Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 2
126 ÞJÓÐOLFUR til þess að semja við önnur ríki, ef utanríkisráðherrann er látinn vita um samningana. Það hefir komið í ljós nú á stríðstímunum, að nauðsynlegt var, að íslendingar semdu sjálfir við England, og við megum þakka fyrir, að þeir hafa gert það. Myntin á að vera sameiginleg, og danskir fiskimenn mega fiska við ísland án þess að þurfa að eiga þar heima. Hæstiréttur helzt óbreyttur þangað til þeir vilja sjálfir stofna hæstarétt. Lagt er til, að gera megi á öðrum sviðum, eins og áður, samninga milli land- anna, og leks var samþykt að skipa 6 manna nefnd, 3 af hvoru landi, til þess að semja um ósam- hljóða atriði og til þess að stuðla að því að lögin verði svo sam- kynja sem unt er. Skuldaskiftamálið hverfur nú úr sögunni, svo að íslendingar hafa enga fjárkröfu á Danmörku, og forgangsréttur íslenzkra stúdenta við háskólann fellur niður. Hins vegar á að stofna tvo sjóði til þess að efla andlegt samband milli landanna. Og loks var samþykt, að sam- bandslögin skyldi endurskoða 1940. Jafnframt verður örðugt að fella þau úr gildi. Það er ekki hægt nema með þjóðaratkvæði, og verða ®/4 kjósenda að greiða atkvæði og 3/4 greiddra atkvæða að vera með samningsslitum. íslendingar voru fúsir á að fall- ast á þetta síðasttalda. Og með því er þetta orðinn samningur, gerður af frjálsum vilja, samning- ur, sem gerir ráð fyrir því, að hvor þjóð skoði hina sjálfstæða þjóð. Þegár íslendingar sjá það, að Danir líta svo á þá, munu þeir áreiðanlega fara að líta öðruvísi á málið, en þeir hafa gert til þessa. Svo á það líka að vera, og von- andi verður málinu styrkur í því, að setja á stofn danska skrifstofu á íslandi. Nú er það sagt að við höfum látið undan í ölium atriðum, og satt er það, að við höfum látið undan í mikilsverðum atriðum, en það var þar, sem íslendingar höfðu á réttu að standa, og sé hér um glappaskot að ræða, þá er það það, að það hefir ekki verið gert fyrir 60 árum. Eg tel ekki, að af samningnum þurfi að leiða breyting á stjórn- skipunarlögum okkar. Fæðingja- réttur er veittur með almennum lögum, bæði einstökum mönnum og hópi manna án þess að nöfn séu nefnd. Fremur væri það ákvæð- ið um konunginn, sem gæti gert grundvallarlagabreytingu nauðsyn- lega. En í dönsku konungsættinni eru svo margir karlmenn, að ekki eru neinar líkur til þess, að kon- ungskosning fari fram á næstu 100 árum. Eg mæli fram með samningn- um við alla Dani og ekki sízt æskulýðinn. Eg geri það ekki ein- göngu vegna Danmerkur og ís- lands, heidur og vegna allra Norð- úrlanda, af því að samningurinn kemur að notum norrænni sam- vinnu. Við sáum dæmi þess á dög- unum á norræna milliþingafund- inum. Þar stóð upp norski stór- þingisforsetinn, Movrinkel, og flutti ræðu fyrir norrænu þjóðunum fjór- um, Dönum, Svíum, Norðmönnum og íslendingum, og hann árnaði Danmörku heilla út af því, að henni hefði tekist að jafna deilu- málið við ísland. Skemtilegast væri það og okkur til mestrar sæmdar, ef við segð- um já og segðum það í samein- ingu. Bldg-osid. Eins og áður var getið um í þessu blaði, gerði stjórnarráðið ráðstafanir til þess að hraðboði yrði sendur austan úr Hornafirði vestur að eldstöðvunum, til þess að fá fregnir úr héruðum þeim sem mest hætta vofði yfir og frétta hvern usla jökulhlaupið hefði gert. Tókst Þorleifur alþingismaður Jóns- son á Hólum á hendur að láta mann fara í rannsóknarför þessa. Sendi hann síðan stjórnarráðinu skýrzlu þessa: „Þorbergur sonur minn fór sendi- förina suður að Hlíð í Skaftár- tungu til að fá fregnir af Kötlu- gosinu. Kom hann aftur í gær og skýrir svo frá: Kötlugosið byrjaði um nónbil 12. þ. mán., með vatns- og jök- ulhlaupi á Mýrdalssandi austan Hafurseyjar. Hlaupið geysaði fram Hólmsá og sópaði burtu Hólms- árbrúnni með steinstólpum og öllu saman. Fólkið i Hrífunesi flúði, en bæinn sakaði þó ekki. Hlaupið fór í Kúðafljót með miklum jakaburði og gerði megn- an usla í Meðallandinu. Eyddust þar bæirnir Sandar, Sandasel, Bo/abcer og Melhóll. Fólkið komst þó alt af; flúði sumt að Leiðvelli. Talið er að jörðin Sandar eyði- leggist með öllu. Hross frá Sönd- um hafa fundist mörg dauð og mörg vantar. Rúmlega 70 kindur fundust dauðar, mest frá Söndum og margt fé vantar. í Álftaveri gerði hlaupið einnig tjón. í Skálma- bæjarhrauni fyltist kjallari og flýði fólkið út í fjárhús. Frá Holtsbæj- unum flýði fólkið að Herjólfsstöð- um. 1 kringum Hraunbæ og víðar eru háar íshrannir, en manntjón varð hvergi. Talsvert af vikri, sandi og ösku hefir fallið yfir Skaftártungu, og allar sveitir Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands. 111 beit, en fénaður þó óvíða á gjöf nema i Landbroti. Þá hefir og fallið mikil aska innan til í Öræfum, einkum í Svínafelli; eru þar hagar slæmir. í Suðuvsveit hefir fallið nokkur aska, svo fénaður hefir látið illa við jörð. Gosið virðist heldur í rénun, þó vottur af öskufalli í næstu sveitum við Kötlu alla daga frá því er gosið byrjaði til 18. þ. m. Þann dag var þykt loft svo að ekki sást til Kötlu, en dynkir heyrðust og þann 20. heyrðust enn miklir dynkir austur í ör- æfum. Ef askan fýkur ekki bráðlega eðá þvagnar af, er auðsjáanlegt að eyða verður miklu af fénaði í Vestur-Skaftafellssýslu með því að heyskapur er lítill eftir sumarið. Bjargráða er óskað eftir í skeyt- um frá hreppsnefndum í Vestur- Skaftafellssýslu. í nótt hefir fallið aska hér lítið eitt og mistur mikið að sjá í suðri.“ Hólum 22. okt. 1918. Þorleifur Jónsson. Gosið er heldur að færast í aukana að sögn nú síðustu dag- ana í þessum mánuði, en fregnir eigi ljósar þaðan að austan ennþá. Ný jökulhlaup hafa komið, en ófrétt um atfarir þeirra. Öskufall hefir verið allmikið víða um Norður- og Austurland undanfarið, því suð- vestanvindur hefir staðið á gos- mökkinn þessa dagana. 6ísli pétursson læknir. Bróðir Gísla var Sigurður heitinn Pétursson verkfræðingur. Þekti eg Sigurð mjög vel, þar sem við vor- um saman í skóla sex ár, og bjuggum síðan saman á Garði* Sigurður heitinn var vitmaður góður, drengur góður, allra manna skylduræknastur. Hafði hann á því hinn mesta hug, að vinna það sem til gagns gæti orðið og er það skaði mikill er slíkir menn deyja svo ungir. Gísla lækni kyntist eg miklu minna en Sigurði bróður hans, en þó nokkuð. Virtist mér þeir bræð- ur, einsog við mátti búast, líkir um margt, og ólíklegt hefði mér þótt, að menn mundu amast við Gísla sem embættismanni. Hefði hér verið ástæða til að minna á, að með ranglátu vantrausti vinna menn ógagn eigi einungis þeim sem vantreyst er heldur einnig sjálfum sér. Og ekki sízt mun þetta þannig reynast, þar sem læknir á í hlut. Því að svo góður læknir er ekki til né hefir verið, að honum verði ekki meira ágengt í baráttu sinni gegn eymd og þjáningu, ef hann á trausti að mæta heldur en vantrausti. Helgi Pjeturss. Þeir af kaupendum Þjóðólfs sem ekki hafa enn greitt andvirði blaðsins, eru vinsamlegast beðnir að gera það hið allra fyrsta. Til hœgðarauka kaupend- um austanfjalls mun eftirleiðis verzlun Andrésar Jónssonar á Eyrarbakka og haupféhgið „Hekla“ veita móttöku borgun fyrir blaðið. Loftskeyti. (Einkaskeyti til dagbl. í Reykjavík). (Talsvert stytt.) Brezbar fréttir 14. ott. Her Breta er á vestur-úthverf- um Douai og heflr tekið borgina að vesturbakkaSensée-skurðs.---- Á Cateau-vígstöðvunum hafa Bretar sótt fram til Haspres og brúað Selle í nánd við Solesmes. Síðan 15. sept. hafa Bandamenn á Balkanskaga tekið 90.000 fanga og yfir 2000 fallbyssur. Frakkar hafa tekið Nish, er óvinirnir höfðu skipun um að verja hvað sem það kostaði. Stjórn Breta hótar Þjóðverjum hörðu, ef þeir bæti ekki úr meðferð herfanga sinna og fylli ekki upp viss skilyrði í því efni innan mánaðar. Bretum þykir svar Þjóðverja grunsamlegt. Komist vopnahlé á, verði Foch hershöfðingi að ráða, hversu hag- að verði um það. Öll blöðin heimta tryggingu fyrir því, að Þjóðverjar noti sér ekki vopnahléið til að búa um sig á bakstöðvum, þar sem þeir séu nú á stöðum er hætta vofir yfir. Ennfremur krefj- ast þau alment, að Þjöðverjar hætti kafbátahernaði meðan vopna- hlé standi.--------Annar Banda- ríkjaherinn hófst handa á laugar- daginn undir forustu Bobert Bull- ard hershöfðingja. Pérshing verður há-yfirhershöfð- ingi alls Bandarikjahers, en við forstu fyrsta hers þeirra tekur í hans stað Hunter Legget hers- höfðingi. ítalir eru nú 15 enskar mílur frá Durazzo og Bandamenn eru komnir í suð-austurhluta Monte- negró. — — — Fótgönguliðsor- ustu'r á vesturvígstöðvunum. Sunn- an Cateau hafa Frakkar hrakið á norðurbakka skurðsins síðustu leifar óvinanna, er enn veittu við- nám. Spánverjar leggja hald á þýzk skip í spánskum höfnum. Algleymingsfögnuð vekur það í blöðunum, að Frakkar hafa tekið Laon og hásléttuna þar. Þykir sá sigur hinn þýðingarmesti.------- Brezbar fréttir 15. obt. Flanderu hefi alt í einu fengið hina mestu hernaðarþýðingu. Belg- ár hafa tekið Roulers og sótt fram til Isegham 4 mílum suð- austan Roulers og eru komnir til Lendeleds 4 míl. sunnar. Hafa Belgar þar náð flugvélastöðum þeim er Þjóðverjar héldu frá í flugferðir til Bretlands. Bretar og Bandamenn eiga nú tæpar 4 míl- ur ófarnar að járnbrautinni miklu og vegamótunum hjá Courtrai. Dynur nú stórskotahríð á henni svo að óvinunum er hún gagns- laus. -------- Frá Balban. Sameinuðum her Serba og Bandamanna miðar drjúgum að frelsa Serbíu. Tekur og herlið Bandamanna á Grikklandi þátt í því. Einnig unnu þeir að því að vinna aftur Makedóníu, — þann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.