Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Undirbúningsæfing fyrir Samvörð ’97 haldin á Suðvesturhorninu Island græðir ekki sízt á undir- búningnum Undirbúningsæfing fyrir almannavamaæf- inguna Samvörð ’97, sem fram fer hér á landi á vegum Friðarsamstarfs NATO, stendur nú yfir. Framkvæmdastjóri Al- -----------------------t------ mannavama segir í samtali við Olaf Þ. Stephensen að íslendingar græði ekki sízt á undirbúningi æfíngarinnar. UNDIRBÚNINGS- ÆFING fyrir mannavarnaæfingu Friðarsamstarfs Atl- antshafsbandalagsins, Samvörð ’97, fer fram hér á landi þessa dag- ana og voru fulltrúar flestra þeirra 22 ríkja, sem munu taka þátt í æfingunni, saman- komnir á Keflavíkur- flugvelli í gær til skrafs og ráðagerða. Tvö ríki hafa bætzt í hópinn á síðustu dög- um; annars vegar Grikkland og hins veg- ar ísrael. Samvörður ’97 verður haldin í lok næsta mánaðar. Æfð verða viðbrögð við öflugum og mannskæðum jarð- skjálfta á Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir að íslenzk stjómvöld biðji um alþjóðlega aðstoð, sem Atlants- hafsbandalagið og samstarfsríki þess í Evrópu veiti. Þetta er fyrsta almannavamaæf- ingin, sem haldin er á vegum Frið- arsamstarfsins og verður umfangs- mesta almannavamaæfing, sem hef- ur verið haldin á íslandi. Sum þátt- tökuríkin hafa aldrei áður tekið þátt í friðarsamstarfsæfingu, til dæmis Sviss, og Rússland mun taka þátt í fyrstu marghliða friðarsamstarfsæf- ingu sinni en áður hafa Rússar efnt til tvíhliða æfinga með aðildarríkjum NATO. Samræmingar- og stjórnstöðvar æfðar Að sögn Sólveigar Þorvaldsdóttur, fram- kvæmdastjóra Al- mannavama ríkisins, sem mun hafa yfir- stjórn æfingarinnar á hendi, hefur undirbún- ingur æfingarinnar gengið vel og er honum að mestu lokið, en eftir er að búa til verkefni á vettvangi. „Við emm með tvær björgunar- sveitir, sem hjálpa okk- ur að undirbúa verkefnin og setja slysið á svið. Við myndum ekki geta undirbúið þessa æfingu án aðstoðar alls þessa fólks. Undirbún- ingurinn er mjög mannfrekur," seg- ir Sólveig. Hún segir að undirbúningsæfing- in nú um helgina sé svokölluð skrif- borðsæfing. „Við ætlum að æfa stjómstöðvamar, sem verða notaðar. Við eram að setja saman lið frá 22 ríkjum og til þess þarf samræming- arstöð, sem verður staðsett hér á Kefiavíkurflugvelli. Síðan æfum við samstarf hennar og stjómstöðvar Almannavarna ríkisins og samstarf við almannavamanefndir og vett- vangsstjóra." Lars Bjergestam Morgunblaðið/Arnaldur JOHN E. Boyington yngri flotaforingi, yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, og Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Almannavarna rikisins, fylgjast með á upplýsingafundi um Samvörð ’97 á Keflavíkurflugvelli í gær. Almannavarnanefndir við stjórn Sólveig leggur áherzlu á að NATO og varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli muni ekki stjórna æfíng- unni, heldur sjá um samræmingu þess liðs, sem hingað kemur frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkjum þess í Evrópu. Al- mannavarnanefndir á hveijum stað á því landsvæði, sem æfingin tekur til, fari eftir sem áður með stjórn á sínu svæði. „Þegar 400 manns koma að utan og hafa með sér lækna, þyrlur, björgunarsveitir og þar fram eftir götunum, kostar heilmikla samvinnu að halda utan um það,“ segir hún. Sólveig segir að gagnsemi æfing- arinnar fyrir íslendinga felist í raun ekki sízt í undirbúningnum. „Við höfum lært mikið af samstarfinu við vamarliðið og hvemig hermenn- irnir hugsa og vinna. Einnig hefur þetta orðið til þess að við höfum í auknum mæli velt því fyrir okkur hvernig við myndum fara að því að biðja um aðstoð erlendra aðila ef miklar náttúrahamfarir yrðu hér,“ segir hún. Sólveig segir að fulltrúar alþjóð- legs björgunarstarfs á vegum Sam- einuðu þjóðanna muni taka þátt í æfingunni, en SÞ myndu væntan- lega gegna mikilvægu hlutverki ef ísland þyrfti á aðstoð að halda í raunveruleikanum. Svíar gætu orðið fyrstir á staðinn Lars Bjergestam, deildarstjóri hjá Ráddningsverket í Svíþjóð, sem skipuleggur m.a. þátttöku Svía í alþjóðlegum björgunaraðgerðum, segir að sænsk yfirvöld fylgist af áhuga með undirbúningi æfíngar- innar. Það hafi verið talið of dýrt að senda björgunarlið með tilheyr- ' andi búnaði til íslands í þetta sinn en fulltrúar Svía muni engu að síð- ur taka þátt í æfingunni. „Ef hins vegar verður alvörajarðskjálfti hér á Islandi og óskað verður eftir að- stoð verðum við áreiðanlega með þeim fyrstu á staðinn," segir Bjergestam. „Við gætum komið björgunarliði til íslands á fímmtán klukkustundum." Bjergestam segir hina nýju áherzlu NATO á samvinnu borgara- ' legra sveita og hersveita við björg- unarstörf áhugaverða út frá sænsku sjónarmiði, enda hafi Svíar haft þennan háttinn á um árabil. „Við höfum ævinlega notfært okkur tæki og búnað sænska hersins þeg- ar við höfum tekið þátt í alþjóðleg- um björgunaraðgerðum, til dæmis í Rúanda," segir hann. í annað sinn sem Rússar fljúga jafnlangt með I björgunarþyrlur Vjatsjeslav N. Vlasenko, næst- ráðandi alþjóðadeildar Emerkom, ráðuneytis almannavarna í Rúss- landi, segir að burtséð frá póli- tískri, táknrænni og siðferðilegri þýðingu þess að Rússland taki nú þátt í almannavarnaæfingu í aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins, muni reynsla af björgunarstarfi á íslandi án efa koma sér vel fyrir rússnesku björgunarsveitimar, sem hingað verði sendar. „Við höfum aðeins einu sinni áður sent Iljúsín-flutningaflugvél með björgunarþyrlu innanborðs jafnlanga leið,“ segir Vlasenko. „Það var árið 1976 þegar við flutt- um björgunarþyrlur til Víetnam eft- ir að þijár rússneskar þotur hröp- uðu þar.“ Nótt og bjart- ur dagur TONLIST T ó n I c i k a r SGT. PEPPER’S LONELY HEARTSCLUB BAND Afmælistónleikar í Háskólabíói i tilefni 30 ára afmælis Bítlaplötunn- ar Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Fram komu Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm Ól- afs Gauks sem sá um útsetningar, Daníel Agúst Haraldsson, Stefán Hilmarsson, Rúnar Júliusson, Sig- urjón Brink, Ari Jónsson, Bjöm Jörundur Friðbjömsson og fleiri. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. HLJÓMPLATAN Sgt. Pepper’s Lonely Heart’s Club Band olli straumhvörfum þegar hún kom út fyrir réttum 30 áram, 1. júní 1967. Menn þóttust ekki hafa heyrt aðra eins tónlist og margir eru á þeirri skoðun að með henni hafí nútíma- popptónlist fæðst fullsköpuð. Vissulega má deila um þá staðhæf- ingu, enda vora næstu tvær Bítla- plötumar á undan, Rubber Soul og Revolver, ekki síður byltingar- kenndar að margra mati. En það er vel við hæfí og lofs- vert framtak að halda upp á 30 ára afmæli plötunnar, ekki síst með því að flytja hana „live“ í heild sinni, enda veit undirritaður ekki til þess að það hafi áður verið gert. Það er mikill vandi, lögin eru mörg hver flókin og hljóðfæri mýmörg. Tónléikarnir í gærkvöldi voru tvískiptir svo um munaði. Fyrir hlé komu hinir ýmsu listamenn fram og spiluðu uppáhalds Bítlalögin sín „órafmagnað". Flutningur var misjafn og óstöðugur á köflum. Virtist sem margir listamannanna hefðu ekki æft sig nógu vel og sumir vora óöraggir á textanum. Þar verður að taka með í reikning- inn að flest laganna, eins og Happ- iness Is a Warm Gun, Strawberry Fields Forever og Julia era flókin og kaflaskipt. Sum henta jafnvel alls ekki til „live“ flutnings. Margt var þó vel gert og er einna helst að nefna framgöngu Eyjólfs Kristj- ánssonar, sem flutti Here Comes the Sun mjög vel. Hann var með textann og gítarleikinn á hreinu. Eins og fyrr segir var fyrri hlut- inn „órafmagnaður", engar trommur og lítill rafgítar. Að ósekju hefði mátt rokka aðeins meira, taka gamla slagara á borð við She Loves You, From Me to You eða Twist and Shout. Spila- mennskan var brothætt og maður var eiginlega allur á nálum. Eftir hlé kvað við allt annan tón. Titillag plötunnar byijaði af miklum krafti og eftir það varð ekki aftur snúið. Varla var slegið feilpúst það sem eftir var. Aðal- söngvaramir, Stefán Hilmarsson, KK og Daníel Ágúst Haraldsson, stóðu sig frábærlega. Stefán var þó fremstur meðal jafningja, söng nánast óaðfinnanlega og af miklu öryggi. Daníel var góður í Lennon- lögunum og KK skilaði sínu mjög vel, þótt erfítt hefði verið að venj- ast rámri rödd hans í laginu When I’m Sixty-Four. Ólafur Gaukur stjómaði Sinfóní- unni af fádæma öryggi og útsetn- ing hans hljómaði að nærri öllu leyti eins og útsetning sir George Martins á plötunni. Hann hefur unnið mikið verk við útsetninguna og hún er frábærlega vel af hendi leyst. Rokkhljómsveitin stóð sig glæsi- lega ekki síður en Sinfónían. Jón Ólafsson fór fyrir henni og sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur. Björgvin Gíslason og Stefán Hjörleifsson náðu flestum ef ekki öllum upprunalegu gítarlín- unum og þær era ekki fáar og einfaldar. Róbert Þórhallsson var öryggið uppmálað á bassann; leyfði sér að vera svolítið „villtur“ eins og Paul í gamla daga. Jóhann Hjörleifsson náði trommuleik Rin- gos býsna vel og Steingrímur Guð- mundsson sló tablatrommurnar í Within You Without You afbragðs vel. Tónleikarnir voru eins og nótt og dagur, þótt fyrri hlutinn hafi ekki verið alslæmur. Flutningur Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band í Háskólabíói er viðburður sem sannir tónlistarunnendur, svo ekki sé minnst á Bítlaaðdáendur, geta tæpast látið fram hjá sér fara. Ivar Páll Jónsson ■Vikulok/26 l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.