Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 6
130 ÞJOÐOLFUR Sbipafregnir: „Botnia“ kom frá Kaupmannahöfn 19. þ. mán. og með henni allmargir farþegar. Engan póst hafði hún meðferðis. Hún fór aftur héðan til Danmerk- ur þann 24. Fjöldi manna tók sér far. Þar á meðal: Forsætisráð- herra, bankastjórar landsbankans tveir — Magnús Sigurðsson og L. Kaaber, Sig. Sigurðsson lyfsali úr Vestmannaeyjum. Tofte banka- stjóri íslandsbanda, Forberg síma- stjóri, Gísli Óiafsson stöðvarstj., Sveinn Björnsson málafærzlum. og ótal fl. „ Willemoesu kom frá Ameríku 20. þ. mán., með steinoliu, eitt- hvað af benzini og um 10 bifreið- ar. Hafði nokkurn póst meðferðis. Skipið á að fara héðan hringferð austur og kringum land. „Borg“ kom hingað 21. úr Eng- landsferð. Á að fara héðan bráð- lega til Akureyrar. Með „Borg“ fara héðan til Ak. Stgr. lœknir Matthíasson, Arni Þorvaldsson kennari og Lárus Bjarnason kenn- ari. „Borg“ flutti póst frá Eng- landi. „Fredericia“ kom hingað með steinoiíufarm 28. þ. m. „Oullfoss“ og „Lagarfoss“ eru báðir sagðir á förum eða farnir frá New York á leið hiDgað. Höfðu þó tafist eitthvað við það að báð- ar skipshafnirnar höfðu orðið veik- ar nokkra daga af innflúenzu og varð að flytja suma á sjúkrahús, en náðu sér þó brátt aftur sem betur fór. Botnvörpnngnrinn „Njörðnrrt var kafskotinn 18. þ. mán. á leið til Englands. Komust allir skip- verjar heilir til lands, en eftir talsverða hrakninga þó. Var skipið kafskotið á föstudag, en bátarnir náðu ekki landi fyr en á mánu- dag, að þeir komust til lands á írlandi norðanverðu eftir nær þriggja sólarhringa sjóvolk. Botnvörpnngurinn „Víðir“ er nýloga kominn heim úr Englands- för, hafði selt aflann fyrir 5900 st.pd. „íslendingnrinn44 var hepnari en „Njöiður", — slapp heilu og höldnu til Fleetwood um sama leiti og „Njörður* var kafskotinn. Settir bankastjórar við Lands- bankann í fjarveru Magn. Sig- urðssonar og L. Kaabers eru þeir Pétur Magnússon yfirdógisiögm. og Richarð Torfason bankabókári. Spánska veikin eða innflúenz- an kom hingað, bæði með „Wille- moes“ og „Botniu" um daginn og var hleypt í land umyrðalauet. Sömul. höfðu menn verið veikir á „Víðir“ þegar hann kom frá Eng- landi og er ekkert gert til að ein- angra sjúklingana eða á nokkurn hátt stemma stigu fyrir veikinni, þótt sannfrétt sé að hún sé all- mjög að magnast í útlöndum upp á síðkastið og orðið all-mannskæð sumstaðar. — í Kaupmannahöfn hefir kveðið svo ramt að henni að Bögn, að orðið hefir að loka öllum skólum þar, — jafnvel háskólan- um og banna samkomur allar, vegna þess að þar hefir veikin hagað sér eins og skæðasta drep- sótt. Það á eflaust að biða eftir því að hún komi einnig í þeim ham hingað út. Er undarlegt ef heilbrigðiastjórnin hér vil) bíða þess; getur þá orðið helzt til seint að fara að rumska við sér. Bátnr fórst á Skerjafirði við Rvk.; þann 18. þ. mán. Var á heimleið úr beitifjöru. Vita menn eigi hvað valdið hefir slysi þessu. Fjórir menn voru á bátnum og druknuðu allir; eru líkin ófundin enn og hefir þó verið slætt eítir þeim, þareð menn vita nokkurn veginn nákvæmt hvar báturinn hefir farist. Menn þeir sem fórust voru þessir: Þorsteinn Oamalíels- son, formaður á bátnum, kvæntur maður, átti heima á Grímsstaða- holti við Reykjavík (Kvöldroðan- um). Sveinn Jónsson kvæntur líka, var tengdasonur Þorsteins, barn- laus. Þriðji var einnig kvæntur og lét eftir sig 2 ung börn, hét Þor- kell Þorkellsson, fjórði Jóhann að nafni, frá Skildinganasi við Rvk. Að tilhlutnn stjórnarinnar hér, var björgunarskipið „Geir“ sent austur fyrir land með mat- vörur frá Landsverzluninni til syeita þeirra, sem einangraðar eru vegna eldgossins og vatnagangsins úr Mýrdalsjökli. Ennfremur fór skipið með talsvert af tunnum og salti, sem þar vanhagaði sérstak- lega um, (var alveg tunnu- og saltlaust í Vík þegar sláturstíðin átti að byrja); en nú verða bænd- ur þar eystra að drepa niður mik- inn hluta búfjár síns, vegna harð- inda þeirra og af landspjöllum þeim sem af gosinu stafa. Átti að reyna að koma vörum þessum upp á sandana undan Meðallandi eða einhversstaðar þar í nánd, en til þessa hefir það eigi tekist vegna illviðra og brims við sandana. Varð „Geir“ að snúa aftur til Vest- mannaeyja og liggur nú þar (27.) og biður tækifæris ef veður kynni að batna. Loft8k eytastöfti n í Reykjavík hefir nú fengið vissu fyrir því að hún getur náð sambandi bæðí við Skotland og Noreg. Er það gleði- legt að hún reynist öflugri en ráð var fyrir gert í fyrstu. Þarf þá ekki að koma til þess framar, að vér slitnum úr skeytasambandi við umheiminn, þótt sæsíminn bili, eins og nú varð í haust eigi alls fyrir löngu. Fossanefndin hefir beðið um og henni verið skipaður nýr lög- fræðislegur aðstoðarmaður — Ein- ar Arnórsson prófessor. Signrðnr Nordal prófessor er nýlega byrjaður að halda fyrir- lestra í Bárubúð að tilhlutun Hann- esar Árnasonar-sjóðsins. Fyrirlestr- arnir hljóða um „Einlyndi og marglyndi“. Verða þeir eflaust vel sóttir, — aðgangur öllum heimill ókeypis og fyrirlesarinn lærður hið bezta. Slys í ÓlafsTÍk. Þann 17. þ. m. varð einkennilegt siys í Ólafs- vík. Fimm menn voru að setja uppskipunarbát, en veður var hvast og byljótt; gerði snögglega hvirf- ilbyl svo snarpan að báturinn tókst hátt á loft og hvolfdist í loftinu og féil svo niður og urðu þrír mennirnir undir honum. Fengu tveir þeirra svo mikla áverka að þeir dóu nokkru síðar, en einn slapp ómeiddur, hafði lent alveg innundir bátnum. („Vísir"). Lán þan, sem borgarstjóra Reykjavikur hafði verið falið að reyna að útvega í Danmörku handa Reykjavíkurbæ (til hafnargerðar- innar o. fl.), kvað ganga fremur tregt að útvega. Er mælt að Danir séu tregir til að lána oss fé, fyr en útséð sé um hvernig fari um sambandslögin, en þó skal ósagt látið hvað hæft er í því. Ánkafnndar var haldinn á laug- ardaginn 26. þ. mán. í „Eimskipa- félagi Islands“ um lagabreytingu um það að fella brott úr lögum félagsins, ákvæði um takmörkun ágóðaþóknunar framkvæmdarstjóra. Var það samþykt ineð öllum greiddum atkvæðum. Með atkvæði landssjóðs, fór fjármálaráðherra, en fyrir hönd Vestmanna, mættu þeir Ben. Sveinsson bankastjóri og Þórður Sveinsson. Loftskeyti. (Einkaskeyti dagblaðanna í Rvík). Berlín 16. okt. íbúar borga og bæja á Flandri flýja hópum saman og jafnvel í þúsundum austur á bóginn, aðal- lega undan skothríð Bandamanna. á borgirnar, horfir til stór-vand- ræða fyrir fólki þessu, vegna bjarg- arskorts og aðbúnaðar alls á blaut- um og ófærum vegum. — — — Sambandsráðið þýzka samþykti árdegis i gær lagafrumvarp til breytingar á 11. gr. stjórnskipu- laga ríkisms. Er sú breyting á gerð, að tíl þess að segja öðru ríki stríð á hendur í nafni ríkis- ins þarf nú samþykki sambands- ráðsins og ríkisþingsins, nema því aðeins að ráðist sé að fyrra bragði á landið og strendur þess. Enn- fremur skulu friðarsamningar og aðrir samningar við erlend ríki því aðeins gildir, að samþykki sambandsráðs og ríkisþings komi til, svo að fulltrúar þjóðarinnar hafi fulla ílilutun trygða sér, er um strið eða frið er að ræða. Borgarstjórnin í Danzig hefir snúið sér til ríkiskanzlarans og stjórnarvaldanna þýzku og krafist þess að verða eigi lagðir til hins pólska ríkis, sem Wilson forseti vill stofna. Heimta borgarbúar að þessi gamla Hansaborg fái að vera þýzk áfram, því að alla sína ment- un og menningu eigi þeir Þjóð- verjum að þakka og séu þeir ram- þýzkir. Krefjast þeir sjálfs-ákvörð- unarréttar um stjórnarfarsleg ör- lög sín. London 16. okt. Her Alberts konungs sækir djarf- lega fram. Bretar hafa tekið Menín; eru nú 12 enskar mílur frá Bríissel. Hafa Þjóðverjar mist á 2 dögum 12.000 fanga og yfir 100 fallbyss- ur. Manntjón þeirra gífurlegt, und- ankoma ill og járnbrautir og far- angur undirorpinn eldi og eimyrju. Frakkar sækja á hjá Lille að út- hverfum Habourdin, bjá Laon og víðar, tóku í gær 1200 fanga. Berlín 16, okt. Frá Amserdam: Búist við hing- að 100 000 flóttamönnum úr Belgíu. Berlín 17. okt. _ — — Posen: Öll þýzk félög í Posen mótmæla því að samein- ast hinu fyrirhugaða pólska ríki Wilson’s, — segja yfir 800.000 þýzkra manna í hinu aldagamla þýzka héraði með þýzka menn- ingu. Wien: Eftir því sem „Berliner Tageblatt“ segir, virðist bráðum endi bundinn á innanríkisdeilumál og örðugleika í Austurríki-Ung- verjalandi. Rætt um að stofna 4 ríki, eitt jþýzkt-austurrískt, ann- að tjekkiskt, þriðja illyriskt og hið fjórða úkrajnskt sambands- ríki — svo framarlega sem stjórn- in í Washington felst á þessa lausn þjóðernaskiftinganna í Aust- urríki-Ungverjalandi. Bresskar fréttir 17. okt. Hersveitir Belga, Breta og Frakka halda áfram áhlaupasókn undir forystu Alberts Belga-konungs, milli Dixmuiden og Lys, þrátt fyrir storm og ill veður. Er sókn samherja þessara hin frækilegasta á 50 km. svæði, hafa þar sótt fram að meðaltali 6 lcm. Belgar hafa farið yfir Yser-fljót norðan við Dixmuiden og tekið Schoorbea, en Bretar hafa farið yfir Lys, framhjá Menin nokkra km. Bélgar tekið Thorout, — Frakkar Li- cherverde og Ardoye, en Bretar Menin að því er nýjustu fregnir segja og eru þeir komnir inn íx Courtrai. Alls tekin liðlega 20 þorp. Á þrem dógum hefir 2. her Breta tekið 4000 fanga og yfir 150 fallbyssur og sótt fram 8 mílur. Þjóðverjar hörfa undan til Lille og 5. her Breta er á hælum þeim, sumstaðar aðeins 3 mílur frá borginni.---------Fregnir um uppgjöf Þjóðverja og valda-afsal Þýzkalandskeisara, sem brezkar fréttir höfðu birt í gær, bornar til baka í dag, — enginn fótur fyrir þeim. Farís 17. okt. ------Sókn Bandamanna í Ser- bíu miðar áfram. Serbaher er kominn 21 km. norður fyrir Nish. — — Frakknesk blöð staðfesta fregnirnar um upplausn Austur- rikis, eða skifting þess. — Króat- ar krefjast skilnaðar. Meiri hluti Tjekka vill verða konungsriki, vilja fá annað hvort hertogann af Con-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.