Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 14
Afyrstu árum sjöunda áratug- arins vakti það athygli landsmanna og fór varla fram hjá neinum að í Kefla- vík voru að hefja sinn feril í tónlist- inni hópur ungra pilta, hver öðrum efnilegri sem síðar áttu eftir að koma mikið við sögu í heimi dægur- lagatónlistar. í þessum hópi voru piltar sem urðu landskunnir hljóm- listarmenn, söngvarar og lagahöf- undar. Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Rúnar Júlíusson, Jóhann G. Jóhansson, Þórir Baldursson, Rúnar Georgsson, Pétur Östlund, Engilbert Jensen og Þorsteinn Egg- ertsson og nokkrum árum síðar 'yngra tónlistarfólk, t.d. Magnús Kjartansson, Shady Owens, Jóhann Helgason, Magnús Þór Sigmunds- son, Maria Baldursdóttir og Rut Reginalds. Þetta voru eftirminnileg ár. Fjór- ir síðhærðir piltar frá Liverpool „The Beatles“ gerðu allt vitlaust og bítlatónlistin höfðaði til rótlausr- ar æsku. Bob Dylan kom fram um svipað leyti og Bítlarnir og síðan komu The Rolling Stones, The Who, Janis Joplin, Jimi Hendrix og fjölmargir aðrir. Hér heima var æskan með á nótunum hvað popp- músíkina varðaði. Ótal hljómsveitir og söngvarar stigu fram á sjónar- sviðið. Hljómar, Pónik, Flowers, "Dátar, Roof Tops, Ævintýri, Óð- menn, Júdas og Trúbrot. Einar Júlíusson hóf sinn söngfer- il mun fyrr. Hann var tólf ára þeg- ar hann byrjaði að syngja með dans- hljómsveitum af Suðurnesjum á þeim árum þegar rokkið kom fyrst fram og gjörbreytti tónlistarsmekk unga fólksins og tísku. Einar var ekki hávær eða kraftmikill rokk- söngvari. Hann söng hugljúfar ball- öður og rómantísk lög. Hann var þegar á æskuárum kominn með óvenju þróttmikla og fagra rödd og varð á tiltölulega skömmum tíma einn vinsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar. Einar Júlíusson rifjaði upp sitt- hvað frá löngum söngferli þegar hann kom í viðtal einn laugardags- morgun í áliðnum aprílmánuði. Ein- ar er rétt rúmlega fimmtugur og ber aldurinn vel, það er varla grátt hár að finna á höfði hans. Hann er ljósskolhærður með há kollvik, meðalmaður á hæð og er ekki leng- ur feitlaginn eins og hann var oft hér fyrr á árum. Hann hefur náð af sér aukakílóum, er tággrannur og spengilegur. Upprunni og æska í Keflavík < Glaðværð og kímni er áberandi í fari Einars Júlíussonar. Hann minnist löngu liðinna ára sem mik- ils ævintýris. Ég er fæddur í Keflavík 20. ág- úst 1944, lýðveldisárið. Foreldrar mínir eru Vilborg Árnadóttir og Júlíus Jónsson. Mamma var frá Grindavík og er af þessum þekktu ættum, Járnstaðargerðarættinni og „Söngurinn gefur mér mikln lífsfyllingu" EINAR Júlíusson var eitt helsta átrúnaðar- goð unga fólksins á 7. áratugnum og kosinn vinsælasti dægurlagasöngvari þjóðarínnar 1965. Hann var fyrsti söngvari Hljóma, söng lenffi með Pónik og hefur sungið inn á hljóm- plötur, komið fram í útvarps- og sjónvarps- þáttum og á hljómleikum. Olafur Ormsson ræddi við Einar Júlíusson um sitthvað minn- isstætt á fjörutíu ára söngferli. Bergsættinni. Pabbi var fæddur í Reykjavík en hann var sendur í fóstur til föðursystur sinnar Guðríð- ar Nikulásdóttur og Einars Gísla- sonar smiðs sem bjuggu á Aðalgöt- unni í Keflavík. Pabbi var lengi vörubifreiðarstjóri. Hann var um tíma sjómaður og síðustu árin eða allt þar til hann hætti að vinna vann hann hjá Essó á Keflavíkur- flugvelli. Við erum fjögur systkinin. Jóna er elst og hefur búið í Banda- ríkjunum í fjörutíu ár, Árni er síma- verkstjóri í Keflavík og Elsa er kaupmaður. Það er mikið af tónlist- arfólki í Járngerðarstaðarættinni. Ég vissi það ekki fyrr en eftir að Haukur heitinn Morthens var látinn og ég sá það í bókinni um Járngerð- arstaðarættina að við Haukur vor- um stórskyldir. Þegar ég var nemandi í bama- skólanum í Keflavík var Stefán Hallsson söngkennari við skólann. Hann var giftur frænku minni sem var kölluð Adda. Adda, kona Stef- áns, og móðir mín voru systradæt- ur. Vegna þessa skyldleika uppgöt- vaði Stefán að ég var með einstaka drengjarödd, bjarta og fallega rödd. Hann fór að taka mig upp í söngtím- um og láta mig syngja einsöng. Ég byijaði að syngja á stúku- skemmtunum og á árshátíðum hjá barnaskólanum. Ég var reyndar búinn að syngja töluvert áður og byijaði að syngja í kaupfélagsbúð- inni á Hafnargötu 30, þegar ég var tveggja og hálfs árs og ég söng „Sibaba, síbaba" á búðarborðinu fyrir stelpurnar í kaupfélaginu eftir lokun. Þær gáfu mér gotterí og settu mig upp á borð, þar sem ég söng hvert lagið á fætur öðru fyrir karamellur og súkkulaði. Ég man þegar ég var krakki, að vinir og kunningjar voru að koma heim til foreldra minna. Þeir voru oft að biðja mig um að syngja og ég fór að verða feiminn. Ég losnaði ekki við að syngja fyrir fólkið og ég leysti málið þannig að ég fór inn í stórann kústaskáp í eldhúsinu, lokaði að mér og söng þar. Þegar ég kom svo fram úr skápnum og fólkið hafði hlustað sagði ég: Krónu takk! Þannig var ég búinn að safna heilum helling af peningum sem ég lagði til heimilisins. í þijá mánuði á hveijum einasta degi, hvernig sem viðraði, synti ég í sjónum í víkinni fyrir neðan æsku- heimili mitt við Klapparstíginn. Það var sagt frá því í Keflavíkurtíðind- um sem komu út í Keflavík á sjötta áratugnum. Ég var í straffi í sund- lauginni og fór að synda í sjónum. Ég gat ómögulega hætt að synda. Ég er svo rosalega stífur á minni meiningu. Ef ég tek eitthvað í mig stend ég við það. Það átti meira að segja að skjóta mig! Þeir hjá lögreglunni héldu að þetta væri selur, sáu bara hausinn á mér standa upp úr sjónum! Ég man að það var talað um að ég hefði mátt þakka guði fyrir að ég skyldi ekki hafa verið skotinn í misgripum fyr- ir selinn! Þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára hafði ég þann sið ef illa lá á mér, að fara út að róla og syngja fullum hálsi. Eitt kvöldið í frábæru veðri og kvöldkyrrð sat ég í rólu og söng kröftuglega fyrir húsmæð- ur í næstu húsum við æskuheimili EINAR, 16-17 ára, í sam- komuhúsi Njarðvíkur, Kross- inum. mitt sem voru komnar út á stétt að hlusta á konsertinn. Þá gekk María Markan óperusöngkona, sem var þá búsett í Keflavík, allt í einu þar um og kom til min og sagði: Óskaplega syngur þú vel! Má ég ekki kenna þér söng? Viltu ekki læra söng? Þá sagði ég feiminn: Nei, ég vil ekki læra söng! Þá sagði hún: Það er leiðinlegt, því ég vil gjarnan kenna þér og þú_þarft ekki að borga krónu fyrir! Ég nagaði mig lengi í handarbökin að hafa ekki þegið það góða boð. Söngvari með danshljómsveitum Þegar Einar var að alast upp í Keflavík á árunum um og eftir 1950 var bærinn í örum vexti og einn helsti útgerðar- og fískvinnslubær landsins og þangað streymdi að- komufólk á vetrarvertíðir víða af landinu og þá ekki síður til vinnu á Keflavíkurflugvelli. Þá var félagslíf með miklum blóma og hljómsveitir léku fyrir dansi í Ungó og í Krossin- um þijú til fjögur kvöld í viku. Hvenær hefst svo þinn söngferil með danshljómsveitum? „Hann byijaði mjög snemma. Þegar ég var 11 ára og var í sjötta bekk barnaskólans var ég beðinn um að koma fram og syngja á gagn- fræðaskólaskemmtun með skóla- hljómsveitinni lagið Diana sem Paul Anka gerði heimsfrægt í þá daga. Ég kom svo fram árið eftir með Neo tríóinu á 17. júní, í fyrsta skipti sem dansað var á götunum í Kefla- vík, og þá var ég tólf ára. Árið 1957 eða ’58 söng ég með hljómsveit Karls Jónatanssonar í Ungó sem gestasöngvari í dagskrá sem kallað- ist Keflavíkurvaka eða Keflavíkur- nætur. Síðan var mér boðið að ger- ast söngvari með HJ kvinttettinum úr Sandgerði og ég var með þeirri hljómsveit stuttan tíma eða þar til Guðmundur Ingólfsson, gítarleikari frá Vestmannaeyjum, stofnaði hljómsveit í Keflavík. í þeirri hljóm- sveit voru auk Guðmundar á gítar, Þórir Baldursson á píanó, Agnar Sigurvinsson á trommur, Rúnar Georgsson á tenórsaxófón og við Engilbert Jensen sungum með hljómsveitinni. Mig minnir að Gunn- ar Kvaran sellóleikari hafi verið með okkur í stuttan tíma og einnig maður að nafni Sigurgeir sem er flugmaður í dag.“ Varstu þá söngvari með hljóm- sveit Guðmundar Ingólfssonar í nokkur ár? „Já og við spiluðum aðallega í Krossinum, gömlum bragga frá því á stríðsárunum sem var ógleyman- legur staður. Það eru allir að tala um Glaumbæ. Ég tala um Kross- inn! Sá staður var engum líkur. Hann var aðalstaðurinn. Það var stöðugur straumur úr Hafnarfirði. Stelpurnar komu í hópum og slóg- ust um strákana af Suðurnesjum. Það var oft kátt í bragganum og hendur látnar standa fram úr erm- um. Við spiluðum líka í Sandgerði og í Grindavík í gamla kvenfélags- húsinu. Ég var í hljómsveitinni til árins 1963. Þá urðu mannabreyting- ar. Þá var Gunni Þórðar kominn í hljómsveitina og María Baldurs- dóttir sem söngkona og Eggert Kristinsson á trommur. Ég man að Pétur Östlund fór með okkur til Siglufjarðar 1960 og einnig Þráinn Kristjánsson sem nú er veitinga- maður í Kanada. Þá tókum við á leigu Alþýðuhúsið á staðnum og það var ball á hveiju kvöldi. Við vorum með framkvæmdastjóra með okkur, Ellert Eiríksson, núverandi bæjar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.