Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 2S ÚRVERINU MorgunDlaðið/Porkell Frá setningu aðalfundar Landssambands smábátaeigenda, sem fram fór á Grand Hótel í gær og fyrradag. Landssamband smábátaeigenda Samstaða hjá trillukörlunum „ÞAÐ sem mér er efst í huga á þess- ari stundu er þessi frábæra samstaða sem menn héma ná um mál, því eins og allir vita eru trillukarlar sundur- leitur hópur og eðli smábátasjó- mennskunnar er að menn eru oft á tíðum einir á báti,“ sagði Arthur Bogason, fonnaður Landssambands smábátaeigenda, að loknum aðalfund- inum á Grand Hótel Reykjavík í gær. Arthur sagði að menn hefðu leyst mörg mál en upp úr stæði sá ein- dregni vilji að hafna allri frekari kvótasetningu ásamt þeirri kröfu að menn nytu jafnræðis í atvinnugrein- inni. Fundurinn samþykkti samhljóða eftirfarandi aðalályktun: „Frumskilyrði þess að lifandi og þróttmikill sjávarútvegur sé stundað- ur á íslandi er að fyllstu sanngimi sé gætt við smíði leikreglna innan at- vinnugreinarinnar, ásamt því að ný- liðun geti átt sér stað með eðlilegum hætti. LS hefur fullan skiining á ýmsum þeim takmörkunum sem settar hafa verið á fiskveiðarnar og styður þær margar hverjar heilshugar. LS kvikar þó hvergi frá þeirri grandvallarskoðun sinni að hand- færaveiðar eigi að njóta frjálsræðis og sérstöðu og skorar á stjómvöld að hefja nú þegar tilslakanir hvað þær varðar. Með slíkri aðgerð gefst stjómvöldum tækifæri til að nálgast lausn og sátt tveggja mikilsverðra þátta: Annars vegar væri fjölmörgum þeirra er illa standa innan fisk- veiðikerfisins vegna aðstöðumunar og ósanngjamra leikreglna undan- genginna ára rétt hjálparhönd og hins vegar að ryðja braut fil heilbrigðrai- nýliðunar í greininni, sem að óbreyttu er nánast útilokuð. Gangi lögin um stjóm fiskveiða óbreytt eftir er á hinn bóginn verið að fjarlægjast þessi mai-kmið hröðum skrefum. Það rekstraramhverfi sem hundraðum smábátaeigenda er stefnt inn í 1. september 2001 er með þeim hætti að útgerð þeirra afleggst að mestu, atvinnutæki þeirra rýrna í verðgildi svo milljörðum króna skiptir ásamt því að framkalla stórfellt rask á lífslqöram og búsetu. Við þetta verð- ur ekki unað. Þær væntingai- sem aðalfundur LS gerir til þeirrar nefndar sem sjávar- útvegsráðherra skipaði til að endur- skoða lögin um stjóm fiskveiða eru að henni beri sú gæfa að rétta smábáta- eigendum sáttahönd og ganga til samvinnu við þá að varanlegri lausn þeima mála sem við blasa. Aðalfundur LS ítrekar enn og aftur fyrri áskoranir sínar hvað varðar um- hverfisáhrif veiðarfæra. Það er fisk- veiðiþjóð, sem hikar ekki við að lýsa sjálfri sér sem fremstri meðal jafn- ingja, til háborinnar skammar að draga endalaust lappirnar hvað varð- ar þetta lykilatriði við nýtingu fisk- veiðiauðlinda. í kapphlaupi nútímans við leit að nýjum auðlindum sem hægt er að hefja verðlagningu og verslun með vill á tíðum gleymast að til er það sem seint eða aldrei verður metið til fjár. Öflug smábátaútgerð tengir í senn saman þætti úr þjóðmenningu Islend- inga sem eiga djúpar rætur meðal landsmanna, ásamt því að viðhalda fjölbreyttu atvinnu- og mannlífi strandbyggðanna. Hún tengir saman arfleifð fyrri tíma og hátækni nútím- ans án þess að kasta fyrir róða þess- um ómetanlegu gildum." WWW Undirfa taverslun \ Brjósfakölct w Lindirfafnadun J\)se.nfa fn a du n Jdáfffafnadun Óöloppar TiiunifiJi Kringlunni 8-12 Sími 553 3600 Sæsilfur hf. áætlar að hefja sjókvíaeldi í Mjóafírði Gert ráð fyrir 8.000 tonna ársframleiðslu SÆSILFUR hf. áætlar að hefja sjó- kvíaeldi í Mjóafirði og er umsókn þess efnis til meðferðar í stjórnkerf- inu. Gert er ráð fyrir að eldið hefjist af krafti vorið 2002 og að ársfram- leiðslan verði um 8.000 tonn en árs- veltan um 1,7 milljarðaf króna. Enn- fremur hefur AGVA Norðurland ehf., dótturfyrirtæki Sæsilfurs, sótt um að hefja starfrækslu 4.000 tonna kvíeld- isstöðvar í Eyjafirði ásamt seiðaeldis- stöð á landi á Hauganesi í Eyjafirði. Sæsilfur hf. er nýtt félag, byggt á fiskeldisfélaginu AGVA ehf. Hlutaféð er 100 milljónir kr. og eiga Síldar- vinnslan hf. og Samherji hf. sín 35% hvort félag, Anna Katrín Ámadóttir og Guðmundur Valur Stefánsson 20% og Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 10% hlut. Þegar sjókvíaeldið hefst bætist seiðaeldisfyrirtækið Silfur- stjaman í Öxarfirði væntanlega í hóp hluthafa en þegar eldisstöðin hefur náð fullri stærð er gert ráð fyrir að hlutafé í fyrirtækinu verði ekki undir 600 milljónum króna. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs, segir að tvennt gefi tilefni til bjartsýni. Þekking á fiskeldi sé miklu meiri nú en áður og auk þess sé stefnt að því að nota íslensk-norskan stofn sem sé mun heppilegri en íslenski stofninn sem áður hafi verið notaður í kvíaeldi. Fáist öll tilskilin leyfi á næstunni verður hægt að byrja seiðaeldið af fullum krafti upp úr áramótum. Gert er ráð fyrir að seiðin verði að hluta til alin hjá Silfurstjömunni í Öxarfirði. Fiskur sem fer í sjó þarf helst að hafa náð 300 til 500 gramma þyngd og því er reiknað með að eldið hefjist ekki að fullu fyiT en vorið 2002. Mörg störf skapast Að sögn Guðmundar Vals má áætla að við eldið og slátrun skapist 35 til 40 störf og 15 til 20 störf til viðbótar vegna íúllvinnslu auk annarra um- svifa. Talið er að á hverjum virkum degi verði slátrað 35 til 40 tonnum í Síldarvinnslunni í Neskaupstað og gengið út frá því að þar verði jafn- framt hægt að fullvinna hluta fram- leiðslunnar. Einnig verða kannaðir möguleikai- á að framleiða fóður og umbúðir á svæðinu og þörf verður fyrir ýmsa aðra þjónustu svo sem varðandi að- og fráflutninga ásamt nótaþvotti og ýmiss konar viðhaldi. Besti búnaður Sæsilfur gerir ráð fyrir að starfs- og rekstrarleyfin geri kröfu um að besti fáanlegi búnaður verði notaður og strangar umgengnis- og starfs- venjur viðhafðar sem tryggi að hverf- andi líkur séu á að lax sleppi úr kvíum. Guðmundur Valur segir að sjúkdómar séu nánast ekki til í fisk- eldi og með góðum búnaði og góðum starfsháttum megi ætla að strok úr kvíum verði varla merkjanlegt en á alþjóðavettvangi hafi greinin sett sér það markmið að koma alfarið í veg fyrir strok innan þriggja ára. Sæsilf- ur ætlar sér að taka virkan þátt í stefnumótun Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva og þar með Alþjóðasambandi laxeldisframleið- enda en gengið er út frá því að ekki seinna en í mars á næsta ári hafi náðst samkomulag við NASCO, op- inbera laxverndunarsamtökin í Norður-Atlantshafi, um reglur sem gilda eigi fyrir allt kvíaeldi í Norð- ur-Atlantshafi. Rættum lækkun tolla ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra átti í vikunni fund með starfandi sjávarútvegsráðherra Kína, hr. Wan Baorai. Ráðherrarnir ræddu hvernig liðka mætti fyrir viðskiptum milli landanna, meðal annars viðskipt- um með vörar og þekkingu sem tengist sjávarútvegi og um tolla- lækkanir á íslenskum sjávarafurð- um í Kína. Kínverski ráðherrann sagði að í framhaldi af inngöngu þeirra í Alþjóðaviðskiptastofnun- ina myndu tollar lækka í áföngum. Ráðherramir ræddu einnig um- Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Wan Baorui, starfandi sjávarútvegsráðherra Kína. hverfismerkingar sjávarafurða og vora sammála um að stjórnvöld, sem hafa fiskveiðistjórnunina á hendi, þyrftu að gegna forystuhlut- verki í umræðunni. Þá var rætt um samstarf í menntamálum á vett- vangi sjávarútvegsskóla Sam- einuðu þjóðanna. Ráðherrarnir ræddu einnig hvalveiðar og afstöðu íslendinga til Alþjóðahvalveiði- ráðsins. I máli kínverska ráðherr- ans kom fram að afstaða Kínverja hafi verið sú að þar eigi að gæta verndunarsjónarmiða en þeir séu ekki mótfallnir sjálfbærri nýtingu allra auðlinda hafsins. Við kynnum THER-A-PEDIC, bandarískar heilsudýnur, sem unnið hafa til margra verðlauna fyrir hönnun og gæði. Komdu og leggðu þig! www.lystadun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.