Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1914, Page 74

Skírnir - 01.04.1914, Page 74
186 Hallgrimur Pétursson. innar var þar öldungis ekki án sakar, hvorki hvað grimd- arhörku stóradómsins snertir, né ofsóknir galdramanna, þvi hvar því varð við komið skyldu allir, sem sekir þóttu, einkum í sifjamálum, dæmast eftir lögmáli Mósesar. Kom það af hinni föstu trú, að hvert orð og stafur hinna helgu rita væri innblásinn af guði — kenning, sem flestu illu hefir valdið .frá dögum miðaldanna, en magnaðist með siðabót Lúthers, og er enn barin inn í fólk af hinum fáfróðari trúarflokkum. Að galdratrúin yrði svo römm, var hins vegar eðlilegt, þar sem óttinn við djöfulinn og hans véla- brögð var innrættur þjóðinni án allrar hjálpar og hlifðar helgra manna, kirkjugriða eða trúar á hinn kaþólska hreinsunareld. I hinum ægilega strangleika laganna átti stórmennið Guðbrandur biskup helzti mikinn þátt, og lík- lega jafnan hinu danska valdi; dugðu þvi hans mörgu rit og bækur miður en skyldi, þótt góðar væri, enda voru flestar þýddar og misjafnlega skildar og keyptar. Vildi biskup um fram alt þóknast stjórninni og embættisbræðr- um sínum í Danmörku, og þó einkum í því, að efla hið unga og nýja helgivald biskupa og kirkju hins nýja siðar, svo og »lærdómsins«, sem áður hét c 1 e r u s eða klerka- stétt, en nú studdist við háskólana, og fyrst og síðast við yfirbiskupinn, landsherrann sjálfan. öll þessi maktarvöld mynduðu páfadóm siðbótarinnar. Með rétttrúaninni fylgdi að vísu í orði kveðnu hið svo nefnda »evangeliska« frelsi, sem Lúther hafði prédikað, bygt á sjálfu guðsorði ritning- arinnar, og framfylgt var af honum ungum með svo mikl- um guðmóði og skörungsskap, að það vakti undrun og lifandi vonir meðal allra norðlægari þjóða. En óðara en líða tók á æfi hins mikla reformators, og ný maktarvöld tóku að sér að stýra og stjórna siðabót hans, yfirgaf í langa tíma hinn rétti andi frelsis og friðar hið mikla um- bótastarf, og svo fór, að vandi er að segja, hvort, eins og þá stóð á, hin endurbætta trú hrepti meiri gæði en hún slepti. Því meðal þess, sem hún slepti, má. einkum telja hið rökfasta, arfgenga skipulag kristninnar, eða saman- hengi sögu hennar, og þar á ofan týndust listir móður-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.