Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 107
beit af austurlenskri gerð 113 legt er sýna fundirnir fyrst og fremst samband við Bretlandseyjar, en fornleifaforðinn er einnig til marks um samskipti við löndin kringum Eystrasalt.15 Arabískar myntir í nokkrum fundum sýna að verslunin við Rússland og Austurlönd hefur látið nokkuð til sín taka á íslandi. Beitin frá Lundi fellur vel inn í þessa mynd. Jafnvel þótt hún sé ekki gerð lengra í austri en á Eystrasaltssvæðinu (Gotland með sínar mörgu austurlensku beitir og sín mörg dæmi um listiðnað og verslun er ekki óhugsanlegur upprunastaður), er hún íslenskt dæmi um þann austankynjaða menningarsvip, sem einkennir sænska víkingaöld and- spænis danskri og norskri. Lundarbeitin er úr bronsi og allt bendir til að hún hafi ekki verið til annars notuð en þess sem henni var ætlað í upphafi. Allar líkur eru til að hún hafi verið á belti sem flutt hefur verið heilt til Islands og notað þar. Ef til vill hefur það borist til Islands með kaftan af þeirri tegund sem þessi beltisgerð á við. Ef til vill hefur einhver Is- lendingur í austurvegi fengið beltið sem heiðursgjöf fursta eða höfð- ingja sem hann hefur gist. Islendingasögur kunna frá því að segja að Islendingar hlutu klæði úr skarlati og pelli sem kveðjugjafir kon- unga sem þeir heimsóttu. En með þessu hef ég gengið lengra en unnt er að vita. Ein brons- beit er ekki sama og austurlenskur hefðarklæðnaður, og ekki vitum við um hversu margar hendur beltið fór áður en ein beit af því lenti í moldu í Lundi í Fljótshverfi. Skal hér að lokum minnt á rúnaletur sem í alstysta máli virðist skýra frá kaupskaparferðum og pílagríma- g'öngum einmitt í þeim löndum sem ég hef rásað um í þessari grein. Það sýnir að ekki ber einungis að hugsa sér að íslendingar hafi ferð- ast langvegu til austurs og vesturs, heldur einnig að kaupmenn frá fjarlægum löndum hafi komið til íslands. Áletrunin er frá 11. öld og er rist af tveimur Gotlendingum, Ormika og tJlfari, á dálítið brýni sem breytt hefur verið í steypumót fyrir fábreytta kringlótta skart- gripi og fannst hjá Timans í Roma á Gotlandi árið 1940: : ormiga : ulfuair : krikiaR : iaursaliR : islat: serklat „Ormika, tllfar, Grikkland, Jórsalir, Island, Serkland". Tilvitnanir: 1. Sænsk útgáfa af þessari grein með óskertum tilvitnunum er prentuð í Tor XVI/1975-6, Uppsölum 1978. Ég þakka Þórði Tómassyni innilega fyrir að fræða mig um fundinn og lána mér beitina til Svíþjóðar til frekari athugun- 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.