Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Paul Bowles látinn Er þá genginn síðasti „útlaginna úr þeim áhrifaríka hópi amerískra listamanna sem lýsti frati á vestræna siðmenningu og • • A verðamætamat, segir Ornólfur Arnason um höfund „The Sheltering Sky“. BANDARÍSKI rithöfund- urinn og tónskáldið Paul Bowles lést 18. nóvember í heimabæ sínum, Tanger í Marokkó, 88 ára að aldri, eftir erfið og langvarandi veikindi. Er þá genginn síðasti „útlaginn", þ.e.a.s. hinn síðasti af þeim stóra og áhrifa- ríka hópi amerískra listamanna sem lýsti frati á siðmenningu þjóðar sinnar og allt vestrænt verðmæta- mat og dæmdi sjálfan sig í útlegð frá siðum og gildum samtíðar sinn- ar. Flestir af bestu vinum Bowles, t.d. bítnikkarnir WOliam Burr- oughs, Allen Ginsberg og Brion Gysin voru utangarðsmenn í menn- ingarlegum skilningi. Aðrir úr nán- 1 asta vinahópnum, t.d. Gore Vidal, Ti-uman Capote, Tennesse Willi- ams, breska leikskáldið Joe Orton og franska leikskáldið Jean Genet, voru „útlagar" vegna efhis og af- stöðu í listsköpun þeirra. En elsti útlaginn, Paul Bowles, sá sem allir hinir sóttu til visku og andlega end- urhleðslu áratugum saman, var sá eini sem hélt útlegðina staðfastlega út í bókstaflegustum skilningi, ná- kvæmlega 50 í Tanger á hinu veður- blásna norðvesturhomi Afríku. Paul Bowles vakti komungur at- hygli í fæðingarborg sinni, New York, sem tónskáld. Hann var nem- andi Aarons Copland og samdi heil- mikið af leikhústónlist, m.a. eina óp- eru. Hann kvæntist Jane Auer sem skrifaði allmörg eftirtektarverð verk undir nafninu Jane Bowles. Þau hjón vom miklar stjömur í söl- um fræga og fína fólksins íyrir og eftir heimsstyrjöldina síðari bæði á Manhattan og í París, áður en þau sneru baki við heimsins skrami og skarkala árið 1949 og settust að í Tanger. Hjónabandið var vægast sagt stormasamt en þó máttu Paul og Jane vart hvort af öðra sjá. Jane lést á geðsjúkrahúsi í Malaga árið 1973. Bowles var frá upphafi nokkur huldumaður og eftir að hann dró sig út úr siðmenningunni og tók að skrifa skáldverk í stóram stíl varð mjög hljótt um hann nokkra áratugi enda þótt bækumar kæmu út í Bretlandi og Bandaríkjunum tak- mörkuðum, næstum útvöldum hópi til mikils yndis. Mig minnir að það hafi verið Tennessee Williams, góð- vinur Pauls, sem eyddi mörgum mánuðum ár hvert í Tanger til að vera samvistum við hann, sem sagði að Paul Bowles væri bara frægur meðal fræga fólksins. Þetta tók að breytast fyrir u.þ.b. 20 áram og ekki síst eftir að það spurðist að The Rolling Stones hefðu farið í píla- grímsför til Tanger tO þess eins að setjast við fótskör þessa manns. Bækur Paul Bowles skipta tugum og era af margvíslegum toga, skáld- sögur, smásagnasöfn og ritgerða- söfn auk einnar ljóðabókar og sjálfs- ævisögu. Skáldsögumar fjalla allar um amerískar persónur í Norður- Afríku og sögusvið smásagnanna er næstum alltaf fram- andi umhverfi: Mexíkó, Sri Lanka, Tafland og þó sér: staklega Marokkó. í smásögum sínum og ritgerðum um lífið í Marokkó, ásamt frá- sögnum, fornum text- um í ljóðrænum bún- ingi bregður Bowles upp einstaklega áhrifamiMlli mynd af heimi múslíma í Norður-Afríku, tilvist og viðhorfum fólksins sem þar býr. Bowles er í hugum hins sívaxandi fjölda sem les bækur hans orðinn eins konar Arabíu-Lawrence okkar tíma. Þegar litið er yfir höfundarverk Pauls Bowles er sennflegt að margir telji smásögumar sterkasta fram- lag hans tfl heimsbókmenntanna, því margar þein-a era að dómi þess sem þetta ritar með því magnaðasta sem mönnum hefur tekist að koma á blað, bæði hvað varðar listfengi og skarpskyggni. Gore Vidal segir í formála heildarsafns smásagnanna sem út kom árið 1979 að hann telji smásögur Pauls Bowles meðal þeiiTa allra bestu sem skrifaðar hafi verið af Ameríkumanni. Þá hefur Bowles unnið mikið þrekvirki með því ýmist að skrá- setja eða þýða á ensku verk marokkóskra höfunda, sem sumir hafa hlotið útbreiðslu um allan heim í kjölfar þess, svo sem Mohammed Choukri, Mohammed Mrabet og Larbi Layache. Undanfarna tvo áratugi hafa bækur Bowles verið endurprentaðar aftur og aftur í stærri og stærri upplögum, og eftir að Bertolucci kvikmyndaði skáld- söguna „The Sheltering Sky“, með John Malkovich og Debra Winger í aðalhlutverkum, rennur allt sem ber nafn Paul Bowles út eins og heitar lummur. Sá sem ritar þessar línur heim- sótti Paul Bowles á heimili hans í Tanger fjTÍr tveimur árum og átti við hann viðtal sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 18. október 1997. Hann hafði þá fyrir nokkrum mánuðum greinst með krabbamein og var nýkominn heim frá Madrid þar sem hann hafði gengist undir skurðaðgerð. Heflsa Pauls var bágborin og er mér ekki kunnugt um að neins staðar hafi birst við hann blaðavið- töl síðan. Spurt var m.a. um ástæðuna fyrir því að Paul Bowles settist að á þessum útnára verald- ar, hvort þar hafi verið um að ræða tóma ævintýraþrá ungs manns eða hvort það hafi verið vegna töfra sem hann kallar svo í frásögn af fyrstu heimsókn sinni tfl Tanger. „Ætli ég hafi notað orðið töfrar sem samheiti fyrir allt sem var yndislegt, óþekkt og dularfullt,“ segir Bowles. „Eg gerði engar áætl- anii- fram í tímann. Það er langbest fyrir mann að vita ekki hvað muni gerast og taka bara því sem að höndum ber. En auðvitað era ferða- lög líka í ætt við flótta og ég held að svo sé enn hjá mörgu fólki. Fyrir mig var nauðsynlegt að flýja frá því hvar ég var, hver ég var og hvað ég vissi. Sumir kalla það að flýja sið- menninguna.“ Skáldsögur Bowles fjalla allar um Vesturlandabúa sem koma til Norð- ur-Afríku _og verða innfæddum að „bráð“. Eg spyr hann hvemig standi á að honum sé þetta efni svona hugleikið og hvort hann telji þetta yfirleitt hlutskipti Ameríku- manna sem hingað koma. „Ég held að margir séu gripnir þeirri tilfinningu þegar þeir koma hingað og ganga hér um strætin,“ segir Bowles, „að þeir séu bráð harkaranna, sem abbast upp á þá og reyna að selja þeim eitthvað, að þeir séu þama til þess að sjá innfæddum iyrir viðurværi. Þetta er svipað í flestum borgum Marokkó. Ég hef oft sagt að maður er bráð þeirra í ákveðnum skflningi. Þeir vekja hjá manni þá tilfinningu að þeir séu maurar en við séum blaðlýsnar þeirra." Og hann bætir við, glettinn á svip: „Það er sagt að kristnir menn séu skapaðir tfl viðurværis fyrir múslíma." Þá spyr ég um ýmislegt sem Bowles hefur sagt um samskipti okkar og múslíma, t.d. að þeir líti ekki á okkur sem raunverulegt fólk, þeir fari tfl himna en við höfum enga sál, svo að við séum ekki til, heldur séum við bara skuggar. „í sögum þínum mistekst vest- rænu söguhetjunum alltaf að ná sambandi við múslímana," segi ég. „Er þetta í samræmi við þína eigin reynslu af áratuga nánu samneyti við innfædda?" “Það er ekki hægt að ná nema takmörkuðu sambandi við þá sem hafa gerólík viðhorf," segir hann. „Þú nærð ekld sambandi við þann sem hefur gerólík viðhorf, að minnsta kosti ekki fullkomnu sam- bandi.“ Nú hlær Bowles og bætir svo við: „Algert samband milli fólks er hvort sem er ómögulegt. Ég hef aldrei getað myndað fullkomið samband við kristna menn, hvað þá múslíma.“ Rætt var um þá aðferð hans að undirbúa aldrei neitt heldur setjast niður með auða síðu og byrja að skrifa það sem kemur upp úr tóm- um huganum. „Ertu þá að reyna að tengja beint við undinneðvitundina? Líturðu á hána eins og Jung og Freud, eins og 9/10 af ísjakanum?" spyr ég. “Já, þar er það sem Gertrad vin- kona mín Stein kallaði granneðlið,“ segir Bowles. „Er það innihald verkanna, kjarainn?" spyr ég. „Já, það skiptir nefnilega ekki svo miklu máli hvað maður hugsar," segir hann, „heldur miklu fremur hvað manni finnst og hver maður er og hvað maður er.“ Paul Bowles hefur nú kvatt þenn- an heim. Genginn er vitur og sterk- ur listamaður, Nestor allstórs hóps sem fann til andlegs skyldleika við þennan mann, þótt sérkennflegur væri. í staðfastri leit sinni að kjarn- anum, hinum hreina tóni og innsta eðli, var hann hugsjón listamanns- ins holdi klædd, í senn aðdáunar- verð, vonlaus og lífsnauðsynleg. Paul Bowles Fjölskyldan og fyrirtækið BÆKUR Þýdil skáidsaga BÚDDENBROOKS eftir Thomas Mann. Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir íslenskaði. Fjölvi, Reykjavík 1999.591 bls. ÞEGAR Thomas Mann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1929 tók sænska akademían sérstaklega fram að það væri fyrir hans fyrstu skáldsögu, Búddenbrooks, en einum háttvirtum nefndarfulltrúa hafði mislíkað frjálslyndur boðskapur Töfrafjallsins, sem út kom árið 1924 og var hans /netnaðarfyllsta verk r fram að því. í því samhengi er at- hyglivert að Mann var aðeins 25 ára gamall þegar Búddenbrooks kom út árið 1901 en fyrir hana öðlaðist hann heimsfrægð og var samstundis skip- að í fremstu röð evrópskra rithöf- unda. Bók þessi hefur síðan reynst hans vinsælasta verk og fest sig í sessi sem eitt af öndvegisritum al- darinnar. Bókin er fjölskyldusaga sem rek- ur örlög Búddenbrooks-ættarinnar, velmegandi kaupmanna í Lúbeck í Norður-Þýskalandi, í gegnum fjórar kynslóðir með sérstakri áherslu á 1 uppgang og, hnignun fjölskyldufyr- irtækisins. Aður en eiginlegur lest- ur hefst er lesanda reyndar gert kunnugt um væntanlega stefnu at- burðarásarinnar þar sem undirtitill verksins er „hnignunarsaga kaup- mannsættar". Sagan hefst þó á glað- væra augnablfld þar sem fjölskyld- j an vermir nýtt húsnæði sitt við Mengstræti með miklu kvöldverð- arboði þar sem fyrirfólk bæjarins er viðstatt. íburðannikið húsið endur- speglar velgengni fjölskyldufyrir- tækisins og virðuleiki gestanna sýn- ir fram á mikflvæga stöðu ættarinnar í borgarsamfélaginu. Þama kynnumst við þremur kyns- lóðum ættarinnar, Jóhanni Búdden- brook, höfði fjölskyldunnar, og eig- inkonu hans Antoinette, syni þeirra konsúlnum Jean og eiginkonu hans Betsý ásamt börnum þeirra Tóný, Tómasi og Kristjáni. Bömin síð- astnefndu skipa lykflhlutverk í sög- unni og er mestum hluta hennar varið í að lýsa afdrifum þeirra. Tóný giftist, Tómas axlar ábyrgð fjöl- skyldufyrirtækisins meðan Kristján reynist hálfgerð landeyða, það vott- ar fyrir listrænum hæfileikum og áhuga, en viljann skortir. En þótt fögnuður rfld þetta kvöld í upphafi sögunnar skyggir bréf frá syni Jóhanns úr fyrra hjónabandi, Gotthold, á hamingjuna. Hann kvartar yfir sinnuleysi föður síns og krefst hluts í íjölskylduauðinum. Jó- hann gamli neitar að eyða meiri tíma í þetta mál og stendur fast á fyrri ákvörðun sinni að láta ekki eft- ir Gottholdi. Jean hefur hins vegar ígrandað mál hálfbróður síns vand- lega og er ekki fyllilega sammála föður sínum en fylgir úrskurði hans vegna hagsmuna fyrirtækisins. Hér gefur að líta þróun sem augljósari verður eftir sem líður á söguna. Með hverri kynslóð verður Búdden- brooks-ættin innhverfari, íhugulli og tilfinninganæmari. Það helst í hendur við þverrandi hæfni til að valda hlutverki sínu í vægðarlausum viðskiptaheiminum. Með nokkurri íróníu er þetta hin raun- verulega hnignun sem undirtitill bókarinnar vís- ar til. Undir stjóm Tóm- asar á fyrirtækið reyndar eftir að njóta mestrar velgengni og hann sjálfur komast tfl æðri metorða en áður vora dæmi um í fjölskyldunni en hnign- unin er hafin og í raun óafturkallanleg, enda þótt allt virðist leika í lyndi, eða eins og Tómas segir síðar við. systur sína, Tóný: „Ég veit nefnilega nokkuð sem þú veist ekki. Ég veit, að því er oft þann veg farið, að ytri tákn, hin sjáanlegu og áþreifan- legu merki hamingju og velgengni koma þá fyrst í ljós, þegar í raun og sannleika tekur að halla undan fæti. Vel má vera að stjaman sé að slokkna eða þegar brannin út, þegar ljósið skín sem skærast.“ Tómas er sá afkomandi Búddenbrooks-ættar- innar sem skín skærast, en það er aðeins á yfirborðinu, í raun og vera er hann útbranninn þegar hér er komið sögu. Hnignun ættarinnar verður síðan bersýnileg þegar sonur hans, Hannó, fæðist, veiklulegt og listhneigt bam sem enga hæfileika hefur tfl stjómsýslu. I myrku þunglyndi spyr Tómas sig hvort hann sé hagsýnn maður, eins og afinn Jóhann, eða skýjaglóp- ur, eins og bróðirinn Kristján, og færir þar í orð þá togstreitu sem Mann leggur sögunni tfl grundvall- ar. Lífskrafturinn, sem birtist í markvissum viðskiptaháttum og ög- uðu lífemi eldri kynslóða Búdden- brooks-ættarinnar, víkur fyrir sveimhygli, þ.e. listhneigð, ímynd- unarafli og naflaskoðun. Mann gef- ur sterklega í skyn að síðastnefndu eiginleikamir hafi lítið gagnast komkaupmönnum síðustu aldar. Atök lífskraftsins og listhneigðar- innar eiga rætur að rekja tfl heim- speki Þjóðveijans Friedrichs Nietz- sches, sem lést um svipað leyti og sagan kemur út, en fræði hans lituðu fleiri verk Manns. í verkinu Fæðing harmleiksins leitast Nietzsche við að skýra upprana grísku harmleikjanna, og varpa um leið ljósi á samtíma sinn, og not- ar átök milli guðanna Apólóns og Díónýsus- ar sem eins konar myndhverfingu fyrir andstæðar hliðar í mannlegu eðli. Þar stendur hinn fyrmefndi fyrir agaða formfestu en hinn síðari fyrir form- leysi og óreiðu. Eðli Díónýsusar var nauðsynlegt listrænum þroska, hélt Nietzsche fram, því án vímugefandi eiginleika hans var hætt við að menningin staðnaði. En Apólóns var þörf tfl að beisla yilltan sköpunar- kraft Díónýsusar. í hnignunarsögu Búddenbrooks-fólksins teflir Mann fram þessari tvíhyggju og tengir bagaleg örlög ættarinnar því að ekki tekst að samræma andstæðumar. Með Töfrafjallinu og Doktor Fástus átti Mann eftir að skdpa sér í sveit módemista, en hér í sinni fyrstu bók skrifar hann að mörgu leyti sem nítjándu aldar höfúndur. Formgerð skáldsögunnar sækir hann þó frekar tfl raunsæishefðar meginlandsins og natúralismans en þýskrar skáldsagnahefðar, en eitt sinn sagði Mann Búddenbrooks vera „fyrstu og einu“ þýsku natúral- ísku skáldsöguna. Bókin er þó í miklum tengslum við þýska menn- ingu og þann tíma sem hún spannar, eða frá 1835-1880. Heimsmálin koma reyndar sjaldnast beint við sögu, drepið er á þau yfir kaffibolla og vindlingi að lokinni kvöldmáltíð, eða árla morguns í samræðum við rakarann, en lífð í Lúbeck gengur jafnan sinn vanagang burtséð frá hræringum í hinum stóra heimi. Brúðkaup, bameignir og kapítal fyrirtækisins skiptir sögupersónur meira máli en byltingar og styrj- aldir. Sagan nýtur sín reyndar til fulls þar sem dregin er upp mynd af lífemi og háttum efri-mfllistéttar- innar og gerir Mann það af mikflli þekkingu og innsæi. Hann nær að mála gráan hversdaginn skæram litum og þó sagan sé löng er hún oft- ast hnitmiðuð. Eitt sinn þegar uppi er fótur og fit í bæjarlífinu segir sögumaður: „Hvílík eftirvænting og hvílíkur undirróður. Gestur, sem kominn er til að virða fyrir sér minj- ar frá miðöldum og yndislegt um- hverfi borgarinnar, hann verður einskis var. En undir yfirborðinu ólgar og sýður.“ Þetta er hin ágæt- asta lýsing á yfirvegaðri frásagnar- aðferð Manns í verkinu. Ef lesandi býst aðeins við minjagrip úr bók- menntasögunni, kann það að vera hið eina sem fyrir augu ber, en ef hann gefur sér tíma tfl að líta í kringum sig kynnist hann frásögn þar sem enn ólgar og sýður undir yf- irborðinu. Þýðing Þorbjargar Bjamar Frið- riksdóttur er lipur og sýnist mér vönduð, og full ástæða er tfl að vona að hún láti ekki staðar numið við þessa bók. Það eina sem mér finnst á vanta, og það gildir um fleiri út- gáfur á sígfldum verkum, er fræði- legur formáli eða eftirmáli, ritaður af þýðanda eða öðram. Þar mætti gera grein fyrir lífshlaupi höfundar og útgáfusögu viðkomandi verks, einkennum þess og stílbrögðum. í tilfelli Búddenbrooks hefði shkur formáli verið afar hentugur þar sem sjálfsævisöguleg tengsl bókar og höfundar era ærin, og margar pers- ónur raktar til skyldmenna Thomasar Mann, sem fæddist jú einmitt í Lúbeck inn í vel efnaða kaupmannafjölskyldu. Björn Þór Vilhjálmsson Thomas Mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.