Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ $0 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 DAGBÓK í dag er laugardagur 4. nóvember, 309. dagur ársins 2000. Orð dagsins: v Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, sí- auðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfíði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. (1. Kor. 15,58.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Wels fer í dag. . Hafnarfjaröarhöfn: Karelie fer í dag. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyking- um í Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, fund- ur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Áheit. Kaldrana- neskirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Félög eidri borgara í Garðabæ, Bessastaða- hreppi, Hafnarfirði og Kópavogi efna tii sam- eiginlegs fundar, laugar- daginn 4. nóvember nk. kl. 14 í Safnaðarheimil- inu, Kirkjuhvoli, Garða- bæ. Fundarefni: Kjara- mál eldri borgara. Umræðustjóri: Helgi K. Hjálmsson, varaformað- ur Landssambands eldri borgara. Ræðumenn: Stefán Ólafsson prófes- sor, Benedikt Davíðsson, formaður Landssam- bands eldri borgara. Fé- lögin hvetja félagsmenn til að ijölmenna á fund- inn. Félagstarf aldraðra, Garðabæ. Vetrafagnað- ur verður í Garðaholti 9. nóvember kl. 20 í boði Lionsklúbbsins Eikar. Rútuferðir frá Álftanesi og Kirkjulundi kl. 19.30. Félag eldri borgara í rlafnarflrði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Hraunseli, Reykjavíkur- vegi 50. Ganga kl. 10. Rúta frá Miðbæ kl. 9:50 og Hraunseli kl. 10. Kl. 14 verður sameiginlegur fundur með Kópavogi, Garðabæ, Bessastaða- hreppi og Hafnarfirði í Kirkjuhvoli um kjaramál eldri borgara. Rúta frá Hraunseli kl. 13:20. Á morgun verður „markaðsdagur" kl. 13- 16. Vöfflur og súkkulaði. Bólstaðarhlfð 43. Haust- fagnaður verður föstu- ' * daginn 10. nóvember, salurinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17, hlaðborð, Þóra Þorvalds- dóttir verður með upp- lestur, EKKO kórinn syngur, Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi, skráning á fyrir kl. 12 fímmtudaginn 9. nóvem- ber. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Haustbasar og kaffisala verður 4. og 5. nóvember frá kl. 13- 17. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu. Fræðsluferð verður farin í Áiverið í Straumsvík þriðjudaginn 7. nóvem- ber. Þeir sem hafa áhuga tilkynna þátttöku til skrifstofu FEB fyrir 6. nóvember. Brottför frá Glæsibæ. Aðeins er tekið á móti 25 manns Alkort spilað kl. 13.30 á þriðju- dag. Göngu-Hróifar fara í létta göngu frá Hlemmi á miðvikudagsmorgun kl. 9.50. Ath. breyttan tíma. Árshátíð FEB verður haldin 10. nóvember. Matur, ræðumaður kvöldsins verður Stein- grímur J. Sigfússon al- þingismaður, félagar úr Karlakómum Þröstum syngja nokkur lög, skop- saga, gamanmál, happ- drætti, veislustjóri Arni Johnsen alþingismaður. Dansleikur á eftir, hljóm- sveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Miðar seldir á skrifstofu FEB. kl. 13.30. Silfurlínan opin á mánudögum og miðviku- dögum frá kl. 10-12 Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10-16. Upp- lýsingar á skrifstofú FEBísíma 588-2111 frá kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. „Kynskóðimar mætast 2000“ heimsókn barna frá Ölduselsskóla á mánudögum kl. 9.50- 11.15 í tréútskurðar- vinnu „þúsaldarskjöld- urinn“ umsjón Hjálmar Th. Ingimundarson. Miðvikud: kl. 11.20- 12.40 unnið við að „kríla“, umsjón Eliane Hommersand. Fimmtud. kl. 13-14 unnið við kerta- skreytingar umsjón Óla Kristín Freysteindóttir. Föstud. kl. 10.11 unnið við bútasaum „þúsaldar- blómið“ umsjón Jóna Guðjónsdóttir. Sund og leikfimiæfinar mánud. kl. 9.25 (ath. breyttur tími) fimmtud. kl. 9.30. Boccia á þriðjud. kl. 13 og föstudögum kl. 9.30. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðju- og föstudögum, panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan opin kl. 10-16. FEBK. Púttað verður á Listatúni kl. 11 í dag. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudögum frá kl. 11 leikfimi helgistund og fleira. Félagsstarf SÁÁ. Fé- lagsvist í Hreyfilshúsinu (3. hæð) á laugar- dagskvöldum kl. 20 og bridge á sunnudags- kvöldum í Hreyfilshús- inu (3. hæð) kl. 19.30. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundurverð- ur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag. Kvenfélag Háteigssókn- ar. Félagsfundurverður þriðjudaginn 7. nóvem- ber kl. 20 í safnaðar- heimilinu. Lífeyrisdeild Landsam- bands lögreglumanna. Fundur á morgun kl. 10 í Félagsheimiii LR, Brautarholti 30. Félagar fjölmennið. Bergmál, líknar- og vinafélag. Opið hús í dag kl. 16 í húsi Blindrafé- lagsins, Hamrahlíð 17,2. hæð. Góðir gestir koma í heimsókn, fjöldasöngur, veitingar á góðu vérði. Dagdvöl, Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1. Haust- og jólabasar verður í dag kl. 14, kaffi- sala til styrktar Dag- dvöhnni. Húsmæðrafélag Reykja- víkur Basarinn verður á Hallveigarstöðum við Túngötu sunnudaginn 5. nóv. og hefst kl. 14. Margt eigulegra hand- unninna muna. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 5303600. Kvennadeild Barð- strendingafélagsins verður með basar og kaffisölu sunnudaginn 5. nóvember í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14. Húsið opnað kl. 14. Ým- iss konar handavinna og heimabakaðar kökur, happdrætti. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í sima 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma Gíró- og kredit- kortaþjónusta. Samtök lungnasjúkl- inga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu fé- lagsins í Súðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og fostud. kl. 16-18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkorta- þjónusta. MS-félag íslands. Minn- ingarkort MS-félagsins eru afgreidd á Sléttuvegi 5, Rvk, og í síma 568- 8620 og myndrita s. 568- 8688. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimersjúkl- inga. Minningarkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eðaíbréfs. 533- 1086. Heilavernd. Minningar- kort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdóttur, ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Parldn- sonsamtakanna á Islandi eru afgreidd í síma 552- 4440 og hjá Áslaugu í síma 552-7417 og hjá Nínu í síma 564-5304. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýaingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1166, sérblöð 669 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innaniands. í lausasöiu 150 kr. eintakið. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Tekju- skattshækkun NÚ stendur fyrir dyrum að hækka útsvar um 1% vegna tilfærslu skatta milli ríkis og sveitarfélaga en jrfirvöld ætla að lækka tekjuskatt á móti aðeins um 0,33%. Þannig hækka skattar á launamenn um 0,67%. Þar sem þessi hækkun er tekju- skattshækkun leggst hún nær eingöngu á launamenn því aðrir komast hjá því að borga tekjuskatt að meira eða minna leyti. Því er þetta glæpur gegn hinni vinnandi stétt. I þessu sam- bandi er rétt að geta um hin miklu skattsvik sem hrossaútflytjendur hafa stundað í gegnum árin með því að gefa upp brot af því verði sem þeir seldu hross- in á. Á yfirvöldum er það að skilja, að stinga eigi þess- um glæp undir stól og reyna að þegja málið í hel. Ja, það er ekki sama hvort þú ert Jón eða séra Jón. 250944-4709. Frábær þjónusta OKKUR langar að koma á framfæri þakklæti til sölu- manns á Bílaþingi Heklu sem heitir Árni Freyr og var einstaklega lipur og þjónustulundaður við okk- ur hjónin þegar við vorum að skipta um bíl nýlega. Við kunnum virkilega að meta hvað hann gaf okkur góðan tíma því við erum ekki vön að standa í bílaviðskiptum. Vonum að honum eigi eftir að vegna vel í sínu starfi. Við eigum örugglega eftir að verzla við Heklu næst þegar við skiptum um bíl. Elínborg og Guðmundur. Ég vil allan ruslpóst KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri, eftir öll skrifin í sambandi við ruslpóst, að hún vill fá allan ruslpóst. Henni finnst gott að kíkja í hann og geta bor- ið saman verð. Bann við haglabyssum ÉG legg til að sett verði bann við notkun á hagla- byssum á íslandi. Menn skilja eftir sig tonn af blýi og það mengar náttúruna. Umhverfisráðherra ætti að taka þessi mál alvarlega til athugunar. Björn Indriðason. Dýrahald Lítinn hvolp vantar heimili FALLEGAN 11 vikna hvolp vantar gott heimili. Um blending af border coll- ie og collie er að ræða, svartan, brúnan og hvítan hund. Upplýsingar hjá Hilmari í síma 486-1163. Tapað/fundid Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA tapaðist laugardaginn 28. október sl„ sennilega í Litla- Skerjafirði. Lyklakippan er tvær lyklakippur fastar saman. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 899- 7707. GSM-sími í óskilum LJÓSFJÓLUBLÁR GSM- sími fannst. Kveðjan í hon- um er til Betu. Eigandi get- ur vitjað hans í síma 697- 9774. Fjallahjól týndist MOUNTAIN-Trek fjalla- hjól, blásanserað með svörtum brettum, týndist frá Skeiðarvogi 103. Á hjól- ið vantar keðjuhlífma. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 588-1930 eftir kl. 18 á kvöldin. Fundarlaun. Glær piastpoki í óskilum GLÆR plastpoki fannst í Bökkunum í Breiðholti íyr- ir stuttu. I pokanum var kvenullarjakki. Upplýsing- ar í síma 557-4776. Krossgáta LÁRÉTT; 1 ber með sér, 4 grískur bdkstafúr, 7 samviskubit, 8 kuskið, 9 hol, 11 líkams- hlutinn, 13 vangi, 14 styrkir, 15 skraut, 17 haka, 20 skel, 22 ilmur, 23 galsi, 24 þrástagast á, 25 kvendýrið. LÓÐRÉTT: 1 síli, 2 nálægt, 3 vitlaus, 4 þref, 5 böggull, 6 tdm- an, 10 krafturinn, 12 veiðarfæri, 13 knæpa, 15 strákpatta, 16 svertingi, 18 afferming, 19 eld- stæði, 20 kvenmanns- nafn, 21 korna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 moðhausar, 8 semur, 9 dapur, 10 ani, 11 rýran, 13 nærri, 15 skalf, 18 strók, 21 lóm, 22 látna, 23 árnar, 24 krakkanum. Ldðrétt: 2 ormur, 3 hýran, 4 undin, 5 aspir, 6 æsir, 7 krói, 12 afl. 14 ætt, 15 salt, 16 aftur, 17 flakk, 18 smána, 19 runnu, 20 kyrr. Víkverji skrifar... YÍKVERJI hefúr haft bæði gagn og gaman af því að fylgjast með sjónvarpsþáttum Jóns Ársæls Þórð- arsonar, ,20. öldin - brot úr sögu þjóðar“, sem sýndir hafa verið á Stöð 2 að undanfomu. Þótt þættirnir hafi fram tii þessa ekki beinlínis varpað nýju Ijósi á einstaka atburði er fram- setningin nýstárleg og þama bregður fyrir myndefni, sem hefur ekki sést áður. Jón Ársæll er vel máli farinn og hefur þægilega rödd í hlutverki þular og framsetningin er einföld og að- gengileg, en sennilega er það lykill- inn að því hversu vel hefur tekist til að dómi Víkveija. í þáttunum fjallar Jón Ársæll um fólkið í landinu og þá atburði sem skiptu sköpum í sögu þjóðarinnar á 20. öld og er frásögnin fléttuð saman með gömlum ljósmyndum, brotum úr kvikmyndum og viðtölum við fólk sem upplifði atburðina og ef tíl vill er það ekíd síst sú beina tenging, sem fæst í slíkum viðtölum, sem endur- speglar hvað best upplifun alþýðu- fólks á íslandi á eftirminnilegum at- burðum aldarinnar. Þykir Víkveija ekki ólíklegt að þessir sjónarpsþættir eigi eftir að koma að góðum notum við sögukennslu í framtíðinni og að til þeirra verði gripið þegar mikið liggur við og stórviðburðir 20. aldar rifjaðir upp. XXX ÍKVERJI hefur fylgst með kosningabaráttu forsetafram- bjóðendanna í Bandaríkjunum, en forsetakosningar fara þar fram næst- komandi þriðjudag, 7. nóvember. Víkveiji hefur svo sem ekki þungar áhyggjur af úrslitum kosninganna, en smám saman hefur hann verið að hallast á sveif með hinum geðþekka rfldsstjóra í Texas, George W. Bush. í ágætri Viðhorfs-grein Karls Blöndal í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag segir meðal annars um ríkisstjórann: „Bush skilgreinir sig sem umhyggjusamt íhald. Þessi um- hyggjusemi virðist lítið annað en skjól til að gera sjálfan sig gjaldgeng- ari í augum kjósenda. Handritið að kosningabaráttu Bush gæti allt eins verið tekið úr fyrstu kosningabaráttu föðurins fyrir þingsætí. Þá var áherslan lögð á það að að orða hlutina almennt í ljósi þess að kjósendum leiddist þegar farið væri út í smáat- riði á borð við hvernig eigi að gera hlutina og hvar eigi að fá peninga til þess. Það er greinilegt að Bush notar sjálfan sig sem mælikvarða þegar hann leggur dóm á þolinmæði kjós- enda gagnvart smáatriðum. Hann kemur í vinnuna klukkan níu á morgnana, tekur einn og hálfan tíma í mat og er farinn heim klukkan ílmm. Dagurinn fer í myndatökur og stutt samtöl við fulltrúa þrýstihópa og fleiri. Hann lætur aðra um smá- atriðin og hlífir bæði sjálfum sér og kjósendum." Þessi lýsing á verðandi forseta Bandaríkjanna, og þar með valda- mesta manni heims, er ef til vill ekki traustvekjandi. Við þetta má svo bæta að Bush hefur stundum komist klaufalega að orði, einkum ef um er að ræða mál sem hann hefur ekki sett sig nægilega vel inn í, og þau virðast vera fjölmörg. Nýjustu fréttir herma að hann hafi á sínum yngri árum ver- ið kærður fyrir ölvunarakstur. Slíkt er auðvitað ekki til eftirbreytni, en öllum getur orðið á í lífinu. Það er bara mannlegt. Þrátt fyrir allt þetta er eitthvað í fari Bush sem höfðar tfl Víkveija, ef til vill bara það hversu „venjulegur" maður hann er í samanburði við A1 Gore, sem virðist ekki allur þar sem hann er séður. Að dómi Víkverja er vond lykt af „ölvunarakstursmálinu" og fnykinn leggur af herbúðum vara- forsetans. í rauninni undirstrikar þetta mál tvöfeldnina í siðgæði Am- eríkana. Það sem gerir þó útslagið í afstöðu Víkveija tii forsetaframbjóðendanna er sú staðreynd að Ai Gore er öfga- fullur umhverfisvemdarsinni. Hann hefur margoft lýst yfir andstöðu sinni við hvalveiðar og öfgar á einu sviði leiða oft til öfga á öðrum. A1 Gore er umhverfisvemdarsinni af því tagi að hann gæti þess vegna tekið upp á því einn góðan veðurdag að lýsa yfir and- stöðu við fiskveiðar á þeim forsend- um að þær séu of sársaukafullar fyrir fiskinn. Ef það gerðist værum við ís- lendingar í vondum málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.