Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1914, Side 48

Skírnir - 01.04.1914, Side 48
160 Kveðjur. í félagslífinu. Þær eru forspil og eftirspil þess sem mönn- um fer á, milli er þeir hittast. Og þó lagið sé margra alda gamalt og hver einstakur maður sé við það bund- inn, þá fær það nýtt líf, nýja sál í hvert sinn sem það er notað, þvi engir tveir menn heilsa alveg eins, og auk þess fer kveðja hvers manns eftir því hvernig honum verður við er hann hittir annan eða skilur við hann. I viðbragði hans kemur ósjálfrátt fram eðli hans og hugar- þel. >Lofaðu mér að sjá og heyra hvernig þú heilsar og kveður og eg skal segja þér hver þú ert og hvað þér býr í hug«. Og þó helzt ef eg fæ að finna það, því að engin kveðja lýsir manninum betur en handabandið. Eg skal reyna að gera nokkra grein fyrir, hvernig á því stendur. Síðan maðurinn hófst á legg, hefir höndin verið grjót- páll fyrir heilabúinu, dyggasti förunautur og þjónn and- ans. Og hún getur verið svo hlýðinn þjónn meðal annars vegna þess, að hún er svo vel búin að skynfærum. Með höndinni skynjum vér hvernig hlutirnir eru viðkomu: hvassir eða sljóir, harðir eða mjúkir, hálir eða hrjúfir, þvalir eða þurrir, heitir eða kaldir, og hún gefur oss glöggasta vitneskju um viðnám þeirra, lögun og rúmtak. Hún mælir þá og metur, og hennar sögusögn trúum vér bezt. Það sem er áþreifanlegt teljum vér óyggjandi. Og svo sem höndin skynjar sjálf, þannig er hún og hin bezta aðstoð hinna skynfæranna. Hún ber að þeim hlut- ina og hagræðir þeim, svo að áhrif þeirra njóti sín sem bezt, og vér berum hönd fyrir augu til að tempra ljósið og fyrir eyra til að safna hljóðinu eða deyfa það. Andinn hugsar og skipar, höndin framkvæmir. Hún grípur og hún heldur, hún hrindir og hún kastar, hún er áhald áhaldanna, sem hún sjálf hefir skapað og gert hafa manninn að drotni jarðarinnar. Svo nátvinnað er sam- band huga og handar, að vandséð er hvort á öðru meira að þakka, höndin vitinu eða vitið höndinni. Saman hafa þau skapað flest það er menning nefnist, og iítið yrði sýni- legt af starfsemi liðinna kynslóða, ef öll handaverk þeirra væru horfin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.