Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1914, Síða 7

Skírnir - 01.04.1914, Síða 7
Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 119 síður merkilegir og þýðingarmiklir en þjóðtrúin og hindur- vitnin; enda hafa útlendir vísindamenn safnað þeim mjög vandlega hver hjá sinni þjóð. Þeir eru engu síður spegill hugsunarháttarins en hitt. Og oft eru bæði svo nátengd og vafin saman, að hvorugt verður skoðað til fulls nema skoðað sé í nánu sambandi hvað við annað. Sumt af þjóðsiðum og venjum er eldgamalt og á rót sína að rekja framan úr hinni svörtustu fornöld og römmustu heiðni, og sumt má jafnvel rekja austur í Asíu — fyrir þá sem hafa tæki til að rekja svo langt. Sumir siðir og hættir byggj- ast á svo fornri trú, að það er fyrir löngu horflð úr minni og meðvitund manna, en þeir hafa haldist við samt, og hafa þá stundum á síðari tímum skapast nýjar ástæður til þeirra. Þannig hafa margir siðir haldist frá fornöld til vorra daga eða alt fram undir vora daga, og eru þá færðar aðrar ástæður fyrir þeim en áður var. Hefir kirkjan oft átt sinn þátt í því að breyta þeim ástæðum. Sumt af þjóðsiðunum heflr aftur komið upp á síðari öldum, og er sumt af þeim líklega ekki tiltölulega gamalt. Hugsandi sérvitringar hafa komið ýmsu á, eftir því sem þeim hefir þótt við eiga, að vera skyldi eða ekki skyldi, og aðrir síðan tekið það eftir þeim. En þetta er stórum minni hluti gagnvart hinu, sem eg tók áðan fram, enda víst sumt af því alls ekki íslenzkt að uppruna. Eg skal taka til dæmis ýmisleg smátöfrabrögð og sumt af lækn- ingakáki alþýðu, enda þótt margt af því sé áreiðanlega innlent. Þeir, sem hafa safnað til þjóðhátta- og þjóðtrúar-lýs- inga meðal þjóðanna, hafa tekið misjafnlega margt til greina. En hvað sem um það má segja, hvað taka skal og hvað ekki, þá er eitt víst, að það virðist réttast að taka sem flest til greina af því, sem trú og hugsunarháttur þjóðarinnar birtist í. Fjöldi orða og talshátta í málinu byggist einmitt á þessum siðum og trú, og er það svæði mér vitanlega gersamlega órannsakað enn. Mörg smáfeld atvik og viðbrigði i daglegu lífi, sem fæstir taka eftir, eiga oft sínar ástæður, sem annað hvort eru gleymdar og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.