Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 197 hluta hennar er Búlgarar hafa nú úr hörfað. Tóku þeir í hinum frækilegustu orustum Prizrend og Mitrowitza og Frakkar tóku fjölda fanga. Náðu t>eir þar nokkrum sjúkrahúsum með fjölda af sjúk- um og særðum mönnum. Meðal þeirra var hinn austurrízki land- stjóri í Albaníu. Auk þess mikið annað herfang og járnbrautir. Svar "Wilsoiti’s viö svari t*j óðverja. Lansing utanríkisráðherra af- henti í dag sendiherra Svissa svar Wilson’s til Þýzkalands, er það á þessa leið: nMeð skírskotun til þess að nú- verandi stjórn Þýzkalands hafi al- gerlega með stórum meirihluta hins þýzka ríkisþings, fallist á þau skilyrði, er forseti Bandaríkjanna í Vesturheimi hefir sett fram í þingræðu sinni 8. jan. 1918 og í seinni tilkynningum, telur for- setinn rétt að lýsa yflr skýrt og afdráttarlaust ákvörðun sinni í tilliti til yfirlýsingar þýzku stjórn- arinnar 8. og 12. okt. 1918. Það skal skýrt tekið fram, að brotthvarf úr herteknum löndum og skilyrði fyrir vopnahléi eru málefni, sem verður að leggjast undir álit og yfirsýn hernaðarráðunauta Banda- ríkjanna og stjórna Bandamanna og forsetinn telur skyldu sína að iýsa því yflr, að stjórn Bandaríkjanna getur eigi fallist á neinar ráðstaf- anir, sem eigi tryggja algerlega og svo öllum líki vel, varúðarráð- stafanir og öryggi fyrir því, að núverandi hernaðaryfirtök Banda- ríkjahers og Bandamanna á víg- stöðvunum haldist að fullu. Hann er sannfærður um að stjórnir Bandamanna líti einnig svo á og fallist á þetta. Ennfrem- ur telur forsetinn skyldu sína, að bæta því við, að hvorki stjórn Bandaríkjanna né hann er viss um, að stjórnir bandamanna sinna muni taka vopnahlé í mál með- an vopnaður þýzkur m her beitir ólöglegri og ómannúðlegri fram- komu. Samtímis því sem stjórn Þjóðverja stingur upp á friði við stjórn Bandaríkjanna, eru kafbát- ar þeirra að verki að sökkva far- þegaskipum í hafl og eigi aðeins skipunum einum, heldur og bát- um þeim, er farþegar og skips- höfn reyna að bjargast á. Og á undanhaldi því, er þeir eru til- neyddir á Flandri og Frakklandi, fara þeir yflr með báli og brandi, sem altaf heflr verið talið beint brot á hernaðarreglum siðaðra þjóða. Bæjir og þorp eru ekki aðeins í eyði lögð, heldur eru þau rænd því er eigi verður við jörðu jafnað og íbúarnir jafnvel fluttir úr þeim. Ekki þarf að búast við því, að þjóðir þær, er sameinað- ar eru gegn Þjóðverjum, geti fall- ist á vopnahlé, meðan ómannúð- legu ráni og eyðingu fer fram. Það verður skýrt að taka fram, til þess að koma í veg fyrir all- an misskilning, að forsetinn vill mjög alvarlega benda þýzku stjórn- inni á orðalag og skýra meiningu eins af friðarskilyrðum þeim, er hún hefir nú fallist á. En það er að þeir (Þjóðverjar) leggi niður sérhvert hervald, er út af fyrir sig, leynilega og að þeirra eigin geðþótta hróflar við heimsfriðin- um, og sé það eigi þegar lagt niður eða eyðilagt, þá sé það að minsta kosti gert óskaðvænt. Slíkt er vald það, er til þessa hefir stjórnað hinni þýzku þjóð. Það er þýzka þjóðin, sem hefir vald til að breyta þessu. Orð þau er hér eru höfð eftir forsetanum, eru eðlilegt skilyrði, er fullnægja verð- ur á undan friði, ef friðarsamn- ingar eiga að takast fyrir tilstilli þýzku þjóðarinnar. Forsetinn telur skyldu sína að lýsa því yfir, að eftir hans dómi, eru friðarsamningar komnir undir þvi, að ákveðin og fullnægjandi trygging sé gefin í þessu efni. Það er óhjákvæmilegt að stjórnir þær, sem eru í bandalagi gegn Þjóð- verjum, viti til hlýtar, við hvern þær eru að eiga. Forsetinn mun senda hinni konunglegu og keisaralegu stjórn Austurríkis og Ungverjalands sér- stakt svar*. París 15. okt. Frá Berne er símað: Blaðið #Arbeiter Zeitung* í Wien gerir á ný upplausn Austurríkis að um- talsefni. Blaðið segir að það muni reynast tálvonir að hinir ýmsu þjóðflokkar í Austurríki láti vilj- andi sameinast 1 eina ríkisheild á ný. Þjóðflokkarnir séu orðnir sér þess fyllilega meðvitandi, að þeir yilji ekkert annað en fullkomið sjálfstæði. Austurríki verði ekki borið saman við Þýzkaland. Þar sé það aðeins stjórnarfyrirkomu- lagið sem að sé fundið. Líkurnar fyrir því að það geti haldið áfram að vera sameinað, séu hverfandi, vegna þess að meiri hlutinn sé því mótfallinn. Brezkar fréttir 16. okt. — — — ítalir hafa tekið Durazzo í Albaníu 15. okt. með mörgum föngum og miklu her- fangi. Austar hafa þeir sótt fram til E1 Bassan og írana og átt í höggi við bakverði óvinanna hjá Craba.---------Washington skeyti segir að Bandaríkjastjórn muni halda áfram að senda austur um haf 250.000 hermenn vel búna að vopnum og vistum á mánuði hverjum. Parls 16. okt. — — Frönsk blöð herma þá fregn frá Sviss, að fullkomin upp- reisn sé í Prag í Bœheimi. Var það í fyrstu allsherjarverkfall, er ýms félög hófu fyrir hvöt frá sam- kundu Tschekko-Slóvaka, er mót- mælti útflutningi matvæla úr Bæ- heimi, en varð úr allsherjar upp- reisn. Lögreglan skarst þegar í leikinn, en kom engu tauti við uppreistarmenn og var þá herlið tilkvatt. Eru þvergirðingar settar um götur og vopnaðir hermenn á vörð með vélbyssur og hand- sprengjur. — — — Uppreistnin nær til fleiri bæja og mun það undir búa, að Tschekko-Slóvakar vilja vera sjálfstæðir einsog Pól- verjum er heitið í Austur-Prúss- landi. vmiísliil verða á blaðinu eru menn vinsamlegast beðnir að gera aðvart um það á afgreiðsl- unni í Ilafnarstræti 16 £ Reykjavíb. 16 tion by telepathy; 19. century and after, sept. 1918. Segir þar s. 510 frá því hversu ungfrú M. fær snöggvast handarverk og verður handlama, og hefir jafnframt þessu mjög eindregið hugboð um að kunningi hennar sem var í hernum hafi særst. En daginn eftir kemur bréf frá þessum kunningja hennar þar sem getið er um að hann hafi særst líkt og tilkenning sú sem hún hafði fengið i hend- ina sagði til um. Þetta var ekki nema snöggvast sem miss. M. fann til og varð handlama; en þó er það, ásamt athugunum á svöfðum, sem finna til ef svafnirinn er klipinn eða brendur, vel lagað til að skýra hvernig staðið gæti á »hysteriskum« lömunum og þjáningum. Á þýzku mætti segja: Sowohl Hysterie als Paranoia sind Induktions- krankheiten; die Paranoia eine Induktionspsykose, die Hysterie eine Induktionsnevrose. IX. Sumir sem eg hefi átt tal við um þessi efni, hafa verið hræddir um, að trúnni á framhald lífsins væri mjög alvarleg hætta búin af því að setja fyr- irburði, sem margir hyggja stafa frá andaheimi, í samband við íbúa annara hnatta. En þetta mun reynast mjög á hinn veginn. Ekkert greiðir eins fyrir skilningi i þessum efn- um og uppgötvun þess sem eg nefni bio-induktion. Með tilraunum, sem menn höfðu þós ekki látið vitkast af einsog mátti, hefir verið sýnt að það má einsog hleypa sál eins manns á annan, eða réttara sagt, »inducera« sál eins manns í öðrum; af þess- konar tilraunum og öðrum athugunum má oss ljóst Dr. Hilgi Pjeturss: Hið mikla samband. 13 veljast saman þannig t. a. m., að á sumum fund- um verði með miðlinum einungis grasafræðingar eða læknar eða stjörnufræðingar, dýrafræðingar, verkfræðingar, námufræðingar, jarðfræðingar o. s. frv. Þá munu menn breyta til um þetta ýmsu vegu og blanda, t. a. m. þannig, að fundarmenn verði sumir námufræðingar en sumir jarðfræðingar ef menn vilja ná sambandi við þá í »andaheiminum« (eða réttara sagt: lífheimi annara hnatta) sem frætt gætu um eitthvað sem til gagns gæti orðið við leit eftir nytsömum efnum. Og til þess að sýna að slikt gæti orðið til nokkurs, má hér minna á, að 18 ár- um áður en stjörnufræðingar á jörðu hér vissu af Mars-tunglunum, hafði »andi«, þ. e. maður sem heima átti á annari jörð, fyrir munn miðils, sagt enskum herforingja frá tunglum þessum. Vér fá- um að vita, þar sem af þessu segir, að herforingi þessi hafi lagt stund á stjörnufræði; og þekking á lögmáli því fyrir miðilsambandi, sem áður var minst á, hefði komið oss til að gera ráð fyrir slíku, jafnvel þó að þessa hefði ekki verið getið. VIII. Menn munu, þegar þeir þekkja þau lögmál sem koma til greina, gefa nákvæmar gætur að því hvernig sambönd þeir fá sjálfir eftir miðilsamkom- ur, eða með öðrum orðum hvernig svefnvitund þeirra verður, hvað þá dreymir. Munu menn, þeg- ar vel vegnar, geta fengið vitsamband við mjög merkilegar verur á öðrum hnöttum. Menn hafa kallað slíkt »astral travelling«, ferðir á stjörnusvið- inu, og er nafnið mun réttara en sú þýðing sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.