Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 76
70 er þrístrendur, 4 fet á lengd. Á báðum hliðarflötunum er máð og breytt latínuletr, 3 línur hvorum megin, enn stryk milli lína og utan með. Á mjórri röð, sem upp snýr, er og ein lína. Ekki verður lesið á stein þenna, svo að samhengi fáist, enn á öðrum enda hanns standa staf- irnir I H S. Þessi steinn er sjáanlega eldri en hinn.1 2) Báðir eru þeir úr stuðlabergi (basalt).« Litlu betur gekk Brynjólfi Jónssyni að lesa á steininn, er hann skoðaði hann 8 árum síðar). Hann lýsir honum þannig: Hann »hefir verið alsettur letri n'ema á þá hlið, sem hann liggur á. En af því steinninn er áveðurs, er hann orðinn svo sand- barinn,3) að torvelt er að lesa á hann. Þó þóttist jeg geta sjeð þessi orð: »Fædd 1728 þann 10. Februarii.« Þau eru ofan á steininum. Jeg kom fyrst að Kirkjubæ að kvöldi dags 28. Ág. 1915, og skoðaði og skrásetti steininn næsta morgun, áður en jeg hjelt áfram ferð minni. Gerði jeg lýsing á honum og tókst að lesa áletrunina nokkurn veginn, einkum á fremri hlið, því að hún er ekki eins eydd og áletrunin á hinni hliðinni. Aftur kom jeg að Kirkjubæ 28. Júlí 1933 og var þar 2 nætur. Tókst mjer í það sinri að ráða nokkurn veginn til fullnustu fram úr áletruninni á aftari hliðinni. Siðast-liðið sumar (1941) var steinninn fluttur tii Reykjavíkur, til þess að láta skýra áletrunina á honum. Var jeg þá beðinn að leiðbeina steinsmiðnum, og þótti mjer það ekki verða betur gert með öðru móti en því, að bera svartan lit á stafina, svo sem jeg gat bezt sjeð, að þeir voru eða myndu hafa verið. Við þetta verk urðu mjer einstöku smáatriði í áletruninni glöggari en áður, og hygg jeg, að hún sje nú fullráðin, og fyllilegá skýr. Mjer þótti ekki rjett að láta höggva steininn upp aftur, en rjeð til að láta gera inyndir af honum og prenta á blað, áður en hann yrði lagður aftur á leiðið; var það gert, og var áletrunin prentuð á sama blað með nútímastafsetningu4) og venjulegu letri. Áletrunin kemur svo vel fram á myndunum af steininum, að ekki mun þörf á að setja hana hjer með nákvæmlega sama rithætti og er á henni á steininum, en prenta hana með venjulegu ietri, leyzta úr böndum, og síðan með nútíma rithætti. 1) Sem cr í kirkjugarðinum einnig og er frá 1623, eins og Sigurður hefur sjeð. 2) Árb. 1894, bls. 20. 3) »Sandborinn« mun prentvilla. 4) Urðu nokkrar misfellur á þessu í prentuninni, að því er snerti áletrunina á mjóa fletinum, sett Febr. fyrir Sept. og sleppt úr Deyði 1791
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.