Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 E 15 Fiæðslumiðstöð RejÆqavíkur Skólastjóri Laus er staða skólastjóra við nýjan grunnskóla við Maríubaug í Grafarholtshverfi í Reykjavík sem verður grunnskóli fyrir 1.-10. bekk. Áformað er að hefja skólastarf í nokkrum árgöngum í lausum stofum haustið 2001, Gert er ráð fyrir að skólastjóri taki virkan þátt í víðtæku samstarfi um undirbúning á innra starfi skólans og hönnun byggingar, með þátttöku fagfólks og aðila úr atvinnulífinu og íbúa úr hverfinu. Meginhlutverk skólastjóra er að: ■ stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans ■ veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi Leitað er að umsækjenda sem: • er reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi • hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af kennslu og stjórnun • hefur kennaramenntun, en framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis eða kennslufræði æskileg » ■ er lipur í mannlegum samskiptum Skólastjóri verður ráðinn í 1/3 starfs frá 1. janúar 2001 og í fullt starf frá 1. júní. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og störf, ennfremur gögn og upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála, auk annarra gagna er málið varðar. Upplýsingar gefur Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, netfang: ingunng@rvk.is sími 535 5000 Umsóknarfrestur er til 13. nóvember nk. Umsóknir sendist Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík Utanríkisráðuneyti Kanada Utanríkis- og Utanríkisviðskiptaráðuneyti Kanada óskar að ráða menn til eftirfar- andi fullra starfa við nýtt sendiráð, sem verður opnað á íslandi vorið 2001. Gert er ráð fyrir varanlegri búsetu í Reykjavík. 1. Stjórnunarfulltrúi (Administrative Assistant): Menntunar- og hæfniskröfur: — Viðskiptaskólapróf og góð bókhaldsþekking. — Reynsla í skipulagshæfni. — Þekking á sviði tölvuvinnu. — Góð málakunnátta í íslensku og ensku. Frönskukunnátta er æskileg. 2. Bifreidarstjóri/Vidgerdarmaður („Driver/Handyman") Menntunar- og hæfniskröfur: — Bifreiðastjórapróf og góð akstursreynsla. — Viðhaldskunnátta og handlagni. — Góðir samskiptahæfileikar. — Góð málakunnátta í íslensku og ensku. Fyrir bæði ofangreind störf mun sendiráðið greiða samkeppnishæf laun og önnur kjör. Hefja þarf störfin í Reykjavík 15. janúar—1. febrúar 2001. Æviágrip á ENSKU með umsóknum um störfin sendist fyrir þriðjudaginn 31. októ- ber 2000 á eftirfarandi: Thomas Bellos. Canadian Embassv. Wærgelandsveien 7, 0244 Oslo, Noreqi. í umsóknum skal taka fram heimilissíma og farsíma til að auðvelda skipulagningu viðtala við umsækjendur, sem fram þurfa að fara í Reykjavík 13. —17. nóv. 2000. Nánari upplýsingar um framangreind störf má fá í síma 0047 22 995300 í Noregi eða í tölvupósti: thomas.bellos@dfait-maeci.ac.ca Ráðningarþjónustan Iílönnun man2mAn laloodl Nóatúnshúsinu, Nóatúni 17 5 115 115 áJL (5 ellefu 5 ellefu 5) www.monnun-man2man.is Framtíðarstarf Óskum eftir að ráða starfsmann í véla- og verk- færaverslun okkar. Við leitum að starfsmanni vönum verslunarstörfum með haldgóða þekk- ingu á þörfum málm- og tréiðnaðar. ístækni ehf., Nethyl 2,110 Reykjavík, sími 510 9100. Vantar þig hlutastarf eða fullt starf? Störf við ræstingar í fyrirtækjum og stofnunum á öllu höfuðborgarsvæðinu: ■ Morgunstörf í Hafnarfirði frá kl. 8. ■ Fullt starf í austurhluta borgarinnar. Vinnutími kl. 8-16. ■ Hálft starf í austurhluta borgarinnar. Vinnutími fyrri part dags. ■ Hlutastörf eftir kl. 17. Tveggja til fimm tíma vinna á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. ■ Aðalræstingar, hreingerningar. Vinnutími óreglulegur, vaktavinna. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. Umsóknareyðublöð á skrifstofu ISS íslands að Ármúla 40, 3.hæð. Upplýsingar veittar í síma 5 800 600 f.o.m. þriðjudegi 17. okt. Netfang: olof@iss.is Hjá ISS ísland starfa yfir 500 manns á aldrinum 17—80 ára. Starfsmenn fá kennslu og þjálfun og bestu áhöld og efni sem völ erá. Einnig fá starfsmenn stuðning frá ræstingar- stjórum og flokkstjórum. Hjá okkur er gott að vinna. 11 ísland W^^mBam^aaaaaBmaaaammamamaamamaaaaamBMaaaraaaaBM, Sh Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Leikskólinn Reykjakot Leikskólakennari Leikskólinn Reykjakot, Krókabyggð 2, Mosfellsbæ, óskar eftir að ráða leik- skólakennara til starfa. Vinnutími og starfshlutfall er samkvæmt samkomu- lagi. Um kjör fer samkvæmt kjarasamn- ingi Félags íslenskra leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga, ásamt sér- samningi leikskólakennara í Mosfellsbæ við bæjaryfirvöld. Aðstoð í eldhúsi Leikskólinn óskar ennfremur eftir að ráða starfsmann til aðstoðar í eldhúsi. Um er að ræða 50% starf, frá kl. 12.30 — 16.30. Um kjör fer samkvæmt kjara- samningi Starfsmannafélags Mosfells- bæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri, Margrét Pála Ólafsdóttir, í síma 865 6310. Shellstöðin Eskifirði Leitum að áhugasömum aðila til að taka við rekstri Shellstöðvarinnar á Eskifirði en þarer rekinn söluskáli ásamt veitingasölu. Shellstöð- in, sem er nýuppgerð, er eina bensínstöðin í bænum. Tækifæri fyrir einstakling eða sam- hent hjón til að byggja upp sjálfstæðan at- vinnurekstur og vinna að frekari þróun verslun- ar og þjónustu á staðnum. Umsóknir sendist starfsmannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4,108 Reykjavík. Fax 560 3888. Nánari upplýsingar veitir Rebekka Ingv- arsdóttir starfsmannastjóri Skeljungs hf. í síma 560 3800. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.