Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 4
128 ÞJOÐOLFUR owywyzt c Gosdrykk]a og aldinsafagerðin ,SANITAS‘ í Reykjavík mælir með vörum sinum. Notar að eins ný aldini og beztu efni. Alt vatn er dauðhreinsað og jafnan gætt hins mesta hreinlætis í hvívetna. Guðm. Björnson, landlæknir, er eftirlitsmaður. Spyrjist fyrir um verð og biðjið um sýnishorn. Skrítlur. Dönsk fregn frá íslandi. f nýkomnu dönsku blaði, „Fyns Venstreblad", er birtur útdráttur úr bréfl, sem sagt er, að einum af lesendum blaðsins hafl borist frá Laugabili á íslandi, Norðvest- urlandinu. Er þar sagt frá því, m. a., að Kaldator, héraðslæknir i Armula við ísafjörð hafl geflð út 'fjölda fallegra tónsmíða. Síðan stendur: „Ekkja Sigurðar Jónssonar á Laugabili gefur út í haust kvæða- safn eftir sig, og heflr það hlotið mikið lof höfuðskálda íslands — m. a. fyrv. ráðherra Hannesar Hafsteins. Skáldskaparlöngun Guðmundar Guðmundssonar virðist hafa mink- að síðan rithöfundurinn tók að sér ritstjórn blaðsins „Vísir" í Reykja- vík.“ Skrifstofa og afgreitsla þjððötfs er í Hafnarstræti 16 (niðri). Op- in virka daga kl. 1—4 e. h. Par er anglýsingum veitt móttaka og þangað eru menn beðnir að snúa sér með alt sem blaðið áhrærir. keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) í Voruhúsinu. Vatnsaflið vinnur fyrir Sími 404. bændur landsins. Símnefni: Álafoss. Klæðaverksmiðj an „Álafoss" hefir þá ánægju að geta tilkynt sínum heiðruðu viðskiftaviuum, að hún heldur áfram að vinna í fullurn gangl, og getur tekið á móti afskaplega miklu af ull til vinnu í lopa, plötu og band, fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst unnin hér á landi. Bændur! Það borgar sig eigi að nota handaflið til að kemba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með því. Allar upplýsingar viðvíkjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðs- mönnum vorum. Sendið því ull yðar strax til Afgreiðslu verltsrnlðjuimar á Laugaveg 34, Reykjavík. Klæðaverksmiðjan ,Álafoss‘, Rvík. m Arni Eiríksson Saumavélar með hraðhjóli og verksmiðju- ábyrgð til 10 ára. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir, I’votta- og lireinlætisvörur, beztar og ódýrastar, Sænskir Primusar, primushansar og nálar. 14 í það hefir verið lögð, þvi að »astral-plan«, stjörnu- sviðið, þýðir ekki í dulfræðum lífheim annara hnatta. Hafa menn haldið, og halda að þeir »fari úr líkamanum« sem þeir kalla og væru þó á ferð á öðrum tilverusviðum. (»Astralplan« samsvarar að miklu leyti því sem Swedenborg kallaði anda- heim, mundus spirituum). En það sem menn hafa haldið sína eigin sál, er hafi yfirgefið líkamann og sé á ferð í andaheimin- um, er í raun réttri annar maður, sem aðra stjörnu byggir, og menn verða samvita við í svefni þannig að þeim finst þeir sjálfir vera þessi annar maður; fer þeim líkt og hinum svafða, sem segir: því er verið að láta salt upp r mig, þó að það sé alls ekki hans tunga sem salt kemur á, heldur tunga svafnisins; hinn svafði er orðinn samvita eða sam- sála öðrum manni. Það er engin furða þó að mönn- um verði ógreitt að átta sig á þessu, meðan þeir á- stunda ekki að læra að athuga slíkt sjálfir. En þegar menn hafa áttað sig á þessu, þegar þeim er orðið ljóst að það á sér stað sem eg nefni bioinduktion, að einn líkami geiur magnast af annars sál, svo að þeir verða samsála, sama »jegið« í báðum, þá munu þeir sjá, hvernig vísindunum opnast svæði sem menn hafa haldið að engum vísindum yrði yfir komið. Mun hver uppgötvunin reka aðra, og hver annari þýðingarmeiri fyrir inannlífið, þegar komið er á þessa leið. Eitt af því sem menn verða þá fljótir að skilja er það, hvers eðlis er sú tegund af vitveiki sem kölluð er paranoia. ímyndanir hins ruglaða eru nokkurskonar draumar, sem einsog allir draumar, stafa af sálufélagi við annan mann. 15 Það er nokkurskonar paranoia þegar hinn svafði finnur saltbragð ef salt er látið á tungu annars manns. Og líkt er það með ímyndanir hins vitveika, hann heldur að hann heyri og sjái það sem einhver annar sér og heyrir í raun og veru; og þegar vitveikin kemst á hæsta stig, heldur maðurinn að hann sé þessi annar. Því miður hefir vitveikralækna ekki grun- að hversu merkilegt rannsóknarefni þeir höfðu til meðferðar; hafa þeir, sakir þess hve sálufræðin hefir búið illa í hendurnar á þeim, verið iækna ófróðastir á sínu sviði. En nú mun þetta fara að lagast. Mun þess ekki iangt að bíða að byrjað verði að færa sér í nyt þær athuganir sem eg hefi gert og fleiri munu nú verða til að gera. Og sambandsfræðin eða magnanarfræðin, mun líka kenna lækningarað- ferðina. Þörfin á framförum í þessum efnum er mikil, því að brjálsemi, einmitt sú tegundin sem paranoia er kölluð, mun aldrei hafa orðið jafn al- geng á jörðu hér og á þessum tímum. Önnur veiki sem verður auðskilið hvers eðlis er, þegar menn vilja nota sér uppgötvanir þær sem hér ræðir um, er hysterían, móðursýkin, sem svo er mjög rangnefnd. Veiki þessi byrjar oft þannig, að manninn dreymir að hann verði fyrir áverka eða slasi sig; og svo haldast verkirnir þegar hann vaknar, þó að ekki verði séð að neitt sé að likam- anum. Skýringin er sú, að maðurinn fær þátt í veru einhvers sem er veikur eða meiddur, verður honum samsála; þjáningar hins »hysteriska« eru »induceraðir« af þjáningum einhvers annars. Fröðleg athugun þessu til upplýsingar er i rit- gerð eftir Máry Monteith, sem heitir Communica-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.