Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ I i J . j - I ii 9 ! 3 i f íl :j 4 4 í 4 Morgunblaðið/Golli FRÁ versluninni Wolford f.v.: Erik Danielsen, Pia Ransby, Kristín Rosinkranz og Andrés Roth. SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 B 13 Ný sending frá Libra Glœsileg sending af buxna- og pilsdrögtum ásamt miklu úrvali af heilum og tvfskiptum kjólum. Stœröir 36-48. Einnig mikiö úrval af sumarfatnaöi m.a. gallafatnaöur, silkibolir og bómullarfatnaöur. Opið á laugardögum frá kl. 10-14 DTfDarion Reykiavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 Sérversl- un með sokkabuxur VERSLUNIN Wolford var opnuð á Laugavegi 48 í bytjun maí. Upphaf- lega voru vörur undir Wolford-merk- inu, sem er einkum þekkt fyrir sokka- buxur, seldar í almennum verslunum hér á landi sem erlendis. Á tveimur síðustu árum hefur fyrirtækið náð að hasla sér völl sem sérverslun und- ir nafni framleiðandans víða um heim. Verslanir undir þessu merki eru nú m.a. í Vín, London og París. Fatnaður undir merki Wolford er hannaður í höfuðstöðvum fyrirtækis- ins í Austurríki. Undir sama merki er jafnframt að finna sundfatnað og samfellur. DALAI Lama og Jakusho Kwong ros- Zen-meistari með fyrirlestur JAKUSHO Kwong roshi eða Roshi eins og hann er oftast nefndur er einn af hinum svonefndum Zen- meisturum. Á undanförnum árum hefur hann átt náið samstarf við Dalai Lama, segir í fréttatilkynn- ingu, en Roshi er stofnandi Zen-mið- stöðvarinnar á Sonoma-fjalli í Norð- ur-Kaliforníu. Roshi ferðast árlega til íslands og Póllands til að kenna Zen-iðkun. og verður hann með fyrirlestur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi þriðjudaginn 27. maí kl. 20.30. -----»-■♦.4---- Fyrirlestur um hugtakamynd- un í tónlist DON D. Coffman, prófessor í tónlist- arkennslufræði við Iowa-háskóla og Þórir Þórisson, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti halda sameiginlegan fyr- irlestur á vegum Félagsvísindadeild- ar Háskóla íslands í stofu 201 í Odda, þriðjudaginn 27. maí kl. 17. Fjallað verður um hvernig ungl- ingar geta aðgreint fjölda afbrigða rokktónlistar án þess að formleg tóngreining komi við sögu og hvern- ig lítt tónmenntað alþýðufólk getur þekkt fjölda tónskálda af stíl verka þeirra. Einnig verður rætt um mynd- un hugtaka um stíl í tónlist og kynnt- ar nýjar rannsóknir á því sviði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og á erindi við áhugafólk um tónlist, tónlistarmenn og tónlistar- kennara. Hann er ölium opinn meðan húsrúm leyfir. Bifreið morgundagsins - fáanleg strax í dag HEKLA Auöi Vorsprung durch Technik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.