Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 17 ERLENT Ellefta Afríkuför Páfa JÓHANNES Páll páfi kom í gær til Kamerún sem er fyrsti viðkomustaður hans í elleftu Afríkuför hans sem tekur viku. Páfi, sem er 75 ára, fer meðal annars í fyrstu opinberu heim- sókn sína til Suður-Afríku á laugardag. Hann neyddist að vísu til að millilenda í Jó- hannesarborg þegar hann ætl- aði til Lesotho í september 1988 vegna slæms veðurs. Rússnesk „mafía“ upprætt YFIRVÖLD í Los Angeles hafa handtekið ellefu liðsmenn „rússnesk-armenskrar mafíu“ sem flutti inn rússneskar vændiskonur til Bandaríkj- anna, stundaði heróínsölu og skattsvik sem námu jafnvirði 250 milljóna króna á einu ári. Mennirnir eru einnig sakaðir um að hafa kúgað fé af auðug- um Rússum og Armenum sem hafa sest að í suðurhluta Kali- forníu. Mennirnir voru handteknir á þriðjudag eftir árs rannsókn alríkislögreglunnar FBI og skattrannsóknastofnunarinn- ar IRS. Höfuðpaur glæpa- hringsins er Hovsep Miaelian, 44 ára rússneskur innflytjandi sem kallaði sig „Guðföðurinn“ og ók um í glæsibifreiðum. Ráðist á börn á stríðs- svæðum GRACA Machel, formaður nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar að- stæður barna á stríðssvæðum, sagði í gær að hermenn víða um heim réðust í æ ríkari mæli á börn af ásettu ráði. „Þegar átökin sem eiga sér nú stað eru könnuð kemur í ljós að ráðist er vísvitandi á börn, en slíkt gerðist varla áður,“ sagði Machel. Nefndin leggur skýrslu fyrir allsheijarþing Sameinuðu 'þjóðanna á næsta ári og mun leggja til að alþjóðalögum verði breytt þannig að börnum á stríðssvæðum verði tryggð aukin vernd. Olechowski styður Walesa ANDRZEJ Olechowski, fyrr- verandi fjármála- og utanríkis- ráðherra Póllands, kvaðst í gær styðja Lech Walesa forseta í baráttu hans fyrir endurkjöri í kosningunum í nóvember. Hann kvað Walesa nógu sterk- an leiðtoga til að treysta lýð- ræðið í sessi, koma á markaðs- hagkerfí og knýja fram aðild Póllands að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Olechowski er leiðtogi hreyfingar sem beitir sér fyrir sameiningu miðju- og hægri- manna og stuðningur hans er mikilvægur fyrir Walesa, sem stendur frammi fyrir erfiðri baráttu við hægrisinnaða frambjóðendur, einkum Hanna Gronkiewicz-Waltz seðla- bankastjóra. 6 Oder por&9 LUsuígqe verseucht dle Umwelt Ciberall P ^VF á&OHVAcC Reuter ífpÉ 'P'ir 5 Saka Alu- suisse um mengun TVEIR félagar Greenpeace-sam- takanna á mótmælafundi í Siders í Sviss styðja hér við bakið á beinagrindum sem notaðarvoru til að vekja athygli á meintri umhverfismengun Alusuisse-fyr- irtækisins. Er Alusuisse sagt menga jarðveg á stöðum þar sem úrgangsefnum frá framleiðslunni er komið fyrir og er um að ræða staði í Sviss og Portúgal. A spjald- inu stendur: „Hvort sem það er í Wallis [svissneskt hérað] eða í Portúgal, Alusuisse saurgar um- hverfið alls staðar“. Tölvur og tækni Fimmtudagsblaði Morgunblaösins, 28. september nkv fylgir blaðauki sem heitir Tölvur og tækni, en þann dag hefst í Laugardalshöll tölvusýning. í þessum blaðauka verður fjallað um sýninguna, það nýjasta í tölvutækni, alnetið (Internetið) og tækni því tengdu, aukna samkeppni á einkatölvumarkaðinum, nýjungar í fyrirtækjatölvum, CD-ROM tæknina og forrit og leiki á CD-ROM diskum, nýjar leikjatölvur og tölvubækur. Einnig verður fjallað um nýjustu tækni í hljómtækjaheiminum og þróun sjónvarps- og farsímatækni. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 13.00 fimmtudaginn 21. september. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltróar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.