Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 40
'* Sf* »- v ;_______________________________* Ljósmynd/Stóra Fjölvabókin um þróun mannsins í Shanidar-helli í Norður-írak hefur fundist hauskúpa af Neanderdals- raanni, sem sýnir meiri útbreiðslu þeirra en áður var vitað. Víða hafa fundist merki um að Neanderdalsmenn grófu hina dauðu í hellisgólfmu. y VISINDI Nú eru svör á Vísindavefnum komin á annað þúsund. Síðustu viku hafa birst hin fjölbreyti- legustu svör. Ýmsar spurningar hafa bor- ist um Jesú Krist og verið svarað - hvað sanni að Jesús sé til, hvenær hann R fæddist og hvort hann hafi átt konu, meðal annars. Svarað hefur verið spurningu um bergteg- ^undirnar íslandít og silfurberg, Hekiugos og Eyjafjallajökul. Hver er munurinn á hvirfilbyl ogfellibyl? Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð? Af hverju verða ánamaðkar stundum Ijósir? Mikil umferð hefur verið um vefinn síðustu vikur og tengist hún starfi skólanna í landinu og vaxandi samstarfi við þá. Grunn- og framhaldsskólanemar ættu að hafa í huga við heimildavinnu að á Vísinda- vefnum eru ekki bara svör sem geta nýst beint, heldur og vísanir til frekari heimilda, bæði á vefnum og í bókum. Háskólar, bókaútgáfur og alfræðirit víða um heim starfrækja nú orðið vefsetur sem nýta má tii jafns við prentmál við fræðistörf og nám. www.opinnhaskoli2000.hi.is 40 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 kflKL MORGUNBLAÐIÐ Lln Visindavefur Haskola Islands Er hægt að sveifla pendúl í geimnum? Er hægt að sveifla pendúl I geimnum? Yrðu þá lengd hans og hraða takmörk sett, og gæti hann náð Ijóshraða? Svar: Svarið er já; það er hægt að sveifla pendúl í geimnum en þó ekki við þær aðstæður sem al- gengastar eru í geimferðum. Lengd og hraði eru aðeins háð svip- uðum takmörkunum og hér við yf- irborð jarðar. Hugsum okkur að í miðjum klefa í geimfari sé kúluliður sem pendúll er festur í, það er að segja létt stöng með lóði á endanum, svipað og við sjáum í pendúlklukkum. I jafnvægisstöðu vísar lóðið í ákveðna stefnu sem við erum vön að kalla „niður“. Lengd pendúlsins er stillt þannig að hann sveiflast einu sinni á sekúndu meðan geim- farið er á flugtaksstað. Nú tekur eldflaugin sig á loft með geimfarið sem fær þá verulega hröðun uppá við, það er að segja að hraði þess upp á við vex í sífellu. Fyrst í staðer þessi hröðun ein- göngu lóðrétt og eldflaugin stefnir beint upp. Jafnvægisstaða lóðsins í pendúlnum vísar þá alltaf í sömu stefnu en hinsvegar slær pendúll- inn örar. Athuganda í geimfarinu sýnist öll hreyfíng í klefanum, þar á meðal sláttur pendúlsins, vera ná- kvæmlega eins og geimfarið væri í sterkara þyngdarsviði en hér við yfirborð jarðar. Ef hraði eldflaug- arinnar upp á við vex til dæmis um 10 m/s á hverri sekúndu, styttist sveiflutími pendúlsins úr 1 sekúndu í 0,7 sekúndur. En við vitum fullvel að eldflaugin fer ekki með geimfarið endalaust beint út frá jarðarmiðju, heldur sveigir til hliðar. Klefinn með pend- úlnum fer þá að hallast og jafnvæg- isstaða pendúlsins færist til (snýst) miðað við klefann. Og þegar lengra kemur í flugtakinu kann sveiflutími pendúlsins einnig að verða lengri en hér á jörðu niðri. Að því kemur einnig í geimferðum að eldflaugin eða -flaugarnar sem fluttu geimfar- ið út frá jörð skiljast frá því eða slökkt er á hreyflunum sem knúðu það í upphafi. Eftir það er geimfar- ið í frjálsu falli sem kallað er, miðað við þyngdarsviðið á þeim stað sem það er statt á hverjum tíma. Þetta þýðir að hreyfing geimfarsins er eingöngu háð þyngdarkrafti eða -kröftum frá himinhnöttum kring- um það, til dæmis jörð, tungli eða sól. „Frjálst fall“ þýðir hins vegar ekki að hluturinn þurfi endilega að hreyfast inn að miðju hnattarins sem veldur þyngdarkraftinum, heldur getur hann til dæmis verið á braut um hnöttinn, samanber hreyfingu tunglsins um jörð eða jarðar um sól. Þegar við viljum koma geimskipum milli hnatta í geimnum er galdurinn hins vegar sá að haga þessu þannig í upphafi að frjálsa fallið leiði geimfarið ein- mitt á þann stað sem við viljum, svipað og þegar kasthlut er varpað að tilteknu skotmarki. Eftir að geimfarið okkar með pendúlnum er komið á braut sem kallað er, það er að segja í frjálst fall þar sem slökkt er á hreyflum, þá ríkir inni í geimfarinu'undar- legt ástand sem við köllum þyngd- arleysi. Engir kraftar toga í pend- úlinn góða nema þá þyngdarkraftarnir sem toga líka í geimfarið sjálft og stýra hreyfingu þess. Hreyfing hans miðað við klefann er því alveg eins og alls engir kraftar verkuðu á hann. Hann hreyfist því algerlega stefnulaust og „veit“ ekkert hvernig hann á að snúa. Þetta er það sem átt er við í upphafi svars- ins, því að það er einmitt ekki hægt að láta pendúl sveiflast um jafnvægisstöðu við þessar aðstæð- ur sem ríkja hins vegar lengst af í flestum geimferðum. Lengd pendúls í geimnum er í aðalatriðum engin önnur takmörk sett en hér niðri á jörðinni, það er að segja af því rými sem kringum hann er. Hafa þarf í huga að á pendúl eru tveir endar þar sem annar er venjulega „fastur", það er fastur við eitthvað, en hinn sveifl- ast. Þess vegna getur pendúllinn ekki svo glatt farið einn og sér út í geiminn og því höfum hugsað okk- ur í þessu svari að hann væri í geimfari. Þá hefur svarið vonandi leitt í Cartíse o; Úlpur, frakkar, dragtir o.fl. Stærðir 36-52 Hamraborg 1 Garðarsbraut 15 sími 554 6996 Húsavík sími 464 2450 ljós að pendúll i geimnum getur ekkert frekar náð Ijóshraða en pendúll á jörðinni. Hins vegar kann pendúll í geimnum að ná miklu meiri tíðni og styttri sveiflutíma en hér hjá okkur, til dæmis ef hann er í klefa með hröðun sem víkur mjög frá þyngdarhröðuninni á viðkom- andi stað. Það á meðal annars við um klefa sem er kyrrstæður í ná- grenni við himinhnött sem hefur mikinn massa og skapar þess vegna sterka þyngdarkrafta kringum sig. Þorsteinn Vilhjálmsson, pró- fessor í vísindasögu og eðlis- fræði, ritstjóri Vísindavefjarins. Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á íslandi? Svar: Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er má fá nokkra hug- mynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Islandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. I þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn, skaflar lifa sumai'ið af og frost fer víða ekki úr jörðu. Þegar til lengri tíma er litið mundu jöklar ganga fram og hylja stóran hluta landsins, svo fremi að úrkoma minnki ekki verulega. Afleiðingar slíkrar veður- farsbreytingar yrðu töluverðar. Hefðbundinn landbúnaður legð- ist líklega að mestu af, samgöngur á landi yrðu erfiðari vegna aukinna snjóþyngsla og kreppa mundi að vatnsorkuframleiðslu vegna minni leysingar á hálendinu. Náið sam- hengi er milli sjávarhita og lofthita og ef sjórinn umhverfis Island kólnaði verulega gæti það haft mjög neikvæð áhrif á lífríkið í sjón- um og þar með á sjávarafla. Vera má að þessi síðastnefndi þáttur yrði alvarlegasta afleiðing mikillar kólnunar veðurfars og gæti jafnvel riðið byggð í landinu að fullu. Ef svo færi að veðurfar kólnaði verulega á íslandi, til dæmis vegna breyttra sjávarstrauma, er líkleg- ast að kólnunin yi'ði mest að vetrar- lagi, en minni á sumrin. Eftir sem áður gætu afleiðingarnar orðið miklar og í þeim dúr sem tíundað hefur verið. Þá yrði þó enn hægt að njóta hlýrra sumardaga í innsveit- um. Haraldur Ólafsson, dósent í veðurfræði við HÍ. Hvað var gert við hina látnu hjá Neanderdalsmönnum? Svar: Neanderdalsmenn voru uppi frá því fyrir um 130.000 árum og þar til fyrir rétt innan við 30.000 Mynd/ Stóra Fjölvabókin um þróun mannsins Á efri myndinni má sjá andlitsbeinabrot Neand- erdalsmann úr Mannætuhelli við Krapina í Júgóslavíu. Á neðri myndinni er hauskúpa úr Kiðahelli í Karmelfjalli. árum. Þeir voru því uppi á ísaldar- skeiði, í um það bil hundrað þúsund ár. Þeir hafa nokkra sérstöðu með- al yngri tegunda homo og er deilt um hvort þeir hafi verið hlekkur í þróunarkeðju hans í þeim skilningi að tegundin hafi þróast í nútíma- manninn, það er að segja okkur sem nú erum uppi. Nýlegar rann- sóknir á erfðamengi hans, sem tek- ist hefur að vinna úr beinum, benda til þess að Neanderthalensis hafi verið sérstök undirtegund sem ekki þróaðist frekar. Þó er ekki loku fyrir það skotið að einhver blöndun hans við nútímamanninn hali átt sér stað. Eitt af því sem er harla for- vitnilegtum Neanderdalsmanninn er að hann verður, að því er best er vitað, fyrstur manna til þess að búa um lík hinna látnu.Neanderdals- menn bjuggu gjarnan í hellum, eða réttara sagt: Þar hafa fundist margar minjar um búsetu þeirra. Víða hafa fundist merki þess að þeir grófu hina dauðu í hellisgólfinu. Á nokkrum stöðum í Frakklandi hafa fundist grafir Neanderdalsmanna í hellisgólfum. I Krapina í Króat- íu hefur fundist heill grafreitur þar sem greinilega hefur ver- ið búið um líkin og þau lögð í sérstakar stellingar. Þessar gi'afir eru 70.000 ára. Á Karmelfjalli í Israel hefur fundist 60.000 ára gröf N eanderdalsmanns þar sem varðveist hafa mjaðmabein en höfuð og fótleggi vantar. Virðist sem þarna hafi verið um að ræða sið sem sums staðar hefur tíðkast til skamms tíma. Er þá líkið hlutað sundur, hold skafið af beinum og höfuð þá ekki grafið með öðrum beinum, heldur varðveitt eða grafið á öðrum stað. Gæti þetta bent til þess að um þetta leyti hafi Neander- dalsmaðurinn verið farinn að óttast hina dauðu, viljað sýna þeim sérstaka virð- ingu eða jafnvel not- að bein þeirra í ein- hverjum tilgangi, til dæmis töfra. Al- gengt var víða um heim að losa höfuð frá bol til að koma þannig í veg fyrir að hinn látni „gengi aftur“. I Shanindarhejli í Kúrdistan í norðurhéruðum íraks hafa fundist grafir níuNeanderdalsmanna. Hef- ur verið búið um fjögur líkanna. Þar eru einnig blómafræ yfír líkamsleifum og er engu líkara en að blóm hafi verið lögð í gröfina. Gæti það bent til þess að þeir sem þar voru að verki hafi trúað á fram- haldslíf, og einnig að þeir hafi syrgt hinn látna og viljað gera útför hans virðulega. Hvernig sem því er varið þá er augljóst að Neanderdalsmenn litu öðrum augum á dauðann en þær tegundir manna sem á undan voru komnar, og að þessu leyti virðist sem þeir séu andlega skyldir nú- tímamönnum þótt ekki sé víst að hinn líkamlegi eða líffræðilegi Skyldleiki sé mikill. Haraldur Ólafsson, prófessor emeritus í mann- fræði við HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.