Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 3
MDRGWNBLAÖIÍ) BÆKUR S-IMÐJ.UUAGUIL 23..NÓVE M»EIi A99.9 B 3 Utan við efnið Linn Ullmann BÆKUR I>ýdd skáldsaga ÁÐUR EN ÞÚ SOFNAR eftir Linn Ullmann. Solveig Brynja Grétarsdóttir þýddi. Prentvinnsla Oddi. Mál og menning 1999. LINN Ullmann er ungur norsk- ur rithöfundur sem orðið hefur heimskunn fyrir fyrstu skáldsögu sína, Aður en þú sofnar. Aður var Ullmann þekkt meðal bókmennta- fólks á Norðurlöndum fyrir bók- menntagagmýni og menningar- blaðamennsku en hún er lausamaður hjá norska blaðinu Dagbladet. IM ber ekki að leyna að uppruni hennar, en hún er dóttir Ingmars Bergman og Liv Ullmann, beindi augum margra að henni. Aður en þú sofnar er viðamikil skáldsaga, fjölskyldusaga sem ger- ist í senn í Noregi og Bandaríkjun- um. Sagan snýst að stórum hluta um brúðkaup. Það er þó ekki brúðkaupið sjálft BÆKUR Kennslubók BÓKASTOÐ Ágrip af íslenskri bókmenntasögu eftir Kristján Eiríksson og Sigur- borgu Hilmarsdóttur. 119 bls. Iðnú. Reykjavík, 1999. í KENNSLUBÓK á að standa hvaðeina sem nemanda er ætlað að nema. En ekkert fram yfir það. Kennslubók þarf að vera sjálfri sér samkvæm. Textinn þarf að vera skýr og skiljanlegur og laus við út- úrdúra og málalengingar. Þetta ágrip af íslenskri bók- menntasögu er mestanpart stutt og gagnort. Það kann að vera ótví- ræður kostur, allt eftir því hlut- verki sem því er ætlað að gegna. Bókmenntasaga verður aldrei bók- menntum æðri. Lestur þeirra sjálfra verður einatt meginmar- kmiðið. Höfundarnir segjast ekki hafa hirt um „að rekja hér kenn- ingar um bókmenntir og lítið sem ekkert fjallað um æviatriði höf- unda“. Af sjálfu leiðir. Þess háttar mundi hvergi rúmast í svo stuttu ágripi. Samt er allnokkuð tekið upp úr textum þeim sem um er fjallað, einkum kveðskaparkyns. Markmiðið er þó sýnilega að segja sögu bókmenntanna og varpa Ijósi á megineinkenni þeirra á hverjum tíma. Leitast er við að skoða sög- una í alþjóðlegu samhengi, minna lagt upp úr rótgrónum, þjóðlegum viðhorfum. Þannig er nokkurn veginn jafnmikið sagt frá riddara- sögum sem Islendingasögunum enda þótt hinar fyrrtöldu séu mest erlendar, bæði að efni og uppruna; þýddar eða endursagðar. Margar bárust þær frá Frakklandi. Því er þarna greint frá miðaldaskáldun- um frönsku, Chrétien de Troyes, Marie de France og Tómasi þeim sem Frakkar segja að verið hafi anglo-normand. Kaflar þeir, þar sem sagt er frá fornum kveðskap, em yfir heildina litið ítarlegri en hinir sem fjalla um lausa málið. Bragarháttum er meðal annars lýst sem er bæði gott og gagnlegt. Síðari alda kveðskap eru iakari skil gerð. Um rímna- kveðskapinn segir meðal annars að hann hafi verið „eins konar andleg leikfimi fremur en skáldskapur en vissulega má alltaf finna einstaka góðar vísur í rímum“. Hið rétta er - hvað sem líður andlegri leikfimi og skáldskapargildi - að rímurnar voru sinnar tíðar skemmtiefni og metnar samkvæmt því. Skáldamál- ið þágu þær frá dróttkvæðunum en léttleikann frá sagnadönsunum. Þarna eru ártöl spöruð, staða- nöfn sömuleiðis. Nokkurrar ósamkvæmni gætir þó í hvoru sem verður aðalatriði frásagnar- innar heldur þankar, gerðir og ýmsir útúrdúrar. Segja má að sagan gerist utan við efnið hvað þetta varðar sem merkir þó ekki að ætlunarverk höfundar fari að neinu leyti forgörðum. Eins og norskur gagnrýnandi hefur bent á eru það einmitt hin kátlegu atvik, næstum súrrealísk á köflum sem gæða söguna áleitnu lífi. Linn Ullmann er ekki hefðbund- in nema að því leyti að hún virðist hafa áhuga á að segja sögu. Hæfir það ekki skáldsagnahöfundi? Snarhringlandi galin Karin Blom, aðalsöguhetjan í Áð- ur en þú sofnar, er harðsoðin og engin venjuleg kona. Fjölskylda hennar er að litlu leyti venjuleg og gildir það ekki síst um móðurina. Þótt hún sé undarleg og mótsagna- kennd vilja dætur hennar ekki skipta á henni og annarri: „Anni er það sem kallað er ómót- stæðileg kona. Karlmenn segja það yfirleitt við hana. Anni varð hvorki fræg né dýrkuð, Federico Fellini kom ekki til Þándheims að sækja tveggja. Fæðingar- og dánarárs höfunda er alla jafna getið innan sviga, þó ekki alltaf. Til undan- tekninga telst það sem segir um Einar í Eydölum að hann hafi ver- ið fæddur „á Hrauni í Aðalreykja- dal 1538“. Dánarárs hans er ekki getið. Samtímaskáldið, Hallgrímur Pétursson, fæddist á Hólum í Hjaltadal eða nágrenni. En þess er að engu getið; fæðingar- og dánar- ár innan sviga. Uppvöxtur sálma- skáldsins á biskups- og skólasetr- inu kann þó að hafa mótað hann nokkuð og þar með haft áhrif á kveðskap hans og yrkisefni. Síðustu kaflar bókarinnar eru sýnilega hraðunnari. Sums staðar hefði mátt vanda stílinn betur. Til dæmis kemur dýrka og dýrkun þrisvar fyrir í stuttri grein um upphaf rómantísku stefnunnar. Um Bessastaðaskóla er sagt að hann hafí verið „mesta menningar- stofnun landsins". Af orðalaginu mætti ætla að hér hafi verið að minnsta kosti fáeinar slíkar. En því fór auðvitað fjarri. Bessastaða- skóli var eina skólastofnun lands- ins því einkaskólar presta gátu tæplega kallast stofnanir. Kirkjan var auðvitað menningarstofnun. Upptalið! Kvæði eftir Heine, sem Jónas þýddi, heitir ekki Stóð ég úti í tunglsljósi. Það heitir Álfareiðin. Og kvæði Davíðs heita ekki Vertu hjá mér Dísa og Snert hörpu mína himinborna dís. Þau heita Dalakof- inn og Kvæðið um fuglana. Fleiri kvæði eru nefnd eftir upphafi, ekki heiti. Sagt er að Grímur Thomsen, Benedikt Gröndal og Steingrímur Thorsteinsson hafi verið „yfir- stéttarbörn". Hvað er yfirstétt? Embættis- og valdastétt? Stór- eignastétt? Eða hvort tveggja? Gröndal var sonur rektors, Steing- rímur amtmannssonur, satt er það. En Þorgrímur, faðir Gríms, var nú bara réttur og sléttur iðnaðarmað- ur og skólaráðsmaður. Þótt hann væri þokkalega efnaður á sinnar tíðar mælikvarða var ríkidæmið ekki meira en svo að Grími tókst að sóa því mestöllu á námsárunum í Höfn. Endurtekningar eru alltíðar. Nafn Gröndals er tvítekið skálet- rað og fæðingar og dánarárs getið á báðum stöðum. Það getur valdið hana, Ameríkuförin lét á sér standa. En hún var alveg jafn ómót- stæðileg fyrir því. Óhamingjusöm, já. Bitur, já. Full, já. Snarhring- landi galin, já. En ómótstæðileg. Það getur enginn frá henni tekið.“ Karin Blom líkist móður sinni. En að því leyti er hún ólík henni að hún hefur frumkvæði. Ekki síst gildir það um samskipti hennar við karlmenn. Hún bíður ekki eftir að þeir hrósi henni heldur fangar hún ruglingi, sérstaklega vegna þess að hann er í fyrra skiptið nefndur aðeins Benedikt Gröndal en í síð- ara skiptið Benedikt Sveinbjarnar- son Gröndal. Ófróður getur haldið að um alnafna tvo sé að ræða. I kaflanum um þjóðsögur eru höfð mörg orð um álfasögur. Meðal annars stendur þetta: „Þar koma víða fram hugmyndir þjóðar sem lifði við skort á flestum veraldleg- um gæðum en huggaði sig við trú á það að í hólnum eða steininum í túnfætinum væri annað og betra líf.“ Þetta er hæpið að því leyti að á 19. öld var verulega tekið að draga úr álfatrú. Huldufólkstrúin stóð dýpri rótum. En útilegumanna- trúin orkaði enn sterkt á þjóðina - þá sem aldrei fyrr. Svo lifandi var útilegumannatrúin að jafnvel lærðir deildu um það í blöðum hvort útilegumannabyggðir leynd- ust í raun og veru í skjólsælum döl- um inni á hálendi landsins. Þar var hillingalandið sem horft var til með glýju í augum og hvergi ófyr- irsynju að Matthías nefndi leikrit sitt Utilegumennina. í örstuttri grein um alþýðukveð- skap eru jjeir nefndir í sömu and- rá, Páll Ólafsson og Símon Dala- skáld. Það verður að teljast aldeilis fráleitt með fullri virðingu fyrir vísnasmíð Símonar. Páll Ölafsson var nær því að kallast þjóðskáld. í kaflanum Upphaf leikritunar segir meðal annars: „Leikritið, Útilegumennina, samdi Matthías Jochumsson fyrir Herranótt Lærða skólans í Reykjavík 1864.“ Við þetta er að minnsta kosti tvennt að athuga. Fyrst ártalið. Leikritið var ekki samið 1864 enda var Matthías þá horfinn úr skóla, útskrifaður 1863. Leikritið samdi hann í jólaleyfinu 1861. Það var svo fært upp eftir áramótin, það er að segja snemma árs 1862. Ártalið 1864 kann að hafa þvælst þarna fyrir af því að það ár var leikritið fyrst gefið út á prenti. Svo er það Herranóttin sem skólapiltar héldu í Skálholtsskóla og Hólavallaskóla. Hún var engin leiklistarhátíð held- ur ærslaskemmtun enda þótt leik- þættir væru samdir af því tilefni undir lokin. Með 19. öldinni lagðist þessi skemmtun niður og orðið féll í gleymsku þar til nemendur þá sjálf. Ein helsta veiðisagan tengist brúðkaupinu en í því kemur Karin auga á mann sem hún telur hentugt fórnar- lamb. Frásögnin af þeim sam- drætti er á við kvikmynd með afdrifaríkum þræði, en vel að merkja kemst engin við- kvæmni að hjá Linn Ullmann. Allt hjá henni er beygt undir óskráðar reglur kaldhæðninn- ar. Linn eyðir mesta púðrinu í brúðkaupið í ágúst 1990. Margt annað er í anda stuttra svipmynda og hugleiðinga um tímann sem líður hratt. Hvernig skipt er oft um sög- usvið veldur því að sagan öðl- ast vídd sem þó er ekki á kostnað hins listræna. Ull- mann er skáldsagnahöfundur sem byggir vel og vinnur úr því sem hún fjallar um og hrærir upp í. Hraðinn er meiri í Ameríkuumfjölluninni, þar er tíðarandinn nærgöngulli. Áður en þú sofnar hefur ýmsa góða kosti skáldsögu, er í senn á ýmsum kunnum nótum og líka nægilega djai-fleg til að höfða til kröfuharðra lesenda. Þýðingin er að flestu leyti vel af hendi leyst. Jóhann Hjálmarsson Menntaskólans í Reykjavík tóku það upp fyrir nokkrum áratugum. „Sannleikurinn er sá, að orðið Herranótt var aldrei notað á 19. öld,“ segir Heimir Þorleifsson í Sögu Reykjavíkurskóla (II., bls. 155). Minnst er á Taine hinn franska og lykilatriði þau sem hann setti fram, la race, le milieu, le moment. Síðasta orðið er ranglega ritað movement. í kaflanum Nýrómantíkin segir að Einar Benediktsson hafi ort í anda þeirrar stefnu. Sú fullyrðing gefur ófullnægjandi og vafasama hugmynd um skáldskap Einars. Hann átti sér eindregið upphaf í raunsæisstefnunni. Síðar gerðist Einar að sönnu fráhverfur þeirri stefnu og fór eigin leiðir. En það er annað mál. Síðustu kaflar bókarinnar mega kallast frjálslegar hugleiðingar fremur en saga. Svo er að sjá sem þar sé mest tilviljunum háð hvaða nöfn og ártöl eru tínd til og hver ekki. Og fleira ber at athuga. Um Halldór Laxness segir meðal ann- ars: „Þegar Halldór skrifaði Vefar- ann var hann katólskrar trúar og sér hennar einnig mjög stað í sög- unni. En tveimur árum síðar sendi hann frá sér ritgerðasafnið Al- þýðubókina sem boðar íslending- um marxískar hugmyndir.“ Þessi orð eru villandi. Hæpið er að segja að Laxness hafi verið að boða marxisma, samanber orð hans sjálfs hálfum öðrum áratug síðar: „Alþýðubókin er ekki sósíalistískt rit nema að því er til tekur nokk- urra grundvallarsjónarmiða." Get- ið er fáeinna bóka Þórbergs Þórð- arsonar. Ekki er Ævisaga Árna prófasts þórarinssonar þeirra á meðal. Hún er þó tvímælalaust mesta verk Þórbergs og langtum merkilegri en t.d. Sálmurinn um blómið sem nefnd er. í kaflanum Tímabilið 1930-1970 er fjallað um skáldsögur, ljóðlist og ævisögur en ekki um leikritun. Meðal höfunda, sem hátt bar á sinni tíð en ekki eru nefndir í bókinni, má nefna Guð- mund Friðjónsson, Þóri Bergsson, Jakob Thorarensen, Sigurð Nor- dal, Guðmund G. Hagalín, Krist- mann Guðmundsson, Magnús Ás- geirsson og Guðmund Daníelsson. I bókarlok er svo ritaskrá, tvær síður. Ekki eru rit Hermanns Páls- sonar þar á meðal. Nafnaskrá er engin. Umbrot og prentun mætti hvort tveggja vera betra. Letrið, sem er grannt, væri skýrara ef meira væri borið í svertuna. Lesmálið nær óþægilega langt inn í kjölinn auk þess sem lesmálsfletirnir eru sums staðar áberandi skakkir á síðun- um. Erlendur Jónsson Nýjar bækur • SÍMON og eikurnar er eftir sænska rithöf- undinn Mari- anne Fredriks- son í þýðingu Sigrúnar Ast- ríðar Eiríks- dóttur. í bókinni seg- ir frá Símoni, venjulegum dreng sem elst upp í Svíþjóð. Hann kemst að því að hann er ættleiddur og við það tekur ver- öld hans gagngerum breytingum. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Símon og eikurnar er í senn þroskasaga ungs manns, saga lit- ríkrar fjölskyldu og saga um óvenjulega vináttu. Þegar sak- leysi æskunnar er að baki verður Símon að hefja leit að sjálfum sér, leit sem bæði getur bjargað honum og steypt í glötun.“ Á síðastliðnu ári kom út skáldsagan Anna, Hanna og Jó- hanna eftir Marianne. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 404 bls., grentuð í Odda hf. Ragnar Helgi Ólafsson hann- aði bókarkápu. Verð: 4.280 kr. • VÍSKIBÖRN er eftir Jack Erdmann og Larry Kearney í þýð- ingu Ingva Þórs Kormákssonar. Bókin lýsir ævi þess fyrrnefnda frá barnæsku til fjörutíu og fimm ára aldurs. Jack Erdmann ólst upp við alkohólískt fjölskyldumynstur og sem ofdrykkjumaður sjálfur lifði hann í afneitun og sjálfsblekk- ingu árum saman. Bókin er af- dráttarlaus sjálfskrufning, háalv- arleg og fyndin um leið, segir í fréttatilkynningu. Ævi Jack er nánast eins og ferð til heljar og heim aftur. Inngangsorð eru eftir Þórarin Tyrfingsson. Útgefandi er bókaforlagið Svava í Reykjavík. Bókin er277 bls. og kostar2.700 kr. • VÍSNA- BÓK bamanna - Gæsamömmu- bók er í endur- sögn Böðvars Guðmundsson- ar. Vísurnar eru rúmlega 100, m.a. Anna er enn í fýlu, Boggi poggi, Prakkar- inn sá, Fúsi heimski, Geiri græni og Villi væni. I bókinni eru meira en 200 litmyndir og teikningar. Útgefandi erSetberg. Bókin er 120 bls. Verð: 1.368 kr. • GÓÐA nótt, góðu vinir og Matti í sveit eru harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin og hefur Stefán Júl- íusson þýtt textann. Fylgst er með Viktor sem á að fara að sofa. En fyrst stansar hann smástund hjá dótinu sínu, burstar tennumar, sest á koppinn, skoðar litabók og loks - loks sofnar Viktor. Matti er gestur á sveitabænum. Þar kynnist hann mörgum dýrum og fær að hjálpa til á bænum. Hann sækir egg í hænsnakofann, rekur Búkollu í haga og rekur hana heim og gefur grísunum og finnur lamb sem hafði týnst. Útgefandi erSetberg. Bækurnar eru 10 síður, prentaðar í Kína. Verð: 568 kr. hvor bók. • PÉTUR Pan er eftir J.M. Barrie í endursögn Edith Lowe. Stefán Júhusson íslenskaði. í bókinni segir af Pétri Pan sem er stæltur strákur. Hann átti heima í Hvergilandi og kærði sig ekkert um að verða fullorðinn. Hann vai- ánægður með að vera foringi margra stráka sem lenda í ævintýrum. Pétur Pan gat flogið eins og álfur. I bókinni eru fjölmargar lit- myndir. Útgefandi erSetberg. Bókin er 32 bls. Bókin er unnin í Odda en prentuðíSingapúr. Verð: 678 kr. Til leiðbein- ingar og handleiðslu Marianne Fredriksson Böðvar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.