Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ1997 B 19* Útlenskir íslendingar Á SÍÐUSTU áratugum hefir fjöldinn allur af íslendingum yfir- gefið örugga hólmann sinn og sest að í hinu vonda útlandi. Flestir hafa farið vegna betri at- vinnumöguleika, aðrir horfið til náms og aldrei snúið heim aftur og svo fjöldi annarra út af öllum mögulegum öðrum hlutum. Ein- hverjir hafa farið til að vinna fyrir íslensk fyrirtæki ytra og ein- hvern veginn ílenst þar. Enn aðr- ir hafa gifst útlensku fólki, sem ekki vill búa á Fróni. Margir hinna brottfluttu una sér vel og blandast fljótt fólkinu í nýja landinu og fjarlægjast það gamla. Þeir eru samt fleiri, sem fast halda í tungu sína og gamla siðu og vilja ekki sleppa hendinni af ættlandinu, jafnvel þótt þeim líki ágætlega á nýja staðnum. Það er líka auðveldara að halda í gamla landið, því samgöngur hafa batnað svo mikið á undan- förnum áratugum. Hérna í henni Ameríku verður þetta að vandamáli fyrir þá landa, sem hér hafa eytt stórum hluta af fullorðinsárunum á svokölluðu grænu korti, en hafa ekki öðlast bandarískan borgararétt. Am- eríkaninn er ekkert lukkulegur með það að fólk komi hér sem innflytjendur, vinni hér og maki krókinn, en vilji ekki svo mikið sem verða borgarar í þessu guðs eigin landi. Bara þiggja svo ellilíf- eyrinn og bæturnar og hverfa svo aftur til gamla landsins og leggja þar upp laupana. Ef við snúum okkur að okkar eigin yndislega hólma er líka far- ið að heyrast á þessum tímum rándýrrar heilsugæslu og öldrun- arþjónustu, að landar vorir séu ekkert ánægðir með það, að ís- landsfólk, sem yfirgaf landið og eyddi síðan bestu árunum meðal útlenskra, komi svo heim, heilsu- laust og hrumgamalt og ætlist til þess, að séð verði um það í ellinni og það síðan jarðað með pomp og pragt, og þar að auki líka skrifað um það í Moggann. Ef þetta hefir verið vandamál fram að þessu er nokkuð öruggt að það eigi eftir að versna mikið á komandi árum. íslensk stjóm- völd hafa nú um nokkurt skeið haldið uppi herferð til þess að fá útlendinga til þess að fjárfesta á íslandi. Víst hefir orðið nokkur árangur, sérstaklega í stóriðj- unni, en svo hefir aftur á móti hitt gerst, að íslensk fyrirtæki hafa lagt út í alls kyns atvinnu- rekstur og ævintýrabrask um heim allan og fjöldi landsmanna farið út um hvippinn og hvappinn til þess að starfa á þeirra vegum. Margt af þessu fólki á ekki eftir að koma heim aftur til starfa. Fram að þessu hefir ísland meira og minna afskrifað allt það fólk sem yfirgefið hefir landið sitt. Það var eins og það hyrfi eða dytti niður í einhvers konar gjá og væri glatað að eilífu. Nú fyrst er að vakna skilningur á Þórir S. Gröndai því að ef til vill geti brottfluttir Islendingar orðið ættlandi sínu til einhvers stuðnings. Þegar um það er hugsað virðist augljóst að fá- menn þjóð eigi að reyna að halda fulltingi allra sinni barna jafnvel þótt þau hverfí að heiman. Við eigum mikið af góðum ís- lendingum um heim allan: Stór- eignamenn á Spáni, efnamenn í Englandi, húseigendur í Hollandi, braskara í Belgíu, jarðeigendur í Japan, framkvæmdamenn í Frakklandi, ráðsíumenn í Rúss- landi, milla í Mexíkó, auðmenn í Asíu, físksala í Flórída, kauphall- arbrasaka í Kanada, tenóra í Tékklandi, skurðlækna í Svíþjóð, lektora í Lettlandi, burgeisa S Bandaríkjunum, skuidakónga í Singapore, dósenta í Danmörku, námsmenn í Noregi, viðskipta- jöfra í Venezúela og kaupmenn í Kína og eru þá ekki nærri allir upp taldir. Á síðustu árum virðast ýmsir íslandsmenn komnir á þá skoðun, að þarft myndi vera fyrir þjóðina, ef hægt væri að halda einhveijum tengslum við þennan stækkandi her Mörlanda í útlöndum. Stjóm- völd hleyptu af stokkunum fyrir rúmu ári skráningu á öllum ís- lendingum og fólki af íslenskum uppruna í Bandaríkjunum og Kanada. Hefír Atli Steinarsson í Flórída verið skipaður til þess að sjá um skráningu og hefir hann nú þegar náð góðum árangri. Skrá þessi verður geymd á Hag- stofunni og verður hún notuð til ættfræðirannsókna og annarra hluta. Aðrir aðilar hafa unnið að því, að útlenskir íslendingar geti öðlast nafnnúmer, svo þeir geti opnað bankareikninga og höndlað fjármál á Fróni. Fyrir einum fjórum árum flutti þáverandi utanríkisráðherra ís- lands, Jón Baldvin Hannibalsson, athyglisverða ræðu á fundi ís- lenzk/Ameríska Verzlunarráðs- ins í Washington. Þar drap hann á mikilvægi þess að landsmenn héldu sambandi við brottflutta íslendinga og reyndu að tryggja samband þeirra við land og þjóð. Talaði hann um væntanlega skráningu og sagði, að næsta skref gæti orðið að leyfa þeim, sem áhuga hefðu á því, að halda íslenskum borgararétti eftir að þeir gerðust borgarar annarra landa. Sagði ráðherrann reyndar að við ramman reip myndi vera að draga, því ekkert hinna Norður- landanna leyfði tvöfaldan borg- ararétt, en svo virðist, sem vesal- ings litla ísland geti ekkert gert, nema stóru systkinin séu búin að gera það áður. Mörg Evrópulönd virðast álíta, að akkur sé í því að halda í borgara sína og ber þar hæst Bretland og Sviss. í mörgum löndum heims eru þessi mál ofarlega á baugi og má t.d. nefna, að mexíkóska þingið sam- þykkti um daginn stjórnarskrár- breytingu, sem leyfa myndi tvö- faldan borgararétt. Það er orðin gömul della að tönnlast á því að heimurinn sé stöðugt að minnka, en núna fyrst erum við farin að sjá hvernig landamærin eru að hverfa og viðskiptabandalögunum að fjölga og þau að stækka. Ger- bylting í fjölmiðlum er slík, að mörg ár munu líða þar til fólk áttar sig á því sem er að gerast. Samgöngur fara batnandi en stærsta skrefið kemur á næsta ári, þegar Hvalfjarðargöngin verða opnuð! Vegna alls þessa væri mjög athugandi fyrir landsins feður og mæður hvort þau ættu ekki að skjóta stóru Norðurlöndunum ref fyrir rass og fjölga landsmönnum með því að veita nokkrum þús- undum útlenskra íslendinga tækifæri til þess að halda íslensku ríkisfangi þótt þeir séu búnir að gerast borgarar í öðrum löndum. .Aðfaranám í frumgreinadeild ______Byggingatæknifræði B.Sc. ------Iðnaðartæluiifræði B.Sc. ------Iðnfræði ______Iðnrekstrarfræði ______Vörustjómun B.Sc. ______Rafmagnstæknifræði B.Sc. ______Útflutningsmarkaðsfræði B.Sc. ------Vél og orkutæknifræði B.Sc. NÆST TEKIÐ INN HAUSTÖNN '9Í ______Meinatækni B.Sc. ______Röntgentælmi B.Sc. Tækniskóli íslands er fagháskóli á sviði tækni og rekstrar. Námsaðstaða er góð og tækja og tölvukostur er f sífelldri endur- nýjun. Allt nám í Tækniskóla íslands er lánshæft hjá LÍN. Kynningarfulltrúi skólans og deildar- stjórar einstakra deilda veita nánari upplýsingar í síma 577 1400 eða skrifstofa skólans að Höfðabakka 9. UMSOKNARFRESTUR tækniskóli fslands Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, slmi 577 1400, fax 577 1401 http://www.ti.is Tveggja tíma námskeið á aðeins 1400 krónur. Meira en 30 námskeið í hverri viku viðþitthæfi. Hámark 9 nemendur á hverju námskeiði nettengdir við tölvu kennara. Frábærir kennarar frá Tölvuskóla Reykjavíkur einfalda málin. Tölvunámskeið vikuna 26. maí til 1. júní 1997. kl: Mánudagur 26/ maí Þriöjudagur 27/ maí Miðvikudagur 28/ maí Fimmtudagur 29/ maí Föstudagur 30/ maí Laugardagur 31/ maí Sunnudagur 1/ iún 13-15 Grunn- námskeið Grunn- námskeið Intemet - Irc Grunn- námskeið Internet - póstur Internet - Dóstur Internet 1 15-17 Word 1 Word 1 Word 2 Word 1 Internet - Irc Internet - Irc Internet 2 17-19 Excel 1 Excel 2 Intemet - Internet - Intemet 3 Nestscape Nestscape 19-21 Internet - póstur Internet - Netscape Intemet - Netscape Internet - heimasíðugerð Internet - heimasíðugerð Internet 4 Hjá xnet.is færðu aðgang að bestu fáanlegum töivum og fylgibúnaði. Miklu einfaldara, þægilegra og ódýrara en þig hefur nokkurn tíma grunað... fSkJK Opið alla daga frá kl. 10-01 Nóatúni 17 - sími 562 9030 - www.xnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.