Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 5£* GUNNAR VALDIMAR HANNESSON + Gunnar Valdi- mar Hannesson fæddist í Reykjavík 22. april 1933. Hann lést á Landspítalan- um 19. október síð- astliðinn og fór útfor hans fram frá Ás- kirkju 27. október. Okkur langar til að kveðja Gunna með ör- fáum orðum en það er erfiðara en orð fá lýst. Missirinn af honum úr vinnunni er óskaplega mikill og nú er hann kominn á „bláu eyjuna" sína sem hann var farinn að tala um að hann væri á leiðinni til. Gunni var alveg frábær vinnufélagi, alltaf léttur og kátur og mikið ljúfmenni. Þar sem Gunni var, var alltaf mesta fjörið og gamanið, það var alltaf létt yfir mannskapnum í kringum hann enda sóttist fólkið eftir návist hans. Okk- ur langar að þakka Gunna fyrir hvað hann var elskulegur og góður vinur og minningin um hann gerir okkur ríkari. Eiginkonu hans, börnum, tengda- börnum og barnabörnum hans, eða englabörnum eins og hann kallaði barnabörnin sín, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð um að styrkja þau og styðja í þessari miklu sorg og við er- um vissar um það að nú dregur hann Gunni andann létt á „eyjunni bláu“. Kærar kveðjur. Sigrún, Inga, Barbara og Gná. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með fáeinum orðum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast dóttur Gunnars fyrir 13 ár- um. Mín fyrsta minning um hann er þegar hann situr við borðið sitt á Grettisgötunni, vinnandi ættfræði sem var honum svo hugleikin. En margar eru minningarnar orðnar. „Farið þið varlega elskurnar mínar“, sagði hann blessaður karlinn í hvert sinn sem við fórum úr húsi. Þessi orð verða mér gott veganesti í lífinu. Hann var alltaf að glettast og úr urðu fleygar setningar sem við öll minnumst. Ég minnist þess einnig hversu mikinn áhuga hann hafði á fólki og var oft stórkostlegt að fylgjast með honum þegar hann „stúder- aði“ náungann. Allt í fari fólks vakti áhuga hans. Einstaklega gaman var að ferðast með honum, hann var svo víðlesinn, vissi allt um sveitirnar, bæina, forfeður okkar og náttúruna; enda náttúrubarn af Guðs náð. Hann tengdapabbi hafði alltaf trú á manni, sama hvað maður tók sér fyrir hendur, hann studdi mann með ráðum og dáð þegar á móti blés. Ég minnist tengdaföður míns með virðingu og þakka honum fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja Vin sinn látna, Er sefur hann hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, Margterhér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margserað sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Mikill er missir þinn, elsku tengdamamma, megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni. Kæri vinur og tengdapabbi, Guð geymi þig. Jón Ingi Magnússon. Nú ertu farinn, elsku afi minn, ég hugsa að ég komi aldrei til með að venjast þeirri tilhugsun að þú sért farinn frá okkur. Það eina sem kem- ur til með að hugga mig í sorginni er hversu sterk og falleg minningin um þig er. Þú bræddir þig inn í hjörtun á öllum sem þú hittir með þínum einstaka persónuleika. Allir þeir sem koma til mín og votta mér samúð sína tala eins um þig. „Þetta var einstakur maður, mikill gleðigjafi og sá alltaf til þess að lund þeirra sem í kringum hann voru var létt.“ Vinnufélagar þínir, og mínir, sem komið hafa til mín, segja vinnustaðinn ekki þann sama eftir að þú fórst. Fjörið var alltaf þar sem þú varst og sögðust þau hafa verið óspör við að leita til þín til þess að létta lund sína. Þú varst ósérhlífinn og alltaf tilbúinn að taka að þér að gera eitthvað fyrir náung- ann. Þú varst besti afi í heimi. Ég minnist þess alltaf að þegar ég var yngri og kom til Reykjavíkur þá var það alltaf það fyrsta sem ég gerði að koma við á Grettó og heilsa upp á ykkur. Þá sast þú iðulega fyrir aftan kringlótta borðstofuborðið, umluk- inn skáktölvum, bókum og ættfræðipappírum. Svo fluttuð þið á Seilugrandann, Seiló eins og við kölluðum það, og ekki varstu lengi að útbúa þér horn þar sem þú hélst þinni iðju áfram í ættfræðinni. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, alla þá hlýju, ást, umhyggju og stuðning sem ég fékk frá þér. Ég veit að það ríkir gleði í kringum þig þar sem þú ert staddur núna eins og ávallt. Elsku amma, Guð styrki þig í sorg þinni því missir þinn er mikill, þú ert umlukin börnum, barnabörn- um, barnabarnabörnum og tengda- börnum sem öll elska þig út af lífinu. Jón Gunnar Þórhallsson. SIGRIÐUR KRISTIN SIG URÐARDÓTTIR + Sigríður Kristín Sigurðardóttir fæddist í Hjalta- staðahvammi í Blönduhlíð, Skaga- firði, 31. ágúst 1911. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Víðihlíð, Grindavík, 22. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavík- urkirkju 28. október. Sigga í Felli var hún alltaf kölluð og heimili hennar er órjúfanlegur hluti af mínum fyi'stu bernskuminn- ingum úr Grindavík, sannkallaður miðpunktur staðarins í mínum huga. Ég og öll mín fjölskylda eigum Siggu og Valda manni hennar ákaflega mikið að þakka. Þegar ég var nærri sex ára gömul tóku þau hjónin mig að sér og dvaldi ég hjá þeim í marga mánuði á meðan foreldrar mínir gengu í gegnum erfitt tímabil. Hjá Siggu og Valda í Felli var ég svo sannarlega í öruggri höfn frá ólgusjó lífsins. Mér leið eins og prinsessu og stjanað var við mig á allan máta. Sigga hugsaði ákaflega vel um mig. Hún saumaði á mig marga fallega kjóla sem um leið urðu uppáhalds- flíkurnar mínar. Einnig kenndi hún mér að lesa. Hún og Valdi lásu fyrir mig á hverju kvöldi áður en farið var að sofa. Hver sögubókin af annarri var lesin og svo aftur og aftur og aldrei fékk maður nóg. Þessar sögu- stundir hjá þeim voru fyrir mig sem endalaus skemmtun. Ég minnist þess þegar ég flutti aftur heim til foreldra minna hversu stolt ég var yfir því að vera orðin læs og kunna allt Gagn og gaman nánast utan að. Upp frá þessu varð það að eins konar hefð hjá mér að heimsækja þau Siggu og Valda á sunnudögum. Sunnu- dagsheimsóknin byij- aði venjulega á því að Sigga sendi mig út í Stjörnusjoppu til að kaupa tvo rjómaísa í brauðformi, einn fyrir mig og annan fyrir hana. Eftir að við vor- um búnar að njóta íssins var farið að spila og þá annaðhvort lúdó eða rommí. Spiluðum við oft saman af miklum ákafa fram undir kvöld. Spilamennskan var annars uppá- halds afþreying þeirra hjóna. Éitt kvöld í viku hverri komu vinimir í heimsókn og alltaf var spiluð vist. Við krakkamir vomm alltaf vel- komnir að horfa á og vomm í sjöunda himni þegar við vorum valin sem happagosar. Annað áhugamál Siggu var garð- urinn hennar. í honum birtist líf hennar og sál. Um árabil var garður- inn hennar Siggu einn af þeim falleg- ustu í Grindavík ef ekki víðar. Garð- urinn stóð við aðalgötu bæjarins. Fyrir kom að afurðirnar freistuðu þeirra sem leið áttu fram hjá. Ég minnist þess er Sigga tók eitt sinn þekktan strákahóp á sálfræðinni. Hún hafði raunar beðið eftir þessu tækifæri til að hitta þá þar sem þeir stóðu og horfðu löngunaraugum á bráðina. Hún gekk ákveðið yfir til þeirra, heilsaði þeim kurteislega og spurðlhvort ekki mætti.bjóða þeim að smakka. Þeir urðu undrandi á þessari góðvild og þáðu með þökk- um. Þetta var nóg til þess að garður- inn hennar Siggu fékk að vera í friði upp frá þessu. Hæfileg blanda af mijdi og ákveðni var allt sem þurfti. I garðinum hennar Siggu var hóll einn sem í minningunni er bæði stór og áhrifamikill. Þar sagði hún okkur ki'ökkunum að byggju álfar og huldufólk. Bannaði hún okkur að leika okkur á hólnum eða að vera með ólæti þar í kring. Þetta fannst okkur afar dularfullt og spennandi og aldrei hvarflaði það að okkur að virða ekki bannið. Oft mátti sjá ein- hverja krakka sitja íyrir framan hól- inn og reyna að ná sambandi við þá sem þar bjuggu. Gestrisni var Siggu í blóð borin. Alltaf var boðið upp á kaffi og nýbak- að meðlæti og öllum tekið opnum örmum enda var mikill gestagangur í Felli og sumir kíktu þar daglega við. Af Siggu lærði ég mikið um ís- lenska siði og venjur. Það var dá- samlegt að hlusta á hana segja frá gamla tímanum. Þar opnaði hún mér sýn inn í aðra og magnaða veröld. í hefðbundinni matargerð var hún svo sannarlega á heimavelli og þorra- maturinn hennar var einfaldlega sá besti sem ég hef smakkað. Sigga var ein af þeim manneskjum sem aldrei gat verið aðgerðalaus. Um árabil sá hún ásamt Valda um hreingerningar í skólanum. Auk hefðbundinna heimilisstarfa fékkst hún mikið við prjónaskap og útsaum. Prjónasokkar og vettlingar frá Siggu í Felli voru nokkurs konar vörumerki á okkar heimili í gegnum öll okkar uppvaxtarár. Elsku Sigga. Örlæti þínu og gjaf- mildi mun ég aldrei gleyma. Þú varst mér og minni fjölskyldu óendanlega mikils virði á mínum uppvaxtarár- um. Fyrir það vil ég þakka af öllu hjarta. Guð blessi minningu þína. Herdís Kristmundsdóttir. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GRÓU J. JAKOBSDÓTTUR frá Vatnagarði, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljós- heima á Selfossi og Sólvalla á Eyrarbakka fyrir Guð blessi ykkur öll. góða umönnun. Gissur Jónsson, Erlíngur Jónsson, Sigurbjörn Jónsson, Esther Jónsdóttir, Halldóra Steinsdóttir, Skúli Steinsson, María Steinsdóttir, Jón Sveinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Erna Ingólfsdóttir, Birgir Indriðason, Óli Karló Ólsen, Svanhildur Magnúsdóttir, Guðmann Guðmundsson, Anna Reynisdóttir, Matthías Bergsson, Ingibjörg Steinsdóttir, Þrúðmar Þrúðmarsson, Gróa Sigurbjörnsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR NIKULÁSDÓTTUR, Miðhúsum, Hvolhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Ljósheima, Selfossi. Ragnhiidur Lárusdóttir, Gísli Lárusson, Guðrún Þórarinsdóttir, Ragnheiður Fanney Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllu því góða fólki, er vottaði okkur samúð og veitti aðstoð við andlát og útför okkar ástkæra, SIGURSTEINS JÓHANNSSONAR, Merki, Borgarfirði eystra. Guð blessi ykkur öll. Þórdís Sigurðardóttir, Unnar Heimir Sigursteinsson, Sigurborg Sigurðardóttir, Jón Þór Sigursteinsson, Svava Herdís Jónsdóttir, Einar Sigurður Sigursteinsson, Sigrún Birna Grímsdóttir, Grétar Smári Sigursteinsson, Gunnhildur Imsland, afabörn og langafabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku litlu dóttur okkar, systur og barna- barns, KOLFINNU PÉTURSDÓTTUR, Viðarrima 20, Reykjavík. Pétur Árni Rafnsson, Ásta María Reynisdóttir, Sif Pétursdóttir, Svanfríður Birna Pétursdóttir, Reynir G. Karlsson, Svanfríður Guðjónsdóttir, Rafn Jóhannsson, Birna Pétursdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug andlát og útför PÉTURS J.KJERÚLF lögfræðings, Faxatúni 28, Garðabæ. Hafdís Ágústsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn, Guðlaug P. Kjerúlf, systur hins látna og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.