Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 B 7 OG ÞESSAR AÐ AUKI... TITANIC sekkur undir stjóm James Camerons í dýrustu sem gerð hefur verið. ARNOLD Schwarzenegger og Uma Thurman leika á Leðurblöku- manninn í ntímer fjögur. Harrison Ford leikur forseta Bandaríkjanna í annarri hasai’mynd sem heitir „Air Force One“ og ger- ist að mestu í einkaflugvél banda- ríkjaforseta. Rússneskir skæruliðar ræna vélinni á flugi og leiðtogi hins frjálsa heims snýst til vamar. Wolf- gang Petersen („In the Line of Fire“) leikstýrir og segir að fyrst forsetinn sé orðinn að hasarmynda- hetju sé eins gott að Harrison Ford leiki hann. „Það eru ekki allir sem geta leikið í senn traustvekjandi for- seta og mann sem stendur í skotbar- dögum við skæruliða," er haft eftir honum. Clenn Close leikur vai-afor- seta landsins og Gary Oldman þótti kjörinn í hlutverk hermdarverka- mannsins. „Sjáðu til,“ segir Ford, „þetta er hasarævintýri. Þetta er hörku hasarmynd og þegar allt kem- ur til alls er þetta hörkuforseti.“ JASON Patric og Sandra Bullock minnka ekki hraðann í „Ofsahraða 2“. MICHAEL Keaton er dauðadæmdur fangi í inni „Desperate Measures“. BATMAN OG ROBIN Fjórða myndin um Leðurblöku- manninn heitir einfaldlega Batman og Robin og nú er það sjónvarpsleik- arinn Ceorge Clooney sem fer með hlutverk gúmmíklæddu næturver- unnar. Leikstjórinn Tim Burton gerði hann að þunglyndissjúklingi er treg- aði myrta foreldra sína en nýi leik- stjórinn, Joel Schumacher, hefur undanfaiið reynt að lækna hann af því og í þessari mynd er Leðurblöku- maðurinn gamansamm' og skemmti- legur. „George Clooney er 35 ára gamall og ef við ættum 35 ára gaml- an vin sem sæti og vorkenndi sjálfum sér vegna þess að foreldar hans voru myrtir fvi’ir 30 árum þá mundum við biðja hann að reyna að komast yfir það,“ er haft eftir leikstjóranum. Chris O’Donnell fer með hlutverk Robins, Ar-nold Schwarzenegger leik- ur óbermið Frysti, höfuðóvin blök- unnar, Uma ThmTnan leikur annan óvin, Poison Ivy, og Alicia Silversto- ne leikur blökugelluna. Val Kilmer lék leðurblökuna í síðustu mynd og Schumacher grætur ekki hvarf hans enda voru litlir kærleikar á milli þeirra. HERKÚLES Disneyfélagið sendir frá sér eina teiknimynd á ári og nú er röðin kom- in að sögunni um Herkúles. Leikar- ar eins og Charlton Heston, James Woods og Danny DeVito sjá teikni- myndapersónunum fyrir leikröddum í þessari 35. teiknimynd fyrirtækis- ins. Hugmyndin varð til hjá einum af teiknurum þess og stjórnarfonnað- urinn, Michael Eisner, samþykkti hana. Einu og hálfu ári síðar fengu John Musker og Ron Clements það hlutverk að leikstýra myndinni en síðast stjórnuðu þeir saman gerð Aladdíns. Tónlistin er í höndum Al- an Menkens sem fyrr. Eins og oft áður kynntu Disneysögumennirnir og teiknararnir sér bakgrunn mynd- arinnai- í þetta sinn gríska menningu og sögu áður en þeir hófust handa; reyndar hafa þeir í seinni tíð verið gagnrýndir sérstaklega fyrir óná- kvæmni í meðferð sinni á sagnfræði- legum atburðum eða bókmennta-' verkum. Þeir ferðuðust um Grikk- land með grískum sérfræðingi og komust að því m.a. að Herkúles er rómversk hetja, gríska hetjan heitir Herakles, svo þeir voru þegar komn- ir út á hálan ís. Hvað sem því líður hefur Hollywood aldrei verið í vand- ræðum með að búa til hetjur. í teiknimyndinni á Herkúles að vera einskonar Michael Jordan Grikkj- anna, dáður og elskaður af öllum, og Disney vonar að myndin verði það líka. SAMSÆRISKENNING Mel Gibson og leikstjórinn Ric- hard Donner hafa unnið að gerð „Lethal Weapon" myndanna og þeir gerðu „Maverick“ saman og fyrir 20 milljónir dollara samþykkti Gibson að leika í enn einni myndinni undir stjórn Donners, Samsæriskenning- unni eða „Conspiracy Theory“. Gib- son leikur ímyndunarveikan leigubíl- stjóra sem er sífellt að finna upp ein- hver samsæri hjá hinu opinbera og blaðra um þau og svo vill til að starfsmaður hjá CIA heyrir eina kenninguna hjá honum um hugsana- stjórnun og þar með er stöðvarbíl- stjórinn kominn í bragðvont. Patrick Stewart og Julia Roberts leika á móti Mel, sem líkt og í öllum öðrum myndum sínum upp á síðkastið þurfti að þola erfiða pyndingarsenu. I þessari var hann bundinn í hjóla- stól og settur á haus ofan í vatn með augun og munninn límd opin. „Ég hef aldrei látið leikara ganga í gegn- um það sem Mel hefur gengið í gegnum,“ er haft eftir Donner. Um síðir sagðist Mel ekki geta staðið í þessu lengur, álagið væri of mikið, og hann fékk frí í einn dag. Hasar- mynd með Mel Gibson er næstum því eins öruggt kassastykki og gam- anmynd með Jim Carrey. OFSAHRAÐI2 Einn af óvæntustu sumarsmellum síðustu ára er hasarmyndin Ofsa- hraði eða „Speed“ með Keanu Reeves og Söndru Bullock. Gerð hef- ur verið framhaldsmynd hennar og asta sumars. „Ég hafnaði hlutverk- inu,“ segir Reeves, „vegna þess að ég vildi ekki vinna við spennumynd- ir á þeim tíma. DeBont hefur sínar skýringar: „Ég held að Keanu hafi verið hræddur við að verða stór- stjarna," segir hann. Mörgum þykir erfitt að vinna undir stjórn DeBonts sem þykir hinn versti skaphundur á tökustað. Orðrómur er uppi um að myndin hafi kostað 160 milljónir dollara sem leikstjórinn segir að sé „geðveikislegt" að heyra. FANGAFLUGIÐ Stórhættulegii- lífstíðarfangar ræna fangaflutningavél í háloftunum á leið í nýtt öryggisfangelsi í sumar- spennumynd Jerry Bruckheimers og þeirri fyrstu sem hann framleiðir einn síns liðs eftir að félagi hans Don Simpson lést; síðasta myndin sem þeir gerðu saman var Kletturinn eða „The Rock“. „Con Air“ heitir mynd- in og fara leikararnir eins og Nicholas Cage, Ving Rhames og John Malkovich með aðalhlutverkin ásamt John Cusack. Leikstjóri er Simon West, sem helst hefur reynslu af sjónvarpsauglýsingum, en Simp- son/Bruckheimer handbragðið leyn- ir sér ekki í sýnishorninu; fræg and- lit og gegnumgangandi hasar frá upphafi til enda. Karakterleikarinn John Cusack er ekld vanur því að leika í hasai-myndum af þessu tagi en leikaraliðið var ómótstæðilegt. Allar koma þessar sumarmyndir í kvikmyndahúsin hér í sumar og í haust og bítast um áhorfendur með sínum rándýru brellum og vísinda- skáldskap og hasar, sem er ætlað það eitt hlutverk að skemmta áhorf- endum. Fleiri eru væntanlegar og skal hlaupið á nokkrum þeirra hér. Michael Keaton leikur dauðadæmd- an fanga í myndinni „Desperate Measures“. Hann sleppur úr haldi en löggan sem eltir hann og Andy Garcia leikur hefur ríka ástæðu til að ná honum því deyjandi sonur lögg- unnar þarf á beinmerg fangans að halda. Barbet Schroeder er leik- stjóri. Robert De Niro og Sylvester Stallone leika saman í myndinni „Cop Land“. Venjulega er það De Niro sem gengur í gegnum stórkost- legai- líkamlegar breytingar þegar hann býr sig undir hlutverkin en í þetta sinn var það Sly sem gerði sig akfeitan og þyngdist um 15 kíló. Aðr- ir leikarar í þessari mórölsku löggu- sögu eru Harvey Keitel og Ray Liotta en leikstjóri er James Man- gold. Tim Robbins fer með aðalhlut- verkið í myndinni „Nothing to Lose“ en mótleikari hans er Martin Lawrence. Leikstjóri er Steve Oedekerk sem síðast gerði „Ace Ventura 2“ en myndin segir af því þegar bifreið Robbins er rænt og eftirmálum þess. Hinn ástralski leikstjóri Brúð- kaups Muriels, P. J. Hogan, hefur gert nýja brúðkaupsmynd í Hollywood með Julia Roberts í aðal- hlutverki. Cameron Diaz og Dermot Mulroney leika á móti henni en myndir heitir „My Best Friend’s Wedding". Sagan skrifaði söguna árið 1985 og byggði hana á söguþræði er hann hafði samið fyiár kvikmyndafram- leiðanda árið 1980. Framleiðandinn reyndi síðar að fá Roland Joffé og George Miller til þess að gera „Contact“ en það var ekki fyrr en Zemeckis las handritið sem hjólin fóru að snúast. Hann sá fyrir sér ákaflega raunsæja mynd um algjöra fantasíu. Zemeckis er tækni- brellufrík eins og sjá má á fyrri myndum hans og sjálfsagt er marga brelluna að finna í þessari. Foster undirbýr sig af kostgæfni fyrir hlut- verkin og hitti m.a. Sagan að máli skömmu áður en hann lést. Hún seg- ir að það hafi tekið sig hálft ár að komast að því um hvað myndin raun- verulega er. „Þeir settu leikara eins og Nicholas í myndina og tvo eða þrjá gæðaleik- ara aðra svo mér fannst ég ekki vera að leika í Jean-Claude van Damme mynd,“ er haft eftir honum. Maður sér fyrir sér auglýsinguna: Hér er hún nú komin topphasarspennu- mynd sumarsins... HIN MÖRGU ANDLIT TRAVOLTAS Önnur sumarmynd Cage heith- „Face/Off“ og er stýrt af Hong Kong leikstjóranum knáa, John Woo. Sag- an er með ólíkindum, jafnvel miðað við hasarspennumyndh- dagsins. Mótleikari Cage er John Travolta en hann leikur FBI mann sem tekur lögin í eigin hendur þegar hann not- ar nýjustu tækni og vísindi, er gera honum kleift að breyta ásjónu sinni, og smeygh- sér inn í fangelsið þar sem meintur morðingi sonar hans er í haldi. Cage leikur hann og stelur voodogöldrunum af Ti-avolta og heldur út í frelsið með nýtt andlit og lifir hátt á meðan Travolta er lokað- ur inni í fangelsinu með gamla and- litið hans. Cage reynir að koma orð- um að ruglingi þessum: „Þú er með andlit mannsins sem myrti son þinn, sem hlýtur að orka illa á þig. Síðan fer þessi maður sem myrti son þinn og sefur hjá konunni þinni.“ FORSETAVÉLIN sögusviðið er ekki lengur almenn- ingsvagn á ofsahraða um Los Angel- es heldur skemmtiferðaskip sem skæruliðinn William Dafoe rænir. Bullock er í sínu gamla hlutverki en Jason Patric er kominn í rullu Reeves sem myndarlegur lögreglu- maður og snöfurmannlegur. Leik- stjóri er Hollendingurinn Jan DeBont eins og áður en í millitíðinni gerði hann skýstrókatryllinn „Twist- er“, næstaðsóknarmestu mynd síð- HERKÚLES er Disney- hetja sum- arsins. — .... M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.