Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Sendiboði á vorsins akri BÆKUR llnglingasaga JOHNNÝ TREMAIN Saga frá Boston. Höfundur: Esther Forbes. Myndskreyting: Lynd Ward. Þýðandi: Bryndís Víglunds- dóttir. Kápa: Anna V. Gunnarsdótt- ir. Kort: Halldór Baldursson. Prent- vinnsla: AiT Scandbook, Svíþjóð. Útgefandi: Mál og menning 1999. - 287 síður - MEISTARALEGA ofin saga. Ungur snáði, Johnný Tremain 14 ára, sem alinn hafði verið upp í Townsend í Maine af einstæðri móður, er kominn til Boston í læri hjá Lapham silf- ursmið. Slíkur völun- dur er strákur, að meistari hans taldi sig aldrei hafa meiri hagleik kynnst, efnið hreinlega beygði sig undir vilja pjakksins. Snáðinn bar því höfuð hátt, átti drauma um frægð og frama. Sumir kölluðu fram- göngu hans dramb, lögðu sig fram um að kenna honum „guð- sótta og góða siðu“. En hann lét ekki beygja sig, var stað- ráðinn í að verða að manni, ekki guðsótta- þræli. Víst var hann fátækur drengur, malur hans rýr. Þó átti hann djásn, bolla, er bar merki þeirrar fjölskyldu, er móðirin sagði hans, fjölskyldunnar Lyte. Hann héti reyndar ekki Johnný, heldur Jónatan Lyte Tremain. I baráttu við að standa við gef- ið loforð, brenndist hann, - hrökklast frá námi með bæklaða hönd í vasa. Já, niður skriðuna virtist leið hans liggja. Meira að segja djásnið góða, móðurarfur- inn veganlegi, er hrifsaður af honum og á notast til að brenni- merkja hann sem þjóf, er hann leitar til dusilmennanna frænd- fólks síns í Boston. Prentnemi við Boston Observer, Rab, kemur honum til bjargar, - ekki aðeins úr rimlabúri steins og járns, held- ur og úr þeim klakahelli eigin sál- ar, er Joimný hafði kokazt í. Hann gerist sendiboði á vorsins akri er vermdur var af þeim sól- stöfum, sem raðað var í sjálfstæð- isyfirlýsingu Bandaríkjanna, 4. júlí 1776. Hann þýtur um á gæð- ingnum hvíta, Hrekk, dreifir blöðum; flytur skilaboð frá morg- unlúðrum nýrrar aldar; eg nefni aðeins Samúel Adams, Jósef Warren, Paul Revere, svo ein- hverra mikilmenna sé getið. Test- ríðið var að skella á, - skall á, og Boston og nágrenni varð vett- vangur tilrauna kúgarans til þess að nota systur sínar og bræður sem þræla, - burðardýr. Það mistókst. Víst svipti stríðið sögu- hetjuna góðum vin- um, felum þá í nafni Rabs þess góða drengs. En stríðið breytti barni í mann; veitti Johnný frekari sannana hver hann var, bæði skriflegar og af munni frænku; læknirinn og foringi- nn Warren leysti böguhönd unglings- ins úr fjötrum fúsk- aðgerða eftir bruna- slysið forðum. Já, höfundur kann þá list að segja sögu svo orð kalli á orð, og lesandinn láti ekki laust, fyrr en bókin er lesin öll. Þýðingin er frábær, málið klið- mjúkt og safaríkt; aðeins minnist eg hnota um „upphugsað", og varla getur það talizt misfella há. Skýringar þýðanda í bókarlok varpa birtu á sviðið, benda á, hve höfundur bókar er raunsögunni trúr. Snilldar myndir skrýða bók og kápu. Vandað verk. Útgáfunni til sóma. Sig. Haukur Bryndís Víglundsdóttir Jólanótt í Kolaportinu ÓSKAR Árni Óskars- son, ijóðskáld og þýð- andi, hefur sent frá sér ljóðabókina Myrkrið kringum ljósastaurana. f bók- inni birtir Óskar Árni bæði frumsamda ljóðlist og þýðingar sínar á höfundum víðsvegar að úr ver- öldinni. Þetta er sjöunda ljóðabók Óskars Ama en sú fyrsta, Handklæði í gluggakistunni, kom út árið 1986. í bók- inni bregður fyrir hnyttilegum og óvæntum myndum úr hversdags- leikanum, sjálfsagðir hlutir úr umhverfi og daglegu lífi öðlast víðtæka merkingu og verða skáldi tilefni margvíslegra hugleiðinga. Þá hlustar skáldið á skýin líkt og áður. Borgarlífið birtist í margvís- legum myndum, nafngiftir og kunnir menn koma fyrir í óvæntu samhengi. I prósaljóðum um mið- bik bókarinnar yrkir Óskar Árni m.a. um Vídeóleigu Steins Stein- arr og naglaklippur Einars Bene- diktssonar. „Þetta er nú nokkuð margþætt bók, enginn einn þráður sem gengur í gegnum hana alla. Fmm- samdi hlutinn skiptist í þijá fiokka, fyrsti hlutinn em ljóð, ann- ar hlutinn em hækur sem hafa orðið mikið til á ferðalögum, þær em ekki ósvipaðar þeim hækum sem ég hef gert áður. Þriðji hlut- inn era svo prósaljóð sem em svona myndir af stöðum úr al- faraleið eins og Jólanótt í Kola- portinu og Vídeóleiga Steins Steinarr, en það er texti sem kom yfír mig má segja. í prósanum er ég farinn að nálgast smásöguna ískyggilega mikið. Og svo yrki ég um naglaklippur Einars Bene- diktssonar. Það er meiri kímni hjá mér í þessum prósaljóðum en oft- ast áður. En bókin er þó svona eðlilegt framhald á fyrri verkum minum. Þama em engin heljar- stökk frá fyrri bókum en verið að skýra drættina frekar. Ljóðlistin er afar mikilvæg fyrir manninn sem andvægi við glamrinu í pening- um og holum orðum stjórnmálamanna og auglýsinga." Fjórði hlutinn hefur að geyma þýdd ljóð eftir kunna höfunda svosem Philip Larkin og Richard Brautigan ogsvo eru þarna dag- bókarbrot eftir Henry David Thoreau. Hafa þessar þýðingar verðið lengi í smíðum ? „Þetta eru þýðingar sem ég hef verið að fást við undanfarin tíu ár. Margar þeirra hafa birst í Tímariti Máls og menningar og í bókmenntatímaritinu Skýi sem ég gaf út ásamt Jóni Halli Stefáns- syni. Þetta em nokkuð ólíkir höf- undar, bæði í tíma og rúmi. Þarna era ljóð eftir japanska einsetu- menn frá umliðnum öldum, sem og ljóð eftir Bandaríkjamennina Sam Shepard og Richard Brautig- an. Þýðingarkaflinn endar á dag- bókarbrotum eftir Henry David Thoreau sem skrifaði þá frægu bók Walden, þar sem hann lýsir dvöl sinni við Waldentjöm í Mas- sachusetts um miðja síðustu öld. Þetta em ljóðrænar dagbókar- færslur en hann skrifaði miklar dagbækur. Ég hef valið þá leið að þýða brot og brot úr þeim og sett þau upp sem einskonar prósaljóð. Um miðnætti kemur vakt- maður á litlum hvítum bfl eftir Tryggvagötunni og leggur fyrir utan Kolaportið, stimplar sig inn og gengur um myrkvaðan salinn með vasaljós, nemur staðar við filippíska básinn, lyftir upp yíir- breiðslunni og tekur fram plastlík- an af skáeygri Maríu mey með Jes- úbarnið. Það gengur fyrir batteríum; inni í því logar rautt Ijós og það snýst ofurhægt og spilar amerískt snjóa. Ur Myrkrið kringum ljósastaur- ana. Óskar Árni Óskarsson Teitur tímaflakkari í heimi gulu dýranna SIGRÚN Eldján hefur sent frá sér bókina Teitur í heimi gulu dýr- anna, sem er vísindaskáldsaga prýdd myndum eftir höfundinn. Sagan segir frá Teiti tímafiakkara sem lendir í miklum ævintýmm á timaflakki sínu og á jafnframt í harðri baráttu við þau systkin Tí- móteus galdramann og Purku, en óbermin þau hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Teitur grípur til sinna ráða til að hindra það að ill áform systkinanna nái fram að ganga og nýtur til þess hjálpar vina sinna úr fortíð og framtíð, Stellu og Narfa. Leikurinn æsist og berst í heim gulu dýranna þar sem erfiðar raunir og ærslafengin ævintýri bíða söguhetjanna. Frá 1980 hefur Sigrún sent frá sér skáldskap og myndlist í bókar- formi fyrir börn á öllum aldri, alls átján bækur auk þriggja bóka, Gleymmérei, Stafrófskvers og Talnakvers, sem hún mynd- skreytti en þær em ljóðskreyttar af Þórami Eldjárn. „Teitur timaflakkari ferðast um í tímanum og þessi saga er sjálf- stætt framhald fyrstu bókarinnar um Teit sem út kom á sfðasta ári,“ segir Sigrún Eldjára „Þarna vefst allt saman i eitt, nutíð, fortið og framtíð! Bæði era þama tæki og tól úr nútímanum,og svo leik ég mér nokkuð með málið á sögunni eftir því hvort hún gerist þá stundina í nútíðinni eða í framtíð- inni. Ég er svolítið að leika mér með það að búa til framtíðarmál. Þessi saga gerist á undarlegum stað, ef stað skyldi kalla, í íjórðu víddinni. Ég veit reyndar ekki hver hún er, en ég bý til umhverfi þar sem allt getur gerst og þar eiga gulu dýrin heima. Þannig fæ ég tækifæri til að gera það í sög- unni sem mig langar til að gera.“ Afkápumyndinni má ráða, að gulu dýrin eru kátar og kostulegar verursem hoppa um í einhverskon- ar þyngdarleysi? „Gulu dýrin era glaðlegar og vinalegar verar sem svífa um í tómarúmi. En í sögunni koma fyr- ir vísindamaður og systir hans, og þau era svona frekar vond, og sagan snýst dálítið mikið um bar- áttu við þau. Fyrir utan Teit sem er samtímamaður okkar, eru þarna stelpa sem kemur úr fram- tíðinni og strákur sem heyrir for- tiðinni til, og þau þijú hittast í fjórðu víddinni og hjálpast að. Sennilega myndi þetta kallast vís- indaskáldskapur. Myndimar skipta líka talsvert miklu máli. í mínum bókum era myndirnar næstum jafnmikilvægar og text- inn sjálfur." Teitur hleypur og hleypur eins og hann eigi lífið að leysa. Hvað eftir annað hrasar hann og dettur. Einhvern veginn tekst honum samt alltaf að krafla sig á fætur aftur þótt þarna virðist engin fótfesta. Hann er alveg ringl- aður og veit ekkert hvar hann er staddur. Aldrei hefur hann verið á svona furðulegum stað áður. Ef þetta er þá nokkur staður en ekki bara eitthvert óhugnanlegt tóma- rúm. Það er engu líkara en hann sé ýmist svífandi í lausu lofti eða þá með fast undir fótum. Stundum er koldimmt í kringum hann og stund- um koma skærir ljósbjarmar, gulir, grænir og rauðir, og lýsa upp um- hverfið. Teitur lítur skelfdur um öxl því allt í einu er eins og hann finni fyrir einhverju á eftir sér. Næst þegar myrkrið lýsist upp af gul- grænum bjarma sér hann það í ijós- leiftri! Það sem er á hælunum á honum. Hann æpir af skelfingu og ópin bergmála allt í kringum hann. En hvað sér hann? Hann getur ekki horft lengi því nú þarf hann að hlaupa enn hraðar en áður. Hann berst einhvern veginn áfram, knúinn af örvæntingu, hann hleyp- ur og baðar út handleggjunum. Stundum tekur hann sundtök eða eru þetta kannski vængjatök? Hann er skelfingu lostinn en hefur ekki hugmynd um við hvað hann er hræddur því Teitur þekkir ekki óvin sinn. Hvað er eiginlega á eftir honum? Er það lífvera eða er þetta eitthvert yfirnáttúrulegt fyrirbæri? Það heyrast skringileg hljóð, hræðilegar stunur, óp og öskur. Þessi flótti virðist engan enda ætla að taka. Loksins, loksins sér Teitur skínandi ljósbjarma framundan. I bjarmanum er eitthvað sem honum sýnist helst vera silfurlit, glitrandi kúla sem svífur spottakorn fyrir framan hann. Teitur tekur nú á öll- um sínum kröftum. Hann verður að komast að þessari kúlu. Hann finn- ur á sér að það er hans eina von. Þar er björgun að finna. Ur bókinni Teitur í heimi gulu dýranna. Hvar er eggið mitt? BÆKUR llarnabúk LEITIN AÐ EGGINU TÝNDA Saga og myndir: Menja von Schma- lensee. Ritverk, 1999 -30 s. í SKÓGINUM liggur frú Fagrafjöður á eggi og bíður þess að það klekist út. Eitt sinn kemur hún að hreiðrinu og finnur þá ekki eggið. Hana grunar rándýrin í skóginum um græsku og leitar hvert og eitt uppi til að fá það sanna fram í málinu. Hún leggur í ferðalag og leitar uppi ímyndaða óvini sem eru refurinn, fálkinn, minkurinn, maðurinn, hrafninn og kötturinn. Þegar enginn viður- kennir sekt þá leitar hún til orms- ins og loks til gullfuglsins. En lausnin á gátunni er nær en hún ætlaði. Um textann má það helst segja að ég kann heldur illa við að menn „elsld“ kyrrðarstundir eða yfirleitt nokkuð annað en lifandi verur, og mér finnst það heldur ekki sérlega íslenskulegt að kalla fuglinn „frú“ Fögrufjöður. Á nútímaíslensku er ekki venjulegt að kalla konur eða kvenkyns verur „frúr“ eða menn „herra“ nema þá að menn ætli sér að vera sérstaklega tilgerðarlegir. Frú Fagrafjöður ávarpar refinn, fálkann og hrafninn sem „herra“, minkurinn er aðeins „ljóti mink- ur“, maðurinn er „stóri maður“, kötturinn „grimmi köttur“ og svo er „litli ormur“ minnsta dýrið í sögunni ávarpaður sem slíkur. Gullfuglinn er ávarpaður sem „al- vitri, undurfagri gullfugl". Eg kann miklu betur við þessi lýsing- arorð sem lýsa einkennum við- mælenda en að titla þá eftir kyni, og þessar frúar- og herranafnbæt- ur finnst mér til óþurftar. Þetta er fyrst og fremst mynda- bók með litlum texta. Myndimar eru litsterkar vatnslitamyndir sem oftast falla að textanum þótt ein- staka sinnum skeiki á síðu. Dýrin í sögunni eru öll íslensk fyrir utan Fögrufjöður og gullfuglinn en um- hverfið hefur enga íslenska sam- svörun, hvorki hvað snertir liti né form. Þetta er umhverfi ævintýrs- ins. Sagan um Fögrufjöður er ein- falt ævintýri með sterkan boðskap um að kanna vel allar hliðar máls áður en farið er að gruna aðra um græsku. Sigrún Klara Hannesdóttir Nýjar bækur • ÖXI er unglingabók eftir OGary Poulsen í þýðingu Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Hér segir af Brian sem ætlar að heimsækja pabba sinn inn í óbyggðir Kanada í sumarfríinu. Hann fær far með eins hreyfils flugvél sem ferst á leiðinni en Bri- an lifir af. Skyndilega er hann staddur aleinn lengst inni í dimm- um skógi, allslaus fyrir utan litla öxi sem hann ber við beltið. Hvem- ig á hann að draga fram lífið, afla sér matar og verjast ásókn moskítóflugna og villidýra? Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 149 bls., prentuð íSvíþjóð. Verð: 1.880 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.