Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 1
65. árgangnr. Reykjavík, raiðvikndag 30. okt. 1918. 31.—32. tbl. ÞJÓÐÓLPUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðsl- an er í Hafnarstræti 16 (níðri). Opin kl. 1—4. SambanðslSgin. Málfnndnr í Kanpraannaköfn. Skömmu eftir a5 sambandslög- in volu afgreidd frá Alþingi, eða 14. sept. síðastl., var málfundur háður um frumvarpið í Stúdenta- félaginu (Studenterforeningen) í Kaupmannahöfn, og var málshefj- andi J. C. Ghristensen, þjóðþing- ismaður og sambandslaganefndar- maður. Dönsk blöð nýkomin segja all- ítarlega frá fundi þessum, og mun- um vér birta ágrip af framsögu- ræðunni og umræðunum, eftir þvi sem blöðin segja frá. Tökum vér þá fyrst Ágrip af ræðu J. C. Cristensens. Hinn 22. marz 1848 kom seudi- nefndin frá Slésvík og Holtseta- landi til Kaupmannahafnar. Það var sama dag sem nýja ráðuneyt- ið hafði verið myndað. Sendinefnd- inni var illa tekið, og hún þorði ekki að vera á ferli á almanna- færi. Hún var í miðdegisverði hjá Adam Moltke, en þar var þá einn- ig Orla Lehmann. Var þar rætt um, hvort hægt væri að finna lausn á þjóðernismáíunum, og með- al annars var einnig nefnd skift- ing Slésvíkur eftir tungumálatak- mörkum. Seinna um kvöldið var farið til Mohrads og þessi úrlausn nefnd við hann, en svar hans var: Ef til vill má enda á henni, en ekki byrja. Þegar sendinefndin var farin heim og uppreisnin var hafln, hjaðnaði þessi spurning auðvitað af þeirra manna hálfu, og hér fékk hún engan byr. Af okkar hálfu var viðkvæðið: Það má ekki verða. Frjálslyndu mennirnir í marzráðuneytinu höfðu nokkurn hug á skiftingu, en þeir gátu ekki fengið neinn stuðning og gengu því úr ráðuneytinu. Á næstu ár- um kom þessi hugsun við og við til umræðu, án þess að henni yk- ist fylgi til muna, og á Lundúna- fundinum 1864 fórum við með síðasta möguleikann. Ólánið, sem Slésvík varð fyrir, á að kenna okkur, að við eigum ekki eingöngu að heimta þjóðern- isrétt okkar, heldur eigum við líka að veita réttinn. Það eigum við einnig að gera þegar ísland á í hlut. Hér í Danmörku er þekking á íslandi af skornum skamti. Það er sáralítið sem við lærum um Það í skólunum okkar. Okkur er kent, að það sé stór ey, sem liggi hinum megin á hnatthvelinu, og að vegalengdin þangað sé 300 danskar mílur. Jafnvel fornnorræn- an, sem námsmenn læra í lítið eitt, eykur ekki stórum þekkingu á íslenzku þjóðinni. Það er lítil þjóð, en hún kennir sín. Og þrátt fyrir alt mótlæti, sem hún heflr orðið fyrir, og allar þær hörmungar náttúrunnar, er dunið hafa yfir landið, hefir hana altaf langað til að koma fram sem sérstök þjóð. En það höfum við ekki skilið vel hér í Danmörku. Á dögum Friðriks sjötta, þegar ráðgjafarþing- in voru stofnuð, var talið, að ís- land gæti látið sér nægja tvo full- trúa. Á dögum Kristjáns áttunda var farið feti lengra með því að stofna íslenzka lögþingið, og þegar við fengum frjálsa stjórnarskrá 1848, var þeim heitið sérstakri samkomu til þess að fara með ís- lenzku málin. íslenzka lögþingið kom saman 1851 undir forustu Jóns Sigurðs- sonar; en það heimtaði viðtækari rétt. Það vildi,' að ísland væri í sambandi við Danmörku um kon- ung og konungsætt. Um annað, sem sameiginlegt væri með þjóð- unum, mætti semja. En úr þeim samningum varð ekki. þrátt fyrir ítrekaðar kröfur af hálfu íslands. í lok sjöunda tugs aldarinnar var sett fimm manna nefnd, Bjerring, Nutzhorn, Tscherning, Steffensen og Jón Sigurðsson. Ed þessi nefnd gat ekki orðið á eitt sátt. Hún klofnaði meira að segja í þrjá hluta, og einn hlutinn var Jón Sigurðsson. Hann hélt því fram, að ísland ætti mikið fé inni hjá Danmörku. Hann hafði reiknað það nákvæmlegn, að tap það, er ísland hafði orðið fyrir af verzl- unareinokuninni o. fl., næmi um 119 þús. ríkisdölum, og hann krafðist borgunar á upphæð, er þetta væri renta af, þ. e. a. s. um þrjár miijónir. Bjerring og Steffen- sen stungu upp á nál. J.2 þús. kr. árstillagi, og Bjerring og Nutz- horn vildu fara nokkru hærra, og samkvæmt því, er hinir síðarnefndu lögðu til, voru síðan gerðar tillög- ur til ráðuneytisins. Stjórnarskrárfrumvarp var sam- ið, og var því í rauninni vel tekið á íslandi, en íslendingar heimtuðu sérstaka ráðherra, er búsettir væru á íslandi. Finsen, stiftamtmaður, réð til þess að verða við þessari kröfu. En þegar frumvarpið um fjármálalausnina var lagt fyrir danska * rikisþingið, snerust „nat- ionallíberalir" öndverðir gegn því, og auk þess heimtuðu þeir, að ís- landsráðherra skyldi eiga heima í Kaupmannahöfn. Þetta vakti gremju á íslandi og varð til þess, að hert var á kröf- unum, og síðan strönduðu samn- ingarnir, án þess að nokkuð hefð- ist upp úr þeim fyr en 1871, en þá voru samþykt lög um lausn á skuldaskiftunum. Þau voru á þá leið, að Danmörk skyldi greiða ís- landi 60 þús. kr. á ári og auk þess 40 þús. kr. á ári í 10 ár, en það aukatillag skyldi færa niður nm 2 þús. kr. á ári, unz það félli niður. íslendingar hafa aldrei verið ánægðir með þau lög. Stjórnskipunarmálinu var ráðið til lykta 1874, er konungur gaf út stjórnarskrá og fór sjálfur með hana til íslands. íslendingar tóku honum vel og kölluðu hann Krist- ján góða. Þeir sefuðust nokkuð við þetta og hægðu á sér, en lieimt- uðu þó áfram sinn eiginn ráð- herra. Það var annars ekki ástæðu- laust, því að Nellemann, dóms- málaráðherra, sem var líka ráð- herra íslands neitaði staðfestingar á lagaákvæðum, er svo voru vaxin, að þau vörðuðu eingöngu sérmál íslands. T. d. neitaði hann um staðfestingu ákvæðis um að byggja brú, sem íslendingar áttu meira að segja að borga sjálfir. Þá er stjórnarfarsbreytingin var komin á hér, var loks látið að ósk íslendinga um sérstakan ráðherra. 1904 var skipaður sérstakur ís- lenzkur ráðherra, er búsettur skyldi vera á íslandi og fara með um- boðsvald. íslendingar voru þó ekki með öllu ánægðir. Skærur héldu sífelt áfram, og í þingmannaför íslend- inga til Danmerkur 1906 kröfðust þeir þess, að í stað laganna frá 1871 kæmu sambandslög, er í fælist breyting á heiti kónungs og hagkvæmari úrlausn íslendingum á skuldaskiftamálinu. Nefnd var skipuð, sem átti fundi með sér 1908—9, og reyndu ís- lendingar þar að rökstyðja kröfur sínar lögfræðilega. Það var gert á þann hátt, að úr varð lögstirfni, t. d. er þeir rökstuddu kröfu sína um að vera sjálfstæð Þjóð með því að skírskota til þess, að þeir hefðu fyrir mörgurn öldum sjálfir kosið að játast undir vernd Nor- egskonungs. Það hefir verið ólán íslands frá fornu fari, að það hafði löggjafar- og dómsvald, en ekkert fram- kvæmdarvald. Þess vegna leituðu þeir verndar hjá Noregskonungi. Og nú vitnuðu þeir til þess, að þeir höfðu verið í persónusam- bandi við Noreg, og þar að auki til þess, að með verzlunareinokun- inni hefði þeim verið óréttur ger. Knútur Berlín, prófessor, greiddi ágætlega úr fyrri spurningunni, en Arup, prófessor, skýrði hina síð- arnefndu. Dönsku nefndarmennirnir, en í nefndinni voru fulltrúar allra flokka, tjáðu sig fúsa á að viðurkenna kröfu íslendinga um þjóðarsjálf- stæði. Þeir vildu ekki troða upp á þá neinni yfirdrotnun af Dana hendi, og frumvarp, er samið var, hlaut atkvæði allra Dana og sex íslendinga. Það var ekki nema einn íslendingur, sem greiddi at- kvæði á móti. En frumvarpið var felt á íslandi, meðfram af pólitisk- um ástæðum. íslendingum hafði sem sé komið til hugar að steypa Hannesi Hafstein af ráðherrastóli. En þetta vakti gremju mikla í Danmörku, og því var í sumar, þegar talað var um að kjósa nefnd til þess að reyna nýja samninga, mjög dregið í efa, hvort það væri til nokkurs. Ræðumaður var með- al þeirra, er voru í vafa í þessu efni, og lét það þá í Ijós í ríkis- þinginu. Hann óttaðist, að íslend- ingar mundu halda áfram lög- stirfninni. Þeim hafði verið heim- ilað að nota íslenzka fánann heima í landinu. Nú vildu þeir líka eiga rétt á því að nota hann utan þessara takmarka. Deilt var og um botnvörpungasektirnar. Þeim áttu þeir að skifta milli sín og Ðanmerkur, um það var samn- ingur, en þeir kollvörpuðu samn- ingnum og hírtu sjálfir allar sekt- irnar. Lögstirfnin stafar ef til vill af því, að íslendingar eru kyrlát þjóð, sem hefir ekki orku til þess að fylgja fram réttinum. En það felst ef til vill einnig í skapgerð þjóð- arinnar, og þetta hefir þróast smám sarnan. íslenzku sögurnar segja frá lagadeilum, og þegar kristna átti ísland, var það samþykt á þingi, að alla skyldi skíra. í meira en þúsund ár hefir þessi þjóð sjálf sett sér lög og tekið þátt í fram- kvæmd þeirra, og af þessu er hætt við, að lítil þjóð lendi í lögstirfni. í byrjun voru einnig horfur á því, þegar samningar hófust á ís- landi í sumar, að þeir mundu reynast sannspáir, sem efuðust um árangur. íslendingar byrjuðu á því að gera kröfur. En loksins var farið að semja, og síðan urðu menn ásáttir um sambandslaga- frumvarp, er ákveður, að ísland sé frjálst og sjálfstætt ríki, í sam- bandi við Danmörku um konung og konungsætt. Enn fremur er ákveðið, að Danir skuli njóta sama réttar á íslandi og sem íslend- ingar njóta sjálfir, og gagnkvæmt. Það er gagnkvæmur fæðingjarétt- ur. Og loks skulu báðar þjóðirnar einnig njóta sama réttar um skip- in. Mótspyrna var nokkur gegn þessu af hálfu íslendinga; en þeir féllust á það. Danska utanríkisráðuneytið á að fara með utanríkismálin, en í ráðu- neytinu á að vera íslenzkur trún- aðarmaður. Þar sem engir danskir ræðismenn eru, getur ísland fengið skipaða ræðismenn fyrir sig, gegn því að greiða sjálfir kostnaðínn. íslendingar geta einnig öðlast rétt til þess að senda menn úr landi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.