Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 B 11- BIRGIR Kristjánsson lítur eftir þörungaræktuninni en þörungar eru notaðir við frumfóðrun lúðulirfa. ELDISTÍMI lúðu upp í markaðsstærð er nú um 3 ár og er þá miðað við að þeim sé slátrað 4-5 kg þungum. ARNAR Jónsson, seiðaframleiðslustjóri á Hjaiteyri, vakir yfír ástandi seiðanna í kerunum. „Við Erlendur gerðum umtals- verðar athuganir í Eyjafirði iyrsta árið og einnig á húsakynnunum á Hjalteyri. Eins söfnuðum við smá- lúðu í Breiðafirði og settum upp bráðabirgðaaðstöðu á Hjalteyri til að sjá hvort fiskurinn þrifist við þær aðstæður sem þar eru. Við kynntum okkar niðurstöður á að- alfundi 1988 og þar var samþykkt að halda okkar starfi áfram, safna klakfiski, koma upp aðstöðu fyrir lúðuklak, með það að markmiði að hefja fjöldaframleiðslu á lúðuseið- um. Fyrstu klaktilraunirnar gerðum við árið 1989, en árið eftir lifðu fyrstu seiðin. Líkt og Norðmenn byrjuðum við með 2 seiði, sem nefnd voru Halldór og Jakob, eft- ir þeim Halldóri Ásgrímssyni þá- Byrjað var með tvö seiði, sem nefnd voru Hall- dór og Jakob, eftir þeim Hall- dóri Ásgrímssyni þóverandi sjóvar- útvegsróðherra og Jakobi Jakobssyni forstjóra Hafró. verandi sjávarútvegsráðherra og Jakobi Jakobssyni forstjóra Hafró. A þessum tíma vorum við þeir sjöttu eða sjöundu í heiminum að framleiða lúðuseiði í eldisstöð. Ár- ið 1991 framleiddum við um 5.000 seiði og eftir það einhver þúsund á ári. Okkur tókst aldrei að komast yfir þennan þröskuld að framleiða einhverja tugi þúsunda seiða íyn- en seinni part síðasta árs.“ Gott starfsfólk Ólafur segir það íyrst og fremst áhuga hluthafa og sjávarútvegs- ráðuneytisins að þakka að fyrir- tækið er starfandi í dag. Rann- sóknarráð íslands hefur einnig veitt fyrirtækinu rannsóknarstyrki í ýmis verkefni frá árinu 1988. Þá hafa Norræna ráðherranefndin, Samstarfsnefnd Vesturnorður- landa og Norræni iðnaðarsjóður- inn veitt rannsóknarstyrki. Hjá fyrirtækinu eru 12,5 stöðu- gildi, 2 starfsmenn eru á Dalvík, 5 á Hjalteyri, 4 í Þorlákshöfn og á skrifstofu er 1,5 stöðugildi. Ólafur segir það lykilatriði að góðum ár- angri fyrirtækisins að hafa gott starfsfólk. „Starfsmennimir em mjög áhugasamir og hér hefur verið lítið um mannabreytingar Reynsla starfsmanna skiptir miklu máli og í þessum hópi era fjórir líf- fræðingar." Ólafur segir að á þessum 10 ár- um hafi Fiskeldi Eyjafjarðar orð- ið eitt af leiðandi fyrirtækjum í heiminum í lúðueldi og stefnt verði að því að það haldist óbreytt eftir önnur 10 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.