Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 8

Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 8
132 « ÞJÓÐÓLFUR Cmlynði og margiynði. Hannesar Árnasonar fyrirlestrar. Reykjavík, 1918—’19. I. Hannes Árnason batt styrkinn af sjóð sínum »til eflingar heimspeki- legum visíndum á íslandi« því skilyrði meðal annara, að styrk- þegi skyldi að lokinni utanför sinni dvelja vetrarlangt í Reykjavík og halda þar opinbera fyrirlestra. Þessa fyrirlestra ætla eg nú að byrja mánudaginn 28. okt., kl. 9 síðdegis í Bárubúð, og halda þeim síðan áfram vikulega á sama stað og tíma, og er það einlægur vilji minn, að þeir mættu verða sem samboðnastir tilgangi Hannesar Árnasonar og Reykvíkingum til sem mestrar andlegrar tressingar og þrifa, Til þess hefur líka sjóðurinn aflað sér stærsta húsnæðis bæjar- ins, að menn þurfi ekki frá að hverfa fyrir rúmleysi. Og þar sem fyrirlestrarnir eru ókeypis fyrir hvern mann, er þess vænst, að því fólki, sem vill leita sér mentunar og þroska, muni ekki þykja tíma sínum illa varið til þess að hlýða á þá. Væntanlegum áhejrrendum til hægðarauka lief eg líka gert yfirlit það, sem hér fer á eftir. Eg get ekki nógsamlega brýnt fyrir mönnum, að þessir fyrirlestrar eru heild, þar sem hver býr í hendur öðrum, allir stefna að einu marki, og áfyktanir verða dregnar af öllu, sem sagt hefur verið í síðustu fyrir- lestrunum, svo að menn geta að eins vænst að hafa þeirra full not, ef þeir sækja þá alla. Yfirlitið ætti: 1) að geta sýnt mönnum fyrirfram, hvort þeir eiga þangað nokkurt erindi, svo að þeir komi ekki á fyrstu fyrirlestrana út í bláinn og sjálfum sér hvorki að gamni né gagni, en taki þar rúm þeirra, sem betur eiga þar heima. — 2) að hjálpa þeim, sem fyrirlestrana sækja, að skilja þá sem heild og skipa hverjum hlut í rétt sam- hengi, þó að það gefi að skilja, hve erfitt er að semja yfirlit yfir 20 fyrirlestra í svo stuttu máli. — 3) að hjálpa þeim að rifja efnið upp fyrir sér, sem það vilja, því vafasamt er, að mér endist nokk- urn tíma tóm tif þess að gera bók úr fyrirlestrunum, og þess verður a. m. k. langt að bíða. II. Einlyndi og marglyndi eru fyrst og fremst tvær andstæðar stefnur í sálarlífi hvers manns, þar sem öllum er eðlilegt á vixl að stefna að því að viða nýju efni í sálar- lííið og koma á það kerfun og skipulagi, að vera á víxl opnir við margskonar áhrifum og beina at- hygli og orku að einu marki, að vera á víxl eins og hljóðfæri i hendi lífsins eða ráða sjáifir leikn- um. Sumir menn hallast þó fyrir eðlisfar eða uppeldi svo greinilega á aðra hvora sveifina, að orðin »einlyndur« og »marglyndur« má nota sem skapgerðarlýsingar. En mörgum verður örðugt að kjósa um auð og samræmi, fjölbreytni og orku, breidd og dýpt, við- kvæmni og framkvæmni. Þá verða einlyndi og marglyndi tvær sjálf- ráðar lífsstefnur, sem gerast mönn- um íhugunarefni og skapa vega- mót í lífi þeirra og þroska. Eflir að eg hef gefið fyrstu skýringu efnisins, sný eg mér að þessum sjálfráðu lífsstefnum, og reyni að ræða þær í einu frá sjónarmiði al- mennrar sálarfræði og svo, að varpað sé ljósi á sum einkenni- legustu fyrirbrigðin í sálarlífi og menningu nútímans. Má búast við, að það geti haft meira hagnýtt gildi að benda á ýmis þroskamörk og þroskaleiðir, er velja megi um, en þó að beinar lífsreglur væru lagðar. Þannig gef eg yfirlit yfir þann auð kosta og leiða, sem blas- ir við sálinni, og að hve miklu leyti hún getur fært sér hann í nyt (3. fyrirl.). Því Qölbreytnin á við margar hömlur að etja, og til þeirra allra svara vissar teg- undir einlyndis. Þar er fyrst að gæta sérhæíingar og samhæfingar þjóðfélagsins (verkaskifting, sið- ferði, siðvenjur o. s. frv.), sem leggja svo mörg bönd á frumeðli manna, en um leið gera* lífið vanda- minna, og geta því orðið kostir kjörnir af frjálsum vilja (4. fyrirl.). Endurtekningin getur af sér van- ann, sem er dæmdur mjög mis- jafnt frá einiyndu og marglyndu sjónarmiði, en verður þó alt af einn merkasti þátturinn í heil- brigðri lífernislist (5. fyrirl.). Þá stefnir sjálfseðli sálarinnar að kerfun og samhengi, samræmi og framkvæmdum. 1 því sambandi verður gerð grein fyrir byggingu skapgerðarinnar, afstöðu ýmissa gæfuleiða (nautn, gleði, hamingja), viljaþreki og sjálfsvaldi o, s. frv. (6.—7. fyrirl,). Loks er orka sálar og líkama svo takmörkuð, að það eitt setur fjölbreytninni þröngvar skefjar. Og sú takmörkun ræður því, hve langt verður komist í marglyndi og í hvaða myndum öfg- ar þess koma fram (8. fyrirl.). Eins og framkvæmdin er meginrót einlyndisins, má rekja flest í marg- lyndinu til viðkvæmninnar, því hæfileikinn að verða fyrir áhrifum og þörfm á því verða ekki að skilin. Viðkvæmnin er bæði sjálf- ráð og ósjálfráð, fjölhæf og einhæf, frjó og ófrjó. Hún á sér dulargervi sín og bregst í mörg líki (9.—10. fyrirl.). Þannig getur hún komið fram sem tilfinningaþörf eða jafn- vel tilfinningasýki (11. fyrirl.), sem íhugunarþörf eða íhygli, en hún getur aftur af sér vafahyggjuna (12.—13. fyrirl.). Úr öllu þessu er svo leikhyggjan ofin, þar sem maðurinn situr sem áhorfandi sjálfs sín og annarra við straum lífsins, án þess að láta hann ná tökum á sér. En leikhyggjan (14.—15. fyrirl.) og draumalífið, líf í listum og í- mynduðum heimum (16. fyrirl.), eru lífernislist marglyndisins á hæsta stigi. Bæði einlyndi og marglyndi geta þurkað upp lindir sálarinnar og endað í dáleysi, sem líka getur lagst á æskumenn, svo auður lífs- ins oþnist aldrei fyrir þeim. Um dáleysið og ráðin við því (kjör- sýni, smbr. víxlyrkjuna) fjallar 17. fyrirl. Þá verður reynt að dæma milli listrænnar og siðrænnar lífs- skoðunar og sýna tilverurétt vand- ræðamannanna og hversu þeir eru á sinn hátt nýtir í framsókn menn- ingarinnar (Í8. fyrirl.). Pá eiga síðustu 2—3 fyrirlestrarnir ’að sýna, hvernig miðla má málum milli einlyndis og marglyndis, hvernig sitt á við á hverju aldurs- skeiði, benda á leiðir eins og líf í andstæðum, andlega víxlyrkju, einnig í fjölbreytni o. fl. Þrátt fyr- ir allar hömlur á að vera hægt að benda á fyrirmynd þroska og fullkomins lífs, þar sem öll per- sónan fær að njóta sín í samræmi, eins og allir partar trésins í vexti fagurs viðar. Honum eru eins og manninum takmörk sett, en hann á sér þó bæði sterkan stofn, djúpar rætur, sem sjúga næringu úr skauti jarðarinnar, og víðar limar. sem breiðast við ljósi og lofti him- insins, gefa ilm og skugga og bera fullþroskaða ávexti. Sigurðar Nordal. 18 einnig lífsamband milli þeirra sem þá byggja. Það þarf ekki að efa, að þessi forna trú er ekki á engu bygð, og þýzki spekingurinn Herder (1744—1803) var þeirrar trúar. En nú fer að 'líða að því, að í þessum efnum geti komið visindi í trúar stað. Verður hin forna gríska speki ennþá merkilegri þegar hún er rétt upp tekin, og framhaldið fundið. X. hin á þá leið sem nú segir mætti gera grein fyr- ir því að sál manns sem dáið hefði á jörðu hér, gæti tekið á sig líkama á annari stjörnu. Einsog eg hefi minst á, þá er »anda«-miðillinn i sambandi við mann á öðrum hnetti, þannig að honum finst hann vera orðinn að þessum manni; hann er »hlaðinn« eða magnaður af honum. Pegar þessi magnan af veru annars er komin á nógu liátt stig, getur hin magnandi vera, sambandsveran, framleitt eitthvert líki af sér sjálfri eða ham, líkan ham sér, þarna sem miðillinn er. Vér getum nú hugsað oss, að þessi hæfileiki til að taka við veru annars, láta hlaðast eða magnast af hverri hans lífshræringu, vitaðri og óvitaðri, sé hjá þroskaðri verum en mennirnir eru á jörðu hér, kominn á miklu hærra stig, og að fyrir þesskonar magnan geti framliðnir líkamast á öðrum hnöttum, á fullkomnari hátt en líkamningar hafa orðið á jörðu hér. Undirstaðan undir slíkum tilgátum — og sú undirstaða mun ekki haggast — er uppgötvun þess, að samband við verur á öðrum hnöttum, á þann hátt sem eg hefi getið um, er lífslögmál (a biological law). Og ef til vill mun framtiðin segja, að merkilegra lög- 19 mál hafi aldrei verið uppgötvað. Peir sem halda, að eg sé að fara með einhvern heilaspuna, sem ekki sé óhætt að treysta, munu reka sig á það, fyrr eða síðar, að villan er þeirra megin. XI. Hinir framliðnu sem menn halda aö þeir hafi fengið samband við á miðilfundum, eru ef til vill stundum likamningar á öðrum hnöttum, þannig til komnir sem gefið var í skyn. Væri þá samband- y ið við sál hins framlíðna í eigin líkama. En oft virðist vera um annað að ræða; sambandið sem miðillinn fær, virðist vera við geggjaðan mann á öðruin hnetti, mann sem hefir »paranoia« og held- ur að hann hafi lifað á jörðu hér og dáið, og sé nú í öðru lífi; hinn brjálaði hefir, ef þetta er rétt, fengið meðvitund einhvers sein dáið hefir á jörðu hér; og heldur að hann sé þessi maður. En að vísu væri þó einnig þesskonar sámband sönnun fyrir því, að sál framliðins væri ekki liðin undir lok, þar sem hinn brjálaði maður sem miðillinn verður samvita við, væri geggjaður einmitt af því að hann hefði hlaðist af sál framliðins, og fengið meðvitund hans, og héldi að hann væri þessi fram- liðni. Þesskonar brjálsemi, að menn halda að þeir séu dánir og komnir til annars heims, er einnig til á jörðu hér; það er einsog sambandsástand »anda«miðils væri orðið »krónískt«, langvint. Pað sem rita mætti þeirri skoðun til stuðnings að andar framliðinnar sem menn halda að þeir fái samband við á miðilfundum, séu stundum í raun réttri vitfirringar á öðrum hnetti, væri yfrið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.