Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 12

Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvennadeild opn- ar heimilislega fæ ðingaraðstö ðu KVENNADEILD Landspitalans - háskólasjúkrahúss opnaði i gær Hreiðrið, nýja þjónustu fyrir sæng- urkonur sem kjósa stutta sængur- legu í heimilislegu umhverfi og þjón- ustu ljósmóður að því loknu. Um er að ræða 8 fjölskylduher- bergi innan kvennadeildar, þar sem konur með eðlilega meðgöngu geta dvalið ásamt aðstandanda. Einnig geta konur fætt í Hreiðrinu, að því tilskildu aðfæðingin sé talin verða áfallalaus. I herbergjunum eru hjónarúm og að auki tveir heitir pottar til slökunar í hríðum. Að sögn Margrétar Hallgrímsson, sviðsstjóra og yflrljósmóður kvenna- deildar, eru markmið Hreiðursins fjölskyldumiðuð hjúkrun með sem minnstum inngripum, styrking á tengslamyndun fjölskyldunnar og að foreldrar geti báðir tekið virkan þátt í fæðingarferlinu. Árið 1994 stofnuðu sex ljósmæður MFS-teymishóp (meðganga-fæðing- sængurlega) sem byggðist á því að eftir sem skemmsta legu á fæðmgar- deild sinntu ljósmæður nýjum mæðr- um og nýburum sem mest heima. Vaxandi vinsældir Siðastliðin tvö ár hefur sókn í þjónustu MFS-hópsins farið mjög vaxandi og komust mun færri að en vildu. Annað MFS-teymi var því sett á laggimar og í kjölfai' þess var hug- myndin um Hreiðrið, sem byggist að nokkru á crlendri fyrirmynd, gerð að vemleika. Margrét segir rekstur Hreiðurs- ins ekki valda viðbótarkostnaði fyrir kvennadeildina, þar sem dvöl aukins fjölda sængurkvenna er skemmri en áður og ekki þarf að bæta við starfs- fólki. Hreiðrið mun auk þess taka tvöþúsund króna gjald af feðmm eða öðmm aðstandendum sem dvelja í Hreiðrinu, fyrir matarkostn- aði og aðstöðu. Hreiðrið var opnað við hátíðlega viðhöfn að viðstöddum heilbrigðis- ráðherra og fjölda gesta. Morgunblaðið/Ásdís Rósa Guðný Bragadóttir, deildarstjóri í Hreiðrinu, tekur við „lykli“ úr hendi Margrétar Hallgrímsson, yfir- ljósmóður og sviðsstjóra kvennadeildar, þegar Hreiðrið var opnað að viðstöddum fjölda gesta. Norðurlandaráðsþing hefst í Reykjavík á mánudag Mikil uppkaup á greiðslumarki í haust Um 700 erlendir þátt- takendur á þinginu Skipulagning þings Norðurlandaráðs sem haldið verður hér á landi í næstu viku er eitt viðamesta alþjóðlega verkefni Alþingis. Isóffur Gylfi Jón Baldur Pálmason Lorange UM 700 erlendir fulltrúar frá Dan- mörku, Færeyjum, Grænlandi, Nor- egi, Finnlandi, Álandseyjum og Sví- þjóð auk annarra gesta taka þátt í 52. þingi Norðurlandaráðs sem fram fer í Reykjavík 6.-8. nóvember næstkomandi. Auk erlendra gesta verða yfir 100 íslenskir þátttakend- ur á þinginu. Fimm ár eru síðan slíkt þing var haldið hér á landi en líkt og þá fer þingið fram í húsa- kynnum Háskólabíós. Skrifstofur og aðstaða fyrir starfsmenn þingsins verða í Bændahöllinni og á Hótel Sögu. Þingmenn á Norðurlandaráðs- þingi eru 87 talsins en auk þeirra munu forsætisráðherrar allra land- anna koma til þingsins, utanríkisráð- herrar og samstarfsráðherrar. Auk þess að. sitja þingið að einhveiju leyti munu ráðherrarnir funda inn- byrðis um sín málefni. 90 mál tekin fyrir Núverandi forseti Norðurlanda- ráðs, Sigríður Anna Þórðardóttir al- þingismaður, setur þingið mánudag- inn 6. nóvember klukkan 16.30 en fundir þingmanna og fulltrúa varð- andi þingið byija þá strax um morg- uninn. Alls liggja íyrir þinginu um 90 erindi til umfjöllunar og af- greiðslu. Næsti forseti Norðurlandaráðs verður frá Danmörku og er gert ráð fyrir að valið standi milli Dorte Bernetsen sem er jafnaðarmaður og Sven-Erik Hofman frá hægri flokknum Venstre, samkvæmt upp- lýsingum ísólfs Gylfa Pálmasonar. Þau eru bæði fyrrverandi ráðheríar í Danmörku. Á þinginu fara fram almennar þingumræður, umræður um örygg- is- og utanríkismál auk þess sem fyrirspumartími verður með sam- starfsráðherrum. Þau mál sem gert er ráð fyrir að hæst muni bera á þinginu eru m.a. skýrsla aldamótanefndar um fram- tíðarsamstarf nor- rænu ríkjanna, sam- keppnishæf Norð- urlönd þar sem leitað er meðal annars svara við spumingum varð- andi upplýsingatækni. Þá verður lögð fram skýrsla um siðfræði í líftækni og öryggi í framleiðslu matvæla og að lokum skýrsla um félagsleg og heilsufarsleg viðfangsefni á Norður- löndum. Auk Sigríðar Önnu Þórðardóttur forseta Norðurlandaráðs em í ís- landsdeild ráðsins Isólfur Gylfi Pálmason formaður, Sigríður Jó- hannesdóttir varaformaður, Sig- hvatur Björgvinsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Hjálmar Jónsson og Steingrímur J. Sigfússon. ísólfur Gylfi sagðist búast við miklum umræðum um skýrslu alda- mótanefndarinnar, einkum um þá tillögu að Eystrasaltsþjóðimar fái aðgang að Norðurlandaráði. „Norð- urlandaráð er að verða 50 ára gamalt og sumir segja að búið sé að gera allt sem hægt er en það koma alltaf upp nýir fletir. Menn hjálpast að og í gegnum þetta samstarf vinna menn saman og það er mikil samsvörun milli manna,“ sagði Isólf- ur Gylfi um samstarf Norðurland- anna. Stærsta verkefni Alþingis Norðurlandaráðsþingið er stærsta verkefni sem Alþingi stendur fyrir í erlendu samstarfi, í öðmm aðildar- löndum fara þessi þing fram í þjóð- þingum viðkomandi landa en hér þarf að taka á leigu húsnæði undir þingið, að sögn Belindu Theriault, forstöðu- manns alþjóðasviðs Alþingis. Setja þarf upp ýmsa þjónustu svo sem túlkunarkerfi, ljósritunaraðstöðu, atkvæðagreiðslukerfi auk aðstöðu fyrir fjölmiðla. Breyta þarf stóra salnum í Háskólabíó, taka burtu stóla og koma þar fyrir borðum. Alls starfa um fjörutíu manns á vegum Alþingis við þingið áuk þess sem svipaður fjöldi kemur frá Norð- urlandaráði. Sex starfsmenn frá Ferðaskrifstofu Islands vinna við þingið meðan á því stendur við inn- ritun ofl. en ferðaskrifstofan hefur séð um undirbúning varðandi mót- töku og gistingu fyrir Alþingi. Á fjárlögum Alþingis er gert ráð fyrir 33 milljónum króna í þetta verkefni auk þess sem Norðurlanda- ráð greiðir fyrir ýmsan annan kostn- að, s.s skrifstofuhald. Margir starfsmenn Bænda- samtakanna til Aþenu Mikil röskun mun verða á starfi Bændasamtakanna vegna þingsins, þriðja hæð Bændahallarinnar er öll leigð undir þingið ásamt tölvuneti þess. Tölvunetið telur á fjórða tug véla ásamt aðgangi að Netinu. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, for- stöðumanns tölvusviðs Bændasam- takanna, munu starfsmenn tölvu- sviðsins aðstoða við rekstur tölvunetsins meðan á þinginu stend- ur. Starfsmenn þriðju hæðar fóru flestallir í síðbúið sumarfrí í skemmti- og fræðsluferð til Aþenu meðan á þingi stendur. Koma þeir aftur til starfa næstkomandi fimmtu- dag. Engin röskun verður á störfum útgáfusviðs, félagssviðs og tölvusviðs Bændasamtakanna. Hluti leigunnar íyrir húsnæðið var notaður til að að styrkja ferð starfsfólksins. títlit fyrir við- skiptafrelsi með greiðslumark 2002 Útlit er fyrír að ríkið kaupi greiðslumark í sauðfjárrækt sem nem- ur 31.600 ærgildum í ár. „SALA á greiðslumarki í sauðfé hafði lengi legið niðri og menn ætl- uðu að stökkva á sölu þegar opnað var fyrir hana að nýju. En málið er það að söluandvirðið jafngildir ekki nema 5 ára beingreiðslum og margir hafa því dregið umsóknir sínar til baka eftir nánari umhugsun," sagði Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, aðspurður um viðbrögð bænda við kauptilboði ríkisins á greiðslumarki í sauðfé. Þann 15. október síðastliðinn rann út frestur til að sækja um sölu á greiðslumarki í sauðfé fyrir haustið 2000. Búnaðarsambandi Suðurlands bárust t.d. alls 90 umsóknir sem eru til vinnslu í landbúnaðarráðuneyt- inu. Skiptingin milli sýslna á Suður- landi samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi Suðurlands er nokkuð misjöfn. Þannig bárust 10 umsóknir úr Vestur-Skaftafells- sýslu, ærgildafjöldi 1.009, úr Rang- árvallasýslu bárust 43 umsóknir, ærgildafjöldi 3.780 og úr Ámessýslu bárust 37 umsóknir, ærgildafjöldi 2.537. Samtals er ærgildafjöldinn 7.327. Ráðuneyti fer yfir umsóknir Ráðuneytið hefur enn ekki tekið neinar umsóknir til afgreiðslu, en að sögn Guðmundar Sigþórssonar, for- manns framkvæmdaneíhdar bú- vörusamninga og skrifstofustjóra í ráðuneytinu, er lokið við að skrá og yfirfara flestar umsóknir og kanna gögn sem þeim fylgja, svo sem veð- bókarvottorð, veðbönd og heimildir réttra aðila til sölu fullvirðisréttar. Guðmundur sagði að nú liti út fyr- ir að keypt yrðu um 31.600 ærgildi á öllu landinu í ár. í búvörusamningi um sauðfjár- framleiðslu er gert ráð fyrir að ríkið kaupi upp allt að 45 þúsund ærgildi á árunum 2000, 2001 og 2002 og að framsal greiðslumarks yrði heimilað að uppkaupunum loknum, en þó ekki síðar en 1. janúar 2004. Guðmundur Sigþórsson segir að vegna þess hversu vel uppkaupin hefðu gengið, en útlit er fyrir að þeim ljúki næsta haust, væri útlit fyrir að fullt við- skiptafrelsi með greiðslumark tæki gildi á árinu 2002 í stað 2004. Tími til kominn að breyta Mismunandi ástæður liggja að baki því að bændur eru að selja. Sumir selja til einföldunar búrekst- urs, aðrir selja til að hætta og enn aðrir hættu við að selja vegna óánægju með aukaverkanir væntan- legrar sölu. „Ég var ekki með nema 40 kindur eða 80 ærgildi og mér fannst tími til kominn að létta á mér og nágrönnun- um. En ég fæ að halda 10. og fyrir þær þarf styttri girðingar en 40. Sannleikurinn er sá að fjárbúskap- urinn var aukabúgrein hjá mér því ég byggi mína afkomu á kúabúskap og er með 145 þúsund lítra fram- leiðslurétt í mjólk, sem er mun líf- vænlegri búgrein en að búa sauðfé,“ sagði Sveinn Ingvarsson, bóndi og oddviti, í Reykjahlíð á Skeiðum. Lánasjóður vill sitt af sölunni Sigríður Steinþórsdóttir, bóndi á Skagnesi í Mýrdal, sagðist hafa sent inn umsókn en hætt við vegna þess „að þegar maður er búinn að skrifa undir og plaggið er farið þá fer mað- ur að fá bréf frá t.d. Lánasjóði land- búnaðarins þar sem þeir áskilja sér rétt til að fara í greiðsluna og hirða úr henni eins og þeim líkai' ef maður er skuldugur við sjóðinn," segir Sig- ríður. „Seinna kemur annað bréf þegar maður er búinn að veita þeim heim- ild til að fara í greiðsluna, þar sem greint er frá því að þeir áskilji sér rétt í framhaldi til að hækka vexti á eftirstöðvum umsamins láns sem venjulega er til 25 ára. Þeir telja sem sagt að framleiðslu sé hætt og því ganga þeir í greiðsluna eins og hún sé handa þeim en ekki seljanda. Þetta var það sem gerði útslagið, enda á ég ekki nema 75 ærgildi og næ uppkaupagreiðslunni á þremur árum,“ sagði Sigríður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.