Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 45

Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ Reuters Flest bendir til þess að nýir tímar séu í vændum á sviði líffæraígræðslna í Bandaríkjunum. vikuna eftir að ég kom heim, en svo var ég hress.“ Peganum heilsast vel. „Það var það eina sem ég vildi fá að vita um einstaklinginn, og þeir sögðu mér það.“ Vilja ekki samkeppni Þörfin fyrir líffæri er svo sannarlega mikil. Ef lifur eða hjarta gefur sig er manni bani búinn, og ígræðsla er eina vonin sem maður á. Þess vegna skipta reglur um úthlutun líffæra svo miklu máli. Líffæradreifikerfið (The United Network for Organ Sharing) í Richmond í Virginíu í Bandaríkjun- um tryggir að líffærum úr látnum sé úthlutað samkvæmt punktakerfi eft- ir því hvort vefir eru samræmanlegir (eftir því hvaða líkami er líklegastur til að hafna ekki líffærinu) og eftir því hversu lengi viðkomandi hefur verið á biðlista (hver hefur þurft að bíða lengst). Listamir eru landshluta- bundnir. Líffæri sem fæst í Los Ang- eles er yfirleitt grætt í þann sem er næstur á Suður-Kalifomíulistanum. En þar eð ónafngreindir gjafar eru alveg nýr hópur gilda enn engar reglur um úthlutun líffæra úr þeim. Það þýðir, að ígræðslumiðstöðvar gætu hafið samkeppni um slíka gjafa. „Það borgar sig svo sannarlega," segir dr. Norman Levinsky, lækna- prófessor við Boston-háskóla. „Mað- ur fær líffæri fyrir sína eigin sjúkl- inga ... Og því fleiri líffæri sem maður fær því meir eykst orðstír manns eigin stofnunar." Kapphlaupið er þegar hafið. Igræðslumiðstöðin við Háskólann í Maryland keypti nýlega stóra auglýsingu í Wall Street Joumal með mynd af tveim nýmm. I textanum sagði: „Það er ástæða fyrir því að þú ert með tvö nýra. Þú þarft á einu slíku að halda, og einhver annar þarf líka á einu slíku að halda.“ Læknar þar hafa þegar framkvæmt eina að- gerð á ónefndum gjafa. Levinsky segir að það verði mjög freistandi að borga gjöfunum. Þeg- inn, eða tryggingafélag hans, greiðir fyrir aðgerðina sjálfa. En það era fleiri kostnaðarliðir. Háskóhnn í Minnesota býður til dæmis fjár- stuðning vegna fæðis- og ferðakostn- aðar. Er þess langt að bíða, spyr Levinsky, að stofnanir bjóði stærri upphæðir vegna „kostn- aðar? „Um leið og sam- keppni byrjar,“ segir hann, „fara menn fljót- leg að beita öllum ráð- um.“ Það er samkeppni sem fæstir ígræðslu- læknar myndu vilja taka þátt í. Til þess að koma í veg fyrir að svo fari, segir Levinsky, verður að koma á líffæraúthlut- unarkerfum sem etja ekki einni stofnun gegn annarri. Skrá héraðssamtak- anna í Washington yfir lifandi gjafa þjónar til dæmis öllum sex stærstu ígræðslu- miðstöðvunum í borginni. Líffæran- um er úthlutað samkvæmt sömu við- miðunarreglum og gilda um líffæri úr látnum gjöfum. „Það tók okkur langan tíma og var erfitt að fá mið- stöðvamar til að samþykkja þetta,“ segir Lori Brigham, framkvæmda- stjóri samtakanna, „en þetta er eina leiðin til að úthluta líffæram frá óþekktum gjöfum á sanngjarnan hátt.“ Flestir ígræðslulæknar era sama sinnis. „Við myndum vilja geta svar- að erindi frá einstaklingi sem vill gefa,“ segir dr. Francis Delmonico, umsjónarmaður nýmaígræðslu við Sjúkrahúsið í Massachusetts, „og að minnsta kosti geta vísað honum á sjúkrahús nálægt heimili hans.“ The LosAngeles Times Hvatt til aukinna líffæragjafa Toronto. Morgunblaðið. KANADAMENN ættu að huga að þeim möguleika að gefa líf- færi, nýra, hluta af lifur eða lunga, til þess að mæta síauk- inni þörf fyrir líffæraígræðslur, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem kanadíska blaðið The Globe and Mail greindi frá fyrir skömmu. Þörfin fyrir að fólk gefi líf- færi á meðan það cr lifandi stafar ekki síst af því að í Kan- ada eru hreinlætisstaðlar háir, fólk notar öryggisbelti, vél- hjólahjálma og fáir bera skot- vopn. Allt hefur þetta þær afleið- ingar að í Kanada er sjaldgæft að fólk deyi með þeim hætti að hægt sé að nema úr því líffæri og græða i cinstaklinga sem þurfa á slfku að halda. „Við einfaldlega drepum ekki nógu mikið af heilbrigðu, ungu fólki,“ sagði höfundur skýrsl- unnar, David Baxter, sem er framkvæmdastjóri Urban Fut- ures-stofnunarinnar í Van- couver. Um er að ræða rann- sóknarstofnun í einkaeigu, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Segir Baxter ennfremur að fjöldi líffæraígræðslna þyrfti að þrefaldast, en slíkt sé ógern- ingur „vegna þess að við höfum einfaldlega ekki nógu mörg lfk.“ I skýrslunni er því spáð að þörfin fyrir ígræðslur muni aukast um allt að 200% til árs- ins 2020. Er aukningin rakin til fjölgunar lifrarbólgutilfella og hækkandi meðalaldurs. Til að mæta þörfinni verða Kanada- menn að reiða sig á tæknifram- farir og „lifandi, óþekkta líf- færagjafa," segir Baxter. Fólk sem gefur líffæri án þess að vita hver þeginn er. Fjöldi lifandi líffæragjafa í Kanada er nú 12 af hverri millj- ón fbúa, og eru Kanadamenn þar í fjórða sæti meðal þjóða heims. Flestar líffæragjafir eru í Noregi (17,5 af hverri milljón fbúa), Bandaríkjamenn eru í öðru sæti (15,8) og Svíar í því þriðja (13,5). Á sfðasta ári gáfu 389 lifandi Kanadamenn líffæri og var í langflestum tilfellum um að ræða gjöf til skyldmenn- is. Á sama túna fengust 430 Iíf- færi úr látnum. LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 45 Getnaðarvarnir Plásturinn sýnist gera sama gagn. KRT Plástur jafnoki pillunnar New York. Reuters Health. í STAÐ þess að taka pillu á hverj- um degi til að komast hjá getnaði kunna konur áður en langt um líður að geta notað plástur, ekki ósvipað og þeir sem vilja hætta að reykja nota nikótínplástur. Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til þessa. Ortho Evra kallast sjö daga getn- aðarvarnarplástur sem lyfjarann- sóknarstofnunin R.W. Johnson í New Jersey í Bandaríkjunum er að þróa, og hefur reynst jafn vel eða betur en nokkrar hefðbundnar getnaðarvarnarpillur, þ.á m. Triph- asil, Alesse og Ortho-Cyclen. Bandarískir og kanadískir vísinda- menn greindu frá niðurstöðum til- rauna sinna nýverið á ráðstefnu Æxlunarlæknasamtaka Bandaríkj- anna (American Society for Re- productive Medicine). í tveim aðskildum tilraunum prófuðu vísindamennirnir þrjár mismunandi stærðir plástursins, 10, 15 og 20 sentímetra í þvermál, í gegnum nokkra tíðahringi og báru saman við nýjustu getnaðarvarnar- pillur. Með örhljóðsmælingum var fylgst með vexti eggs og nær- liggjandi frumna og kom í ljós að 20 sm plásturinn virkaði betur en þeir minni, og reyndist virkni hans jöfn virkni áhrifaríkustu pillunnar sem til rannsóknar var. Plásturinn gefur daglegan skammt af getnaðarvarnarhormón- um og er hægt að hafa hann á handleggjum, kviði eða rasskinn- um, sagði Marc Monseau, talsmað- ur R.W. Johnson. Er hann endur- nýjaður vikulega í þrjár vikur en síðan sleppt í eina viku og virkar með líkum hætti og getnaðarvarn- arpillur. Fyrirtækið hyggst leita leyfis bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins fyrir markaðssetn- ingu Ortho-Evra í árslok, að sögn Monseaus. Þar eð ekki þarf að hugsa um plásturinn daglega getur hann ver- ið betri kostur en pillan fyrir sumar konur, t.a.m. þær sem eru sérlega önnum kafnar eða ferðast mikið, segir Jacqueline Darroch, aðstoðar- framkvæmdastjóri rannsókna hjá Alan Gutterman-stofnuninni (AGI) í New York. Stofnunin er ekki rek- in í hagnaðarskyni og sinnir eink- um rannsóknum í æxlunarlæknis- fræði. NÝITONLISTAR OG MYNOBANDAMARKAÐURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.