Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 18
Mikilvægt að vera meðvitaður um gildi norrænnar samvinnu „Það mikilvægasta er að vera með- vitaður um gildi norrænnar sam- vinnu,“ segir Sigríður Anna Þórðar- dóttir forseti Norðurlandaráðs, þegar talinu víkur að því hvað skipti mestu máli í norrænni samvinnu. Og hún er á því að þó hagsmunir Norður- landanna séu ólíkir þá sé það samt á mörgum sviðum, sem löndin fimm geti talað einni röddu. Það skiptir ekki síður máli í hennar huga að Norðurlöndin hafá bryddað upp á ýmsum nýjungum, sem síðan liafa orðið fýrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Sigríður Anna bendir á að það séu ekki aðeins Norðurlöndin, sem taka upp eftir Evrópusambandinu, ESB, heldur hafi ESB á ýmsum sviðum tekið ýmis- legt upp eftir Norðurlöndunum. Sérstaða og samvinna fara samati „Það er meiri áhersla á svæðisbundið samstarf í Evrópu en áður og norrænt samstarf er einmitt af því tagi. Þess vegna heldur það áfram að vera mik- ilvægt og er öðrum þjóðum mikilvæg fýrirmynd,” segir Sigríður Anna. „Norræni vinnumarkaðurinn, nor- ræna vegabréfasambandið og nor- ræna skólasamstarfið eru allt svið, þar sem norræn reynsla styður við starf ESB á þessum sviðum.“ Um leið og það gætir áhuga á sam- runa og samstarfi í Evrópu bendir Sigríður Anna á að það sé einnig meiri áhersla á sérstöðu hvers lands, á menningu og tungumálum. „Það skiptir máli að þjóðir átti sig á sér- stöðu sinni. Það er til ávinnings fýrir hverja þjóð. Styrkleiki Norðurland- anna sem heildar felst bæði í sérstöðu og sterkri samkennd.“ Þar sem mikið hefúr verið rætt um hvort norræn samvinna feli í sér eitt- hvert sérstakt gildi vaknar óneitan- lega sú spurning hvort norrænir Norikniöndm ha& unníd fmmkvöðhstsuf í tantvínnu þfó&i á mtíít eín* <>g wga- hréfammMtdíð og tmrræní vmtiuatsaknðunnn cni gott dxtrá um segac Sffpíður Anna Þórðafdóttir- stjórnmálamenn séu sér meðvitaðir um gildi samvinnunnar eins og Sig- ríður Anna nefrídi. „Ég verð að við- urkenna," segir hún, „að mér hefúr fundist meiri áhugi hjá sumum stjórnmálamönnum á evrópskri sam- vinnu en þeirri norrænu. En ég er ekki frá því að þetta sé að breytast aftur. Það er kannski eðlilegt að það hafi ffemur verið horft á Evrópusam- starfið þegar þrjú Norðurlandanna eru nú aðilar að ESB. En ég held að það sé aftur að vakna skilningur á að aðild að ESB þýði ekki að það eigi að draga úr norrænu samstarfi, heldur fremur að styrkja það.“ Rökin fýrir því em að mati Sigríð- ar Önnu meðal annars stækkun ESB. „Eins og aðstæður eru nú er fremur ástæða til að styrkja samstarfið en draga úr því,“ bendir hún á. „Með stækkuðu ESB, kannski nálægt 30 aðildarlöndum, verður meiri áhersla á svæðasamstarf og þar stendur hið norræna sterkt." Samstarfsem ekki einangrast við Norðurlöndin Eitt af því sem verður til umræðu á komandi Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík er skýrsla norrænnar nefndar undir forsæti Jóns Sigurðs- sonar bankastjóra Norræna fjárfest- ingabankans. Sigríður Anna segir að þar komi margt áhugavert fram, til dæmis hugmyndir um að starfa á grundvelli málefna, eins og reyndar var fýrir skipulagsbreytingarnar á Norðurlandaráði 1995. Einnig áherslur á Norðurskautasamvinnuna með þátttöku Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna. Þá er þar að finna áhugaverðar hugmyndir um að Norðurlöndin bryddi uppá samstarfi við Skodand og bresku eyjarnar. Það eru uppi stöðugar vangaveltur um hvort norrænt samstarf standi styrkum fótum eða ekki. Sigríður Anna segist ekki kannast við neina kreppu í norrænu samstarfi. „Það var ákveðin biðstaða þegar Svíar og Finn- ar bættust í ESB, þar sem Danir voru fýrir. Nú hefur það jafnað sig og það er engin spurning að Norðurlanda- þjóðimar fimm eiga svo margt sam- eiginlegt og starfa svo mikið saman.“ Ein norrten rödd eðafleiri? Það hefur verið bent á að óraunsætt sé að tala um eina norræna rödd, því hagsmunir landanna fari sjaldan sam- an, til dæmis hvað varðar norrænu ESB-löndin. Sigríður Anna tekur undir að rétt sé að hagsmunir land- anna fari ekki alltaf saman. „En það er öruggt að á ýmsum sviðum geta þau talað einni röddu.“ Hér tekur Sigríður Anna Benelux- löndin sem dæmi. „Ef litið er á þessi þrjú lönd þá hafa þau ekki látið það hvarfla að sér að leggja svæðasamstarf sitt niður þó löndin séu öll í ESB. Ég hef verið á þingi hjá löndunum, sem er hliðstætt þingi Norðurlandaráðs og séð hvernig þeir fara þar í saumana á smæstu málum. Ég get trúað að Norðurlöndin geti lært ým- islegt af samstarfi Benelux-landanna alveg eins og þau geta líka örugglega lært ýmislegt af okkur.“ Eínstök samvinna, sem fer ekki alltaf hátt Það er mestí misskilningur að halda að norræn samvinna snúist aðeins um fundi og ferðir stjórnmála- og embættismanna. Hún snýst ekki síð- ur um skólakrakka, sem fara í sumar- vinnu milli Norðurlanda, vinabæjar- starfið og skólasamstarf, svo sem að gera kennurum kleift að vinna um hríð í skóla á einhverju Norðurland- anna. Það er einmitt þessi fjölbreytni, sem gerir norræna samvinnu svo ein- staka, en gerir það einnig að verkum að svo mikill hluti hennar fer fram utan athygli fjölmiðlanna. „Norðurlandaráð hugsar, ráðherra- nefndin framkvæmir,“ sagði finnskur embættismaður mér þegar ég var rétt að kynnast þessum formiega hluta norrænnar samvinnu og átti erfxtt með að átta mig á hvað væri hvað. Formlega séð skiptist norræn sam- vinna í starfsemi Norðurlandaráðs annars vegar, sem er þingmannasam- starfið og starfsemi Norrænu ráð- herranefndarinnar, sem er samstarf hinna ýmsu ráðherra. En það þarf sumsé ekki að átta sig á hinum formlega ramma til að skilja að norrænt samstarf hefúr dafnað og þróast í um hálfa öld af því Norður- löndin fimm finna fýrir skyldleika, sem þau vilja gjarnan rækta. Norræna vegabréfasambandinu var komið á löngu áður en það fór að móta fýrir Schengen-samkomulaginu og landa- mæralausri Evrópu. En það sem hefúr reynst vel endist ekki nauðsynlega endalaust. Norræn samvinna hefúr nú um árabil verið þjök- uð af tilvistarfræðilegum vangavelmm: Lifir hún af eða hrekkur hión upp af? Frá hátimbruðum hugmyndum til áþreifanlegs samstarfl Norðurlandaráð á upptök sín í hug- myndum er komu upp eftir stríð um nána samvinnu Norðurlandanna til að styrkja þau og spyrna við hörm- ungum í líkingu við seinni heimstyrj- öldina. Leiðandi stjórnmálamenn eins og danski jafnaðarmaðurinn Hans Hedtoft lém sig dreyma um norrænt varnarbandalag, en þær hugmyndir urðu að engu er Danir, fslendingar og Norðmenn gengu í Norður-Atlants- hafsbandalagið, NATO, 1949. Síðar var reynt að koma á fót norrænu efna- hagssambandi, Nordek, en það tókst heldur ekki. Það sem þó tókst var að koina á fót norrænu þingmannasamstarfi, Norð- urlandaráði, sem grundvallað var ásamningi, gerðum í Helsinki 23. mars 1962. Ráðið gemr haft frumkvæðið að því að taka mál fýrir, verið ráðgefandi og haft eftirlit. í ráðinu sitja 87 þing- menn frá þjóðþingum Norðurland- anna fimm og þá einnig frá Færeyjum, Grænlandi ogÁlandseyjum. Það sem einnig hefúr tekist er að tengja mgi þúsunda Norðurlandabúa saman í alls konar samskiptum, hvort sem er vinabæjarstarf, samstarf íþrótta- félaga, ferðir kennara og nemenda, náms- og starfsdvöl af öllu tagi. Það er ekki lítið. En þessi áþreifanlegi hluti norrænnar samvinnu fer ffam utan at- hygli fjölmiðla, þó hann sé mörgum til uppbyggilegrar ánægju og örvunar. Það er margt sem rúmast tmdir hugtakínu ,otorraen samvitxna‘% en það erlíka. þessí fjöibreytni, sem gerix hana svo einstaka segir Sígrún Davíðsdóttir Er það sem er ásýnilegt i flölmiðlum yfirleitt tili Fram að hruni Berlínarmúrsins 1989 og því uppbroti sem fýlgdi í kjölfárið voru varnar- og öryggismál bann- svæði á vettvangi Norðurlandaráðs. Fram að þeim tíma var iðulega talað um hvort norræn samvinna gæti þró- ast og hvort hún væri ekki dæmd til að hrökkva upp af því ekki væri hægt að taka þar fýrir viðkvæm mál. Eftir hrun Berlínarmúrsins hefur þetta breyst smátt og smátt og nú eru varnar- og öryggismál rædd í Norð- urlandaráði eins og önnur mál. En þetta hefur þó ekki leyst tilvistar- kreppu ráðsins, því samfara því að Evrópusamvinnan hefúr eflst og að þrjú Norðurlandanna eru nú í Evr- ópusambandinu, ESB, þá heyrast þær raddir nú að mikilvægi norræns samstarfs hljóti óhjákvæmilegga að skreppa saman eftir því sem hið evr- ópska eflist. Það á eftir að koma í ljós hvort svo verður. Athyglin beinist að formi samvinnunar. En spurningin er hvort samvinnan í Norðurlandaráði sé ekki fýrst og fremst háð því að þingmenn komi með góðar hugmyndir á þess- um vettvangi, sem veki athygli og leiði til einhvers. Þessar vangaveltur eiga fýrst og fremst við um þingmannasamstarfið innan Norðurlandaráðs og samstarf ráðherranna innan Norrænu ráð- herranefndarinnar. En eins og áður er nefnt er það svo fjöldamargt ann- að, sem fellur undir norrænt sam- starf, þó það þyki ekki fréttaefni í fjölmiðlum. Pistlar norrænu blaðamannanna þriggja leiða í ljós velvilja fjölmiðla í garð norrænnar samvinnu, en að hún hafi hins vegar ekki alltaf upp á bita- stæðar fréttir að bjóða sem standist beinskeytt fréttamat fjölmiðlanna. I nútímaþjóðfélagi virðist oft svo að það sem ekki er til í fjölmiðlum sé yfirleitt ekki til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.