Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 96
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þar eð skreytið á þessum beltisbeitaflokki er eftir-sassanídískrar ættar, er í hæsta máta sennilegt að tegundin eigi rætur að rekja til kalífaríkisins og þá helst íranska svæðisins. Öndverður við þá túlkun er þó sá skilningur sumra fræðimanna að þétt málmslegnu beltin með hangandi sprotum séu sérkenni hirðingjaþjóðanna á evrasísku stepp- unni en óþekkt í íran. Lágmyndir og málverk með hermönnum í kaft- an og með belti af þessari gerð, sem fundist hafa hver á fætur ann- arri í Austurlöndum nær, sýna tyrkneska hermenn að dómi þessara fræðimanna. Islömsku herirnir voru nefnilega frá og með 8. öld að langmestu leyti þrælaherdeildir, og í þeim voru Tyrkir frá steppun- um fyrir norðan aðaluppistaðan. Hins vegar fara nú þekktar myndir af beltisgerðinni í Iran og aðliggjandi löndum að verða svo margar, að erfitt hlýtur að vera að halda þessari skoðun til streitu. Og eitt af fyrstu írönsku dæmunum, áðurnefndar lágmyndir í Táq-e-Bostán, sýna strax ekki aðeins flesta hirðmennina við konungshirðina heldur stórkonunginn Khosrou II sjálfan íklæddan kaftan með mjög málm- slegnu belti með hangandi sprotum í þéttri röð. Það ætti því að vera ó- hætt að gera ráð fyrir að umrædd beltisgerð hafi verið í notkun á írönsku landi á hans tíð, um 600. Myndirnar sýna ekki hvernig málmbeitirnar á írönsku beltunum litu út í smáatriðum. En stundum er hægt að fullvissa sig um mikla samsvörun við „austurlensku beitirnar“ í stórum dráttum. Skýrasta útfærsla í einstökum atriðum á myndunum frá Austurlöndum nær mun vera á veggmálverki frá Nishápur í Norðaustur-Iran. Það er talið vera frá byrjun 9. aldar (4. mynd). Á þessari mynd sjást fer- kantaðar, kringlóttar, dropalaga og tungulaga beitir á belti mannsins og ólum hestbúnaðarins.11 Til að öðlast fullkomnari hugmynd um útlit beitanna þyrftu beita- fundir að vera tiltækir, en heita má að hingað til hafi ekkert slíkt fundist frá íslömskum tima svo vitað sé. Frá Vestur-Túrkestan hefur vitneskja borist um sífellt fleiri beitir það sem af er þessari öld, en frá öðrum hlutum hins forna kalífaríkis hefur enn ekki verið skýrt frá neinum beitum. Á basörum forngripasala í Iran og Afghanistan rekst maður stundum á beitir með jurtaskreyti í eftir-sassanídískum stíl, og það bendir til þess að slíkar beitir séu ekki sjaldfengnar í þessum löndum (5. mynd). Svipaðar beitir hafa einnig fundist við uppgröft í Iran, en því miður hefur ekki enn verið gerð grein fyrir þeim á bók. Samanburður á skreytinu á þeim austurlensku beitum sem fundist hafa í löndunum norðan kalífaríkisins og beitum sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.