Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 B 7 BÆKUR Meistarar á magnaðri ferð Leikmenn Manchester United fagna Evrópumeistaratitlinum í vor sem leið og þar með þrennunni en liðið varð jafnframt Englands- meistari og bikarmeistari á keppnistímabilinu BÆKUR Íþrottír RAUðU DJÖFLARNIR Saga Manchester United 1878- 1999. Eftir Agnar Frey Helgason og Guðjón Inga Eiríksson. Kápa og umbrot: Egill Baldursson. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. 152 bls. Bókaútgáfan Hólar. ENGUM blöðum er um það að fletta að enska knattspyrnufélagið Manchester United trónir á hæsta stalli evrópskrar knattspyi’nu um þessar mundir. Því er vel við hæfi að gefa út bók á íslensku um félagið á þessum tímamótum og ber að þakka höfundum fyrir viljann og verkið en þeir hafa ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Manchester United varð Eng- lands-, bikar- og Evrópumeistari á keppnistímabilinu sem lauk í vor sem leið - náði þrennunni fyi'st enskra liða - og sá árangur einn og sér er þess virði að vera skráður á bók. „Rauðu djöflarnir“, eins og lið- ið er gjarnan kallað, hafa verið í fararbroddi ensku knattspyrnunn- ar á líðandi áratug og sú frammist- aða er tilefni bókar. Fimm sinnum hafa þeir fagnað enska meistara- titlinum síðan vorið 1993, fjórum sinnum hefur enski bikarmeistara- titillinn fallið þeim í skaut síðan 1990 auk þess sem liðið varð deilda- bikarmeistari 1992 og Evrópum- eistari bikarhafa árið áður. Alex Ferguson var ráðinn knattspyrn- ustjóri United haustið 1985, og er sigursælasti stjórinn í ensku knatt- spyrnunni. Hann var aðlaður snemmsumars vegna árangursins og hefur þegar skráð þessa sögu sína sem er allrar athygli verð. Sir Matt Busby var annar knattspyrn- ustjóri sem gerði garðinn frægan í umræddum herbúðum á sjötta og sjöunda áratugnum og er rík ástæða til að halda framgöngu hans á lofti. Margir knattspymusnilling- ar hafa leikið undir stjóm þessara manna og má auðveldlega gera hverjum og einum skil í sérstakri bók, eins og reyndar hefur verið gert á ensku í mörgum tilvikum. Og svo má lengi telja enda af nógu að taka á 121 ári. Á þetta er minnst vegna þess að merkri sögu eins vinsælasta félags heims, eins og hér um ræðir, verða aldrei gerð full skil H52 síðna bók, þó í stóru broti sé. Óhjákvæmilegt er að velja og hafna, stikla á stóru, ekki síst þar sem ekki er um sagn- fræði í orðsins fyllstu merkingu að ræða heldur samantekt á því helsta. Það er það sem höfundarnir hafa gert en þeir skipta sögunni í fjögur tímabil; frá 1878 til 1945, Busby-tímann frá 1945 tO 1971, 1971 til 1986 og Ferguson-tímann 1986 tO 1999 auk þess sem árangur United er tíundaður í töfluformi og heimilda loks getið. Fjölmargar svart/hvítar myndir eru í bókinni en því er ekki að neita að litmyndir hefðu prýtt hana til muna. Höfundarnir fara hratt yfir sögu en frásagnirnar verða ýtarlegri eft- ir því sem nær dregur í tíma og nær helmingur bókarinnar fjallar um tímabil Fergusons. í þeirri frásögn eru átta leikmenn sérstaklega dregnir fram í sviðsljósið en fram að því era kaflarnir brotnir upp með stuttum innskotsgreinum um sex leikmenn, nafnbreytingu fé- lagsins í byrjun aldarinnar, bækist- öðvar þess, „föðurinn“ og heims- þekktan mann sem valdi sér annað hlutskipti en að leika knattspyrnu. Frásögnin er skemmtileg og lif- andi og ástæða er til að hrósa höf- undum fyrir lipran texta á góðu máli. Þeir falla ekki í sömu gryfju og alltof margir gera sem fjalla um íþróttir, að hoppa á milli kynja í tíma og ótíma, sbr. þegar sagt er að United hafi unnið 1-0 og þeir hafi verið betri í stað þess að segja að það, liðið, hafi verið betra. Gengi liðsins í einstökum leikjum í átt að titlum er víða rakinn og þar stingur í stúf þegar höfundar skrifa að liðið hafi unnið eða tapað 0-1,1-2, og svo framvegis, þegar rætt er um leiki á útivelli. Nokkrir íþróttafréttamenn hafa tönnlast á þessu um nokkurt skeið en það er ekki til eftirbreytni. Lið vinnur 1-0 á heimavelli og líka 1-0 á útivelli en 0-1 hljómar illa og fer ekki vel á prenti. Saga Manchester United er löng og merk, margir hafa lagt hönd á plóg og bókin Rituðu djöflarnir varpar ljósi á það helsta. Vissulega hefði verið gaman að sjá meira um erfiðleikana í byrjun, uppbygging- una, stjórn félagsins og nánari út- skýringar á veldi þess, ýtarlegid frásögn um einstaka snillinga eins og Duncan Edwards, Denis Law, Bobby Charlton og George Best, svo dæmi séu tekin, en ekki verður á allt kosið. Ástæðulaust er að setja út á það sem ekki er heldur geta þess sem vel er gert og bókin á allt gott skilið, svo langt sem hún nær. Steinþór Guðbjartsson Líf og dauði í sátt BÆKUR Ljóð MARARBÁRUR eftir Elías Mar. Mál og menning, 1999-91 bls. LJÓÐ Elíasar Mar í ljóðabók hans, Mararbár, bokkur fremur ljúfa sýn. er á ferð- inni úrval ljóða hans frá 1946 -1998. Mest eru þetta frumort ljóð en í bókinni eru einnig þýðingar. Bókin er eins kon- ar sáttargjörð því að Elías hefur komist að því að jörðin sé fögur „hljómur tungunnar nýr / haustið jafnfag- urt vori / líf og dauði í sátt // þegar maður elskar". Samt sem áður eru ljóð Elíasar af marg- víslegum toga spunn- in enda prt á löngu tímabili. í elstu ljóð- unum má finna leik að talmáli líkt og einkenndi skáldsögur hans á tímabilinu: í Landakoti lifir lítill sköllóttur karl einn í ofnkyntri stofu utan við heimsins svall; bænir í hljóði biður, brosirviðþérogmér: Dro-dín han elskar a-dla, ei-hnig míg, sjái tér... Máríabýrtilmatinn, Máría gólfm þvær, Máríamjólkarkúna, Máría sólin skær. í seinni ljóðum sínum lítur Elías gjarnan yfir farinn veg og undrast m.a. að leiksystkinin sem uxu upp í skjóli fjölskyldunnar skuli horfin á braut en hann „sem hvorki átti pabba né mömmu“ hjari enn. Stórt og mikið kvæði fjallar um bernsku- jól sem lifa enn í huga hans. Raunar einkennir leikur með mál, myndir og þverstæður skáld- skap Elíasar og honum lætur vel að draga upp smámyndir úr lífinu. Myndgerð hans er kapítuli út af fyrir sig. Hann yrkir nokkur ljóð þar sem myndin umbreytist fyrir augum okkar á órökrænan hátt. Nautið fræga úr höfuðáttum heimslistarinnar „ummyndast í / lítinn og meinlausan kött“ eftir mikil umbrot. Slíkur er máttur draumsins. Og í kvæði sem Elías nefnii' Enn ein heimsmynd líkir hann heimssýn okkar við skipsferð í skipi sem er haldið þeirri áráttu „að nema staðar fyrirvaralaust / og rísa upp á skutinn“. Þetta getur staðið lengi uns skipinu þóknast að halda ferð sinni áfram. Kvæðið er ort 1998 og speglar eflaust þá hug- myndalegu upplausn sem þá var yfirvofandi. Það er líka sannar- lega margræð merking fólgin í kvæði á borð við Skáldið mikla og þá ekki síst Ur hafi sem er á sinn hátt herhvöt þeirra sem koma úr fel- um: Þeir týndust í hafið, hafþagnarmnarog gleymskunnar undir svörtuloftum fordómanna. En hvaðeina hefur sinn tíma, og jafnvel haf þagnar og gleymsku skilarfengsinum á þessa ókunnu strönd í dögun nútíma og framtíðar. Hér stíga þeir upp úr bylgjunum síungir síkvikir í skini morgunsins. Ljóma nýrrar aldar slær á brosmild andlit þeirra. Hönd í hönd leiðast þeir í átt til okkar til að búa hjá okkur alltaf héðan í frá, endurheimtirúrhafí. Nokkrar þýðingar eru í bók El- íasar. Fyrirferðarmestar eru Sjö víetnömsk ljóð eftir Thanh Hai. Eru það stríðsljóð. Þýðingar Elías- ar sýnast mér vandaðar og á góðu máli. Sama má raunar segja um skáld- skap Elíasar Mar. En umfram allt er bók hans indæl lesning. Stfllinn er ljúfur og lipur og alltumfaðm- andi og ljóðin miðla sátt við tilver- una. Skafti Þ. Halldórsson Elías Mar Misjöfn fyndni BÆKUR Ljóð KORNIÐ SEM FYLLTI MÆLINN eftir Harald S. Magnússon. Gefin út af höfundi. 1999 - 74 bls. TILVISTARSPURNINGAR, náttúrusýn eða glíma við félagsleg- ar spurningar og mannlega breytni,allt eru þetta gjaldgeng efni í ljóð. Haraldur S. Magnússon fjallar mest um mannlega breytni í bók sinni Kornið sem fyllti mælinn. Um það efnisval er ekkert nema gott að segja. Ljóðin í bókinni eru flest stutt. Ýmsar þverstæður og mótsagnir í mannlegri breytni verða honum að yrkisefni og minni kvæði hans sum á aforisma. Kjarni kvæða hans eru þó gamanmál. Sannast sagna finnst mér þó Haraldi nokkuð mislagðar hendur í sumum kvæðanna, ekki síst í því hvernig hann nálgast viðfangsefn- in. Innan um eru þó nokkur fram- bærileg ljóð. Þau einkennast af orðaleikjum, út- úrsnúningi og gráu gamni: Bósinn leit haukfránum augum yfirsalinn, dansgólfið, borðogbekki, til að finna einnai' næturgaman. Bráðin er étin aðeins einu sinni. Á stöku stað er þó eins og lítið sam- hengi sé á milli kenniliða og myndl- iða í Kkingum Hara- ldar. I kvæðinu Ör- yrki segir: Líktogbílhræ semerfjarlægt af slysstað er farið með öryrkjann. Hannerfrystur með þögninni. Mér er ekki kunnugt um að bíl- hræ séu fryst svo að ég á erfitt með að botna líkinguna þó að ég skilji merkinguna. Hitt finnst mér þó sýnu verra þegar Haraldur skýtur svo yfir markið með tilfýndni sinni að kvæðin verða á mörkum smekkleysu. Dæmi um þetta eru kvæðin Rómeó og Júlía og Jólahald. Jólahald fjallar eins og nafnið bendir til um gleði jól- anna, pakkana, guð- spjallið en einnig um inn- viði okkar: Uppþembdir magamir emja af átökum og ræpan rennur liðugt í gegnum holræsin sem menga sjóinn útíhafsauga. Einhvern veginn finnst mér slík- ur kveðskapur lítið erindi eiga í Ijóðabók. Þótt innan um í bók Hara- ldar sé að finna frambærilegan kveðskap er margt þar sem þyrfti betri íhugun og fágun. Skafti Þ. Halldórsson Haraldur S. Magnússon Litfögur skeyti BÆKUR Ljóð MÉR LÍÐUR VEL. ÞAKKA ÞÉR FYRIR eftir Inga Steinar Gunnlaugsson. Hörpuútgáfan, 1999 - 64 bls. FÁGUN einkennir ljóð Inga Stein- ars Gunnlaugssonar í nýrri ljóða- bók hans, Mér líður vel. Þakka þér fyrir. Sjóð hans hafa yfir sér keim- líkt yfirbragð vandaðrar mynd- gerðar og eru kankvís á hljóðlátan hátt. Vísu skortir í bókina átök og glímu við hin erfiðari viðfangsefni lífsins og sannast sagna finnst mér að höfundur mætti vera örlítið metnaðarfyllri fyrir hönd listar sinnar því mér þykir sýnt að hann hafi burði til þess að gera enn bet- ur. Mörg falleg ljóð eru í þessari bók. Ingi dregur upp mynd ljóð- mælanda í jafnvægi við góð borgar- aleg skilyrði. Hann er greinilega áhugamaður um laxveiðar og fugla- veiðar en umfram allt náttúruun- nandi og ekki síst fjölskyldumaður. Kvæðið Silfur- brúðkaup er fallegt og rómantískt með ástleitnum undir- tónum: Þann dag hélstublómunum þéttaðbijóstiþínu þann dag ogsagðir já Síðan þá hafa brjóst þín verið mér blómakn- appar morgunferskir daghvern Fyi'sta ljóðið í ljóðabók Inga Steinars, Árátta, birtir margt af því sem segja þarf um ljóðagerð hans. Styrkur ljóðsins felst í myndgerð- inni eins og hún liggur fyrir á yfir- borðinu en í því er að mér sýnist fólgin einhvers konar stefnuskrá um listina og ljóðið. Það er auðskil- ið og einfalt og myndin skýrogtær: Það er undarlegur leikur árátta að blása sápukúlur alla daga sitja við opinn glugga og senda þessi litfógru skeyti útíbláinn Flestar springa við gluggann enörfáar hverfa úr sjónvídd augans út í óvissuna og gefa ímyndunarafli ogdraumum byrundirvængi Ljóð í líkingu við sápu- kúlur eru falleg og gefa ímyndunar- aflinu byr undir vængi að vissu marki. En hætt er við að þau skilji of lítið eftir sig þegar þau svífa fram hjá okkur. En á móti mætti svo sem spyrja sig hvort ljóð ættu yfir höfuð að skilja svo mikið eftir sig. Skafti Þ. Halldórsson Ingi Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.