Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 26
26 E SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Rauð íslensk kartafla. Fyrstu jarðeplin á Islandi Kartöfíuupptaka með gamla laginu íkartöfíu- garðinum í landi Ystu-Víkur á Svalbarðsströnd. NÚ þegar nýjar íslensk- ar kartöflur eru komnar í verslanir frá kartöflubændum og þeir fjölmörgu sem rækta sjálfir til eigin nota eru nýbún- ir að taka upp úr görðum sínum er ekki úr vegi að líta til baka og rifja upp nokkur brot úr sögu kart- öflunnar. Kartaflan hefur verið lof- sungin sem „gjöf af himnum“ og „brauð jarðar" enda var hún mikil blessun fyrir almúgann í Evrópu þegar hún barst þangað. Þá upplifðu margir fyrst þá tilfinningu að verða mettir. Stórskáldið norska, Knut ' Hamsun, hyllir kartöfluna í bók sinni GRÓÐUR JARÐAR sem Helgi Hjörvar hefur þýtt. Þegar kornakr- arnir voru brunnir upp vegna þurrka hjá ísak var allt undir kartöflunum komið, en gefum skáldinu orðið: „Hvernig var um kartöflurnar? Voru þær bara kaffitegund frá fram- andi landi og hægt að vera án þeirra? O-kartaflan er óviðjafnanlegur ávöxtur, hún þrífst í þurrki, hún þrífst í vætu, hún vex. Hún lætur ekki veðrið á sig fá og þolir mikið, ef ofurlítið er að henni hlynnt af mann- inum, þá launar hún það fimmfalt aftur. Já, kartaflan hefur ekki safa vínþrúgunnar, en hún hefur kjöt kastaníunnar, það er hægt að steikja > hana eða sjóða hana og hafa hana til alls. Maðurinn getur verið brauðlaus, en hafi hann kartöflur er hann ekki matarlaus. Kartöfluna má steikja í heitri ösku og hafa til kvöldmatar, það má sjóða hana í vatni og hafa til morgunmatar. Hvað þarf hún í við- meti? Lítið, kartaflan er nægjusöm, ein skál af mjólk, ein sfld er nóg með henni. Ríkismaðurinn hefur smjör við henni, fátæklingurinn dýfir henni í örlítið salt á skál. ísak gat á sunnu- dögum leyft sér að renna henni niður með einum rjómasopa úr mjólkinni ^úr henni Gullhyrnu. Vanmetin og blessuð er kartaflan!" Með sínu alhliða næringargildi er kartaflan sem sköpuð fyrir okkur. Höfundur minnist þess einu sinni er hann var viðstaddur umræðu nor- rænna landbúnaðarfræðinga um það hvaða fæðutegund skyldi velja ef ein- ungis mætti velja eina til að lifa á. .j Eftir miklar umræður varð niður- Kartaflan hefurverið lofsungin sem „gjöf af himnum" og „brauð jarðar" enda var hún mikil bless- iFivffti i*C/i- r * \ ^ y | rb"nkanT un fynr almugann i Evropu þegar hún barst þangað. Sigurgeir Ólafsson rekur sögu kartöflunnar í Evrópu, landnám hennar á íslandi og gerir grein fyrir afbrigðunum þremur sem er að finna í Norræna genbankanum. staðan sú að menn myndu velja kart- öfluna. Segja má að stór hluti írsku þjóðar- innar hafi lifað á kar- töflunni nánast einni saman áður en kartöflumyglan eyði- lagði uppskeruna árin 1845 og 1846 með mjög afdrifaríkum afleiðing- um, hungurdauða og landflótta. Þrátt fyrir að dregið hafi úr hefð- bundinni kartöflun- eyslu með breyttum neysluvenjum og auknu framboði á alls konar hráefni til mat- argerðar er hún enn fastur hluti flestra máltíða hjá bæði ungum sem eldri. Kartaflan er síung og nýtingar- möguleikar hennar endalausir. Hún er soðin með öllum mat, brúnuð með steikinni og bökuð eða í salati með grillmatnum. Hún er djúpsteikt sein „frangkar kartöflur" með kjúkling- um, hamborgurum og steiktum físki. Hún er í vaxandi mæli notuð í ljúf- fenga ofnrétti (gratín) og salöt. Loks má nefna notkun hennar í flögur, skrúfur og strá sem brakandi snakk. Fyrstu kartöflur í Evrópu Talið er að kartaflan hafi borist eftir tveimur leiðum til Evrópu. Ann- ars vegar kom hún frá Suður-Amer- íku til Spánar um 1570 og barst þaðan um Ital- íu til Belgíu. Philippe de Sivry, héraðsstjóri í Mons í Belgíu, sendi ár- ið 1588 kartöflur til hins fræga grasafræðings Clusiusar (Jules Charl- es de l’Eeluse) í Vín sem skráði niður lýsingu á þeim. Frá þessum spænska uppruna fór kartaflan um alla Evrópu sem grasa- fræðilegt fágæti. Um tveimur áratugum eftir að kartaflan barst fyrst til Spánar er talið að hún hafí borist til Eng- lands frá Ameríku. Enski læknirinn og grasafræðingurinn John Gerard lýsti henni þar árið 1596 og segir hana komna frá Virginíu í N-Amer- íku. Fræðimenn eru sammála um að það fái ekki staðist því kartaflan var ekki komin til N-Ameríku á þessum tíma. Goðsagnir hafa tengt aðal- smennina og landkönnuðina Sir Francis Drake og Sir Walter Raleigh við komu kartöflunnar til Evrópu en það þykir nú ólíklegt að þeim beri sá heiður. Francis Drake sá kartöflur í Chile árið 1578 en hann kom ekki til Englands fyrr en árið 1580 og er því nær útilokað að hann hafi komið með lifandi kartöflur með sér. Auk þess er til lýsing grasafræðingsins Clus- iusar árið 1581 á þeim plöntum sem Drake hafði með sér og er kartöfluna þar ekki að finna. Sagt er að Walter Raleigh hafi séð og tekið með sér kartöflur í einni ferða sinna en ekki er vitað til þess að hann hafi farið þar sem kartöflur var að finna á þeim tíma. I einhverjum tilvikum má skýra óvissu í gömlum heimildum með ruglingi við annan svipaðan, en þó óskyldan, jarðarávöxt, sæthnúða, sem upprunnir eru frá svæðinu kringum Karabíska hafið. Sæthnúð- ar heita á ensku „sweet potato“ eða sætar kartöflur og er kartöfluheitið „potato" (á ensku) og hinar ýmsu myndir þess s.s. potet (á norsku), potatis (á sænsku), patetur o.fl. reyndar leitt af heiti þessa jarðávaxt- ar. A spænsku heita sæthnúðar „batatas" og kartöflur „patatas“ sem er í raun samruni á gamla Inkaheit- inu „papa“ og orðinu „batatas“. Aðr- ar algengustu orðmyndirnar sem notaðar eru um kartöfluna eru ann- ars vegar samlíkingin við epli, s.s. jarðepli, pomme de terre (á frönsku) og aardappel (á hollensku) og hins vegar samííkingin við jarðsveppi sem á ítölsku hétu tarfufi eða tartufoli og varð að tartuffolo (á ítölsku, nú reyndar patata), cartoufle (gamalt heiti á frönsku), kartoffel (á dönsku og þýsku) og kartafla hjá okkur. Fyrstu kartöflur á íslandi Bimi Halldórssyni, prófasti í Sauðlauksdal við Patreksfjörð, er yf- irleitt eignaður heiðurinn af því að hefja kartöflurækt á Islandi og er hann vel að þeim heiðri kominn. Hann mun þó ekki hafa verið sá íyrsti sem setti niður kartöflur í ís- lenska mold. í 6. bindi af Sögu ís- lendinga (1751-1770) eftir Þorkel Jó- hannesson kemur fram að hinn þýskættaði sænski barón Friederich Wilhelm Hastfer setti niður kartöfl- ur á Bessastöðum vorið 1758. Heim- ild Þorkels gæti m.a. verið bréf Magnúsar Gíslasonar, amtmanns, til Rentukammersins (danska fjármála- ráðuneytisins) dags. 28. september 1758 þar sem kemur fram að kartöfl- ur (potaters) hafi verið settar niður og að Hastfer muni skýra nánar frá því. Bjöm pantaði reyndar kartöflur 1758 en þær komu ekki fyrr en 6. ágúst 1759 frá Kaupmannahöfn og setti Bjöm þær í ker ásamt mold og fékk smáhnýði undan þeim í október. Þessi ber setti Björn niður 1760 ásamt nýju útsæði sem hann fékk með skipinu þ. 4. júní. Prófastur Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum á Álftanesi og Jón Bjamason, prestur á Ballará á Skarðströnd, settu einnig niður kartöflur á þessum áram. Upp úr 1780 fara kartöflur að berast með skipunum frá Kaupmannahöfn og dreifðu ráðamenn þeim til lands- manna. Hafa þær verið af þeim af- brigðum sem þá vora ræktuð í Dan- mörku á þeim tíma en einnig komu kartöflm- frá Vesturheimi. Jónas Benediktsson, fyrram bóndi í Fjósa- tungu í Fnjóskadal, segir frá því í riti sínu Fáein orð um ræktun jarðepla frá árinu 1856 að árið 1807 hafi komið skip til Akureyrar frá Vesturálfu með hveiti, hrísgrjón og lítið eitt af jarðeplum. Hafi Hans Wilhelm Lever kaupmaður, sem var mikill áhugamaður um kartöflurækt, feng- ið þessar kartöflur, sett niður og dreift síðan útsæði til annarra. Einn- ig er líklegt að brottfluttir Vestur- Islendingar hafí einhvern tíma sent kartöflur á sínar heimaslóðir. Aðumefndur Hastfer barón kom hingað 1756 á vegum danskra stjórn- valda til að setja upp fjárræktarbú við Elliðavatn. Hafði hann keypt kjmbótahrúta í Svíþjóð og kom hing- að með 10 hrúta af ensku kyni ásamt sænskum fjárhirði, Bottschach að nafni, er starfað hafði á fjárbúi Jonas Alströmers í Svíþjóð. Arin 1758 og 1759 komu fleiri hrútar, m.a. spænskir Merínó hrútar, og er talið að hrútar þessir hafi borið með sér fjárkláða og verið valdir að fyrri fjárkláðaplágunni er lauk árið 1779. Það er einmitt áðurnefndur Jonas Alströmer sem talinn er eiga heiður- inn af því að útbreiða kartöflurækt í Svíþjóð þótt aðrir hafi reyndar áður verið farnir að rækta kartöflur þar í landi. Jonas Alströmer var sænskur konsúll í London þar til hann árið 1723 yfirgaf England og hélt til Frakklands og Hollands. Alströmer tókst að taka með sér til Svíþjóðar ýmsar vörar og tæki, einkum til vefnaðar, ásamt sérþjálfuðum verka- mönnum frá þessum löndum þrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.