Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 2
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að komast utan og verða annað og meira en drátthagur sérvitringur heima í Skagafirði. Þegar hann hélt að heiman sextán ára gamall til iðnnáms í Kaupmannahöfn haustið 1849 hefur trúlega vakað fyrir honum undir niðri að fullkomna sig í myndgerðaríþróttinni sem hann hafði frá barnæsku sýnt einstaka hneigð og hæfileika til. Eftir að hann braust úr prísund iðnnámsins hlaut hann næstu árin hefðbundna akademíska þjálfun í teikningu og meðferð olíulita, og við þessa mennt sína er hann oftast kenndur í ritum samtíðarmanna og nefndur Sigurður málari. En áhugi Sigurðar beindist snemma meir að öðrum efnum en iðkun myndlistar. Af þeim sökum er mynd- gerðin langt frá því að vera uppistaða eða aðalatriði í lífsstarfi hans. Þrátt fyrir það er framlag hans til íslenskrar mannamyndagerðar meira bæði að vöxtum og gæðum en nokkurs annars einstaklings fram að þeim tíma. Áhrifa frá Sigurði gætir á nokkra sjálflærða listamenn sem fengust við að teikna og mála andlitsmyndir. Ber þar hæst Arngrím málara Gíslason (1829—1887).7) Ljósmyndaöld var upp runnin um það leyti sem Sigurður hóf starf sitt. En ljósmyndagerð fer ekki að ryðja sér verulega til rúms hér á landi fyrr en kemur fram á 7. áratug aldarinnar og Sigurður gerir langflestar myndir sínar fyrir þann tíma. Þess vegna hefur hann bjargað frá gleymsku andlitsdráttum og yfirbragði margra merkra Islendinga sem 1 j ósmyndatæknin náði ekki að festa á blað. Enginn frýr Sigurði kunnáttu eða leikni í handverkinu, en þó má vera að heimildargildi mynda hans taki listgildinu fram. Slíkt mat verður látið liggja milli hluta hér. Ef mannamyndir Sigurðar eru bornar saman við ljósmyndir af sömu mönnum sem nokkrar eru til sýnast þær yfirleitt vera nákvæmar og trúverðugar; kannski gætir ein- hverrar hneigðar til að slétta og „fegra“ andlitsdrætti persónanna og hlýtur hún að eiga upptök í ríkjandi smekk og tíðaranda fremur en skapferli listamannsins. Dóma samtíðarmanna um einstakar mynd- ir má stundum hafa til marks um kosti þeirra eða galla. Myndirnar sem Sigurður gerði í æsku áður en hann fór utan til náms eru aðallega pennateikningar. Að kunnugra sögn þóttu þær það vel gerðar að þær greiddu óbeint götu hans inn í Listaháskólann.8) Sumar þeirra eru dregnar eftir eldri myndum. Margar myndanna frá þessu tímabili eru varðveittar í sérstakri bók sem í skránni hér á eftir verður nefnd Myndabólán. Hún er að blaðstærð 33.5 X 20 cm og eru teikningarnar ýmist dregnar beint á bókarblöðin ellegar á laus blöð sem hafa verið límd inn í bókina eftir á, sum eftir Sigurðar dag. Myndabókin er eign Þjóðminjasafnsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.