Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Hetjan og höfundurínn. Að mati Jóns Karls tók höfundurinn við af hetjum fornsagnanna sem tákn- mynd fornrar menningarlegrar gullaldar og fyrirmynd menningar- lífs í samtímanum. Höfundurinn verður eins konar sameiningartákn þjóðarinnar,_ ímynd alls hins besta sem hún á. I stað fyllibyttunnar og skýjaglópsins er komin heilbrigð fyrirmynd framfarasamfélagsins. En hvað hefur gerst eftir Hall- dór? Nú þegar hefur nálægðin sem aðgangsharka nútímafjölmiðlunar skapar flysjað glansinn utan af höf- undinum, það er engin mýstík yfír honum lengur. Það er heldur eng- innglæsileiki yfir höfundinum, hann er ekki sjálfstæður heims- maður eins og Laxness heldur op- inber starfsmaður. Jónas lifði fyrir skáldskapinn, Laxness lifði líka af honum, höfundur dagsins reynir einungis að lifa af. Hann er einn af okkur, jónsi jóns. Hann er ekki Við- burður, hann er ekki Saga, hann er í mesta lagi ein af fréttunum í Sjónvarpinu eða á Stöð 2. Um leið og þessi róttæka afhelg- un á ímynd höfundaiins hefur átt sér stað hefur gildi hans í bók- menntunum breyst. Hann er ekki lengur upphafsmaður nema ef til vill í þeim skilningi að hann byrjar eitthvað, kemur einhverju ferli af stað. Gildi hans er orðið hið sama og túlkandans eða fræðimannsins. Þekking og menntun eru nú helstu dyggðir höfundarins, hann þarf að kunna skil á því efni sem hann vinn- ur með, þeirri hefð sem hann skrif- ar inn í. Gildi verka hans fer eftir því hversu frjóum samræðum hann er í við eldri texta, hvort hann kann að nota þá, vitna í þá. Bókmenntir samtímans fjalla um bókmenntir og höfundurinn hefur vaxið saman við fræðimanninn. Bókmenntir samtímans eru orðnar að opnu kerfí eins og franski táknfræðingurinn Roland Barthes talaði um en það var einmitt hann sem lýsti yfir dauða höfundarins fyrir þrjátíu og einu ári. Bókmenn- timar gerast á opnu svæði þar sem textar fléttast saman og mynda ósl- itinn vef. Á þessu opna svæði leikur túlkandinn lausum hala en höfund- urinn eins og við þekktum hann hefur misst hlutverk sitt. Allt bend- ir til þess að hann muni svo endan- lega leysast upp í táknabunum og sagnageri margmiðlunarinnar þar sem einn túlkandinn er í gagnvir- kum tengslum við annan, þar sem textinn á sér ekkert upphaf og eng- an endi. Hinsta andvarpið Það líður að hinsta andvarpi höf- undarins, hugtaks sem hefur drottnað yfir bókmenntunum síð- astliðnar tvær aldir. Fyrr en varir mun sennilega koma önnur klausa í stað þeirrar sem nú stendur ásamt bókfræðiupplýsingum gegnt titils- íðu í hverri bók. Hún gæti hljómað eitthvað á þessa leið: Þessi texti er öllum opinn til notkunar. Öllum afritunum, túlkun- um og umritunum af öðru tagi er fagnað með kærri þökk fyrir afnot afhefðinni sem byggt vará. Á leiksviði stj órnmálanna BÆKUR E n il n r m i n n i n g a r STEINGRÍMUR HER- MANNSSON Ævisaga II. Höf. Dagur B. Egg- ertsson. 380 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. SAGAN hefst þegar Steingrím- ur er að stíga sín fyrstu skref inn á vettvang stjórnmálanna. Varaþing- maður fyrir Vestfirði var hann kjörtímabilið 1967-71 en kosinn á þing fyrir sama kjördæmi frá og með árinu 1971. Pólitíkin var hon- um þó hvergi framandi. Hann var alinn upp „við skráargat stjórnmál- anna“ eins og hann kemst að orði sjálfur og vissi því mætavel að hverju hann gekk. Honum þótti þingflokkurinn gamaldags og svifa- seinn. Meðalaldur var hár, tæplega sextíu ár. Og allt kariar! Sjálfur var hann í tölu hinna yngri, kominn á fimmtugsaldur. í raun var hann að taka við af föður sínum sem ver- ið hafði þingmaður Strandamanna og síðar Vestfjarða eftir að kjör- dæmin voru stækkuð. En bak- grunnur Steingríms var allt annar. Faðir hans var fæddur og upp al- inn í sveit og sama máli gegndi um aðra þingmenn flokksins. Þeir voru dreifbýlismenn og þekktu náið að- stæður fólksins í þessum fámennu kjördæmum. Steingrímur var hins vegar dæmigerður borgarbúi, alinn upp í Reykjavik, menntaður í Bandaríkjunum. I Strandasýslu og á Vestfjörðum - í kjörlendi ein- búanna - bjó margur enn á forna vísu. Þingmannsefnið átti því margt ólært um mannlífið þar um slóðir. En Steingiimur sneri sér að þingmennskunni eins og hverju öðru viðfangsefni sem leysa þyrfti, þaulskipulagði vinnu sína, skrifaði hjá sér allar heimsóknir og öll sam- töl og gat því tekið upp þráðinn þegar hann fór um kjördæmið síð- ar og hitti sama fólkið. Fyrst þurfti hann að sýna sig, koma við í hveiju þorpi og knýja dyra á hverjum bæ. Engu breytti hvort þar væru fyrir flokksmenn eða andstæðingar. Og hvarvetna varð hann að þiggja veitingar. Framboðsferðunum fylgdi óhófleg kaffidrykkja. Mikil gerjun var í pólitíkinni um þessar mundir og óróleiki í land- inu. Námsmannahreyfingarnar fóru mikinn. Ungir menn á frama- braut heimtuðu sinn skerf, en margir þeirra gengu til liðs við Framsóknarflokkinn. Þeir vildu breyta flokknum úr hægfara mið- flokki í róttækan vinstri flokk með sameiningu við aðra vinstri flokka fyrir augum.Ólafur Ragnar Gríms- son er sérstaklega nefndur í því sambandi. Steingrímur kveður Eystein Jónsson hafa laðað þessa ungu og upprennandi áhrifamenn að flokknum meðan hann var for- maður. Ólafur Jóhannesson, sem tók við formennskunni 1968, hafi brugðist þveröfugt við. Til að mynda hafi hann ekki getað hugsað sér að Ólafur Ragnar kæmist til áhrifa í flokknum. „Þetta taldi ég vera lítil klókindi nema fyrir Ólafi hafi beinlínis vakað að hrekja Ólaf Ragnar og róttæklingana úr flokknum," segir Steingrímur. Og fleira bar til nýlundu á leiksv- iði stjórnmálanna. Sjónvarpið var komið til skjalanna, áhrifamesti fjölmiðillinn. Gamlir þingmenn kunnu misjafnlega á þetta tæki og rifjar Steingrímur upp minnisstæð dæmi þess. Sjálfur setti hann sér höfuðreglu sem átti eftir að nýtast honum vel: „Sá sem ætlar að koma vel fyrir í sjónvarpi verður að byrja á því að gleyma að hann sé í sjón- varpi.“ Gagnger umskipti urðu með kosningunum 1971. Viðreisnar- stjórnin féll eftir áratugar setu. Róttæk vinstri stjórn með allt önn- ur sjónarmið og andstæð markmið settist að völdum. Langmesta at- hygli vakti sú ákvörðun hennar að segja upp varnarsamningnum og láta herinn fara. Sumir fögnuðu. Aðra setti hljóða. Er þá ótalin holskeflan mesta sem yfir sögumann dundi um þetta leyti, grænu bauna málið svo kall- aða. En það bar að rétt fyrir kosn- ingarnar þetta umrædda ár. Upp- haf þess var að Þorsteinn Sæmundsson skrifaði í Morgun- blaðið nokkrar greinar þar sem hann fór ofan í reikninga Rann- sóknarráðs ríkisins og bar á for- stjórann Steingrím að hann hefði látið ráðið greiða ýmsa persónu- lega reikninga sína sem Þorsteinn tilgreindi. Steing- rimur segir rétti- lega að „aldrei hafi fyrnst fyllilega yfir þetta mál“; telur sig því verða að rekja gang þess og til- drög nú og útskýra hvemig allt var raunveralega í pott- inn búið. Ef rétt er skilið ber hann ekki brigður á að tölur þær, sem Þorsteinn tiltók, séu í sjálfu sér réttar. Hins vegar hafi „óná- kvæmni bókarans hjá Rannsóknar- ráði“, eins og hann orðar það, gefið ófullkomna eða villandi hugmynd um útgjöld og reikninga. Allt hafi verið þarna með felldu þótt annað hafi getað virst á pappírnum, fljótt á litið. Það bætti ekki aðstöðu sögumanns til að sópa þessu frá sér að hann var gróflega fjárþurfi um þessar mundir; varð í raun að velta fyrir sér hverri krónu þar sem hann hafði fyrir tveim heimilum að sjá. Fyrri kona hans í Bandaríkj- unum stefndi honum til að fá stór- hækkaðar meðlagsgreiðslur með börnum þeirra þar sem hann væri nú orðinn „öldungadeildarþing- maður“. Og hafði sitt fram. Eftir að Steingrímur var sestur á þing tók við þetta venjulega ferli með framboði á fjögra ára fresti, kosningum, stjórnarmyndunum, ráðherradómi og flokksfor- mennsku. Allt vannst þetta með tímanum og hægðinni, jafnt með kappi og forsjá. Skilja má að það hafi valdið honum vonbrigðum að hann varð ekki ráðherra þegar í stjórn Geirs Hallgiímssonar 1974. Beinast hefði legið við að hann tæki að sér menntamálin. En bóndi austan úr Mjóafirði, hvers manns hugljúfi sem engan átti öfundar- manninn, hreppti stólinn. Árið 1978 settist Steingrímur loks í ráð- herrastól, varð landbúnaðarráð- herra og ennfremur dóms- og kirkjumálaráðherra í stjóm Olafs Jóhannessonar. Hvorugan síðar nefnda málaflokkinn taldi hann vera á sviði verkfræðings. Hið síða- stalda kom honum þó mest á óvart. Enginn hafði spurt hann hvort hann tryði á guð! Þannig er ekki spurt í pólitíkinni. En endurminn- ingin um ráðherradóm þennan verður Steingrími tilefni til að gera þessa trúarjátningu þegar hann nú lítur yfir farinn veg: „Áður trúði ég á Guð því ég treysti mér ekki til að útiloka að æðra máttarvald væri til. Með al- drinum hef ég færst nær hug- myndinni um skapara, hvaða nafni sem hann nefnist. Þegar öllu er á botninn hvolft má þó kannski segja að ég hafi verkfræðilega afstöðu til trúarinnar. Hún tekur við þar sem skýi'ingum vísindanna sleppir." Sem dómsmálaráðhen-a lét Steingrímur það verða sitt fyrsta verk að líta inn hjá lögreglunni í Reykjavík. „Þegar ég heilsaði upp á starfsmennina í afgreiðslunni,“ segir hann, „var mér réttur sektar- miði fyi'ir of hraðan akstur frá því í vikunni áður. Eg greiddi sektina á staðnum og höfðu viðstaddir gam- an af.“ Söguleg var líka stjórnarmynd- un Gunnars Thoroddsens árið 1980, en Steingrími voru þá falin sjávarútvegs- og samgöngumál. Steingrímur fer næsta lofsamleg- um orðum um Gunnar, hæfileika hans, dómgreind og framkomu. Hann minnir og á að Gunnar hafi verið „yngsti maðurinn sem ennþá hefur verið kosinn til setu á Alþingi Islendinga. Enginn hefur heldur verið eldri í forsætisráðherrastóli." En erfiðasta málið á stjórnmála- ferli sínum kveður Steingrímur hafa verið kjördæmabreytinguna á níunda áratugnum sem rýrði stór- lega hlut dreifbýlisins og þar með Framsóknarflokksins. Þar sem Framsóknarflokkurinn var - hefð og uppruna samkvæmt - bænda- flokkur og bændum fækkaði jafnt og þétt taldi Steingrímur að flokk- urinn yrði að eflast í þéttbýlinu. Að öðrum kosti ætti hann ekki framtíð fyrir sér. Enda treysti hann sér ekki til að standa einn á móti hinni breyttu kjördæmaskipan. Helsta einkenni þessarar Steing- ríms sögu er - ef hún er borin sam- an við aðrar endurminningar stjórnmálamanna sem út hafa komið á undanförnum árum - hversu mannlega þættinum er gef- ið mikið rúm í frásögninni. Þurr upptalning á fundasetum og papp- írsgögnum, ræðum og þingsálykt- unartillögum, íþyngja ekki lesa- ndanum. Hvar sem Steingrímur fer deilir hann kjörum með fólki. Mannlýsingar hans era með ágæt- um. Má þá síst gleyma hlut höfund- arins. Dagur B. Eggertsson er ekki blaðamaður eða rithöfundur eins og ætla mætti. Hann er nýútskrif- aður læknir. Þessi frumraun hans á sviði ritlistarinnar hlýtur því að teljast athyglisverð og í raun og veru glæsileg. Eftirmáli hans mætti og verða leiðarvísir hverjum þeim sem hér eftir tekst á hendur að skrásetja sögu stjórnmála- manns. Erlendur Jónsson Snorra-Edda BÆKUR I! a r n a b « k FERÐ EIRÍKS TIL ÁSGARÐS eftir Lars-Henrik Olsen í þýðingu Guðlaugs Richter. Myndir: Erik Iljorth Nielsen. Mál og menning, 178 bls. RÚMLEGA tveim öldum eftir að Þorgeir nokkur skreið undan feldi og sagði að sennilega yæri bezt að hafa einn sið í einu landi, setti Snorri Sturluson saman bók sem hét, og heitir enn, Edda. Þó ætlan Snorra hafi án efa verið sú að rita „kennslubók“ í skáldskaparfræðum - nokkurs konar sýnisbók kenninga og heita - er hún grundvallarheim: ild um norræna goðafræði. I kristnu landi varð hann að beita brögðum við að koma þessu efni frá sér, svo enginn færi nú að saka hann um einhverja niðurrifsstarf- semi eða guðlast. Þess vegna bjó Snorri til ramma í samræðustíl; Gylfi ræðir við Há, Jafnhá og Þriða í Gylfaginningu og Ægir við Braga í Skáldskaparmálum. 1986 skrifaði Lars-Henrik Olsen nokkuð langa sögu, Erik menn- eskeson, hálfgerða nútímaútgáfu Eddu. í íslenzkri þýðingu er sög- unni skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn, Ferð Eiríks til Ás- garðs, er í raun kynning á norrænu goðunum og sögnum af þeim. Farin er sú leið að Þór kemur til Jarðar, í þrumuveðri að sjálfsögðu, nær í Eirík, 13 ára,borgarbarn nútímans, og flytur til Ásgarðs. Á leiðinni seg- ir Þór Eiríki frá upphafi heimsins; ginnungagapi, Ými, Auðhumlu o.s.frv. Þegar til Ásgarðs kemur er greinilegt að þar er eitthvað að. Við enda Bifrastar tekur á móti þeim peðdrukkið gamalmenni með lúður og ekki er ástandið skárra í Valhöll. Astæðan: Iðunn og eplin eru horfin. Elli er komin. Hlutverk Eiríks er að finna Ið- unni og eplin sem hún gætir. Höfundur býr í sjálfu sér til nýja sögu, mitt á milli hetju- og goða- sagna, til að kynna atburði sem segir frá í eldri sögnum. Þeir eru sagðir af þeim sem þá upplifðu eða standa þeim nálægt. Þannig segir Þráður, dóttir Þórs, Eiríki frá þeg- ar faðir sinn veiddi Miðgarðsorm á línu og Þór segir honum hvernig hann endurheimti Mjölni frá Þrym - sögu sem ég hefði haldið að hann vildi aldrei þurfa að rifja upp. Með því að senda Eirík í þjálfun- arbúðir til Ulls, sonar Sifjar, gefst höfundi tími til að segja frá ásunum og þeirra högum frá fyrstu hendi. T.a.m. sleppa Eiríkur og Ullur naumlega undan Miðgarðsormi þegar þeir fara að sigla á Skíð- blaðni Freys. Þegar rætur efnisins ná svo langt aftur sem raun er í þessu tilviki - í norræna goðafræði - gæti verið freistandi að reyna að skrúfa málið upp í einhverja fyrnsku; vegna þess að þannig eru kviðurnar. Sagan um Eirík er blessunarlega laus við það, nema hvað á blaðsíðum 53 og 54 er Oðni og Þór lagður þvílíkur leir í munn að jaðrar við goðgá. Þar eiga sennilega að vera einhvers konar Eddukvæði en hver háttur þeirra á að vera hef ég ekki hugmynd um. Sagan er vel þýdd af Guðlaugu Richter. Gaman þótti mér að sjá sögnina ,,nenna“ notaða á sama hátt og í Islendingasögunum, og að ,jörð“ var skrifað með litlu joði í merkingunni ,jarðvegur“ eða „land“ en með stóra (Jörð) þegar vísað var til plánetunnar eða „m,annheima“. I lok bókar, eftir mikil hátíðar- höld í Valhöll, heldur Eiríkur loks af stað. Hann er þó ekki sendur einn í þá för. Þrúður Þórsdóttir fer með honum og svo ekkert fari milli mála hver leggja traust sitt á hann - goðin öll - er þonum gefinn hníf- ur, smíðaður af ívaldasonum, þeirr- ar náttúra að hann stækkar við hættur og einnig í samræmi við mátt andstæðingsins. Hvernig þeim vegnar í þeirri för segir í seinni hlutanum, Ferð Eiríks til Jötunheima. Vituð ér enn - eða hvat? Heimir Viðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.