Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBIAÐIÐ FRÉTTIR » Forseta og rábherrum dœmdar 7 9-20% kauphcekkanir, en öbrum cebstu embœttismönnum helmingi minna: =*T 1\J ( Þá er nú búið að finna „góðærið" hans Davíðs . . . F.V. JÓN M. Guðjónsson, Þorvarður Hjaltason, Guðrún Einarsdótt- ir og Lárus Gunnsteinsson með veiði úr Vesturdalsá í Vopnafirði. „Hafbeitar- árnar“ úr sögunni? KÝLAVEIKI laxinn úr Kollafirðin- um sem fannst í Hellisá á Síðu gæti leitt til þess að það legðist af að sleppa hafbeitarlaxi í ár, þar sem annað hvort er lítið eða ekk- ert af villtum náttúrulegum laxi. Nú þegar hefur verið tekið fyrir frekari flutning hafbeitarlaxa í þær ár þar sem þetta hefur verið stundað og mikil óvissa ríkir um hvort heimilað verði aftur að flytja lax í ár með þeim hætti. Sigurður Már Einarsson fiski- fræðingur við Veiðimálastofnun sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að reglugerð númer 401 frá árinu 1981 bannaði flutning laxa á milli landshluta, en undanþágu- ákvæði væru fyrir hendi, þ.e.a.s. að flytja mætti lax þannig ef fyrir lægi samþykki Fisksjúkdóma- nefndar og viðkomandi veiðifélags auk jákvæðrar umsagnar veiði- málastjóra við sh'kum erindum. Sigurður sagði að fiskifræðingar Veiðimálastofnunar hefðu ávallt óttast þessa flutninga og varnagl- arnir hefðu fyrst og frem'st verið til að koma í veg fyrir hugsanlega dreifíngu á sjúkdómum milli vatnakerfa. Hafbeitarlaxi hefur verið sleppt í allnokkrar ár; Norðlingafljót og Reykjadalsá í Borgarfirði, Laxá í Miklaholtshreppi og Núpá á Snæ- fellsnesi, Hellisá á Síðu, Brynju- dalsá í Hvalfirði, Hólmkelsá við Ólafsvík og Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. Alltaf verið sandur Mikil umræða hefur verið um sandburð frá Kráká niður alla Laxá í Aðaldal og eru margir á því að þar liggi rótin að því að níðursveifla hefur verið í Iaxveiði í ánni síðustu sumur. Að sandur- inn spilli svo hrygningarstöðvum laxins að í óefni sé komið. Veiði- tímanum í ánni er nú lokið og sagði Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins í samtali við Morgunblaðið að um 1100 laxar hefðu veiðst og vissulega hefðu menn viljað sjá fleiri laxa í ánni í sumar. „Ég er ekki að gera lítið úr því að sandburðurinn sé slæmt mál, en það hefur verið sandburð- ur í ánni í hundruð ára, en sveifl- ur alltaf verið í veiðinni. í þetta skipti var Hafrannsóknarstofnun- in búin að vara við því að sjór væri með allra kaldasta móti og það gæti komið niður á heimtum úr hafi. Sérstaklega á ársfiski úr sjó í okkar tilviki,“ sagði Orri. Hann sagði enn fremur: „Heildarveiði í Laxá hefur sveiflast nokkuð upp og niður milli ára, rétt eins og í öllum lax- veiðiám, þó kannski minna en víða annars staðar. Það sýna aflatölur úr ánni síðustu 100 til 150 árin. Þær sýna einnig, að fram til árs- ins 1970 nam meðalveiðin um 1000 löxum, en þá hófst mikil ræktun í ánni sem skilaði þeim árangri að meðalveiðin nær tvö- faldaðist og er nú um 1900 laxar á ári. Sveiflur hafa líka minnkað. Meðalþyngdin hefur auk þess allt- af verið með því mesta sem þekk- ist hér á landi. Hvað varðar sand- burðinn, þá er talið að minni sand- burður auki laxgengd. Upp- græðsluverkefnið við Kráká Iofar því góðu og Landsvirkjun hefur unnið að því í sumar að finna út hvernig hefta megi sandburðinn enn frekar. Er vonandi að árang- ur af þessu átaki verði góður,“ sagði Órri. Ýmsar tölur Um 670 til 680 laxar eru komnir á land úr Haffjarðará. Nóg er af fiski í ánni, en hann hefur tekið fremur illa að undanförnu. Mest af laxinum er legið og lítið hefur bæst við af nýjum fiski sem gæti hleypt lífí í veiðina. Margir hafa dundað sér við að veiða væna sjó- bleikju í hinu fimalanga og breiða Sjávarfljóti. Lokatölur úr Norðurá virðast vera um 1660 laxar og er ekki fyrirsjáánlegt að nein á nái hærri tölu í sumar. 1648 er lokatalan úr Þverá ásamt Kjarrá og í báðum ánum, þ.e.a.s. Norðurá og Þverá, var afar rólegt síðustu vikumar. Eitthvert slangur af laxi, en allur draugleginn og lítt áhugasamur að taka agn. Milli 340 og 350 laxar hafa veiðst í Stóru-Laxá í Hreppum sem þykir gott á þeim slóðum. Aflinn hefur þó verið heldur mis- skiptur, því tvö neðstu svæðin sem eru seld saman hafa gefið hátt í 300 laxa. Það er þó haft fyrir satt að eitt og eitt skot hafi komið ofar að undanförnu. Sameining á Vestfjörðum Allir í einu sveitarfélagi ÞORSTEINN Jó- hannesson læknir er oddviti sjálf- stæðismanna á ísafirði, formaður bæjarráðs og formaður sameiningar- nefndar sveitarfélaganna á Þingeyri, Mýrarhreppi, Mosvallahreppi, Flateyri, Suðureyri og ísafirði. Sameiningamefndin hefur samþykkt-tillögu um sameiningu sveit- arfélaganna. Samþykkt um eitt sveitarfélag verður lögð undir dóm íbúanna 11. nóvember og kosningar um nýja sveitarstjórn 11. maí 1996. - Hversu gömul er sam- einingarnefndin ? „Samstarfsnefndinni um sameiningu sveitarfélaga var komið á fót um áramótin ’93-’94. Súðvíkingar vildu ekki vera með frá upphafi og Bolvík- ingar vildu koma inn í hana með ákveðnum skilyrðum sem ekki var fallist á af fulltrúum ann- arra sveitarfélaga vegna 108. greinar sveitarstjórnarlaganna. En sameiningarviðræður þessara sex hreppa hafa staðið yfir frá því í janúar 1994. Síð- ustu sveitarstjórnarkosningar breyttu ekki miklu um sameing- arviðræður en menn fóru sér þó hægar og hinn erfiði vetur olli því að menn hittust ekkert sem heitið gat. Á hinn bóginn tel ég að fólk hafi skynjað betur mikil- vægi og nauðsyn sameiningar eftir hinn harða vetur.“ - Hvers vegna er sameining sveitarfélaganna nauðsynleg? „Hún er nauðsynleg vegna þess að mörg hinna smærri sveit- arfélaga hafa ekki bolmagn til að standa undir lögbundinni þjónustu við íbúana. Hún er líka nauðsynleg vegna þess að of stórum hluta tekna sveitarfélag- anna er eytt í yfirstjóm þeirra. Samkvæmt ársreikningum 1993 var kostnaður yfirstjórnar þess- ara sveitarfélaga 68 milljónir, þar af 37 milljónir á ísafirðii Með sameiningu geta rekstrareining- arnar orðið stærri og hagkvæm- ari, og yfirstjómin mun ódýrari. Sameining kemur líka þjón- ustufyrirtækjunum til góða því það verður hægt að samnýta svo rnargt." - Hvernig heldur þú að tillög- unni verði tekið? „Ég trúi að henni verði vel tekið. Ég held að fleiri _______ og fleiri séu að sjá hversu nauðsynleg sameiningin er. Við höfum búið við fólks- flótta frá Vestfjörðum þrátt fyrir næga at- vinnu, og ég vil kenna þar um minnkandi þjónustu smærri sveitarfélaga." - Telur þú að ríkið ætti að vera með skýrari stefnu í samein- ingarmálum sveitarfélaga? „Ríkið hefur nokkuð skýra stefnu en henni hefur ekki verið nógsamlega framfylgt. Ég hef þó óljósan grun um að nú sé góður vilji til þess að koma til móts við þau sveitarfélög sem sameinast. Ég vil taka það fram að við erum ekki að sameinast fyrir ríkið, við erum að sameinast fyrir okkur sjálf. En auðvitað Þorsteinn Jóhannesson ►ÞORSTEINN Jóhannesson er fæddur 1951 á ísafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971 og lauk námi í lækn- isfræði við Háskóla íslands 1977. Hann var 10 ár í Þýska- landi í almennum skurðlækn- ingum og hjartaskurðlækn- ingum og varð doktor frá Háskólanum í Freiburg árið 1988. Hann er nú yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði. Eiginkona hans er Friðný Jóhannesdóttir, heilsu- gæslulæknir á ísafirði og eiga þau einn son, Jóhannes, 17 ára. gerum við þá kröfu að ríkið standi við sínar skuldbindingar og loforð sem gefin voru í tíð fyrri ríkisstjórnar." - Hlakkar þú til næsta vetrar með opin jarðgöng á milli stað- anna? „Já, við erum mjög bjartsýn um góð áhrif jarðganganna. Verði næsti vetur snjóþungur kemur það til með að hafa miklu minni áhrif á mannlífið en verið hefur fram til þessa.“ - En hvað með ótta sumra um að Lsafjörður gleypi allt við sam- eininguna? „Hann er skiljanlegur en í hugum okkar ísfirðinga verður svo alls ekki. Ég veit að margur ísfirðingurinn hlakkar til að fá útisundlaug, sem verður í hinu sameiginlega sveitarfélagi, til dæmis á Suðureyri. Möguleikar til útivistar eru geysimiklir, bæði í Önundarfirði og Dýrafirði. Með þessu er ég að segja að ísfirðingar komi til með að _________ sækja sitthvað til ná- grannabyggðanna. Þannig sé ég fyrir mér samnýtingu í allar átt- ir. Það er löngu kom- “ inn tími til að við hætt- um að líta á okkur sem ein- hverja bæjar- eða þorpsbúa og verðum öll íbúar í einu sameigin- legu byggðarlagi.“ - Hver verða áhrif sameiningar á heilbrigðismál byggðanna? „Vestfirðingar hafa búið við ótrygga læknis- og heilbrigðis- þjónustu, til dæmis hefur ekki tekist að ráða heilsugæslulækni á Flateyri þrátt fyrir auglýsing- ar. En með tilkomu ganganna tel ég að hægt verði að samnýta heilsugæslulækna á ísafirði eða bjóða heilsugæslulækni sem fengist til Flateyrar að vinna með læknunum á ísafirði." „Oryggió eykst við göng og sam- einingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.