Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURLAGATÓNLIST BRESKA rokksveitin Prefab Sprout, sem er reyndar nánast eins manns verk, lagasmiðsins Paddys McAloons, er með merkustu poppsveitum siðasta áratug- ar, en síðasta breiðskífa sveitarinnar með nýju efni kom út lokaár níunda ára- tugaiins. Margur taldi hana alla, en fyrir skemmstu kom annað á daginn, því þá kom út breiðskífa með Prefab Sprout og kallast Andromedra Heights. Paddy McAloon ætlaði sér annað en verða poppstjarna; lærði til prests en sneri sér siðan að sál- fræði og enskum bók- mennst- um. Þess sér og víða stað í verkum hans; trú- in er hon- um áleitið yrkisefni án þess þó að vera aðalatriði, og ekki fer á milli mála að hann er vel lesinn. Fyrsta breiðskífa Prefab Sprout, Swoon, kom út fyrir eftir Árno Matthíosson McAloon segist hafa sankað að sér Iögum og raðað sam- an í pakka, hvem á fætur öðrum og eins víst að hann hefði haldið því áfram það sem eftir væri og kannski hefði hann ekki gefið út ef ekki hefði komið til beiðni frá Jimmy Nail um lag. Þar með segir McAloon að ísinn hafi verið brotinn, ekki síst eftir að hann tók að semja einfóld lög á gít- ar og píanó aftur. Afraksturinn var breið- skífan sem hér er gerð að umtalsefni og hljóm- sveitin endurreist, nú aðeins tríó, skipað McAloon-bræðrum líkt og forðum, og söngkon- unni Wendy Smith. Hvort breiðskífan nýja sé merki þess að Prefab Sprout eigi eft- ir að starfa af meir krafti en undanfarin ár vill Paddy McAloon ekki segja, þykir nóg að velta fyrir sér hvort sveit- in eigi að fylgja plöt- unni eftir með tón- leikahaldi, enda segist hann full gamall fyrir vagg og veltu og lífið sem fylgi. NORÐURKJALLARI Menntaskólans við Hamra- hlíð er einn helsti tónleika- staður borgarinnar og þar hafa margar sveitir stigið fyrstu skrefin. Fyurr á ár- inu var haldið mikil tónlist- arhátíð þar og hljóðrituð og eftir viku kemur út diskur með úrvali af upptökum undir nafninu TUN, Tónlist úr Norðurkjallara. Bogi Reynisson, talsmað- ur útgáfunnar, segir að lögin á plötunni séu valin fyrst og fremst eftir hljóm- gæðum. ,Á plötunni eru þau fjórtán lög sem best tókst til við upptöku og rétt að und- irstrika að þau lög sem ekki komust með sitja ekki eftir vegna þess að þau hafi ekki verið nógu góð.“ Bogi segir að tónleikahald eins og það sem þrifist hef- ur og dafna í Norðurkjall- ara MH sé bráðnauðsyn- legt; „það er nauðsynlegt fyrir ungsveitir að hafa stað til að kynna sig og spreyta sig, til að koma sér í gang á almennilegu sviði með gott kerfi, og ég veit að tónleikar í Norðurkjallara hafa verið vendipunktur í starfí sumra sveita.“ Bogi segir að tón- leikamir í Norðurkjallaran- um séu fyrst og fremst ætl- aðir fyrir neðanjarðarsveit- ir; alls ekki popp- eða ball- sveitum. „Aðalaatriðið er að menn séu að gera eitthvað merkilegt og helst að stíga sín íyrstu skref á sviði. Það má vera vinsældapopp ef það er á einhvern hátt ný- stárlegt eða skemmtilegt." Gjöf til nemenda menntaskólans TUN verður seldur í al- mennum plötuverslunum frá 2. júní, en einnig stendur til að gefa öllum nemendum menntaskólans eintak. Ymislegt verður gert til að kynna útgáfuna og meðal annars efnt til útgáfutón- leika í útgáfuvikunni. „A disknum eru fyrstu tónleikar fjölmargra sveita og margar þeirra eru þegar orðnar þekktar," segir hann, „og þannig á það að vera.“ Á TÚN eru lög með Agli Skúlasyni, Electrique, Maus, Hugh Jazz, Fítoni jóðsjúkra kvenna, Stjömu- ldsa, Andhéra, Versu, Mull- er, Gullu Völu og tillunum, Glimmerbombunni Bonní, Mickey, Self Realization in the Experience of Sensual Love og Hamskiptunum. Mörgunblaðia/Jön SvaVi 'arsson þrettán árum og þótti merkilegt bytjendaverk. Enginn átti þó von á annarri eins skífu og fylgdi í kjölfar- ið, Steve McQueen hét hún og Prefab Sprout sló í gegn um heim allan. Lag af plöt- unni varð vel vinsælt og platan seldist í bílfórmum. Meira var um vert að hlhjómsveitin naut virðingar ekki síður en vinsælda og popppressan tók McAloon einkar vel, kaus hann laga- smið ársins, aukinheldur sem ýmis blöð telja Steve McQueen með bestu plötum níunda áratugarins. Satt er það að margt á þeirri plötu er bráðgott og ekki síður á næstu skífu á eftir, From Langley Park to Memphis sem kom út þremur árum síðar. Næsta skífa, Protest Songs, var nokkuð frá- brugðin, enda tekin upp skömmu eftir að Steve McQueen kom út þó hún hafi komi út mun síðar. Síð- asti skammtur af nýrri tón- list frá Prefab Sprout var síðan Jordan, The Comebaek, sem þótti vel heppnuð og seldist vel. Síð- an ekki söguna meir og margur gerði því skóna að þar með væri innblástur McAloons upp urinn, ekki síst eftir að safnplata leit dagsins Ijós fyrir fimm ár- um. Andromedra Heights heitir ný skífa Prefab Sprout og sannar að sitt- hvað er eftir í sarpi McAloons, enda segist hann í nýlegu viðtali við Q afskap- lega iðinn við að semja, iðji við tónlist á hverjum degíð árið um kring. Afi-aksturinn er fim breiðskífur ólíkrar gerðar, sem engin þeirra hefur komið út og stendur ekki til að gefa út í bráð. Gamall Paddy McAloon primus inter pares Prefab Sprout. ÍSINN BROTINN HREINT BORÐ UNDANFARNAR vikur hefur hljómað í útvarpi lag með hljósmveitinni Soma; einskonar forsmekkur af væntanlegri breiðskífu. Undanfama mánuði hafa Somamenn spilað sig saman af kappi til að gera sig klára fyrir skífuna, sem kom út sl föstudag. Soma ert sex manna sveit sem stofnuð var fyrir Fjörungarnn, hljómsveita- keppni FIH, sem haldin var á Akureyri á síðasta ári og þeir Somamenn segja að þegar þeir stóðu uppi sem sigurvegarar með hljóðvers- tíma í verðlaun hafi þeir ákveðið að nýta þá í að taka upp breiðskífu. Næstu mán- uðir fóru í að breyta tónlist- inni og fága, ný söngvari gaf mýkri hljóm á tónlistina, en síðan kom inn bassaleikari sem gerði okku harðari aft- ur“, segja þeir, en einnig hafði áhrif á sveitina að hún spilaði sig vel saman áður en farið var af stað. Við fórum hægt í upptökurnar; tókum lögin upp í skorpum og gáf- um okkur tíma til að hugsa málin á milli. Það var ekki fyrr en undir lokin að við unnum samfellt til að klára plötuna." Somamenn segja að lögin á plötunni hafi flest verið prufukeyrð á tónleikum og böllum og þá vill ýmislegt breytast því þá heyrist svo vel hvað það er sem virkar". Síðustu fjögur lögin sem tek- in voru upp fyrir plötuna eru þó glæný, en þeir leggja líka áherslu á að mörg laganna séu all frábrugðin uppruna- legri gerð. Soma heldur útgáfutón- leika næstkomandi fimmtu- dag, 5. júní, í Þjóðleikhús- kjallaranum og Somamenn segja að þeir hyggist spila sem mest þeir mega í sumar, þó ekki ætli þeir að fara ball- arúnt um landið. Við stefn- um alls ekki á sveitaballa- markaðinn og höfum ekkert undirbúið okkur undir það.“ Þeir félagar segjast hafa lagt áherslu á að gera sem mest sjálfir og einnig að gefa út, þó Skífan dreifi, og bæta við að það hafi verið bráð- nauðsynlegt að koma út plötu. Það var orðið að- kallandi að koma einhverju út, til að hreinsa borðið og gefa okkur færi á að þróast meira.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.