Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 7
ÞJOÐOLFUR 131 Verzlun Áinflia Árnasonar Hveríisg’ötu 37, Reykjavík selus allskonar smávörur, yeínaðarvörur, matvörur og allskonar hluti sem betra er að hafa en missa. Bændur ofan úr sveitum fá hvergi betri kaup. Bess vegna verzla þeir þar. naught eða prinsinn af Hohenberg (sonur Franz Ferdinands erkiher- toga) fyrir konung, en Pólverjar (í Austurríki halda fast við skilmála Wilson’s og vilja sameinast hinu pólska ríki. Brezkar fréttir. Frá Ziirich er símað að sjálí- stæði Póllands hafi veríð hátíðlega yfirlýst á mánudaginn var í War- schava, eftir fund með fulltrúum Pólverja, Austurríkismanna og Prússa. — — Bandamenn hafa tekið helming Sýrlands og stefna viðstöðulaust til Aleppo. — — Berlín 18, obt. Austurríki skittist. Wien: í keisaraboðskap í dag er gert ráð fyrir einu keisara- veldi-Austurríki (hin þýzku hér- uð/, keisararíkinu Halicz (þ. e. TJkrajne og Austur-Galizíu) og keisararíkinu Illyríu (suður-slaf- nesku löndin), Pólverjum í Vestur- Galizíu skal frjálst að . sameinast hinu pólska konungsríki. Bíki þessi hafi, sameiginlegan þjóðhöfð- ingja, utanríkismál og hervarnir. Með tilliti til ZJngverjalands er óafgert um Bosníu, Hergegowina og Rwnenahéruðin. Ungverjalandi er ekki hrófiað við. Ætlast til að hinir þýzku hlutar Bœheims teng- ist hinu þýzka Austurríki. Nefndir skulu gera út um landa- mæra-skipun þessara ríkja. Brezbar fréttir 18. obt. Brezltur lier og floti kom í dag til Ostende kl. 12,55 undir forystu Roger Keye vísi-admirals. — Þjóðverfar höfðu þá yfirgefið borg- ina. Bretar hafa tekið Lille, eina hina mestu iðnaðarborg á Norð- ur-Frakklandi. — Þjóðverjar yfir- gáfu borgina óskemda. ----------— Símfregnir í dag frá Þýzkalandi, segja Austurríki-Ungverjaland í upplausn. Er sagt að Vngverja- land, Bœheimur og Króatia krefj- ist fullveldis. — — ITitt og J>etta úr t'itlenclvim blöðum. Skömmu áður en Hertling rík- iskanzlari Þjóðverja lét af völdum, birtist grein sú, er hér fer á eftir, í málgagni jafnaðarmanna á Þýzka- landi — blaðinu „Vomvártz“. Sýn- ir hún Ijósar en nokkuð annað, hvern veg alþýðunni þar í landi var orðið innanbrjósts útaf hern- aðarástandinu, áður en stjórnar- skiftin urðu og stjórnin nýja setti sér það markmið að reyna að komast að friðarskilyrðum, sem væru viðunandi fyrir hina þýzku þjóð. Greinin er rituð laust fyrir síðustu mánaðamót. * * * „Vór verðum nú þegar að herða upp hugann og athuga kringum- stæður vorar, sem vér getum hugsað oss að orðið geti sem nú skal - sagt verða: — Búlgarar slíta sig úr fjórveldasambandinu til þess að semja frið við Bandamenn, A.usturríki-Ungverjaland og Tyrkja- veldi hverfa einnig að þessu ráði með þeim. Þetta þýðir, að vér missurn öll yfirráð yfir þeim hlut- um Póllands og Ukrajne, sem Austurriki hafði á valdi sínu — að þýzka þjóðin stendur ein uppi gegn Frökkum, Bretum, ítölum og Amerikumönnum og öllum þeirra bandamönnum, — að vér berjumst í öngþveiti og eigum ófarirnar vís- ar. Og vér verðum að draga þessa mynd upp skýrari fyrir oss. — Hermenn vorir missa kjarkinn, varnarlínur vorar á Vesturvígstöðv- unum verða rofnar og óvinirnir vaða inn í land vort. Þýzkar borg- ir standa í Ijósum logum, herliðið hörfar undan austur á við ásamt íbúum héraða þeirra, sem það á leið um. Flóttamanna þvagan flæk- ist fyrir hernum á undanhaldinu; fer inn í hverja borg, fyllir hvert hús, lætur fyrirberast undir berum himni, fær yfirvöldunum óviðráð- anleg viðfangsefni í hendur og flytur með sér og sáir útfrá sér armæðu, vonleysi og kjarkleysi. Vistabirgðirnar verða uppétnar, engin kol fást og þar af leiðandi sama og ekkert Ijósmeti, engir sporvagnar renna lengur um göt- urnar og iðnaður allur legst í kaldakol, — fólkið hrynur niður eins og flugur. Æði grípur þá sem eftir lifa og uppreist verður hafin og þá verður og reynt að bæla hana niður með vopnum. — í stað ófriðar utan landamæra vorra, fáum vér innanlandsófrið, skot- grafir verða grafnar þvert yfir strætin, en vólbyssurnar hvæsa inni 1 húsunum og gangstéttirnar verða þaktar dauðum búkum, manna, kvenna og barna. Dauðinn rikir yfir oss. (Nl. næst.) Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Magnús Björnsson. Prentsmiðjan Gutenberg. 20 efni í sérstaka ritgerð; verður hér ekki talið nema sumt af því. Ein af bókum Staintons Mosesar, eins af merk- ustu rithöfundnm öndunga, heitir Spirit teachings, andakenningar; kveðst höfundurinn hafa ritað ósjálfrátt, og að því er hann hyggur, fyrir áhrif anda. Bókin er fróðleg, og þó að ekki megi ætla að það séu beinlinis skoðanir »andanna« sjálfra sem ritaðar eru, þá muu þó ýmislegt vera nær átt, og sumstaðar virðist mega ráða í, til hvers stefnt er með þeirri hugsun sem Moses er i sam- bandi við, og aflagast hefir í meðförunum bjá honum. Segir í riti þessu bls. 243, að það séu til vanstiltir andar sem komi fram á miðilfundum einsog þeir væru hinir látnu ættingjar sem menn koma á fundina til að ná sambandi við; segir svo að flestar sögurnar af framliðnum vinum sem eigi að hafa komið þannig aftur og talað fyrir munn miðils, sé að rekja til áhrifa frá slikum öndum. Eftir því sem mér skilst, er hér síður um glett- ur að ræða af »andanna« háltu, heldur en hitt, að sambandið sé við ruglaða menn, einsog áður var á vikið. í bókinni Raymond eftir Sir Oliver Lodge, er sagt frá athugunum sem skýra þetta betur. Er það haft eftir »Raymond« (bls. 264), að hann sé i stað nokkrum á fimta sviðinu, og komi þar i nokk- urskonar musteri, þar sem inenn eru í ýmislega litu ljósi. Ræðir hér, að því er mér virðist, um ljós- lækningastofnun fyrir vitfirringa. Segir Raymond, að það ljós sem sé notað til andlegra lækninga (actual spiritual healing, þ. e.: til að fá af mönn- um óráðið), sé blátt. Bláa ljósið virtist laða mig 17 verða, að hver maður leitast ósjálfrátt við að seta sinn snúð á alla aðra, einsog »hlaða« þá með sjálf- um sér, eigi einungis hugsunum sínum og tilfiun- ingum, heldur með hverri sinni lífshræringu, vit- aðri og óvitaðri, þó að þessu verði lítt framgengt nema þegar sérstaklega stendur á; ennfremur er það kunnugt orðið — og þar er sú uppgötvun sem meir en nokkur önnur sem gerð hefir verið, mið- ar til að færa út vit mannkynsins — að vér fáum í svefni meðvitund þeirra sem aðrar stjörnur byggja; og loks má nú vita, að andamiðilsambandið er sama eðlis og það samband meðvitundanna sem draumar verða af. Alt þetta sem talið var gerir það skiljanlegt að sál mannsins getur varðveizt þó að líkaminn líði undir lok. Og vér getum jafnvel hugs- að oss, hvernig sá sem dáinn er eða framliðinn, einsog er svo merkilega að orði komist, geti kom- ið fram á annari stjörnu. Er það forn trú, að sál- in, eða sumar sálir, lifi eftir dauða líkamans á ann- ari stjörnu, einsog Platón getur um; segir hann að sál þess manns sem sannleik hefir stundað, fari aftur að byggja þá stjörnu sem henni er skyld (Timaios 42, b náXir elg rijv ovwófxov jiooeinielg oixrjoir (Íötqov). Er þessi kenning merkileg, og ennþá merki- legri vegna þess að Platón vissi ekki að fastastjörn- urnar eru sólir og hafa sér aðrar jarðir að fylgi- hnöttum. Mjög eftirtektarvert er það að Platón tekur fram að stjarnan hafi sama lögmál og sálin sem fram líður þangað, og verður alt þetta oss miklu skiljanlegra nú, er vér vitum að sólkerfin eru mjög mörg önnur en vort, og að eigi einung- is er aðdráttarsamband milli hnattanna, heldur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.