Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1914, Side 8

Skírnir - 01.04.1914, Side 8
120 Nokkur orb um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. horfnar fyrir löngu, eða kunna að felast í einhverri þjóð- trú eða þjóðsögn, sem ef til vill leynist einhverstaðar og kafar upp þegar minst varir, eða þá að einhver tekur eftir því, og svo kemur það upp, þegar farið er að spyrja eftir því. Stundum, þegar farið er að spyrja fólk, muna menn reyndar ekkert, en þegar farið er að leita betur, kemur ýmislegt upp, jafnvel þar sem maður sízt býst við því. En vandleitað getur orðið að mörgu sliku, sem von er til. Eg hefi nú um nokkur ár varið flestum tómstundum mínum til þess að safna því saman, sem eg hefi náð til, um þjóðsiði og þjóðtrú íslendinga á síðari öldum, einkum á 18. og 19. öld. Það er að vísu erfitt verk og seinlegt, því að bæði er eg nú bundinn hérna norður undir heim- skauti og ærið fjarri flestum heimildum, t. d. handritasöfn- unum í Reykjavík, og svo hefir raaður svo sáriítið eldra við að styðjast. Enginn maður hefir ritað um þetta áður, svo að ekkert er fyrir hendi til að fylla út í eða til leiðbein- ingar við efnisröðun eða annað. En alt fyrir þetta hefi eg þó náð saman talsvert miklu safni til þessara fræða, þó að eigi sé það hálfbúið enn. Til þess að geta gert það nokkurn veginn úr garði, þyrfti maður að sitja að minsta kosti eitt sumar í Landsbókasafninu, og ferðast siðan að mista kosti tvö sumur um þá hluta lands vors, sem helzt væri fengjar að vænta í þá átt, t. d. um Vestfirði og Hornstrandir, og svo suma hluta suðausturlandsins og veiðistöðvarnar syðra. Með því móti væru sennileg lík- indi til þess, að eitthvað talsvert ynnist. Það virðist alt benda til þess, að þjóð vor hefði fiest- um þjóðum fremur átt að geta geymt þjóðhætti sína, siði og þjóðtrú óbreytta að mestu og óhaggaða öld eftir öld. Hún hefir alt af kúrt hér úti í horni og fyrir litlum áhrif- nm orðið af öðrum þjóðum. Hún hefir að mestu búið að sínu um þúsund ár. Engar aðkomuþjóðir hafa flóð yfir landið, engar sezt hér að til þess að blanda hugsunarhátt- inn útlendum áhrifum. Hver kynslóðin eftir aðra hefir hugsað, lifað og talað eins og hann afi og langafi og lang-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.