður en hún nemur við bita eða horn- staf. Ut fyrir vegglínu fer hann þó ekki. Að svo miklu leyti sem marka má tel ég því frekar að hann sé að sýna okkur sperrur. Aðalfengurinn við hús Heynesbókar er án alls vafa dróttirnar. Þar er kominn eisti vitnisburður í mynd af þessu sérkennilega íslenska uppdyri, smíði sem lengi hefur lifað á Islandi og enn finnast tvö dæmi um, dæmi sem hvergi annarsstaðar er að finna í veröldinni svo mér sé kunnugt um. Full ástæða er til að ætla að dróttarboginn eigi sér þegar langan aldur að baki í upphafi 16. aldar, fyrst bæði finnast heimildir um hann í mynd og rituðu máli frá þessum tíma, ekki síst í ljósi þess hve heimildir eru yfirleitt skelfing rýrar. I Is- lensku fornbréfasafni eru dróttir nefndar 1476.21 Enda þótt mikill fengur sé að dróttunum í Heynesbók, er ástæðu- laust að vanmeta húsgaflinn allan. Eins og reynt hefur verið að sýna fram á ber hann vott um stafverkssmíð líkt og kirkjurnar á Valþjófs- staðahurðinni og í innsigli Reynistaðarklausturs. Nú er bjór Valþjófs- staðakirkjunnar hulinn skarsúð og kirkja innsiglisins sést einungis á hlið. Markvert er það þá einnig við húsið í Heynesbók að það er elsta mynd af brjóstþili stafverksbyggingar með öllum megineinkennum eða einingum þeirrar smíðar, utan vantar aurstokkinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.