Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 51
49 honum, sízt nokkuð að ráði í mannfjölda, og hann er svo lítill um sig að ofan, að erfitt hefði orðið að koma þar fyrir sætum handa þeim, er ætíð skyldu vera viðstaddir á lögbergi, er lögsögumaður sagði þar upp lög, 12 lögrjettumenn úr fjórðungi hverjum, eða 2 aðrir menn fyrir hvern þeirra, sem ekki hafði tóm til að vera við, auk byskupanna, lögsögumannsins sjálfs og þeirra manna, »er hann hefir einnefnda til þess at sitja at lögbergi með sér« (sjá Qrágás, konungs- bók 117). — Sjera Guðmundur heldur, að þessi þúst, eða klöpp, er hann kallar svo, »sje eini staðurinn, sem um« geti »verið að ræða, þegar tekið er tillit til alls þess, sem sögur vorar segja um lögberg«. Þá ræðir sjera Guðmundur uin frásögnina í Sturlungasögu, er Hvamms-Sturla gekk fram, á alþingi 1181, og skaut málaferlum sínum við Pál prest Sölvason í Reykholti til gerðar Jóns Loftssonar. Gerðist þetta »einn dag, er menn komu flestir til lögbergs«. Voru þeir þar viðstaddir báðir, Brandur byskup Sæmundsson og Jón Loftsson, er fylgdu Páli presti að málum, og svöruðu þeir Sturlu þegar í stað. »Síðan gengu menn frá lögbergi og heim til búða«. Pykir mjer aug- ljóst mál, að Sturla hafi hiotið að vera einnig sjálfur viðstaddur að lögbergi í þessu máli sínu, svo sem það nú var upp komið í fyrstu og svo sem því var kornið, er á þing kom. Hefði það verið býsna ótilhlýðilegt og að öllu leyti óeðlilegt, hefði Sturla flutt tölu sína af virkinu fyrir búð sinni í stað þess að ganga til lögbergs, þar setn hinir höfðingjarnir og fjölmennið var. Hef jeg rætt um þetta áður í Árb. 1921—22, bls. 90—91, og finn enga ástæðu til að líta á þetta atriði öðruvís nú en þá. Loks' nefnir sjera Guðmundur eina frásögn í Sturlungasögu, þar sem þess er getið, að Snorri Sturluson hafi á þinglausnadag 1228 riðið »til lögbergs, sem hann var vanr, áðr hann reið af þingi«. Álítur sjera Guðmundur það augljóst, að Snorri hafi ekki getað »riðið til lögbergs, hafi það verið uppi á gjárbarminum« o. s. frv. — Samt telur hann sig hafa sannað, að Snorri hafi 12 árum áður látið gera þarna á sama stað búð handa sjer, Grýlu. Ærið hefði það verið erfitt og ólíklegt, að hann hefði látið gera þar búð, þótt það hefði ekki bætzt við, að honum hefði verið ófært að henni ríðandi. — Petta er svo ókunnuglega sagt, að furðu gegnir um mann, sem ætla mætti, að væri mjög kunnugur á þessum slóðum. Eins og allir sjá, sem virða fyrir sjer lögberg, er mjög auðvelt að ríða alveg að áhleðslunni á lögbergi, og um hana alla nú, úr hvoru skarðinu, sem vera skyldi, »Hamra- skarði« eða »Kross-skarði«, þ. e. hjá Snorrabúð eða hjá búð Guð- mundar Ketilssonar. í annan stað er þess að gæta, að ekki hefir áhleðslan ein á lögbergi verið nefnd lögberg, og mátti því segja, að menn riðp 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.