Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 1
Ævisaga Steingríms/2 Linn Ullmann Bókastoó/3 ÓskarÁrni Jólanóttí Kolaportinu Teiturtímaflakkari/4 Silja Svanasöngur ritstjórnarinnar/5 lllmenni Ævintýri Eldgos/6 Meistarar Litfögur skeyti/7 Síöasti útlaginn látinn/ Stórvirki Thomasar Mann/8 MENNING LISTIR ÞIÓÐFRÆÐI BÆKUR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1999 BLAÐ B Hinsta andvarp höfundarins Hugmyndin um höfundinn hefur drottnað yfír bók- menntunum í tvö hundruð ár, Þröstur Helgason rekur hvernig ímynd höfundarins hefur þróast frá Jonasi til jónsa jóns og er nú smám saman að leysast upp í sagnageri samtímans. Morgunblaðið/Kristinn Jónas Hallgrímsson er frummynd höfundarins hér á landi en ímyndin hefur breyst. Jónas lifði fyrir skáldskapinn, Laxness lifði lfka af honum, höfundur dagsins reynir ein- ungis að lifa af. Hann er opinber starfsmaður, einn af okkur, jónsi jóns. BÓK þessa má ekki afrita rneð nein- um hætti, svo sem með ljósmynd- un, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfís höfundar og útgef- anda. Þessi klausa, sem stendur iðulega undir bókfræðiupplýsingum gegnt titilsíðu í hverri bók, er tímaskekkja. Það eru þrjátíu ár síðan hugmyndin um að það stæði einn og óskiptur höfundur á bak við hvert verk var lýst mark- laus. Það er jafnlangt síðan hugmyndin um verkið sem lokaða textaheild sem lyti eigin innri lögmálum var sömuleiðis rifin til grunna. A síðustu þrjátíu árum hafa menn orðið þess æ betur áskynja að hver texti á sér upptök í öðrum textum, er með öðrum orðum samsettur úr eldri textum, túlkunum á þeim og beinum og óbeinum tilvitnunum í þá. Menn hafa sem sé komist að þeirri niður- stöðu að hugmyndin um höfundinn, eins og við höfum þekkt hana í tvö hundruð ár, sé dauð. Nú er talið víst að það sem áður sýndist algerlega nýtt og einstakt er í raun aðeins endur-nýtt (endurtekið) efni eða í mesta lagi frumleg túlkun. í lok annars árþúsunds eru menn sem sé komnir aftur á upphafsreit, aft- ur til Predikarans sem fullyrti að ekkert væri nýtt undir sólinni. Hugmyndin um höfundarrétt, sem klausan hér að ofan byggist á, ætti sem sé að vera faUin úr gildi þar eð hugmyndin um höfun- dinn sem upphaf og miðju skáldskaparins er liðin undir lok. Texti er ekki lengur afsprengi tærs ímyndunarafls skáldsins og því hefur það ekki lengur skýrt eignai'hald á honum. Rómantísk upprunahugsun og þrá eftir heild og samfellu í sköpunarverkum manna sem guða stendur hins vegar í vegi fyrir því að þessi hugsun verði ríkjandi, auk þeirrar sterku ímyndar sem skapast hefur um höfun- dinn í gegnum tíðina. Fréttir um dauða höf- undarins fyrir þrjátíu árum voru því ýktar en sé vegferð hans í ímyndarheimi fjölmiðlanna undanfarin ár skoðuð kemur í ljós að skammt er að bíða þess að hann gefi upp öndina end- anlega. Við skulum skoða eilítið eðli höfund- arins og stöðu í gegnum tíðina. Eigin ásjóna Hugmyndin um höfundinn er ein sú rót- grónasta í bókmenntunum þó að hún sé ung. Argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Bor- ges lýsir erkimynd hennar í bókinni The Al- eph and Other Stories: 1933-1969: Mér er sagt frá manni sem ætlar að búa til mynd af alheiminum. Eftir margra ára vinnu hefur hann þakið auðan vegg myndum ... en uppgötvar á dauðastundinni að hann hefur aðeins málað eitthvað sem líkist eigin ásjónu. Borges segir að þetta kunni að eiga við um allar bækur en eigi örugglega við um þessa. Borges telur að ásjóna sín fléttist óhjá- kvæmilega inn í textann sem hann skrifar. Þetta er grundvöllur hins ævisögulega lestr- ar þar sem gengið er út frá því að líf höfund- arins sé lykillinn að túlkun verka hans og öf- ugt. Þessi túlkunaraðferð er afkvæmi hugmyndarinnar um höfundinn og hefur ver- ið tíðkuð allt frá því á síðustu öld Franski fræðimaðurinn Michel Foucault, sem rannsakaði hugmyndina um höfundinn gaumgæfilega, lýsti svipaðri skoðun og Bor- ges í viðtali sem birtist í bókinni Death and the Labyrinth: The World of Raymond Rous- sel: Ég tel að það sé árangursríkara að reyna að átta sig á því að rithöfundur vinnur ekki aðeins verk sitt í bókum súium, í því sem hann birtir, heldur að meginverk hans sé, þegar upp er staðið, hann sjálfur á meðan hann skrifar bækur sínar... Verkið er meira en bara verkið: sjálfsveran sem skrifar er hlutiafþví. Þessi orð leiða hugann að landa Foucaults, rithöfundinum Marcel Proust og hinu risa- vaxna verki hans, í leit að glötuðum tíma, þar sem ætlunin var að færa lífið í orð, að gera líf- ið og glataðan tíma þess að verki. Ritunar- tími bókarinnar hefur hins vegar ekki átt minni þátt í vinsældum hennar og stórfeng- leika en sá tími sem Proust reyndi að endur- skapa í henni; einangrun hans og ægilegt heilsuleysi meðan á samningu verksins stóð hefur orðið að óaðskiljanlegum hluta þess. Foucault sagði á öðrum stað að lesandinn gæti ekki losað sig við þessa miðju textans sem höfundurinn er vegna þess að þá yrði textinn aðeins eitt og eitt merkingarlaust orð á stangli. Orð hans og Borgesar hér að ofan gefa til kynna að það væri eitthvað miklu meira en bara merkingin sem myndi glatast ef höfundurinn hyrfi af sjónarsviði bókmenn- tanna. Hvorki meira né minna en aðalpers- óna bókmenntanna myndi fara forgörðum. Frá Jónasi til jónsa jóns A þessum tvö hundruð árum hefur ímynd höfundarins tekið ákveðnum breytingum. Hér á landi er Jónas Hallgrímsson frum- myndin, listaskáldið góða sem skapaði af djúpu innsæi og frumleika ódauðleg ljóð um fegurðina, ástina, landið og tunguna sem þjóðin hefur speglað sig í allt fram á þennan dag. Jónas er táknmynd ímyndunarkrafts- ins, upprunaleikans sem öll skáld hafa síðan miðað sig við. Hann er líka erkimynd skálda- lífsins; drykkfelldur bóhem, ástlaus, upp- reisnargjam, útskúfaður og misskilinn, einn í dauða sínum. Ný og skemmtileg ævisaga Jónasar eftir Pál Valsson virðist frekar byggja undir þessa mynd skáldsins en rífa hana niður; lista- skáldið stendur enn á sínum helgistalli, kannski sem betur fer. Frá Jónasi má rekja ákveðna þróun á ím- ynd höfundarins. f kjölfar hans komu skáld sem styrktu ímynd hins drykkjusama, róm- antíska sveimhuga en bættu jafnframt við. Benedikt Gröndal togaði þessa mynd lengra upp í skýin en Kristján fjallaskáld dýpkaði hana og dekkti, togaði hana meira niður á jörðina, niður og inn. Aftur fór hún út og suður með Einari Benediktssyni eins og lesa má í ævisögu Guðjóns Friðrikssonar sem einnig byggir undir þá ímynd sem skáld- ið hafði en afhelgar ekki. Með Einari bættist heimsmaðurinn við eðlisþætti skáldsins þó að hann megi vissulega finna í skáldum nítjándu aldarinnar einnig, svo sem Grími Thomsen og Gröndal. Halldór Laxness fullkomnar svo þessa ím- ynd skáldsins sem heimsmanns. Með Hall- dóri verður ákveðið rof í sögu höfundarins, ímynd Jónasar hverfur í skuggann. í stað innblástursins, andagiftarinnar, bóhemsins kemur vinnan til sögunnar með Halldóri, snillingurinn víkur fyi-ir vinnuþjarkinum. Halldór daðraði raunar við snillingsímynd- ina. í viðtölum við fjölmiðla lét hann stundum í það skína að ekki færi mikill tími í skrifin. Það hafi hins vegar aldrei liðið sá dagur að hann hafi ekki farið í langan göngutúr. Skáld- skaparviðhorf hans byggjast líka á þeirri grunnhugmynd að höfundurinn sé miðlægur í hverju hugverki, að hann skapi verkið af þekkingu sinni og reynslu. En hann vann líka á móti þessari ímynd, og raunar miklu frek- ar. Tilsvar hans um að hann hafi aldrei misst úr máltíð á ævi sinni er minnisstætt og var beinlínis stefnt gegn hinni rómantísku hug- mynd að skáldsnillingar þyrftu að svelta til að geta skrifað eitthvað af sannri tilfinningu. Við höfum líka séð fjölmargar myndir af Halldóri önnum kafinn við skrifpúltið. Og við höfum heyrt hann segja frá gh'munni við erf- iðar bækur. Gerplu var hann til dæmis, að eigin sögn, á sjötta ár að skrifa og, líkt og hann gat í sjónvarpsviðtali, komu þá tímabil sem hann vann aldrei minna en sextán tíma á sólarhring. í samtalsbók Matthíasar Johann- essen og Halldórs, Skeggræðum gegnum tíð- ina , segir Halldór ennfremur: „Sumir fá þetta allt í einu innblásturskasti og skrifa allt sem andinn inngefur þeim, en ég verð að kaupa allt dýru verði. Samt ætla ég ekki að skrifa aðra bók eins og Gerplu. Ég er fulls- addur af því.“ Með Halldóri gegndi hugmyndin um höf- undinn stærra hlutverki en nokkni sinni fyrr. Hann var ekki aðeins aðalpersóna bókmenn- tanna heldur íslenskrar menningarsögu, eins og Jón Karl Helgason hefur rakið í bók sinni SJÁNÆSTUSÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.