Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 B 3 100 fulltrúar á landsþingi St. Georgs gildanna LANDSÞING St. Georgs gildanna á íslandi, Landsgildisþing, er haldið annað hvert ár. Að þessu sinni var það haldið í umsjá Reykjavíkurgildis- ins í Fóstbræðraheimilinu í Reykjavík 3. maí að viðstöddum 100 fulltrúum frá öllum gildum félagsins. St. Georgs gildin eru alþjóðlegur félagsskapur eldri skáta allt frá 18 ára og upp úr og velunnara skáta- hreyfingarinnar. Eitt af aðalmarkm- iðum gildanna er stuðningur við skátahreyfinguna, mestmegnis á heimavelli, en samskipti lands- og heimssamtaka gildisskáta og skáta eru einnig talsverð. Margrét Tómas- dóttir, aðstoðarskátahöfðingi, mætti sem fulltrúi Bandalags íslenskra skáta á þingið. Tvö ný gildi á Akureyri og í Kópa- vogi voru formlega tekin inn í Lands- gildið, fráfarandi Landsgildismeist- ari, Aðalgeir Pálsson frá Akureyri, flutti skýrslu Landsgildisstjórnar og gjaldkeri lagði fram og skýrði árs- reikninga. í þinghléi um hádegið var stutt helgistund í Langholtskirkju í umsjá sr. Pálma Matthíassonar og Jóns Stefánssonar. Við það tækifæri voru þrír gildisfélagar sæmdir heið- ursmerki Landsgildisins, Gyða Guð- jónsdóttir, Þórdís Katla Sigurðardótt- ir og Ásta Ágústsdóttir, fyrir mikið og gott starf í þágu gildanna og skátahreyfíngarinnar. Talsverðar umræður urðu um breytingar á lögum Landsgildisins sem nú heita samþykktir, en á fyrra þingi 1995, var skipuð milliþinga- nefnd til að fullvinna þær breyting- artillögur. Stjórn St. Georgs gildanna á íslandi er nú þannig skipuð: Lands- gildismeistari er Hörður Zophanías- son, Hafnarfírði. Síðasti Phoenix- klúbbfundurinn fyrir sumarfrí SÍÐASTI Phoenix-klúbbfundurinn fyrir sumarfrí verður haldinn mánu- daginn 26. maí kl. 20 á Hótel Loft- Ieiðum í Þingsölum. Fyrsti klúbb- fundur vetrarins verður síðan hald- inn mánudaginn 29. september á sama tíma á sama stað. Phoenix-klúbbfundirnir eru fyrir alla þá sem sótt hafa Brian Tracy námskeiðið Phoenix - leiðin til árangurs og eru ætlaðri til uppriíjun- ar og viðhalds jákvæðu hugarfari sem er rauði þráðurinn í hugmynda- fræði Brians Tracys. Fundirnir hafa verið haldnir sleitulaust síðastliðin 5 ár með góðri þátttöku, segir í til- kynningu. Úrval-Útsýn býður glæsilegt úrval hótela og íbúðahótela í Puerto Vallarta, auk fjölbreyttrar dægrastyttingar s.s. styttri og lengri skoðunar- ferðir, köfun, sjóstangaveiði, hestaferðir, frumskógarferðir ofl. ‘Flug, gisting 2 nætur í London, 14 nætur í Puerto Vallarta og allir skattar. UTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, grœnt númer: 800 6300, Hafnarfirði: simi 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. Verð á mann í tvíbýli á Playa Los Arcos, DIAMOND RESORT, 5-stjörnu „Allt innifalið" gististaður. (Matur, drykkir, skemmtanir og sport.) KYNNINGARVERÐ á mann ítvíbýli 128.395 kr. Nýjasti áfangastaður Úrvals-Utsýnar er einn af fegurstu sólarstöðum Mexíkó, Puerto Vallarta á Kyrrahafsströndinni. Stórkostleg náttúrufegurð, endalausar strendur, iðandi mannlíf, úrval skemmti- og veitingastaða og verðlagið er brandara líkast. Puerto Vallarta er annálaður áfangastaður fyrir hreinlæti, gott drykkjarvatn og gestrisni innfæddra, enda lundin létt í þessu heimahéraði el Mariachi tónlistarinnar og Tequila drykksins. wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ■ Grenning - Vöðvastyrking - Appelsínuhúð Úrslitakosturinn í mótun og grenningu.Tafarlaus ummálsmissir. „EUROWAVE“'97 er háþróað og byltingarkennt rafnuddtæki til notkunar í grenningu og mótun. „HARTUR" HLJÓÐBYLGJUMEÐFERÐ Sú eína sínnar tegundar og áhrífarík í baráttuínní. Sólin Kringlunni, Norðurturni, 4. hæð, sími 568 7030. Opið: Mánud. - föstud. kl. 08.00-22.00 Laugard. kl. 10.00-20.00 Sunnud. kl. 12.00-20.00 læsilegur gufubaðsklefi. Verið ávallt stundvís og velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.