Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1914, Síða 52

Skírnir - 01.04.1914, Síða 52
164 Kveðjur. »Grarman konsúll brosti og svaraði kveðjunni, og um leið dró hann í laumi hringana af hægri hönd sér, því að hann þekti handtakið hans Jakobs Worse, þegar hann kom úr ferðc. I »Boken om Lille-Bror« lætur Gustaf af Geijerstam mann lýsa því, hvað hann mundi af því er hann sá kon- una sína í fyrsta sinn: »Þegar eg var farinn frá henni, voru mér í minni tvö furðu stór og djúp augu. Annars man eg aðeins eftir svörtum skinnkraga, löngum svörtum hönsk- um og handtaki, sem gaf snögg og sterk áhrif af einhverju hreinskilnu, vakandi og sönnu«. Það er ekki undarlegt, að Helen Keller, blinda og lieyrnarlausa konan fræga, sem talsvert hefir verið skrif- að um á íslenzku í seinni tíð, hefir manna bezt ritað um það hvernig maðurinn lýsir sér i handtakinu. Hún segir meðal annars: »Ástúðlegri hönd gleymi eg aldrei. Eg man í fingr- um mér hinar stóru hendur Brooks biskups fullar af ástúð og gleði hraustmennisins. Heyrnarlaus og blindur maður, er tekið hefði í hönd Jefferson’s, mundi í henni hafa séð andlit og heyrt vinalega rödd ólíka allra annara sem hann þekti. Hönd Mark Twain’s er full af rælni og skringi- legustu gletni, og meðan maður heldur í hana, breytist gletnin í samúð og drengskap«. Þó handtakið sé líklega sú kveðjan er lýsir mannin- um bezt, þá mun hver sem hugsar um það finna, að hin- ar kveðjurnar geta líka einkent mennina. Út í það ætla eg þó ekki að fara í þetta sinn. Tilgangi mínum er náð, ef mér heflr tekist að vekja athygli yðar á því, að þessi hversdagslega athöfn, kveðjan, er einn af þráðunum sem mannlífið hefir verið oflð úr síðan sögur hófust, einn af þeim þráðum er tengja mann við mann og bera boð frá sál til sálar. Og eru ekki kveðjurnar, þegar að er gáð, ímynd lifsins sjálfs? Er það ekki saga okkar allra, að hittast og skilja, heilsast og kveðjast — finna um stund dularfulla návist lifandi sálna, sem óðar en varir hverfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.